Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 29. JÚLl 1993
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NOMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1368 kr.
Verð I lausasölu virka daga 130 kr. - Helgarblað 170 kr.
Varast oftrú á „isma"
Efnahagsþróun í helztu iðnríkjum hefur valdið von-
brigðum, og bati er ekki öruggur á næstunni. Hagvöxt-
ur, vöxtur framleiðslunnar, hefur verið hægur frá árinu
1991. Horfumar eru yfirleitt dökkar, bæði hér á landi og
víðar 1 Evrópu og í flestum iðnríkjanna. Hagvöxturinn
var 3 prósent árið 1989 í ríkjum Efnahags- og framfara-
stofnunarinnar OECD. Hann minnkaði í eitt prósent árin
1991-1993. Líta má á þessa þróun í ljósi áherzlna hagfræð-
inga, sem komið hafa að stjóm efnahagsmála í þessum
löndum. Það er gert í síðasta fréttabréfi um „verðbréfa-
viðskipti Samvinnubankans“, eins og það er kallað.
Dr. Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verð-
bréfaviðskipta íslandsbanka, íjallar einnig um horfumar
í vikuritinu Vísbendingu. Hann bendir á, að halh á rekstri
ríkissjóðs í ríkjum OECD hefur á þessum tíma farið vax-
andi, úr um einu prósenti árið 1989 í yfir 4 prósent af
landsframleiðslu árið 1993, og hann mun líklega aukast
enn á næsta ári. Atvinnulausum Qölgaði á þessum tíma
í ríkjum OECD úr 25 milljónum manna í 35 milljónir.
Þar er atvinnuleysið 7-8 prósent mannaflans. Stöðnun í
efnahagslífi þessara landa þýðir, að við fáum lægra verð
fyrir fiskinn okkar. Ekki hefur tekizt að selja orku til
stóriðju á síðustu árum, og verð á fiski hefur lækkað um
20 prósent að meðaltali síðan árið 1991, þegar það var
hæst.
Mikil uppsveifla varð í þjóðarbúskap iðnríkjanna á
níunda áratugnum, stöðug skuldasöfnun og eignaaukn-
ing á móti. Þetta gekk ekki til lengdár. Bakslagið kom
núna á tíunda áratugnum og varð harkalegt. Samkeppni
hafði stóraukizt, svo og öll viðskipti, með stórauknu
frelsi í fjármálaviðskiptum og framfönim í fjarskiptum,
flutningum og tölvunotkun. En nú hefur byrði velferðar-
kerfanna reynzt of þung. Tíundi áratugurinn er tími nið-
urskurðar, hagræðingar og harðrar samkeppni. Fyrir-
tækin verða að minnka framleiðslukostnað, en opinber
útgjöld halda áfram að vaxa. RíkishaUi og skuldk hins
opinbera fara vaxandi.
í fréttabréfi „Samvinnubankans" er bent á, að kenn-
ingar hagfræöinga hafi sett meiri svip á efnahagsstefnu
ríkja undanfarin ár en oftast áður. Nefna má hugtök eins
og markaðsbúskap, einkavæðingu, afnám boða og banna
og samruna markaða og fyrirtækja. Þrátt fyrir þessar
áherzlur, sem flestir hagfræðingar aöhyflast, hefur efna-
hagsgengi iðnríkjanna verið mun lakara síöastliöin þrjú
ár en um langt árabil áður.
í nokkrum ríkjum Austur-Asíu er þó rífandi gangur
í efnahagsstarfseminni. Þar má nefna Suður-Kóreu,
Formósu, Hong Kong, Singapúr, Malasíu, Tæland og
Indónesíu. Ríkin hafa notað mismunandi aðferðir við
sljóm efnahagsmála. Öll eiga þau sameiginlegt, segir í
fréttabréfinu, að stjómvöld hafa meiri afskipti af efna-
hags- og atvinnulífi en ftjáls markaðsbúskapur gerir ráð
fyrir. Sfjómvöld örva spamað og fjárfestingu en letja
neyzlu. HlutfaU flárfestingar af landsframleiöslu er yfir-
leitt 30-35 prósent í þessum löndum, borið saman við
20-25 prósent í flestum ríkjum OECD.
Ástæða er til að ætla, að frjáls markaðsbúskapur sé
bezta leiðin til hagvaxtar, enda hafa áðumefnd ríki að
jafnaði lagt mesta áherzlu á þá stefnu. Þstta era þó ríki,
þar sem aíkomu og frelsi almennings er ábótavant sam-
anborið við Vesturlönd. Aðstæður em því töluvert mis-
munandi. En vara veröur við bflndri trú á ákveðna
„isma“.
Haukur Helgason
„En tekjugrunnur þeirra sem eiga bœtur einar aö athvarfi er valtur og veikur, og ofurviðkvæmur ef eitthvað
bjátar á,“ segir m.a. í grein Helga.
n % _ ->*j I sw * 1
1 ? ‘ 1 Hi \
ö ||f . ' . 1 ; | 7 ^mmfí :
Réttlætið í önd-
vegiæðst
Það er okkur hér á bæ ljúft og
skylt að bjóða velkominn til starfa
nýjan ráðherra heilbrigðis- og
tryggingamála. Honum eru héðan
færðar velfarnaöaróskir fram á
veginn.
Fyrir félaga innan Öryrkja-
bandalagsins skiptir sköpum
hversu á þessum tveim málaflokk-
um er haidið enda er sjálfur lífs-
kjaragrunnur íjölmargra öryrkja
hreinlega í veði.
Valtur tekjugrunnur
Þegar að þrengir sem nú reynir
vissulega á ráðamenn og vandinn
er ærinn víða. Þá skiptir öllu að til
þess sé séð að hlutaskipti samfé-
lagsins séu sem jöfnust, aö aðgeröir
allar taki mið af því og þar verði
þeim eirt fyrst og síöast sem lak-
asta hafa lífsaðstöðu, sem búa um
leið við kröppust kjör.
Á liðinni tíö hefur verið reynt aö
tryggja sem best afkomu öryrkja
og í mörgu verið mjög komið til
móts við þá. Fjarri fer þó því aö í
einhverju hafl veriö um ofrausn aö
ræöa. En samfélagiö allt hefur ver-
ið á réttri leið, bæði í afstööu allri
sem og þeim lífskjörum sem ör-
yrkjum hafa þó verið búin.
En tekjugrunnur þeirra sem eiga
bætur einar aö athvarfi er valtur
og veikur, og ofurviðkvæmur ef
eitthvaö bjátar á. Hver aögerð hef-
ur ótrúlega mikil áhrif ef hún er í
skeröingarátt. Þá sem velta þar fyr-
ir sér hverri krónu munar virki-
lega um allt sem eykur útgjöldin,
þó hver upphæð sé ekki ýkjahá.
Lífskjaraleg áhrlf
Viö veröum þess vör hér hversu
KjáUariim
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
lítið sem út af ber, og eru öryrkjar
þó ekki kvartsárasti hópur þessa
þjóöfélags.
Á þrengingatíö reynir á réttarvit-
und ráöamanna. Óryrkjar segja
t.d.: Þegar hætt var við hátekju-
skatt um liöin áramót en persónu-
afsláttur lækkaður var ekki veriö
að reyna fyrir sér í réttlætisátt og
engir finna það betur en þeir sem
virkilega verða þar fyrir.
Auðvitaö eru öryrkjar mjög al-
mennt skattlausir en þeir sem áður
sluppu en lenda nú í skatti spyrja
hvers þeir eigi að gjalda umifram
hátekjumanninn.
Dæmi sem hér voru reifuö og
rakin sýndu og sönnuðu líka að
hækkun lyíja- og lækniskostnaðar
hafði vissulega lífskjaraleg áhrif,
þó upphæðir væru ekki umtals-
verðar, hver út af fyrir sig.
Grunnsannindi
Þegar sest veröur við fjárlaga-
samningu nú skyldu þau grunnat-
riði í huga höfð að lífskjör öryrkja
mega ekki við lækkun. Og það
mega menn vita að sé þar gengið
of langt kemur það samfélaginu í
koll fyrr en síöar. Þessi grunnsann-
indi vonum viö að nýr ráöherra,
sem og samráðherrar hans, hafi
hugfost, þegar sest veröur aö
vandasömu verki. Á miklu veltur
að réttlætinu veröi ekki gleymt.
Helgi Seljan
Þegar sest verður við fjárlagasamn-
ngu nú skyldu þau grunnatriði í huga
iðfð að lífskjör öryrkja mega ekki við
'ækkun. Og það mega menn vita að sé
?ar gengið of langt kemur það samfé-
aginu í koll fyrr en síðar.“
Skoðanir armarra
Kostar listin ekkert?
„Aö undanfórnu hafa verið stórsýningar í Lista-
safni íslands, t.d. Svavar og Finnur. Vandaöar sýn-
ingar og miklu til þeirra kostaö en aögangseyrir
enginn. Þetta finnst mér út 1 hött. Hver borgar?
Hvaö á þetta aö þýða? Halda ráöamenn safnanna að
fólk komi frekar ef ekkert kostar aö sjá listina? Allir
hljóta að sjá aö þetta er misskilningur. Það er dýrt
aö halda úti listasöfnum og sýningarsölum, ég tala
nú ekki um þar sem kostar a!It upp í 150 þús. kr.
íeigan í hálfan mánuö eða þrjár vikur."
Sveinn Björnsson listmélari í Mbl, 24. júli.
Verdtrygging útlána
„Breytingar á vöxtum á verötryggöum útlánum
hafa í seinni tfð fýlgt þróuninni á vöxtum sparisklr-
teina á Verðbréfaþingi 1 stórum dráttum. Á þetta
hefur þó skort í sumar þar sem vextir á eftlrmark-
aöi hafa lækkaö umtalsvert á sama tlma og vextir
verötryggða útlána hafa hækkaö. Þess er að vænta
að bankamir muni aölaga sig aö lækkuninni á eftir-
markaði um næstu mánaðamót. Spariskírteinavextir
eru einskonar grunnpunktur og eiga aö vera lægstu
vextir í kerfinu, svo notaö sé oröalag eins banka-
manns." Kristinn Briem í Mbl. 24. júlí.
Vinsælasti ráðherra
Alþýðttflokkslns
„Alþýðflokkurinn á aöild aö umdeildri og óvin-
sælli ríkisstjórn, sem reynir aö feta vandrataða slóö
milli djúprar efnahagskreppu og hagsmuna heimil-
anna í landinu. í þessari erflöu stööu er Jóhanna
Sigurðardóttir lang vinsælasti ráöherra Alþýðu-
flokksins, virt fyri heiöarleika, stefhufestu og dugnaö
langt út fýrir raðir stuöningsmanna Alþýöuflokks-
ins." Margrét S. Björnsdóttir, formaður Félags
fijálslyndra jafnaðarmanna, í Mbl. 27. júlí.i