Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 Spurningin Fylgistu með frjálsíþróttum? Margrét Jónsdóttir: Nei, aldrei. Arnar Pétursson: Nei, ekki einu sinni í sjónvarpinu. Ragnheiður Árnadóttir: Nei, ég er ekki í boltanum. Rafn ekki. Hilmarsson: Nei, það geri ég Dagmar Runólfsdóttir: Nei, mjög lít- iö. Lesendur Gatnagerðargjöld á Eskif irði Emil Thorarensen skrifar: Bæjarstjóri og bæjaryfirvöld á Eskifiröi hafa frá því í febrúar sl. þráfaldlega neitað að gefa greiðanda b-gatnagerðargjalds á Eskifirði upp kostnaðartölur yfir lagningu bund- ins slitlags á götur, sem unnið var sl. haust, svo og hverjar tekjur bæj- arsjóðs voru hins vegar í formi álagðra b-gatnagerðargjalda. Grunur leikur á að bæjarsjóður Eskifjarðar sé að innheimta hærri gatnagerðargjald af íbúöareigendum sumra gatna heldur en sannanlegum kostnaði nemur. Sé sú grunsemd á rökum reist er væntanlega um brot á lögum um gatnagerðargjöld að ræða, enda b-gatnagerðargjaldið ein- ungis hugsað sem þátttaka húseig- enda við lagningu bundins slitlags og gerð gangstéttar en ekki auka- skattheimta á handahófskenndan hóp einstaklinga og fyrirtækja. Svo virðist sem bæjarstjórn Eski- fjarðar teh sér akk í því að fela eitt- hvað í þessum efhum þar sem hún sagði í skriflegu svari sínu ekki telja ástæðu til aö svara spurningum fyr- irspyrjanda um umrædda gatnagerð. MáUnu var því næst skotið til úr- skurðar félagsmálaráðuneytis sem taldi að löglega væri staðið að inn- heimtu af hálfu bæjaryfirvalda, auk þess sem bæjarstjórn hefði með því að telja ekki ástæðu til að svara spurningum fyrirspyrjanda þá hefði hún þar með svarað 3 af 5 spurning- um hans um framkvæmdakostnað og tekjur bæjarsjóðs varðandi gatna- gerðina. Á hinn bóginn hefði bæjar- stjórn átt að svara hinum tveimur síðustu spurningum fyrirspyrjanda skriflega, samkvæmt vönduðum stjórnsýsluháttum. Bæjarstjórn hef- ur enn sem komið er, rúmum 2 mán- uðum eftir athugasemd ráðuneytis- ins, ekki sinnt skyldu sinni í þessum. efhum. Fyrirspyrjandi bar þá fram kvört- un til umboðsmanns Alþingis vegna afgreiðslu bæjarsrjórnar og hins veg- ar félagsmálaráðuneytisins á erindi sínu. Hefur umboðsmaður Alþingis nú skrifað bæjarstjórn og félags- málaráðuneyti bréf og óskað skýr- inga þeirra á hhð þessa máls. Máhð snýst annars vegar um það hvort sveitarstjórnum sé heimilt að innheimta hærri gatnagerðargjöld heldur en sannanlegum kostnaði vð framkvæmdirnar nemur óg hins vegar hvort stjómvöld komist upp með það að svara ekki fyrirspurnum þegna þessa lands. Frá Eskifirði. - Innheimt fyrir bundið slitlag og gangstéttir með aukaskattheimtu? „Vestræn siðalögmál" Margrét Runólfsdóttir: Já, ef það er kveikt á sjónvarpinu. Georg Jiri Grosman, M.A., skrifar: Þetta bréf er skrifað sem svar við ritstjórnargrein Jónasar Kristjáns- sonar í DV 3. þ.m. - Á undanfórnum fjórum árum mínum hér á íslandi hef ég oft lesið óupplýstar og særandi skilgreiningar á Israel sem „hryðju- verka- og ofbeldisþjóð" og nú bætir Jónas ritstjóri við enn einni útslit- inni og fordómafullri khsju þar sem ísrael er borið saman við Hitíers- Þýskaland. Þess háttar fáfræði getur vissulega einungis komiö frá manni sem ég geri ráð fyrir að hafi alið manninn hér á þessu friðsama, af- skekkta og viðburðahtla landi. Myndi Jónas ékki fyllast ofsareiði og finnast hann þurfa að berjast fyr- ir frelsun barna sinna, svo og rétti þeirra til að alast upp, án þess að eiga á hættu að verða rænt? - Þannig er ástandið í ísrael. Það vill svo vel til að ísraelsmenn er vel vopnum búið og geta svarað fyrir sig af ógnar- krafti. Við hér á íslandi getum svo sem rætt það fram og til baka hvort það afl sem beitt er sé í réttu hlut- falli við þá ógnun sem þeir finna fyr- ir. Við verðum þó að skilja að það að verja rétt sinn til friðar og frelsis hefur mjög svo siðferðilegt gildi og er mun skynsamlegra en að notast við slagorðin „vestræn siðalögmál" sem Jónas virðist svo hrifinn af. - Samt undanskilur hann Bandaríkin sem frelsuðu Evrópu frá æðri „menningu" og „vestrænu siðalög- máh" hennar tvisvar á þessari öld. Hvað varðar hinn andstyggilega samanburð á ísrael og Hitler: Það ber keim af gyðingahatri og er ekki ein- ungis móðgun við Gyðinga heldur móðgun við þær milljónir Rússa, Pólverja, Þjóðverja og allra annarra sem fórust í seinni heimsstyrjöld- inni. Á einum degi voru mun fleiri saklausir borgarar hraktir í burtu, limlestir og drepnir af herjum Hitl- ers, en á einum áratugi af ísraelsher. Landi þeir erlendis hverf ur samúðin Afli i islensku skipi til islenskrar hafnar er inntakið í máli bréfritara. Hringidísíma 63 27 00 miUi ki. 14 og 16-eðaskrUiÖ Nafh o* sönanr. verður «* fylgia brí-fum Gunnar Árnason skrifar: Meirihluti þeirra sem eitthvað hafa tjáð sig um veiðar íslensku skipanna í Barentshafi styðja þessar veiðar, a.m.k. að svo komnu, eða þar til ein- hver ákvörðun hefur verið tekin um frekari skiptingu, varðveislu eða friðun á hinu alþjóðlega hafsvæði þarna norður frá. - Menn hafa líka talað um að ekki veitti okkur íslend- ingum af að afla hráefnis fyrir heimamarkað. Hráefnið eyddi at- vinnuleysinu í hinum ýmsu ver- stöðvum úti á landsbyggðinni og það hefði því verið sameiginlegur vilji fólks að taka á móti afla hinna er- lendu togara sem hér lönduðu. Það hefur því skotið nokkuð skökku við í umræðunni um fór ís- lensku togaranna í Barentshafið að ekki skuli. hafa verið fastmælum bundiö við stjórnir þessara útgerðar- fyrirtækja að skipin lönduðu öll hér á landi. En sem kunnugt er sigldu flestir togararnir út í einni bendu og hljóta því að koma inn meira og minna saman aftur. Kannski með of mikinn afia til að vinna hér í einu. Það hlýtur samt að vera freisting hjá sumum srjórnendum skipanna að sigla með aflann til næstu erlendu hafhar og selja hann þar. - En þá væri illa komið þessari útgerð og ég er viss um að samúðin, sem lands- menn hafa sýnt þessum veiðitilraun- um, myndi þá hverfa. Allt er þetta mál hið versta viður- eignar úr þyí sem komið er, en eitt er víst; við íslendingar eigum fullan rétt á þessum fiskveiðum og því eig- um við að kappkosta að ná þeim afla heim sem þarna er að finna en láta hann ekki í hendurnar á erlendum kaupmönnum sem seija hann aftur betur unninn í neytendapakkning-' um. - Við verðum að hugsa um eigin hag í þessu máh. Dægurlagasöng- urGuðmundar Inga skrifan Hinir frægustu óperasöngvarar hafa stundum átt það til að syngja íopinberlega og inn á plötur og diska hvérs konar yinsæl dægur- lög, Þetta hefur mælst rojög vel fyrir og margir dáðir og frægir söngvarar hafa orðið enn vin- sælli fyrir bragðið, Ég man ekki éftir neinum hértendum operu- söngvara öðrum en Guðmundi okkar Jónssyni sem sungið hefur inokkur slík vinsæl lög ínn á plötu. En það voru þó lög sem lif- að hafa tilþessa dags, svo sem „Það er eins og gerst hafi í gær'\ „Eyjólfur", „Lax, lax, lax" og fleiri. Þetta ættu fleiri góðir þekktir söngvarar að taka upp. Sijórnarsamstarfi slitidíhaust? :Bjarni Jóhannsson hringdi: Nú er orðinn hávær orðrómur- inn um að upp úr stjórnarsam- starfi muni slitna áður langt líð- :ur, jafnvel strax í haust. Margt er sagt komatil, t.d. það að utan- rikisráðherra sé orðirm þreyttur á biðinni eftir raunveruieguro aögerðum í landbúnaðarmáluh- : um. Einnig að forráðamenn SJálf- i:StæðisfIokks sætti sig illa við að ; utanríkisráðherra sé ekki á land- inu þegar mikiyægir fundir eða :þeimsóknir séii ádöfinni, saman- ber heimsókn utanríkisráðherra Israels. Enn veigameiri atriði eru þó þau að fjárlög og mikil þörf fyrir enn aukna skatta séu órædd og kynningu á nýjum ráðstöfun- um í efnahagsmálum verði að fylgja kosningar. Bíðeftirbetristöð Guðrún Jóhannsd. hringdi: Ég er innilega samroála þeim sem hafa látið frá sér heyra um að fá betri og vandaðri tónlist af léttara taginu á útvarpsstöðvarn-. ar. Ég held að engin þeirranHini þó veröa við þeim oskum. Ég bíð bara eftir nýrri og betri útvarps- stöð sem leikur þessa tónhst ein- göngu, Hverskonar fréttamagasín? B.K. skrifar; Nú kvað vera í bígerð að Sjón- varpiö sendi út svokallað frétta- magasín meö komandi vetrar- dagskrá. En við hverju má búast? Flest sem viðkemur fréttum á Sjónvarpinu er hvorki fugl né fiskur. Þættir, svo sem Kastljós eöa þættir utan úr heimi, hafa alhr dottið niður. Og á sumrin teíur Sjónvarpið að fólk horfl ekki á fréttir. Ég held að Sjón- varpið ætti að spara sér frétta- magasín og annað tengt fréttum. Sjónvarpið mættí hins vegar taka upp létta grínþættí á borð við Spaugstofuna sem líkaféll niður. En kannski kafnar betta allt sjálf- krata innan Sjónvarpsins í deil- um um útfærslu og efnistök. Bjódum Bell þyrl- urnarvelkomnar Sjómuður skrifar: Ég tel engan vafa leika á því að Bell þyrlurnár, sem nú eru boðn- ar til kaups hér.íéu þær heppi- legustu og öruggustu sem völ er á. Allt það sém Bell þyrlurnar hafa til að bera að viðbættura kostakjörum, þ,m.t. þjálfun og rékstraráæöun tii sjö ára, er varla frágangssök. Svo stórar þyrlur sem Bell, með rými fyrir 20 manns, er einmitt það sem hér hefur yantaö, bæði til bjðrgunar á sjó og landi og hugsanlega flutn- inga á mönnum og varningi þar sero ófærð og aðrar óvæntar hindranir að vetrarlagi stöðva vinnu eða framkva^dir. Víð ætV um að bjóöa Bell þyrlurnar vel- koranar hingaö til lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.