Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1993næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.1993, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 29. JÚLl 1993 Útlönd Viðræður um Nagomo- Karabakh Armenar frá héraöinu Nag- omo-Karabakh í Azerbajdzhan hittu í gær azerska embættis- menn. Vom það fyrstu beinu viö- ræður háttsettra embættísmanna um framtíö héraösins sem barist hefur veriö um í fimm ár. Við- ræðumar áttu sér staö þrerour dögum eftir að deiluaðiiar náöu samkomulagi um þriggja daga vopnahlé. I viöræöunum stungu Armen- ar, sem lýstu yfir sjálfstæði Nag- omo-Karabakh 1991, upp á lang- varandi vopnahléi og leiðtoga- fundi eins fljótt og mögulegt væri. Nokkur þúsund manns hafa látiö lífiö í bardögum um héraöiö þar sem Armenar eru í meiri- hluta. TeljaSöru fulltrúa Bresk yíirvöld reyna að koma í veg fyrir að hertogaynjan af Jór- vík, Sara Ferguson, verði útnefnd vináttusendiherra Flóttamanna- hjálpar Sameinuðu þjóöanna, aö því er bresk dagblöð greindu frá i gær. Blöðin höfðu þaö eftir ónafh- greindum heimildarmönnum að ráðherrar og hirðfólk óttaöist að Sara yrði bresku krúnunni til skammar. Meöal þeirra sem gegnt hafa embætti vináttusendíherra flóttamannahjálparinnar eru kvikmyndaleikkonurnar Sophia Loren og Audrey Hepbum og bandaríska óperasöngkonan Barbara Hendricks. Handteknir fyrir að flyfja útúrgang Þýska lögreglan handtók í gær fjóra yflrmenn endurvinnslu- deildar þýska fyrirtækisins Thyssen. Þeir eru sakaöir um aö hafa flutt út ólöglega 31 þúsund tonn af málmúrgangi til Frakk- ' iands. Við það sparaöi fyrirtækið jafnvirði 750 milljóna íslenskra króna. Talsmenn fyrirtækisins full- yrða að útflutningurinn hafi ver- iö lögiegur þar sem hann hafi veriö til viðskiptaaöila. Samkvæmt þýskum lögum er bannað að flytja út eitraðan úr- gang. Möguleiki er aö notfæra sér ákvæöi um aö flytja megi út viss efni sem hægt er aö endurvinna. Vænta má aö refsing við ólögleg- um útflutningi verði þyngd og goti orðið allt að tíu ára fangelsi. Rauðukhmer- arnirmyrða Víetnama Rauðu khmeramir hafa myrt átta víetnamska fiskimenn viö Stóra vatn í Kambódiu. Embætt- ismaður Sameinuðu þjóöanna í Kambódíu segír að nú óttist menn aö skæruliöarnir séu að undirbúa nýja herferð gegn víetnöraskum fiskimönnum og fjölskyldum þeirra sem flúðu frá vatninu í mars síöastliönum vcgna árása rauöu khmeranna. Samkvæmt heimildum Samein- uðu þjóðanna haia rauðu khmer- amir myrt yfir hundrað Víet- nama undanfariö ár. I mars síð- astliönum réðust tuttugu skæru- liðar á þorp fiskimanna og myrtu þijátfu og þijá og særöu tuttugu og fjóra. Flest fómarlambanna vora óvopnaðar konur og böm. Reuter Tugþúsundir venjulegra Itala flykktust út á götur Mílanó til að mótmæla sprengjutilræðunum sem urðu fimm manns að bana I fyrrakvöld. Simamynd Reuter Þúsundir mótmæla sprengjutUræðimum á ítaliu: Lögreglan leitar Ijóshærðrar konu Lögreglan í Mílanó á Ítalíu leitaði í gær að Ijóshærðri konu á þrítugs- aldri sem hún vill yfirheyra í tengsl- um við bílasprengjuna sem varð fimm manns að bana í borginni í fyrrakvöld. Achille Serra, lögreglusfjóri í Mílanó, sagöi að konan hefði sést skömmu áður en sprengingin varð við gráa Fiat Uno bifreið sem í vora aflt að hundrað kíló af sprengiefni. Lögreglan sendi frá sér tölvuskissu af konunni sem lögreglustjórinn sagði að væri 25 til. 27 ára, með sítt ljóst hár. „Viö þurfum mjög nauð- synlega að hafa uppi á þessari konu,“ sagði hann. Lögreglan fékk vitneskju um kon- una eftir yfirheyrslur um tíu sjónar- votta sem vora á svæðinu þegar sprengjan sprakk. Tæplega fjörutíu manns særðust í sprengingunni í Mílanó og tveimur sprengingum í Róm og skemmdir uröu á sögufrægum byggingum. Nicola Mancino innanríkisráð- herra sagði ítölum að búa sig undir frekari sprengingar og gaf í skyn að útlendingar væra viðriðnir tilræðin þrjú. Um fimmtíu þúsund manns gengu um götur Mflanó í gær til að mót- mæla sprengjutilræðinu og fyrir göngumönnum fór fylking þrjátíu slökkvibíla. Göngumenn bára mót- mælaspjöld þar sem sagði m.a. aö þeir mundu ekki gefast upp. Aðrir endurspegluðu þá skoðun Ciampis forsætisráðherra og annarra að árás- imar hefðu verið tilraun til að koma í veg fyrir hreinsanir í spifltu stjóm- kerfilandsins. Reuter Aukakosningar í Suður-Englandi: íhaldsf lokknum spáð ósigri Vinsældir breska íhaldsflokksins hafa ekki veriö jafn litlar og nú síð- ustu tólf árin. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem breska blaðið The Times birtir í dag. Samkvæmt skoðanakönnuninni fær íhaldsflokk- urinn 27 prósent atkvæða, Verka- mannafloldmrinn 44 prósent og Frjálslyndir demókratar 25 prósent. Síðastnefndi flokkurinn hefur ekki notið jafn mikilla vinsælda í skoð- anakönnun síðustu sex árin og því er spáð aö hann hljóti eitt af örugg- ustu sætum íhaldsflokksins í auka- kosningum í Christchurch í Suður- Englandi í dag. Ósigur í kosningun- um yrði enn eitt áfalhð fyrir John Major forsætisráðherra. Bresk dagblöð greindu frá því í gær aö forsætisráöherrann væri ekki jafn litlaus og hann virtist vera. í einka- samtölum sýndi hann á sér aðra hlið og ætti það til að blóta og gera grín að sjálfum sér. Nokkrir dálkahöf- undar sögðu að gáleysislegar athuga- semdir forsætisráðherrcms við fréttamenn kæmu honum í koll í aukakosningunum í dag. Háttsettir embættismenn sögðu hins vegar að það að í ljós hefði komið að forsætis- ráðherrann væri fltríkari en fólk hefði tahð gæti aukið vinsældir hans. Reuter Clinton íhugar loftárás- ir til verndar Sarajevo Bifl Clinton Bandaríkjaforseti íhugar loftárásir til að rjúfa umsátrið um Sarajevo, höfuðborg Bosníu, og til aö vemda flutninga hjálpargagna til annarra borga í landinu. Bandaríska blaðið Washington Post skýröi frá þessu í morgun og hafði það eftir ónafngreindum emb- ættismönnum Bandaríkjastjómar að ekki væri ljóst hver stuðningur bandamanna við víðtækari verndar- aðgerðir Bandaríkjamanna væra. Bandarísk stjómvöld veita nú aðeins sveitum Sameinuðu þjóðanna vernd. Blaðið hafði eftir einum embættis- manni að Clinton hefði þegar tekið um það ákvörðun að fara fram á nýjar hemaðaraðgerðir sem miðuðu að því að koma í veg fyrir að Serbar, sem sitja um Sarajevo, næðu borg- inni á sitt vald. Forsetinn hefði hins vegar ekki skýrt frá þessari ákvörð- un sinni. Embættismaðurinn sagði að Chnt- on hefði ekki rætt þetta í smáatriðum við hemaðarráðgjafa sína. Forsetinn sagði í gær að Banda- ríkjamenn væm reiðubúnir að veita sveitum SÞ í Bosníu vernd með her- flugvélum eftir árásir á franska frið- argæsluliða í Sarajevo. Leiðtogar stríðandi fylkinga í Bos- níu héldu friðarviðræðum sínum áfram í Genf í gær og gaf Slobodan Milosevic Serbíuforseti til kynna eft- ir fundinn að eitthvað hefði miðað áleiðis. En á meöan halda bardagar áfram í Bosníu þar sem þúsundir manna hafa fariö á vergang að und- anfömu. Reuter Demjanjuk stríðsglæpum Hæstiréítur ísraels sýknaöi John Demj- anjukímorgun þar sem vafi léld á að hann væri nasista- ; maðurinn Ivan grimmi. Demjanjuk, sem hafði verið sviptur bandarískum ríkisborg- ararétti sínum og framseldur til ísraels árið 1986 til að mæta fyrir rétt, var dæmdur til hengingar af undirrétti fyrir fimm árum. „Viö lýsum sakborninginn sýknan saka vegna réttmætra efasemda,“ sagði Meir Shamgar dómforseti fyrir fullu húsi í morgun. Shamgar sagði að dómaramir fimm i hæstarétti hefðu veriö ein- huga um aö sýkna Demjanjuk sem var sakaður um að hafa síjórnað gasklefanum í útrým- ingarbúðum nasista í Treblinka. Demjanjuk hélt því statt og stöðug fram að menn hefðu farið mannavfllt. Ekki er Ijóst hvert hann fer þar sem hann missti rík- isfang sitt vestra. Hann segist ætla að beijast fyrir því að fá það aftur. Rússarætlaað græðaárisaeðl- umíÁstralíu Rússar stefna að því að gera risaeðlur að nýjustu gjaldeyris- tekjulind sinni því i næsta mán- uði verður opnuð sýning á leifum þessara dýra í Ástrahu. Á sýningunni verða m.a. 24 heilar beinagrindur af risaeðlum, auk leifa fleiri dýra, sem hefur verið safhað um aflt Rússland og Mongólíu undanfarin hundrað ár. Fæstir sýningargripanna hafa sést utan Rússiands. Skipuleggjendur gera sér vonir um að hagnaður af sýningarhald- inu verði rúmar .200 milljónir kröna og á helmingurinn að renna tfl rússneska safnsins þar sem risaeðlurnar eru geymdar. Utþenslaborg- annagengurá sveitasæluna Vegir og ný íbúðarhverfi á Eng- landi hafa gleypt upp landsvæöi á stærð viö Lundúni og þijár sýsi- ur frá lokum heimsstyrjaldarinn- ar síðari. Þetta kemur fram í skýrslu sem gerð var opinber i gær. „Ásjóna Englands breytist hraðar en okkur hefur verið sagt og gagnger endurskoðun á skipu- lagsstefnu er nauðsynleg til aö vernda sveitina fyrir kynslóðir framtíöarinnar,“ sagði í yfirlýs- ingu frá höfundum skýrslunnar. Sænskyfirvöld leitaaðtýndu fótboltaiiði Lögregla í Svíþjóð skýrði frá því í gær að hún hefði hugsanlega haft uppi á sjö af íjórtán nígerísk- um knattspyrnumönnum sem hurfu í landinu á þriðjudag eftir aö hafa tekiö þátt í unglingamóti í Gautaborg. Fótboltaliðið mætti ekki út á flugvöfl þegar til átti að taka á þriðjudag. Hluti liösins flaug hins vegar heim í morgun. Tveir hópar Nígeríumannanna komu á iögreglustöðvar í Stokk- hólmi og Malmö í gær og sóttu um liæli sem pólitískir ílótta- menn. Reutcr

x

Dagblaðið Vísir - DV

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-8254
Tungumál:
Árgangar:
41
Fjöldi tölublaða/hefta:
15794
Skráðar greinar:
2
Gefið út:
1981-2021
Myndað til:
15.05.2021
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttablað. Tölublaðsnúmerin fylgja Dagblaðinu og Vísi til ársins 2002. Fyrsta tölublað sameinaðra blaðanna er því 262. tölublað 71. og 7. árgangs.
Styrktaraðili:
Áður útgefið sem:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 169. tölublað (29.07.1993)
https://timarit.is/issue/194854

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

169. tölublað (29.07.1993)

Aðgerðir: