Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 Tilkyiuiingar Nýtttímarit Nýtt tímarit er komið út á íslandi. Ritið nefiiist Allt sem snýst og ber undirtitilinn - Markaðstorg viðskiptanna. Markmið útgefenda ritsins Allt sem snýst er að skapa markaðstorg þar sem kaupendur og seljendúr geta mæst og átt góð við- skipti með nýja og notaða vöru. Þannig verður í ritinu stórt bílamarkaðstorg og líka minni markaðstorg svo sem bátatorg fyrir trillurnar og skúturnar, flugvéla- torg fyrir flugvélaáhugamenn, barna- vagnatorg fyrir barnafólkið og jafnvel hestatorg fyrir hestamanninn eftir því hversu duglegt fólk er við að koma vöru sinni og þjónustu á framfæri. Þá verða í ritinu greinar um neytendamál og ýmsan fróðleik. Einnig viðtöl við karla og konur úr atvinnulífinu. Blaðið fæst á 70 sölu- stöðum Shell úti um land allt, hjá þeim sem auglýsa í blaðinu pg viðar. Ritstjóri og útgefandi ritsins er Ólafur M. Jóhann- esson. að farið er út í þessa útgáfu er að nú síð- astliðinn vetur var þónokkuð um innbrot í Garðabænum og vilja skátar í Garðabæ vekja athygli bæjarbúa á því og einnig benda á atriði til að koma í veg fyrir slikt. Bæklingurinn er unninn í samvinnu við forvarnadeild lögreglunnar, bæjarstjórn Garðabæjar auk Sjóvá-Almennra trygg- inga. Nánari upplýsingar veitir Halldór S. Magnússon í s. 657647 eða í vs. 608580. vv. WYV\ ,'??????????????????¦ Ertu góður granni? Nú nýlega gaf Skátafélagið Vífill út bækl- inginn „Nágrannaaðstoð í Garðabæ - Ertu góður granni". í bæklingnum eru leiðbeiningar til húseigenda um hvernig þeir eigi að ganga frá heimilum sínum þegar farið er að heiman. Ástæða þess Það borgar sig að vera áskrifandi! Áskriftarsíminn er 63 27 00 f5T*a AAAAAAAiAAAAAAAAAAAAiAAAAAAAAiAAAAAI NðLBMimSXÚUNN mSBtta Innritun og val námsáfanga í Kvöldskóla F.B. fyrir haustönn 1993 fer fram mánudaginn 23., þriðjudaginn 24. og fimmtudaginn 26. ágúst nk. kl. 16.30-19.30 alla dagana. Kennt er á eftirtöldum sviðum: 1. Bóknámssviði 2. Félagsgreinasviði 3. Heilbrigðissviði 4. Listasviði 5. Matvælasviði 6. Tæknisviði 7. Viðskiptasviði Skólameistari Forstöðumaður Laus er til umsóknar staða forstöðumanns við félags og þjónustumiðstöð aldraðra að Aflagranda 40. Starfið er fólgið í stjómun félags- og tómstunda- starfs í umræddri þjónustumiðstöð og yfirumsjón með hverfisbundinni félagslegri heimaþjónustu. Við leitum að fjölhæfum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við margbreytileg verkefni af ólíkum toga. Um er að ræða starfsmannastjómun, fjölþættan rekstur, þróun verklags og vinnubragða o.fl. Starfið gerir þannig kröfu til stjórnunar- og skipulags- hæfileika. Reynsla af starfi með öldruðum og/eða að félagslegum málefnum er nauðsynleg. Laun skv. kjarasamningi viðkomandi stéttarfélaga og Reykjavíkurborgar. IMánari upplýsingar veitir Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, yfirmaður öldrunarþjónustudeildar í síma 678 500. Umsóknum skal skila á skrifstofu Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsókna- reyðublöðum sem þar fást. Umsóknarfrestur er til 6. september n.k. Veiðivon Laugardalsá í ísafjarðardjúpi: laxa múrinn rof inn í Djúpinu „Þetta var allt í lagi en ekki meira en það. Viö fengum 7 laxa og þetta voru laxar frá 6 upp í 8 pund," sagði Guðmundur Stefán Maríasson en hann var að koma úr Laugardalsá í ísafjarðardjúpi. Laugardalsá í ísa- fjarðardjúpi hefur gefið 200 laxa á þessari stundu og stærsti laxinn er 20 pund. „Það var skítkalt og rigning allan tímann. Blámýrarfljótið hefur aðeins gefið einn lax í allt sumar og er ótrú- lega lítið. Þetta hefur verið gjöfulasti staðurinn í ánni í morg herrans ár. En það er víða fiskur um ána," sagði Guðmundur ennfremur. Gljúfurá í Húnavatnssýslu hefur gefið 50 laxa ogeinn19punda „Við fengum fjóra laxa í Gljúfurá, 18,12 og tvo 6 punda," sagði Þráinn Þráínn Traustason var á bökkum Gljúfurár í Húnavatnssýslu fyrir fáum dögum og veiddi fjóra laxa, 18,12 og tvo 6 punda. DV-mynd ÞH Hrefna Viðisdóttir meó 5 punda lax, Ingunn Friðleifsdóttir líka með 5 punda lax og Óláfía Kvaran með 6 punda lax. Þetta voru allt Maríulax- arnir þeirra veiddir i Álftá á Mýrum. Traustason en hann var að koma úr Gljúfurá í Húnavatnssýslu. „Áin hefur gefið 50 laxa og hann er 19 pund sá stærsti. Maðkurinn hefur gefið best en tveir hafa veiðst á fluguna og einhverjir á spún. Það er lax á víð og dreif um ána. Ég fór í dag og kíkti í Brúarhylinn þar voru nokkrir laxar," sagði Þráinn í lokin. Rangárnar komnar yfir 700 laxa „Við vorum að komast yfir 700 lax- ana um helgina, þetta er líklega 720 núna og hann er 20 pund sá stærsti," sagði Þróstur Elliðason í gærkvöldi er við spurðum frétta af Rangánum. „Það veiddust 40 laxar um helgina og fluguveiðin sækir á þessa dag- ana," sagði Þröstur ennfremur. Veiddu 30 laxa í Ásunum „Við vorum að koma úr Laxá á Ásum og veiddum 30 laxa, það var í góðu lagi," sagði Ágúst Pétursson en hann var í Laxá á Ásum. En veiðin hefur verið feiknagóð í Laxá. „Það er mikið af fiski í ánni og við fengum flesta laxana á maðkinn. Ég var að koma úr Leirvogsá og veidd- um 7 laxa, ég og Snæbjörn Kristjáns- son. Það var ekki mikið af fiski í Leirvogsánni," sagði Ágúst. -G.Bender Menning Tónleikar í Hallgrímskirkju Tónleikaröðinni, sem staðiö hefur í sumar í Hall- basfian, en flúði er hann heyrði keppinautinn æfa sig. grímskirkju, var fram haldið í gærkyöldi. Þá léku Ásgeir H. Steingrímsson og Eiríkur Örn Pálsson á trompeta og Hörður Áskelsson á orgel. Á efnisskránni voru verk eftír Igor Stravinsky, Johann Christoph Pezel, Alessandro Scarlatti, Louis Marchand, André Fleury, Alan Hovhaness, Johann Sebastian Bach og António Vivaldi. Eins og sjá má af upptalningunni eru þetta barrokk- menn, ef frá eru takhr Fleury, Hovhaness og Igor Stra- vinsky, en tónleikarnir hófust á hressilegu fanfare eftir hann. Þrjú verk vdru flutt eftir Pezel, öll undir nafninu sónatína fyrir tvo trompeta og orgel. Þetta voru fallega gerðar tónsmíðar sem runnu ljúflega inn. Toccata eftir Scarlatti hafði á sér meiri glæsibrag eins og búast má við frá manni sem þekktastur var fyrir óperur sínar. Samtal fyrir orgel eftir Marchand er lag- legt verk, þótt það fólni í samanburði við Prelúdíu og fúgu í G dúr eftir Bach. Marchand þessi er væntanlega sá sami og sá sem vildi heyja einvígi við Jóhann Se- Tvö einleiksverk fyrir trompet og orgel voru flutt og voru þau hvort með sínum hætti enda þótt höfundarn- ir séu fæddir um líkt leyti í byrjun aldarinnar. Tónleik- Tónlist Finnur Torfi Stefánsson unum lauk með konsert í C dúr eftir Vivaldi. Mátti þar enn heyra dæmi um áhrifamátt hins einfalda stíls þar sem þó allt er hnitmiöað og hittir beint í mark. Þetta verk var mjög vel flutt, m.a. komu styrkbreyting- ar mjög vel út. Trompetleikur þeirra Ásgeirs og Eiríks var framúrskarandi góður, nákvæmur og hreinn, þótt hvor um sig hafl sin sérkenni. Hörður skilaði sínu hlutverki mjög vel og litaval hans var sérlega smekk- legt og sýndi vel þekkingu hans á hljóðfærinu. Tilkynningar Kvenfélag Frikirkjunnar í Reykjavík Hin árlega skemmtiferð kvenfélagsins verður farin föstudaginn 3. september. Allt í veiðiferðina NÝJUNGAR í BEITU SEM REYNAST VEL LAUGAVEGI 178, SÍMAR 16770 - 814455, FAX 813751 Lagt af stað frá Fríkirkjunni kl. 17. Allar upplýsingar um ferðina eru gefhar í s. 699932 eða-30317 Auður, s. 42551 Helga og 43549 Sigriður. Tímarit Máls og menningar Út er komið 2. hefti Tímarits Máls og menningar á þessu ári og hefur það að geyma skáldskap, íslenskan sem erlend- an, og margar greinar um bókmenntir. Þá eru í þessu tfmaritshefti vandaðar rit- gerðir um bókmenntir og ritdómar. Tímaritið er 112 bls. að stærð. Þess má geta að dr. Árni Sigurjónsson lætur nú af störfum sem ritstjóri Tímarits Máls og menningar en við tekur Friðrik Rafhs- son, bókmenntafræöingur og þýðandi, og verður Ingibjörg Haraldsdóttir, skáld og þýðandi, honum til aöstoðar. LeiðréttLng: Proppéættar- mótíágúst í frétt um niðjatal og ættarmót Proppéættarinnar, í DV á laugsar- dag, misritaöist tímasetning ætt- armótsitts. Mótið veröur28. águst eða næstkomandi laugardag. Þaö verður haldið í Görðum, Garða- holti i Garðabæ. Beðist "er velviro- ingar á mistökunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.