Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 8
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993
Bílaverkstæði .Vélaverkstæði
vottavélar fyrir véiahiuti
Sjálfvirkar þvottavélar með
lokuðu þvottarými. Lág-
marks loftmengun og hljóðlátar.
Látið þvottavélina þrífa á meðan
þið vinnið við annað.
Sala - Leiga
JÁKÓ vélar og efnavörur
Auðbrekku 24, Kópavogl. S. 91-641819
¦4P
HVERT KÍLÓ flf
LflfllBOKJÖTI
HEILAR Eia KROIUJR
Bestu kaupin í lambakjöá á adeins 398 kr./hg.
ínœstu vershm
Verðið á 1. flokks
lambakjöti í
hálfum
skrokkum
lækkar um heil
20%. Fáðu þér
ljúffengt lambakjöt í
næstu verslun á
frábæru verði, aðeins
398 krónur kílóið.
*Leiðbeinandi smásöluverð
Utlönd
-•¦ '¦":- ¦• ¦¦¦¦¦ :- •-.• ¦¦ -'¦'-:: .":•,:,¦.• .•... ',¦'"..:.:..:..
Eftirköst fellibylsins Andrésar:
Fólk leitaði
huggunar í
samförum
- fæöingumáFlórídahefur^ölgaðum50%
„Viö 'reynum aö koma mæðrunum
fyrir í hverjum krók og kima hér á
sjúkrahúsinu," segir Kathy Philpot,
yfirljósmóðir á einu af sjúkrahúsun-
iim í Miami á Flórída. Þar mæta
menn nú afleiðingum fellibylsins
Andrésar sem olli miklum usla í rík-
inu fyrir tæpu ári.
Svo virðist sem fólk hafi í stórum
hópum leitað huggunar í samförum
meðan hörmungar stormsins gengu
yfir því fæðingum í sumum hlutum
Flórída hefur fjölgað um allt að 50%
frá því sem er í venjulegu ári.
Víða hefur skapast hálfgert neyð-
arástand á fæðingardeildum nú síðla
árs því enginn átti von á að börn
tækju að hópast í heiminn á sama
tíma og þeir sem misstu heimili sín
í hamfbrunum eru að reyna að koma
nýju þaki yfir höfuðið.
Rafmagn fór af nær öllu Flórídaríki
meðan felhbylurinn gekk yfir og
segja ljósmæður að það valdi mestu
um örtröðina á fæðingardeildunum
nú. Fólk sat heima í kjöllurum húsa
sinna og hafði ekkert annað að gera
en að láta vel hvað að öðru meðan
Andrés beljaði úti.
Reuter
Fengu gullna skó
Stórstjörnumár Clint Eastwood og Jane Fonda fengu gullna skó á sér-
stakri vestrahátíð í Los Angeles um helgina. Fótabúnaður þessi er veittur
þeim sem lagt hafa mest af mörkum við að hressa upp á langa hefð í
gerð krúrekamynda í Bandaríkjunum. Simamynd Reuter
Farsímar truf la sam-
bandið við látið f ólk
Miðill og sjáandi á Nýja-Sjálandi
hefur kvartað við símafyrirtæki
landsins vega uppsetningar á loft-
netum fyrfr farsíma. Miðillinn seg-
ir að farsímarnir hafi mjög slæm
áhrif á samhandiö við hina fram-
íiðnu og óttast um atvinnu sína.
Til stendur að reisa 34 lofthet íýr-
ir nýtt farsimakerfi í höfuöborg-
inni WeUington. Leitað var tílborg-
arbúa um hvort þeir hefðu riokkuð
við þessa nýjung að athuga. Öllum
nema miðlinum ieist vel á fram-
kvæmdir sem taldi að sambandið
víð annan heim gæö glatast með
öllu.
Símamenn heimsóttu miðihnn og
töldu eftlr skamman fund með hon-
um að ekki væri ástæða til að ótt-
ast aðgerðir úr öðrum heimi gegn
nýju farsímunum.
Reuter
t