Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 Neytendur DV kannar verð á ferðavörum: Ailt að helmingsmunur Þar sem verslunarmannahelgin er á næstu grösum kannaði neytenda- síða DV að þessu sinni verð á nokkr- um vörutegundum sem algengt er að fólk hafi með sér í útileguna eða í sumarbústaðinn. Farið var í Garðakaup í Garðabæ, Fjarðarkaup 1 Hafnarfirði, Kjöt og fisk í Miódd, Hagkaup í Skeifunni og Bónus í Faxafeni. Verð var tekið á Royal Oak grillkolum í 4,5 kg pakkn- ingum, Olís grillkveikjuvökva í 1 1 brúsum, Duni pappadiskum (50 stk. í pakka 23 cm), Duni plastmálum (10 stk. 21 cl), plasthnífapörum frá Duni (25 stk. í pakka), svörtum ruslapok- um (10 stk., 70x110), álpappír (37,5 sq.ft.), Bugles, beikonbugðum frá Þykkvabæ og Swiss Miss kakói, venjulegu. Leitast var við að bera saman sam- bærilegar vörur. Ef visst vörumerki var ekki til í einhverri versluninni var því sleppt í útreikningnum þótt boðið væri upp á önnur merki, alveg eins góð. Helmingsverðmunur á plastglösum Otrúlegur verðmunur reyndist vera á plastglösum en 10 stk. kostuðu 59 krónur í Hagkaupi þar sem þau voru ódýrust en 119 kr. þar sem þau voru dýrust. Munurinn er því 102% en meðalverðið reiknast 82 kr. Plastglösin fengust ekki í Bónusi. Plasthnífapör voru seld í pokum sem í voru ýmist 25 gaffiar, hnífar eða skeiðar og kostaði hver poki á bihnu 129-174 krónur. Hann var ódýrastur í Hagkaupi en verðmunur- inn reyndst vera 35%. Meðalverð reiknast 158 kr. Hnífapörin fengust ekki í Bónusi sem hins vegar bauð poka með 16 göffium, hnífum og skeiðum á 159 kr. Verðmunurinn á pappadiskum reyndist vera 37%. Þeir kostuðu 245 kr. í Hagkaupi þar sem þeir voru ódýrastir, 315 kr. í Fjarðarkaupum þar sem þeir voru næstódýrastir en 335 kr. þar sem þeir voru dýrastir. Meðalverðið er 298 kr. Þessi tegund diska fékkst ekki í Bónusi sem bauð hins vegar 80 pappadiska af annarri tegund á 225 kr. og 100 frauðdiska á 367 kr. Hjá Kjöti og fiski fengust ein- mestur verðmunur á pappaglösum og ruslapokum Pappadiskar, plastglös og plasthnífapör eru á meðal þeirra vara sem kaupa þarf fyrir verslunarmannahelgina. Ótrúlegur verðmunur reyndist t.d. vera á plastglösum, eða 102%. ungis ómerktir diskar, 10 stk. í pakka, á 152 kr. og pakki fyrir sex með diskum, glösum, hnífum og göfflum á 249 kr. í Garðakaupum fengust 50 danskir pappadiskar fyrir 158 kr. Margar tegundir af grillkolum Royal Oak grillkol fengust einungis í þremur verslunum af fimm. Þau voru ódýrust í Bónusi á 235 kr. og næstódýrust í Garðakaupum á 266 kr. Þau kostuðu hins vegar 308 krón- ur þar sem þau voru dýrust. Verð- munurinn er 31% og meðalverðið er 270 kr. Fjarðakaup bauð upp á 5 kg poka af Great Lakes grillkolum á 319 kr. og 4,5 kg poka af Sweet Lite kolum á 289 kr. Kjöt og fiskur bauð einnig upp á 4,5 kg poka af Shop Rite kolum á Ruslapokar 146 kr. 299 kr. og Hagkaup bauð upp á Jack Daniels grillkol (10 lbs) á 399 kr. og Hickory (10 lbs) á 367 kr. Olís grillkveikjuvökvi fékkst líka einungis í þremur verslunum af fimm. Hann var ódýrastur í Bónusi á 119 kr. en næstódýrastur í Garða- kaupum þar sem hann kostaði 154 kr. Hann kostaði 161 kr. þar sem hann var dýrastur. Verðmunurinn er 35% og reiknast meðalverð 145 kr. Kjöt og fiskur bauð upp á Royal Oak uppkveikjulög, 11, á 223 kr. og Kveiki frá Hreini, 750 ml, á 229 kr. í Hagkaupi fékkst Frnii á 232 kr. lítrinn og Bónus bauð einnig upp á Borup uppkveikjulög, 11, á 99 kr. Mikill verðmunur á ruslapokum Svartir ruslapokar eru mjög mis- dýrir. Þeir kosta á bihnu 97-146 kr. og eru ódýrastir í Bónusi en næst- ódýrastir í Kjöti og fiski þar sem þeir kosta 133 kr. Munur á hæsta og lægsta veröi er 51% og reiknast meö- alverð 130 kr. Einnig er 46% verðmunur á ál- pappír. Hann er ódýrastur í Bónusi á 125 kr. en næstódýrastur í Hag- kaupi á 146 kr. Þar sem hann var dýrastur kostaði hann 183 kr. og reiknast meðalverð því 154 kr. Ál- pappírinn fékkst ekki í Fjarðakaup- um. 48% verðmunur á Bugles Mikih verðmunur reyndist vera á Bugles-snakki. Pakkinn var ódýrast- ur í Bónusi þar sem hann kostaði 141 kr. en kostaði 209 krónur þar sem hann var dýrastur. Næstódýrastur var pakkinn í Fjarðarkaupum og Hagkaupi þar sem hann kostaði 156 kr. Munur á hæsta og lægsta verði er 48% og reiknast meðalverð 171 kr. Ekki munaði miklu á verði á beik- onbugömn en þær kostuðu á bihnu 195-222 kr. og voru ódýrastar í Hag- kaupi. Næstódýrastar voru þær í Fjarðarkaupum á 198 kr. en bugð- urnar fengust ekki í Bónusi. Verð- munurinn er 14% og reiknast meðal- verð 204 kr. Skyndikakó Swiss Miss skyndikakó, 10 bréf í kassa, kostaði á bihnu 219-323 kr. og er verðmunurinn því 47%. Kakóið var ódýrast í Bónusi en næstódýrast í Hagkaupi þar sem þaö kostaði 269 kr. pakkhrn. Meðalverð á kakóinu erþví284kr. -ingo Vörutegund Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Grillkol 308 235 270 Uppkveikjulögur 161 119 145 Pappadiskar 335 246 298 Plastglös 119 59 82 Plasthnlfapör 174 129 158 Svartir ruslapokar 146 97 130 Áipappír 183 126 154 Bugles 209 141 171 Beikonbugður 222 195 204 Swiss Miss kakó 232 219 284 STORUTSALA: ULLARJAKKAR: KR. 1.999, ULLARKAPUR: KR. 3.999, STUTTFRAKKAR: KR. 6.999, KÁPUSALAN SNORRABR. 56 SÍMI 62-43-62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 169. tölublað (29.07.1993)
https://timarit.is/issue/194854

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

169. tölublað (29.07.1993)

Aðgerðir: