Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. JÚLl 1993 LESENDUR, ATHUGIÐ! S 'íðasta blað íyrir verslunar- mannahelgi kemur út á morgun, föstudag. B M laðið verður 64 síður að stærð. eðal efnis: Bama-DV Krossgáta Bridge Sérstæð sakamál Sviðsljós Skák Kvikmyndir o.fl. o.fl. AUGLÝSEMDUR, ATHUGIÐI ryrsta blað eftir verslunar- mannahelgi kemur út þriðju- daginn 3. ágúst. Smáaugiýsingadeild DV er opin tii kl. 22 i kvöld og ki. 9-22 föstudag. Lokað laugardag, sunnudag og mánudag. Fréttir Dósent í Lundi segir ósannað að hátt kólesteról sé hættulegt heilsunni: Lyfjagjöf gegn Móð- f itu er lifshættuleg - hann er bara að auglýsa sjálfan sig, segir Gunnar Sigurðsson læknir Lyflagjöf gegn hárri blóðfltu getur verið lífshættuleg. Læknar hafa lengi álitið að fólk með hátt kólesteról sé í áhættuhópi vegna blóð- og æöasjúk- dóma en það er enginn sem hefur sannað aö hátt kólesteról í blóði sé hættulegt. Þetta segir Ufle Ravnskov, læknadósent í Lundi í Svíþjóð. Ravnskov heflu- geflö út bókina Kólesterólþjóösagan og í henni reyn- ir hann aö sýna fram á að lyfjagjöf vegna kólesteróls hafi slæm áhrif á andlega og líkamlega heilsu manna og auki dánartíönina. Slys og sjálfs- morð séu algengari hjá fólki sem hefur tekið inn lyf til að lækka kól- esteról og að lungnakrabbi og sjúk- dómar í maga og þörmum hafi auk- ist. Hann segir að ekkert samband sé milli hreyfingar, mataræöis, reyk- inga og drykkju og kólesteróls í blóði fólks. Þessar niðurstöður sínar byggir Ravnskov á rannsóknum sem hann hefur gert í Svíþjóö og breskum rannsóknum sem hann hefur kynnt sér. „Þessi maður reynir aö finna allt sem hefur fundist neikvætt um þessi mál og lítur framhjá öllu sem er já- kvætt. Hann er bara að auglýsa sjálf- an sig og sína bók og græöa á því,“ segir Gunnar Sigurðsson, sérfræð- ingur í innkirtla- og efnaskiptasjúk- dómum á Borgarspítalanum. „Það heftu- veriö sannað að svo miklu leyti sem unnt er með dýra- og mannatilraunum að lyflagjöf gegn hárri blóðfitu er af hinu góða og að fólk með hátt kólesteról er í áhættu- hópi vegna ýmissa sjúkdóma. Þá eru tengshn miíli kólesteróls í blóði og mataræðis talsverð þó að erfðaþátt- urinn sé sá þáttur hjá sumum sem mestu ræður,“ segir hann. „Auk þessa hefur verið sýnt fram á að fólki sem er með hátt kólesteról er margfalt hættara viö að fá krans- æöastíflu en öðrum," segir Gunnar Sigurðsson læknir. -GHS Uppgangur eftir samein ingu fimm hreppa - segir Bjami Matthíasson oddviti Frá því aö 5 hreppar i austurhluta Vestur-Skaftafellssýslu sameinuöust 1 Skaftárhrepp árið 1990 hefur verið stöðugur uppgangur á svæðinu. Um 630 manns eru í hreppnum, þar af um 150 á Kirkjubæjarídaustri. Bjami Matthíasson, fertugur læröur húsa- smiður og byggingariðnffæðingur, hefur verið oddviti Skaftárhrepps frá upphafi og í samtali við DV sagöi hann að sameiningin hefði að sínu mati tekist vel. „Við vorum ákveönir frumkvöðlar í sameiningu sveitarfé- laga og ennn sönnim um vel heppn- aða sameiningu. Það var einkum samstarf í skólamálum sem varð upphaf sameiningarinnar og síðar önnur sameiginleg þjónustuupp- bygging. Sameiningin hefur eflt getu sveitarfélagsins til verklegra fram- kvæmda," sagði Bjarni en hrepparn- ir 5 voru Hörgslandshreppur, Kirkjubæjarhreppur, Leiðvalla- hreppur, Skaftártunguhreppur og Álftavershreppur. Ferðaþjónustu hefur vaxiö fiskur um hrygg 1 Skaftárhreppi á sama tíma og niðurskurður í hefðbundn- um landbúnaði hefur átt sér stað. í Skaftárhreppi er boðið upp á mjög fjölbreytta ferðaþjónustu og aðstaða fyrir ferðamenn hefur stórlega batn- að. Meðal framkvæmda, sem Skaft- árhreppur hefur tekið þátt í, er ný hótelbygging á Kirkjubæjarklaustri. Hreppurinn er þar stór eignaraöili en hótehð er rekið undir nafni Hótel Eddu. Þá hefur Dvalar- og hjúkrun- arheimili á vegum hreppsins og rík- isins veriö í byggingu síöan 1989 og vonast er til að um næstu áramót verði opnuð þar 12 manna hjúkrun- ardeild. „Þá er vért að geta mikilla vegaframkvæmda vegna nýju brúar- innar yfir Kúðafijót. Þetta er mikil samgöngubót fyrir okkur og styttir leiðina milli Klausturs og Reykjavík- ur um átta kílómetra. Næsta sumar verður öll leiðin bundin slitlagi," sagði Bjarni. Bjami sagðist horfa bjartsýnn fram á veginn fyrir hönd Oddvitinn í Skaftárhreppi, Bjarni Matthíasson. Frá því að 5 hreppar sameinuöust í Skaftárhrepp árið 1990 hefur verið stöðugur uppgang- ur í hreppnum. DV-mynd GVA sinna hreppsbúa. „Mannlífið héma er gott og svæðið býöur upp á mjög fjölbreytta náttúruskoðun og afþrey- ingu. Hér er veðursæld líka mjög mikil," sagði oddvitinn og rétti blaða- manni gögn frá Veðurstofu íslands yfir síöustu 30 ár sem sýna m.a. að á Kirkjubæjarklaustri hefur mælst 18% logn að meðaltah af veðurathug- unarmælingum á meðan sama tala fyrir Reykjavík er 3,4%. Þetta hlut- fall er mjög hátt miðað við nálægð Klaustursviðsjó. -bjb Akranes: Ak-sjón í Bíóhöllina „Við veröum með nýjustu mynd- irnar og ætlum að reyna að auka aðsóknina verulega," segir Jakob Halldórsson, kvikmyndagerðarmað- ur á Akranesi, en í vikunni var skrif- að undir samning milli hlutafélags- ins Ak-sjón, sem Jakob er í forsvari fyrir, og Akranesbæjar, um leigu á Bíóhöllinni næstu tvö árin. Haraldur Böðvarsson útgerðar- maður reisti Bíóhöllina árið 1942 og gaf Akranesbæ. Bærinn hefur séð um reksturinn síöan þá en undanfar- in ár hefur heldur hallað undan fæti. Reksturinn hefur á hverju ári fengiö styrki úr bæjarsjóöi en þrátt fyrir það hafa skuldir safnast upp. Nú á að blása nýju lífi í Bíóhöllina og þeir Jakob, Gunnar Ársælsson og Rafn Guðmundsson, sem standa að Ak- sjón, ætla sér að sýna nýjar kvik- myndir í bland við gamlar klassískar myndir. „Við munum einnig leigja húsiö út, meðal annars til Skagaleik- flokksins, sem hefur veriö með leik- sýningar í þessu húsi,“ sagði Jakob Halldórsson. -bm

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.