Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 28
40
FIMMTUDAGUR 29. JÚU 1993
Fréttir
Kirkjumálaráöuneytiö:
Skiptir sér ekki af
daglegri samkeppni
„Þessi atriöi sem Hreinn Loflsson
hdl., fyrlr hönd Likkistuvinnustofu
i Eyvindar Árnasonar, veltir upp
varöa aö minu mati eingöngu sam-
keppnis- og skattalöggjöfina. Lögin
eru mjög skýr varðandi starfsomi
Kirkjugaröanna og forráðamenn
Kirkjugarða Reykjavikurprófasts-
dœma virðast reiðubúnir að laga það
sem laga þarf i starfsemi fýrirtækis-
ins, Við höfUm ekki orðið varir við
annað," segir Ari Edwald, aöstoöar-
maður dóms- og kirkjumólaráð-
herra.
Hreinn Loftsson héraðsdómslög-
maður hefur sent Samkeppnisstofn-
un bróf fýrir hönd Likkistuvinnu-
stofú Eyvindar Árnasonar þar sem
þess er óskað að stofnunin láti fara
fram athugun á starfsemi Kirkju-
garða Reykjavíkur og hugsanlegra
samantekinna ráða presta um að
sniðganga starfsemi Líkkistuvinnu-
stofunnar.
„Ég get ekki tekið neina afstöðu til
hugsanlegra viðskiptaþvingana sem
komið geta upp 1 daglegri samkeppni
milli þessara fýrirtækja, Nýju lögin
tryggja jafhstöðu fýrirtækjanna.
Dagleg samkeppni heyrir ekki undir
kirkjumálaráðuneytið og við höfum
engin tök á að fýlgjast með henni,"
sagðiArí. -GHS
- Fjögur kffló af fíkniefnum
Þrjú kíló af hasal og niu hundruö grömm af amfetamini fundust við leit á karlmanni á Keflavfkurflugvelli á sunnu-
dag. Efnlö fannst á 47 ára gömlum manni og var 51 árs maður handtekinn með honum. Annar mannanna hefur
komlð vlð sögu ffkniefnalögreglu áður og hefur hlotið dóm fyrlr fyrrl afbrot sin. Hann hefur meðal annas reklð
veltingastaði við Lækjargötu, Laugaveg og Hafnarstræti. Báðir mennirnir hafa verið úrskurðaðir I gæsluvarðhald
tllH.ágúst. DV-mynd JAK
Snyrtilegir garöar:
Garðabær veitir viðurkenningar
Eigendur Brekkubyggðar 8 í
Garðabæ hlutu í gær viöurkenn-
ingu bæjarstjórnar Garðabæjar
fyrir snyrtilega lóð. Garðurinn
þótti sérstaklega vel hirtur og fall-
egur. Pharmaco í Hörgatúni 2 fékk
viöurkenningu íýrír best hirtu lóð
fyrirtækis og Naustahlein þótti
bera af öðrum götum bæjarins.
Það eru hjónin Guðmundur Þór-
mundsson og Katla Kristinsdóttir
sem búa í Brekkubyggð 8. Þau
fluttu inn í húsið fyrir 13 árum og
byijuðu fljótlega að vinna í garðin-
um. Snemma kom í ljós klöpp á
• lóðinni og var handgrafið frá henni
því ekki var þorandi að láta vinnu-
vélar koma nálægt henni. Var tekið
mið af klöppinni þegar garðurinn
var unninn en hann er bæöi hann-
aður og unninn af þeim híónum.
Vegna þess hversu húsið stendur
lágt og lóðin er niðurgrafin voru
hlaönir gijótveggir á lóðamörkum
á alla vegu nema framan til en þar
var unnið mikið úr simastaurum.
„Við erum alltaf að vinna í garð-
inum. Þaö má segja að á hverju ári
gerum við einhveijar breytingar
sem okkur flnnast tU batnaðar,"
sagði Katla Kristinsdóttir.
„Ég er næstum því sannfærð um
aö hver og einn flnnur til ánægju
þegar hann horflr á vel unnið verk.
Þaö gefur manni heilmikið öll
vinnan sem maður leggur í lóðina,
öll jarövinnan, hún kemur marg-
föld til baka,“ sagði Katla.
-GHK
Elgendur Brekkubyggðar 8 i Garðabæ fengu viðurkennlngu bæjaratjórnar Garðabæjar fyrlr snyrtllegustu lóð-
ina DV-mynd JAK
Áningarstaður í Ólafslundi
Magnús Ólateon, DV, Húnaþingi:
Vegagerð rikisins og heimamenn í
Sveinsstaðahreppi hafa i sameiningu
gert áningarstað við Ólafslund sem
er skógariundur i jaðri Vatnsdalshól-
anna og stendur viö hringveginn.
Þarna hefur verið gert bflaplan, kom-
ið fyrir upplýsingaskiltum og göngu-
stigur lagður inn í lundinn. Þar eru
borð sem fólk getur sest við og hvílst
frá hraöa þjóðvegarins.
Á hverjum degi kemur fjöldi fólks
á þennan friösæla staö. Þegar ráðist
var í framkvæmdir höföu menn
áhyggjur af því aö fólk myndi skflja
eftir rusl en sá ótti hefur reynst
ástæðulaus og er umgengnin til fyr-
irmyndar.
Rútuferðlr verða fró BSÍ á allar sklpulagðar útlhátfðlr um verslunar-
mannahelgina og elnnlg á aðra áfangastaðl um landið.
Rútuferðir með BSI um
verslunarmannahelgina
Bifreiöastöð íslands verður með
áætlunarferðir frá Reykjavík til
allra þeirra staða sem útihátíöir
veröa um verslunarmannahelgina.
Einnig verða áætlunarferðir á fleiri
staöi um landið.
Á þjóðhátíð í Eyjum verða feröir
frá miðvikudegi til þriðjudags. Far-
ið verður milli lands og Eyja með
Heijólfl. Frá Reykjavík verður far-
ið mið„flm., fós., mán. og þri. kl.
10.45 og 17.30. Á lau. kl. 10.45 og
sun. kl. 14.45. Frá Þorlákshöfn
veröur farið miö., flm., fós., mán„
og þri. kl. 11 og 18.30 en laug. kl.
11 og sun. 14.30.
Á hátíðina „Neistaflug“ á Nes-
kaupstað er fariö í gegnum Egils-
staöi. Ferðin tekur tvo daga þar
sem skipta þarf um rútu á Höfn í
Homaflröi eöa Akureyri. Reykja-
vík, Akureyri, Egilsstaöir: Fariö er
frá Reykjavík kl. 8 og 17 daglega
og síðan áfram frá Akureyri daginn
eftir kl. 8.15. Reykjavík, Höfn, Eg-
ilsstaöir: Frá Reykjavík daglega kl.
8.30 og síðan áfram fram Höfn dag-
inn eftir kl. 9. Rúta fer frá Egils-
stöðum flm. og fós„ kl. 10 og 20.50,
lau„ mán„ og þri. kl. 10. Frá Nes-
kaupstað verður farið kl. 8.15 og
9.15 á flm. og fós. og kl. 8,15 á lau„
mán. og þri.
Feröir á bindindismótiö í Galta-
læk veröa á fim„ fös„ lau„ _sun„
mán. og þri. klukkan 8.30. Á fós.
verða líka ferðir kl. 17 og 21 og á
lau. veröur aukaferö kl. 13.30. Frá
Galtalæk veröa feröir alla daga kl.
16 en á mán. veröur aukaferð kl. 13.
Feröir á Snæfellsás ’93 veröa frá
Reykjavík flm„ fós„ og mán. kl. 9.
Á fós. veröur aukaferð kl. 19 og á
lau. verður farið frá Reykjavík kl.
13. Engin ferð er á sunnudag. Frá
Hellnum veröur farið kl. 13.30 flm.
og fós. og á mán. kl. 16. Engar ferð-
ir veröa frá Hellnum á lau. og sun.
Farið verður á fjölskylduhátíö
Vík í Mýrdal kl. 8.30 flm„ fós, lau„
sun„ mán. og þri. Aukaferöir verða
kl. 17 fim„ fós„ mán. og þri. og kl.
13.30 á lau. og kl. 20.30 á sun. Ferð-
ir frá Vík eru sömu daga kl. 8 (nema
sun.) og alla daga kl. 15.15.
Fariö verður til Akureyrar fim„
fós, lau„ sun„ mán. og þri. kl. 8, 9
og 17 en frá Akureyri sömu daga
kl. 8,9.30 og 17. Þar verður hátíðin
Halló, Akureyri.
Feröir á Síldarævintýri Sigluflrði
er frá Reykjavík mið„ fós„ og mán.
kl. 13 og frá Siglufiröi kl. 8 á flm„
kl. 12.30 á sun. og kl. 8 á þri.
Feröir í Þórsmörk frá Reykjavík
verða fim„ fós„ lau„ sun„ mán. og
þri. kl. 8.30. Fim„ mán. og þri. verða
aukaferöir kl. 17 og á fós. kl. 13 og
20. Fariö verður frá Þórsmörk flm„
fós„ mán. og þri. kl. 8 en kl. 13 á
sun. og mán. Álla daga veröur ferö
frá Þórsmörk kl. 15.30. Engin
skipulögð útihátíð verður í Þórs-
mörk um verslunarmannahelgina.
Pantanir eru ekki teknar og verður
fólk aö kaupa sér miða og tjaldgist-
ingu fyrirfram hjá BSI, Umferö-
armiöstööinni.
Fyrir utan ofantaldar ferðir held-
ur BSÍ uppi ferðum í alla lands-
hluta samkvæmt venjubundnum
áætlunum. Einnig verða í boöi svo-
kallaðar ævintýraferöir um versl-
unarmannahelgina og má nefna
Rvik, Sprengisandur, Akureyri,
Landmannalaugar og 5 daga tjald-
ferö. í sumum tilfellum er farar-
stjórn og matur innifalinn. Allar
frekari upplýsingar um sérferðir
og áætlunarferðir um verslunar-
mannahelgina fást í síma 91-22300.
Þá má einnig benda á sérstaka
leiöabók sem fæst ókeypis.
& Auglýstu í smáauglýsingum