Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 19
MANUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 Iþróttir Mátulega bjartsýnn" Þó svo að Pétur Jökull Hákonar- son, formaður HÍS, hafi verið mátu- lega bjartsýnn í upphafi heimsmeist- aramótsins í hestaíþróttum var stefnan strax sett á gullverðlaun í fimmgangsgreinunum. - Uppskeran var betri en við var búist. Sú von að Hinrik Bragason myndi vinna sigur í 250 metra skeiði og Sigurbjörn Bárðarson gæðinga- skeiðið varð að veruleika en að auki komu sigrar í fimmgangi og saman- lagðri stigasöfnun. Stefnan sett á fyrsta degi Á fyrsta keppnisdegi fengu Hinrik Bragason á Eitii og Sigurbjörn Bárð- arson á Höfða rífandi byr. í seglin með góða tíma í 250 metra skeiði. Hinrik stefndi á gull í þeirri grein en Sigurbjörn safnaði stigum í keppninni um samanlagðan meist- ara í tölti, fimmgangi og gæðinga- skeiði eða 250 metra skeiði. Hann fékk 9,12 stig fyrir 23,4 sekúndur, sem er besti tími sem Höföi hafði náð. Magnus Ljungquist fékk sama tíma en betri einkunn í töltinu og var því með betri stöðu en Sigurbjörn þegar kom að fimmganginurn. Jolly Schrenk stóð þó ofar þeim félögum fyrir árangur sinn í tölti, fjórgangi og hlýðnikeppni. Magnusi Ljungsquist gekk ekki vel í flmmgangi og Þjóðverjarnir fögn- uðu geysilega þegar Sigurbjörn hafði lokið fimmgangssýningu sinni því að honum gekk ekki það vel að hann kæmist ofar Jolly Schrenk, sem var efst. Þeir töldu litlar líkur á að Sigur- björn gæti bætt tíma sinn á Höfða um tvö sekúndubrot úr 23,4 og skot- ist upp fyrir Jolly Schrenk. „Ég ákvað að bæta mig um þrjú sekúndubrot til að vera viss," sagði Sigurbjörn og þaö gerði hann svo um munaði, fékk bestan tíma, 23,0 sek- úndur og heimsmeistaratitil í sam- anlagðri stigasöfnun. Jafnframt varð hann í fjórða sæti í skeiðinu. Ulf Lindgren var sjónarmun á und- an Sigurbirni í þeim spretti, fékk 22,97 sekúndur og setti sænskt met. Sigurbjörn lét ekki þar við sirja heldur sigraði glæsilega í gæðinga- skeiði. Hinrik Bragason komst einn- ig á verðlaunapall þar og var í fimmta sæti. Reið af öryggi á toppinn Hiririk gekk þó betur í 250 metra skeiði. Eitill lá ekki í fyrsta spretti á miðvikudeginum hjá honum en Vera Reber og Frosti náðu 22,7 sekúndna tíma. í næsta spretti renndi Hinrik Eitli af öryggi úr rásbásnum og náði for- ystu. Tíminn var 22,4 sekúndur. Þann tímamúr náði engin hestur að rjúfa og í síðasta spretti lét Hinrik Eitil tölta í mark enda lá þá ljóst fyr- ir að hann hefði sigrað. Gamli refurinn magnaður Reynir Aðalsteinsson magnaðist er að mótslokum kom. Hann var í B- úrslitum í slaktaumatölti og fimm- gangi. Sá knapi sem sigrar í B-úrslit- um færist upp í A-úrslit og það gerði Reynir og gott betur því hann varð annar í fimmgangi og þriðji í slak- taumatölti. Reynir Aðalsteinsson reið slak- taumatöltið jafn slakt og þegar hann kemur heim að Sigmundarstöðum eftir langa ferð um hálendið. íslendingar fjölmenntu í fimmgangsúrslit Fjórir íslendingar voru í úrslitum í fimmgangi og náðu þremur efstu sætunum og því fimmta. Heimsmeistarinn Carina. Heller var í sjötta sæfi eftir undanúrsht en lenti að lokum í ellefta sæti. Islendingar, Hollendingurog Þjóðverjar í úrslitum í fjór- gangsgreinunum Þá.var ekki síður ánægja með út- komuna í fjórgangsgreinunum. Þrír Þjóðverjar og tveir íslendingar kom- ust í úrslit, jafnt í tölti sem fjór- gangi, þar af þrír þeir sömu í báðum greinum: Jolly Schrenk, Bernd Vith og Baldvin A. Guðlaugsson. Hol- lenska stúlka Maaike Burggrafer á Braga Djöfli var í B-úrslitum jafnt í tölti sem fjórgangi og náði að sigra í hvoru tveggja og komast í A-úrslit. Þar gekk henni vel og náði þriðja sætinu í báðum greinum. Árangur íslensku knapanna í fjór- gangsgreinunum var framar öllum vonum enda núkil gleði í herbúðum þeirra eftir að úrsht lágu fyrir. Fimm kvenknapar í úrslitum í hlýðnikeppni Mikill kvennafans einokaði hlýðni- keppnina. Einungis þrír Jíarlknapar tóku þátt í hlýðnikeppninni en þrett- án konur. Einn þessara karlmanna, Emil Olsen frá Danmörku á Rune, náði sjöunda sæti í forkeppni en Rune heltist og þeir félagar voru úr leik. Því voru konur í reynd í níu efstu sætunum í hlýðnikeppninni. Sandra Feldmann sigraði á Glampa.Hún varð heimsmeistari á Glampa í fjórgangi í Danmörku árið 1989 en keppti þá sem Sandra Schutzbach. Eftir að hafa gifst Walter Feldmann kallar hún sig Söndru Feldmann. Walter Feldmann er ekki ókunnugur hrimsmeistaratitlum, því hann hefur unnið tólf slíka titla. Mótin of löng Margir þátttakenda og áhorfenda eru á þeirri skoðun að heimsmeist- aramótín taki of langan tíma. Kyn- bótahross voru dæmd á þriðjudegin- um og tók allt mótið sex daga. íslensku knaparnir voru hálfan mánuð á staðnum. Það hlýtur að vera hægt að stytta mótið að minnsta kosti um einn dag. Hugsanlega væri hægt að hætta sleppitaumatöltinu, sem er nokkurs konar óskilgetið af- kvæmi töltsins eins og það er best framkvæmt. -E.J. 31 Sigurður V. Matthiasson og Baldvin A. Guðlaugsson voru í A-úrslitum í fjórgangi. Tvö kynbótahrossagull ásættanlegur árangur Islenskfæddu kynbótahrossin komu vel út á HM, fengu tvö gull af fjórum mögulegum. Tvö gull er á- sættanlegur árangur. í Danmörku 1989 fengu íslendingar tvö gull á kyn- bótahrossin, en minna í önnur skipti. Hrefna frá Gerðum stóð langefst í flokki sjö vetra hryssna og eldri með 8,04 í aðaleinkunn og Léttir frá Grundarfirði sömuleiðis langefstur stóðhesta í yngri flokki með 8,08 í aðaleinkunn. Vægi einkunna er annað á HM en á íslandi. Gefin er einkunn fyrir fet og auk þess gildir byggingareinkunn 40% á móti 60% hænleikaeinkunnar. Þá er enn haldið í viljadómara, sem prófar öll hrossin. Framfarir Þjóðverja í hrossarækt voru ekki sýnilegar ef tekið er mið af þeim kynbótahrossum sem voru sýnd á HM að þessu sinni, en Norð- menn og Svisslendingar og Hollend- ingar með Aldenghoor hrossin eiga bjarta framtíð. Kristinn Hugason og Víkingur Gunnarsson hrossaræktarráðunaut- ar dæmdu hvor um sig tvo flokk- anna. Áhugi áhorfenda á kynb.ótahross- um á heimsmeistaramótinu er ekki eins mikill og á mótum á íslandi. -E.J. FAGOR FAGOR LVE-95E Mjög hljóðlát 40 dB Þvottamagn 12manna Þvottakerfi 7 Þvottatími 7-95mín Sjálfv. hitastillir 55°-65°C Mál HxBxD 83x60x58 Þvær mjög vel • Stillanlegt vatnsmagn t Sparnaðarrofi • Hitaþurrkun • SUNDABORG15 SÍMI 68 58 08 Dæminu SNiæyiÐ! RENAULT ..er nú á besta verðinu Vegna hagstæörar gengisþróunar og tollabreytinga bjóðum viö nú Renault fólksbíla á betra verði en nokkru sinni fyrr. Hér að neðan er verðsamanburður á Renault 19 og Renault Clio og nokkrum sambærilegum fólksbílum frá Asíulöndum. Eins og fram kemur hefur dæmið snúist við og er nú hægt að kaupa vandaðan evrópskan fólksbíl á betra verði en er á sambærilegum japönskum bílum. Verö 1/11 '92 Verð 1/8 '93 Hækkun RENAULT19 RT TOYOTA COROLLA GLi HYUNDAI ELANTRAGLSi MMC LANCER GLXi RENAULTCLIOS NISSAN SUNNY SR SUZUKI SWIFT GL ¦MMCCOLTGLXi 1.189.000,- 1.349.000,- 13% 1.214.000,- 1.419.000,- 17% 1.049.000,- 1.33/.000,- 27% 1.073.000,- 1.398.000,- 30% 1.049.000,- 1.069.000,- 2% 889.000,- 1.117.000,- 26% 878.000,- 1.155.000,- 32% 1.019.000,- 1.357.000,- 33% Samanburöur er samkvæmt verðlistum viðkomandi umboða á hverjum tíma. Ryðvörn, skráning og málmlitur ásamt miklum aukabúnaöi er innifaliö í veröinu á Renault. RENAULT ¦fer á kostum Bflaumboðið hf. Krókhálsi 1-110 Reykjavík - Sími 686633

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.