Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 29
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ1993
41
Vinnuskóli Eiðahrepps
Undanfarin sumur hefur verið starfrækt-
ur vinnuskóli á vegum Eiðahrepps en
með starfsemi hans hefur verið hægt að
útvega unglingum í hreppnum vinnu.
Að venju byrjaði skólinn í byrjun júni
og hafa unglingarnir unnið við hreinsun,
slátt, snyrtingu lóða og fl. Mikil áhersla
er lögð á að nýta allt það gras sem fellur
til við slátt í uppgræðslu á gróðursnauð-
um svæðum. Vinnuskólinn mun standa
fram í ágúst.
Sýningar
Alda Ármanna opnar sýningu
Alda Ármanna Sveinsdóttir opnar sýn-
ingu á málverkum og vatnslitamyndum
í Listasmiðju Norðfjarðar fostudaginn 30.
júlí. Þessi sýning er opnuö í tengslum \ið
fjölskylduhátíð sem er í Neskaupstað mn
verslunarmannahelgina og stendur í
tvær vikur. Viðfangsefni sýningarinnar
er konur en einnig eru á henni landslag
og óhlutstæðar myndir. Á sama tíma
opnar Alda Ármanna aðra málverkasýn-
ingu á veitingahúsinu Amarbæ á Amar-
stapa. Þar sýnir hún myndir sem unnar
voruí framhaldi af gistidvöl í sumarhús-
inu Álfafelh á Amarstapa í júní síðast-
hðnum. Viðfangsefnið á þeirri sýningu
er landið og birtan. Myndefhin em sótt
til umhverfisins vestra. Alda hefur haldið
11 einkasýningar og einnig tekiö þátt í
samsýningum erlendis og hérlendis.
Konan2000
Korian 2000, eða La Donna Duemila, nefn-
ist sýning sem Róska opnar þann 29. júlí
næstkomandi í Gailerí Sólon fslandus.
Opnunina - sem hefst kl. 17.30 á fimmtu-
daginn - heiðra ýmis tónskáld, söngvarar
og ljóðskáld. Einnig verða óvæntar uppá-
komur, sem Róska og fleiri listamenn
standa að, í anda sýningavenja listakon-
unnar. Róska var fyrsti listamaðurinn
hér á landi til þess að sýna tölvugrafík,
og verður hún einn þáttur þessarar sýn-
ingar. Einnig verða þar verk unnin í tré
og málm, ljósmyndir og blönduð tækni,
að ótöldum oliumálverkunum sem em
einn stærsti þáttur sýningarinnar. Öll
verkin em unnin á þessu ári.
Tapað fundið
Gallajakki tapaðist
Nýlegur blár gallajakki og gleraugu, sem
í honum vom, töpuðust á gull- og siifur-
mótinu í Kópavogi sunnudaginn 18. júii.
Finnandi vinsamlegast hringi í síma
10322.
Safnaðarstarf
Hallgrímskirkja: Hádegistónleikar kl.
12.00. Friðrik Walker leikur á orgehð.
Laugarneskirkja: Kyrrðarstund kl.
12.00. OrgeUeikur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður í safnaðar-
heimilinu að stundinni lokinni.
Leiðrétting
í DV sl. föstudag birtist röng mynd
í dálknum „Bam dagsins". Myndin
er af syni Kristólínu Jónsdóttur og
Nikulásar Óskarssonar en greinin
fjaliaði hins vegar um dóttur Önnu
Sigríðar Sigurðardóttur og Guðna
Einarssonar.
Hlutaðeigendur eru beðnir velvirð-
ingar.
Tilkyimingar
Vinir vors og blóma
Hljómsveitin Vinir vors og blóma spUar
á innihátið um verslunarmannahelgina
laugardags- og smmudagskvöld á Hótel
Stykkishólmi. Helgina eftir verslunar-
mannahelgina verður hin árlega stórhá-
tið 1 Flatey á Breiðafirði og verður hljóm-
sveitin í eynni laugardagskvöldið 7. ág-
úst.
Fermingar
Ferming í Heydalakirkju sunnudaginn
1. ágúst kl. 14.00. Prestur: Sr. Gunnlaugur
Stefánsson. Fermd verður Sandra Dögg
Agnarsdóttir Jóhannesson, 19211 74th.
ave. w., Lynnwood WA 98036, Bandaríkj-
unum. Hún er stödd á Þverhamri í
Breiðdal.
Námskeið í sjálfsrækt
5. ágúst nk. hefst námskeið í sjálfsrækt.
Námskeiðið er byggt á þjálfunarkerfi sem
vinnur með heUd persónuleikans. Gengið
er út frá því að ef við vUjum ná raunveru-
legum árangri verðum við að sinna sálar-
lífinu, likamanum, huganum og andleg-
um hæfileikum. Námiö fer fram í formi
fyrirlestra, æfinga og einkaviðtals. Auk
þess er 21 dags stuðningsáætlun í sam-
bandi við hugleiðslu, mataræði og lík-
amsrækt. Leiðbeinandi er Gunnlaugur
Guðmundsson hjá Stjömuspekistöðinni,
Kjörgarði.
Kvenfélagið Freyja
Kvenfélagið Freyja verður með félagsvist
að Digranesvegi 12 í kvöld kl. 20.30. SpUa-
verðlaun og molakaffi.
Félag eldri borgara
í Reykjavík
Munið Armannshlaupið tU heiðurs öldr-
uðum, lagt af stað frá ÁrmannsheimUinu
kl. 20.00 í kvöld. Dansleikur í Risinu,
Hverfisgötu 105, sunnudagskvöldið 1. ág-
úst. Hfjómsveitin Gleðigjafar.
Fimmtudagsfestival
á L.A. café
í kvöld, fimmtudagskvöld, heldur
fimmtudagsfestivalið áfram á L.A. café
og i tilefhi komandi helgar verður heiðr-
uð mesta verslunarmannahelgarsveit
allra tíma, Stuðmenn. SpUuð verða öU
þeirra bestu lög og önnur íslensk partí-
tónlist. L.A. café minnir á sérstakan festi-
val matseðU á sanngjömu verði. Borða-
pantanir í síma 626120.
Kringlan lokuð um helgina
Vegna frídags verslunarmanna verður
lokað í Kringlunni laugardaginn 31. júh
og mánudaginn 2. ágúst. í dag em versl-
anir opnar tU kl. 18.30 og á morgun, fostu-
dag, er opið tíl kl. 19.00 en þá er opið í
matvömverslun Hagkaups í Kringlunni
til kl. 20.00. Hard Rock Café verður opið
yfir verslunarmannahelgina eins og
venjulega.
Peningagjöf til RKÍ
Þessar ungu stelpur, sem heita Kristín
Z.Alaham, Sólveig Pétursdóttir og María
Björk Ólafsdóttir, héldu nýlega tombólu.
AJls söfnuðu þær 2052 krónum sem þær
færðu hjálparsjóði RKÍ. - '
Veiðivon
ítalinn Lino og íslendingurinn Friðrik Á. Brekkan við veiðihúsið i Laxá á Ásum með 103 laxa.
DV-mynd Frirðik
Laxá á Ásum:
Misstu fimmtíu
laxa á f luguna
- veiddu samt 103 laxa
Laxá á Ásum hefur svo sannar-
lega sýnt það og sannað að hún er
best veiðiáa landsins. Það styttist í
að 800. laxinn veiðist í Laxá. En
engin veiðiá kemst með tærnar þar
sem hún hefur hælana því aðeins
er veitt á tvær stangir í henni.
„Við erum meiri háttar hressir
með þessa veiðiferð í Ásana. Við
fengum 103 laxa og áin hefur gefið
780 laxa,“ sagði Friðrik Á. Brekkan
en hann var að koma úr Laxá á
Ásum með ítala.
En Laxá á Ásum hefur nú gefið
780 laxa og veiðiveislan heldur
áfram því laxarnir eru margir í
ánni.
„Flesta fengum við laxana á litlar
túbur með þríkrækju en þessi túba
er svört. Hún hafði gefið okkur vel
í Laxá í Kjós áður en ’við mættum
í Laxá á Ásum. ítölunum finnst það
nóg að 20 laxa kvóti sé í Laxá á
Ásum því veiðimenn, sem eru ekki
hressir með það, séu eitthvað bilað-
ir. Við héldum að við fengjum ekki
svona mikla veiði eftir að þeir Þór-
arinn og félagar voru á undan okk-
ur. Það er mikiö af laxi um alla á
og þá sérstaklega ofarlega í ánni.
Við fengum hræöilegt veður en við
gleymdum því, veiðin var svo mik-
il. Mér fmnst það leiðinlegt að Laxá
skuli ekki vera merkt og drasl víða
í henni. Þetta er jú dýrasta og feng-
sælasta veiðiá landsins," sagði
Friðrik ennfremur.
Á eftir þeim Friðriki og félögum
er Sverrir Ólafsson myndhöggvari
og var ágæt veiði hjá honum og
útlendingum sem hann var með á
bakkanum.
„Við erum komnir með 50 laxa
eftir einn og hálfan dag, þetta hefur
gengið mjög vel. Það er mikið af
fiski í Laxá þessa dagana,“ sagði
Sverrir Ólafsson á bökkum Laxár
á Ásum í gærkvöldi.
„Mér finnst að það ætti að vera
kvóti í ánni, menn eiga ekki að
veiða eins og villimenn þó að fisk-
urinn sé mikill. Það er skítkalt
héma á bökkunum en maður lætur
sig hafa það. Ég fékk einn 18 punda
á fluguna í gærdag en við veiðum
bara á flugur,“ sagði Sverrir enn-
fremur. -G.Bender
140 komnir á land úr Flekkudalsá
„Það eru komnir 140 laxar á land
og sá stærsti er 13 pund,“ sagði
okkar maður á bökkum Flekku-
dalsá á Fellsströnd í gærkeldi.
Þetta er nokkuð minni veiði en á
sama tíma í fyrra.
„Hollin hafa verið með frá 2 löx-
um upp í 21. Fiskurinn er smærri
en í fyrra en eitthvað hefur gengið
af fiski í ána,“ sagði okkar maður
á bakkanum.
-G. Bender
Veiði- og skemmtistaður tjölskyldunnar
um verslunarmannahelgina.
Fiskar, hestar, golf og útivist.
HvaHllllSVÍk í IÍ{ÓS, sími 667023
Allt í veiðiferðina
NÝJUNGAR í BEITU SEM REYNAST VEL
LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751