Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 19
18
FIMMTUDAGUR 29. JÚLl 1993
FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ1993
31
Iþróttir
Rijkaard snýr
heimtilAjax
Hollendingurinn Frank Rijka-
ard hefur skrifað undir tveggja
ára samning við sitt gamla félag
Ajax í Amsterdam. Undanfarin
fimm ár hefur Rijkaard leikið
með AC Milan og unnið alla
mögulega titla með félaginu
ásamt löndum sínum, Ruud Gul-
lit og Marco Van Basten. Undir
lok síðasta keppnistímabils lýsti
Rijkaard þvi yfir að hann vildi
snúa heim á leið. „Ég er orðinn
þrítugur og það er hár aldur fyrir
knattspyrnumann, ég reikna meö
að fiúka ferlinum hjá Ajax," sagði
Rijkaard. Samningurinn er met-
innáum50milljónirísl.kr. -BL
F1o-JoogMcMillen
nýirsendiherrar
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefur skipað þau Florence Grif-
fith Joyner og Tom McMillen sem
sérstaka sendiherra iþrótta og
heilsuræktar. Flo-Jo vann sem
kunnugt er þrenn gullverðlaun á
OL í Los Angeles 1988. Tom
McMillen er fyrrum leikmaður
OL-liös Bandaríkjanna í körfu-
bolta (1972) og síðan leikmaður í
11 ár í NBA-deildinni með Was-
hington Bullets. Frá 1987-1992
var hann þingmaöur demókrata
í Maryland. I>au Flo-Jo og McMil-
len leysa Arnold Schwartzeneg-
ger af hólmi en Bush útnefndi
hannáriðl980. -BL
Sprengjugolf
á Heliu
GoliTerðaklúbbur Samvinnu-
ferða/Landsýnar gengst íýrir
golfmóti á Hellu á sunnudaginn
kemur, svokallað sprengjugolf-
mót. Keppendum er heimilt að
þurrka út tvær höggflestu brautir
sínar og setja þær á par. í mótslok
verður dreginn út feröavinning-
ur úr skorkortum.
Þorsteinana
vantaði
í einkunnagjöf á leik ÍA og FH
í blaöinu í gær féllu út nöfn þeirra
Þorsteins Halldórssonar og Þor-
steins Jónssonar úr FH. Þeir
fengu báðir einkunnina 1 eins og
raunar allir leikmenn FH-liðsins.
ÞeirheitaTómas
ogSigurjón
Það var farið ranglega með nöfn
tveggja leikmanna á pollamóti
KSI á Laugarvatni um síðustu
helgi. í texta undir mynd af polla-
meisturum Breiðabliks var Sig-
urjón Jónsson ranglega nefndur
Sigurður Njálsson. Þá var Þrótt-
arinn Tómas Kristbergsson
nefhdur Jónas. Hlutaðeigendur
eru beðnir velvirðingar á þessum
leiðu mistökum. Þess má geta að
fleiri myndir frá pollamótinu
verða birtar á unglingasíðu DV
nk. miövikudag. -Hson
Tveir leikir
íGetraunadeild
í kvöld lýkur 10. umferð Get-
raunadeildarinnar í knattspyrnu
meö tveimur leikjum. Fylkir tek-
ur á móti Keflavík í Arbænum
og Þórsarar leika gegn KR-ingum
á Akureyri. Báðir leikimir hefj-
astklukkan20. -RR
Lewiserlátinn
Reggie Lewis, einn besti leik-
maður Boston Celtics í NBA
körfuboltanum, er látinn. Hann
lést úr hjartaslagi á æfingu.
Lewis haföi áður fengið snert
af slagi en læknar höföu gefið
honum leyfx til að hefja æfingar
að nýju. Fráfail Lewis er gríðar-
legt áfali fyrir Bostonliðið.
-SK
Iþróttir
Þá ættuö þiö að kíkja til okkar og skoöa úrvaliö!
Engin útborgun -Visa og Euro raögreiöslur
Skuldabréf til allt aö 36 mánaöa
Bílaumboðið hf.
Krókhálsi 1 * Reykjavík * Sími 686633
Beinn sími í söludeild notaöra bíla er 676833 Opiö: Virka daga kl. 10-18
Ægir Már Kárasan, DV, Suðumesjum;
„Það er lítið hægt að segja um þetta.
Það var ekki leikhæft ástand til þess
að spila golf og það er della að vera
að leika í svona veðri. Það þarf að
fylgja mikil heppni til að skora í svona
veðri, þaö er ekki hægt öðruvísi. Þetta
er búið að vera mjög jafnt en höggin
eru fljót að fjúka við þessar aðstæður
og sviptingar miklar. Ég sé því ekkert
til fyrirstöðu að nýr meistari verði
krýndur og það er ekkert sjáifgefið að
Úlíar vinni þetta. Ég er kominn hingaö
til að sigra og ekkert annað kemur til
greina. Ég er ekki nema höggi á eftir
efsta manni en ég er þó ekkert sáttur
við mína spilamennsku," sagði Sigur-
jón Amarsson, GR, en hann er í öðru
sæti ásamt Bimi Knútssyni, GK. Þeir
félagar eru aðeins einu höggi á eftir
Þorsteim Hallgrímssyni, GV, sem er
efstur.
Getum ekki frestað
þrátt fyrir slæmt veður
„Skipulega séð er allt í góðum málum
en það er agalega svekkjandi aö vera
með völlinn í toppástandi og fá þetta
rosalega rok. Það er ekki mikið við
þessu að gera og við höfum okkar regl-
ur að skuli byrja á þessum degi og
enda á öðrum. Það er ekki hægt að
sleppa degi hvað þá ef annar slæmur
kæmi á eftir því að þá yrði að sleppa
honum líka. Það er ekki hægt að leika
bara 36 holur um meistaratitilinn. Við
emm á íslandi í golfi og ekki annars
staðar og titilinn sem emm að spila
um er íslandsmeistaratitilinn,“ sagði
Logi Þormóðsson, formaður lands-
mótsnefndar, í spjalh við DV í gær.
Ikur í úrslit
bikarkeppninnar
Stjömustúlkur eru komnar í úr-
slitaleik bikarkeppni KSÍ i fyrsta
sinn í sögu félagsins. Þær sigruðu
2. deildar lið Dalvíkur fy rir noröan,
6-1. Stjaman mun því mæta bikar-
meisturum ÍA á Laugardalsvelli 22.
ágúst.
Það var ljóst strax í upphafi að
Dalvíkurstúlkur áttu við ofurefii
að eija. Stjömuiiðið kom ákveðið
til leiks og fyrir leikhlé hafði Guðný
Guðnadóttir skorað tvi vegis og þær
Elisabet Sveinsdóttir og Ásgerður
H. ingibergsdóttir sitt markiö hvor.
Þaö var meira jafhræði með lið-
unum í síðari hálfieik þó að Dalvík-
urstúlkum tækist aldrei að ógna
sigri Stjömunnar. Laufey Sigurð-
ardóttir og Guðný Guðnadóttir
bættu viö sínu markinu hvor fyrir
Stjörnuna, en Helga B. Eiríksdóttir,
fyririiði Dalvíkur, minnkaði mun-
inn fyrir heimamenn úr víta-
spymu.
„Þetta var ekki auðveldur leikur,
þær spiluöu fast og gáfu ekkert eft-
ir. Úrslitaleikurinn leggst vei í okk-
ur, við sigruðum Skagastelpumar
í deildinni og við stefnum að sjálf-
sögðu á sipr. En það er Ijóst að ÍA
er með bikarlið svo þetta verður
bara að koma í ljós,“ sagði Brynja
Ástráðsdóttir, leikmaður Stjöm-
unnar, í samtali við DV.
Guðný Guðnadóttir átti stórleik í
liði Stjömunnar, skapaði ávallt
usla í vöm Dalvíkur með hraða
sínum og skoraöi þrjú mörk. Lið
Dalvíkur á hrós skilið fyrir haráttu
sína en stulkumar gáfust aldrei
upp þrátt fyrir heldur vonlausa
stöðu og uppskáru mark í síðari
hálfleik. Áhorfendur voru tæplega
200. -ih
Elísabet Sveinsdóttir skoraði eitt
sex marka Stjörnunnar gegn Dai-
vik. DV-mynd ih
Vantar þig notaðan bíl
á góðu verði fyrir helgina?
TILBOÐSLISTI ARGERÐ STGR- TILBOÐS-
VERÐ VERÐ
LADA SAMÁRA 1988 280.000 220.000
BMW316 1986 580.000 530.000
NISSAN PRAIRIE 1988 750.000 690.000
PEUGE0T309 1987 370.000 330.000
FIATUN045 1989 290.000 250.000
MMC PAJER0, dísil 1987 980.000 790.000
BMW318ÍA 1984 620.000 520.000
SUBARUJUSTY 1987 370.000 330.000
F0RD ESC0RTLX 1984 160.000 100.000
SEATIBIZA 1988 290.000 170.000
MAZDA626GLX 1987 580.000 520.000
Björgvin Sigurbergsson og íslandsmeistarinn Úlfar Jónsson spá í spilin á fyrsta degi mótsins. Björgvin hafði forystu eftir
fyrsta dag en gekk illa í gaer og féll niður í 9. sæti. Úlfar hefur ekki náð sér á strik á mótinu og er í 6. sæti.
r>w_mi#nrl GS
„Ég er kominn til að sigra“
- segir Siguijón Amarsson sem er 1 öðru sæti
Þessir bílar eru á tilboösveröi!
PEUGEOT 309
1987, ek. 100 þús. Kr. 390.000.
Tilboð kr. 290.000.
VW GOLF GTI A
1989, ek. 66 þús. Kr. 1.150.000.
Tilboð kr. 1.050.000.
BMW 323i
1983, gott eintak. Kr. 550.000.
Landsmótið í golfi á Hólmsvelli:
Þorsteinn kominn
með forystuna
- Úlfar enn langt frá sínu besta en Karen leiðir áfram í kvennaflokknum
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum:
7 vindstig og leiðindaveður settu
aftur svip á landsmótið í golfi á
Hólmsvelh í Leiru þegar meistara-
flokksmenn léku sinn annan dag á
mótinu í gær. Það urðu líka miklar
sviptingar í meistaraílokki karla þar
sem staðan er vægast sagt óvænt.
Þorsteinn Hallgrímsson, GV, tók í
gær forystuna í mótinu er hann lék
á 74 höggum en hann er samtals á
153 höggum og er einu höggi á undan
þeim Sigurjóni Amarssyni, GR, og
Bimi Knútssyni, GK. Björgvin Sigur-
bergsson, sem leiddi eftir fyrsta dag,
lenti í miklum hrakförum og lék á
84 höggum og féll niöur í 9. sæti. ís-
landsmeistarinn Úlfar Jónsson hefur
einnig átt erfitt uppdráttar í rokinu
og er í 6. sæti á samtals 159 höggum
og þó að keppnin sé aðeins hálfnuð
þá er ljóst að það er á brattann að
sækja hjá honum að veija titihnn.
í meistaraflokki kvenna er Karen
Sævarsdóttir enn efst með eitt högg
í forystu á Ólöfu Maríu Jónsdóttur
sem komið hefur mjög á óvart.
Frábært skor miðað
við aðstæður
„Þetta mót er mjög vel skipulagt og
öll framkvæmd til fyrirmyndar en
veðrið hefur gert okkur erfitt fyrir.
Við búum á íslandi og við því er ekk-
ert að gera. Við erum vön svona veðri
enda búin að halda Norðurlandamót
hérna við svipaðar aðstæður. Það
þarf mikla kunáttu til að leika vel í
svona aðstæðum og við sjáum á skor-
inu aö efstu menn eru að leika á góðu
skori við þessar aðstæður. Grund-
vallaratriðið í svona aðstæðum er
jákvætt hugarfar og það finnst mér
einkenna þijá efstu mennina á mót-
inu og þeir hafa ekki látið veðrið
hafa of mikil áhrif á sig. Einhvem
veginn hef ég á tilfinningunni að í
karlaflokki verði krýndur nýr meist-
ari en það á þó eftir að koma í ljós,“
sagði Frímann Gunnlaugsson, fram-
kvæmdastjóri GSÍ, í spjalii við DV í
gær um mótið.
„Mér finnst stefna í mjög skemmti-
lega og góða keppni hjá stúlkunum.
Karen hefur staðið upp úr undanfar-
in ár en nú em komnar ungar stúlk-
RENAULT CLIO RN
1991, ek. 39 þús. Kr. 660.000.
BMW 618i
1987, ek. aðeins 64 þús. Kr.
720.000.
TOYOTA CARINA II
1988, ek. 64 þús. Kr. 600.000.
SUBARU JUSTY
1987, ek. 93 þús. Kr. 370.000.
Tilboð kr. 330.000.
RENAULT 19 GTS
1990, ek. 78 þús., rafdr. rúður,
samlæs. Kr. 700.000.
MMC GALANT
1987, ek. 136 þús. Kr. 490.000.
Tilboð kr. 420.000.
ur sem veita henni harða keppni. Það hafa mikið fyrir hlutunum núna,“
er nokkuð ljóst að Karen þarf að sagði Logi ennfremur.
Þorsteinn Hallgrimsson, GV, er kominn með forystuna í karlaflokki á lands-
mótinu í golti ettir tvo keppnisdaga. DV-mynd GK
Meistaraf lokkur karla
1. Þorsteinn Hallgrímss., GV....79 + 74 = 153
2. Bjöm Knútsson, GK.........78 + 76 = 154
3. Sigurjón Amarsson, GR.....76 + 78 = 154
4. Ragnar Ólafsson, GR.......79 + 78 = 157
5. Kristinn G. Bjarnason, GL.76+82 = 158
6. Úlfar Jónsson, GK.........77 + 82 = 159
7. Sveinn Sigurbergsson, GK..77 + 82 = 159
8. Birgir L. Hafþórsson, GL..77 + 82 = 159
9. Björgvin Sigurbergsson, GK....75 + 84 = 159
10. ÞóröurE.Ólafsson, GL......80 + 83 = 163
11. Þorkell S. Sigurðsson, GR.82 + 81 = 163
12. Guðm. Sveinbjömsson, GK...80 + 84 = 164
13. VilhjálmurIngibergss.,NK..86 + 79 = 165
14. Hannes Eyvindsson, GR.....77 + 88 = 165
15. Sigurður Sigurðsson, GS...84 + 82 = 166
16. Sigurpáll Sveinsson, GA...80 + 86 = 166
17. ÖmÆvarHjartarsson.GS......77 + 89 = 166
18. Óskar Sæmundsson, GR......76 + 90 = 166
19. Sigurður Hafsteinsson, GR.79 + 88 = 167
20. Tryggvi TTaustason, GK....78 + 89 = 167
Meistaraf lokkur kvenna
1. Karen Sævarsdóttir, GS...79 + 86 = 165
2. ÓlöfM. Jónsdóttir, GK......85 + 81 = 166
3. Ragnhildur Sigurðard., GR..83 + 90 = 173
4. Herborg Arnarsdóttir, GR...80 + 93 = 173
5. Þórdís Geirsdóttir, GK.....86 + 88 = 174
6. Ásgerður Sverisdóttir, GR..83 + 93 = 176
7. Anna J. Sigurbergsdóttir, GK 96 + 97 = 193
1. flokkurkvenna
1. Rut Þorsteinsdóttir, GS.85 + 86 + 87 = 258
2. GerðaHalldórsdóttir, GS....85 + 95 + 96 = 276
3. Guðbjörg Sigurðard., GK....89 + 94 + 99 = 282
4. Magdalena S. Þórisd.,GS...94 + 95 +101 = 290
5. IngibjörgBjamad.,GS...100 + 99 + 95 = 294
2. flokkur karla
1. Jóhann Júliusson, GS....88 + 80 + 79 = 247
2. Helgi Ólafsson, GR.....82 + 76 + 92 = 250
3. SváfnirHreiöarss.,GB..84 + 82 + 85 = 2511
4. GunnarLogason.GS.......81 + 82 + 88 = 251
5. Högni R. Þórðarson, GS.83 + 80 + 89 = 252
2. flokkur kvenna
1. Sigrún Sigurðard., GG.103 + 93 + 98 = 294
2. GuðnýSigurðard.,GS....98 + 94 + 104 = 296
3. UnnurHenrýsd.,GS.....103 + 96 + 106 = 305
4. FríðaRögnvaldsd.,GS 110 + 95 + 104 = 309
5. Elsa Eyjólfsdóttir, GS 103 + 98 +110 = 311
3. flokkurkarla
1. Júlíus Steinþórss., GS..89 + 83 + 85 + 97 = 354
2. Magnús Gunnarss, GR 89 + 87 + 88 + 92 = 356
3. Steinar Þórisson, GR ...91 + 89 + 91 + 91 = 362
4. Christ. Þorkelss., GR ...94 + 86 + 91 + 94 = 365
5. Pétur Pétursson, GS .100 + 77 + 88 +100 = 365
„Verð að spila
betur í dag“
- sagöi Karen Sævarsdóttir íslandsmeistari
Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum;
„Þetta var frekar lélegt skor hjá
mér. Þetta er spennandi og verður
gaman að sjá hvernig þetta endar.
Ég vona bara innilega að veðrið verði
skárra og þá er aldrei að vita nema
maður nái upp góðu skori. Það er
alveg ljóst aö ég verð að spiia betur
á næstu 18 holunum í dag til að eiga
möguleika. Ég held að þetta sé ein
lélegasta spilamennska hjá mér í
langan tíma,“ sagði Karen Sævars-
dóttir, GS, en hún heldur áfram efsta
sætinu í kvennaflokki.
Ánægð með
árangurinn
„Þetta er bara hálfnað og það er mjög
mikið eftir ennþá. Ég reyni að spila
mitt golf áfram og ef það tekst þá er
ég bjartsýn. Ég er mjög ánægð meö
árangurinn í dag (í gær). Eg var
ákveðin að bæta mig eftir fyrsta dag-
inn og það tókst. Púttin hafa gengið
vel og það telur gífurlega mikið,“
sagði Ólöf María Jónsdóttir, GK, en
hún hefur komiö skemmtilega á
óvart og er aðeins einu höggi á eftir
Karen í öðra sætinu.
„Hef ekkert æft
í allt sumar"
- segir Ragnar Ólafsson sem er í 4. sæti
Ægir Már Kárasan, DV, Suöumesjum;
„Ég gerði mér tvö markmið fyrir
mótið. Fyrst og fremst að bæta mig
í hverjum hring og síðan að ná inn
í fyrstu 10 sætin og þá er ég mjög
ánægður. Ég hef ekkert æft í allt
sumar og ég átti satt að segja ekki
von á neinum árangri. Ég hef reynt
að hugsa sem minnst um veðrið og
reyni bara að brosa og gera mitt
besta. Ef veðrið verður svona
áfram þá er Þorsteinn mjög heitur
og hann hefur leikið sannfærandi.
Ég held að Úlfar og Sigurjón eigi
eftir að koma inn í baráttuna á
lokadegi. Ég held aö það skipti
máli með þessa stráka að þeir hafa
verið í baráttunni áður. Éf veörið
lagast þá fer Úlfar að sýna sitt rétta
andlit en hann er óvanur svona
aðstæðum," sagði gamla kempan
Ragnar Ólafsson en hann hefur
heldur betur gert það gott það sem
af er mótinu og er í 4. sæti á 157
höggum samanlagt.