Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 36
■ ■» X X O X I Ð Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjóm - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993. Margeirefstur í Grikklandi Jón L. Ámasan, DV, Gxikklandi; Að lokum 5 umferðum á opna al- þjóðlega skákmótinu í Komstini í Grikklandi er Margeir Pétursson efstur ásamt fimm öðrum skák- mönnum með 4 /i vinning. Jón L. Árnason og Þröstur Þórhallsson eru í 7.-17. sæti meö 4 vinninga. Hannes Hlífar Stefánsson hefur 3 /i v. Hann tapaði fyrir gríska stórmeistaranum Kotronias sem er í efsta hópnum. Þátttakendur eru 125. Meðal þeirra 17 stórmeistarar og 16 alþjóðlegir meistarar. Mótinu lýkur á fimmtu- dag. Maðurfannst hryggbrotinn við Gullinbrú Maður var fluttur á slysadeild Borgarspítalans á sjöunda tímanum í gærmorgun eftir að hafa fundist hryggbrotinn við Gullinbrú. Ekki er vitað með hvaða hætti maðurinn slasaðist en talið er líklegt að hann hafið slasast eftir 3-4 metra fall hjá brúnni. Leigubílstjóri, sem kom ak- andi að brúnni, kom auga á manninn og hringdi á lögregluna. Ekki er vitað hversu lengi maðurinn hafði legið á staðnum. Hann var undir áhrifum vímuefna og aðspurður kvaðst hann ekki vita hvað hefði komið fyrir sig. -KMH Seljahverfi: Sjónvarpstækií Ijósum logum Slökkvilið Reykjavíkur var kallað út á laugardag en þá hafði kviknað í sjónvarpstæki söngvarans Péturs Kristjánssonar í Seljahverfi. Sam- kvæmt upplýsingum frá slökkvihð- inu voru eiginkona Péturs og dóttir að horfa á sjónvarpið í bamaher- berginu þegar mikinn reyk lagði allt í einu frá sjónvarpinu. Reykurinn jókst svo mikið að mæðgurnar sáu sér ekki annað fært en að hlaupa út úr íbúðinnL Barnaherbergið er mik- ið skemmt og einnig skemmdust flís- arágólfitöluvert. -KMH Mótorhjólaslys Ungur maður var fluttur á sjúkra- húsið á ísafiröi eftir að hann hafði misst stjórn á mótorhjóli sínu og skollið í götuna á Fjarðarstræti. Maðurinn slasaðist ekki alvarlega. -bm LOKI Vargömul Pelikan-spóla í tæki rokkarans? Hef ur tekið f íkmef m fyrir 40 milljomr Fíkniefnaeftirlit Tollgæslunnar á Keflavíkurflugvelii hefur lagt hald á fíkniefni sem talin eru nema tæp- um 40 milljónum króna í smásölu- verðmæti það sera af er árinu. Hér er um að ræða 7,5 kíló af hassi og á þriðja kíló af amfetamíni. Einnig hefur verið lagt hald á nokkur grömm af kókaíni, alsælu, lidoca- ine og 0,4 grömm af heróíni. Smá- söluandvirði efnanna nemur rúm- um 25 milljónum króna en sé gert ráð fyrir að efnin séu drýgð eins og oftast er gert ráð fyrir nemur andvirði eínanna 39 milljónum króna. Frá áramótum hefur Tollgæslan tekið 18 aðila með fíkniefni í fórum sínum, þar af þrjá erlenda ríkis- borgara. Þessir aðilar eru flestir frá 18 til 36 ára. Þeir elstu eru 48 ára, 51 árs, og 60 ára. Tveir menn starfa í fikniefnaeft- irliti Tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli og hafa þeir staðiö í ströngu viö að ná efnunum. Einnig hefur eftirlitið lagt hald á hættuleg vopn. „Þetta er náttúrlega óhugnanlegt en það á kannski bara aö skoða verðmælið sem liggur í fíkniefnun- um,“ sagöi Gottskálk Ólafsson, deildarstjóri Tollgæslunnar á KeflavíkurflugveHi, í samtali við DV. „Það verður meiri skaði ef þetta kemst i umferð. Aðalatriðið er að ná efnunum áður en þau kom- ast í umferð, bæði til að afstýra þeim skaða sem þau valda ung- mennum og því ijárhagstjóni sem ríkið og samfélagið verður fvrir ef þetta fer í umferð. Utanríkisráðuneytið hefur lagt á það áherslu að fíkniefnamál eigi aö ganga fyrir - þar megi ekki skera niöur. Aðalástæðan fyrir því að við höfum náð svona miklu magni er aö í þessum niðurskurði, sem hefur verið, hefur okkur tekist að hálda óbreyttu og jafnvel bæta við okkur gagnvart fikniefnamálum. En það hefur reyndar komið í ljós að við þurfum að halda áfram á þessari braut og bæta viö okkur bæði mamiafla og tækjabúnaði til þess að standa enn betur að vigi;‘ sagði Gottskálk. -ÆMK/Ótt Betur fór en á horfðist í gærkvöldi þegar bíll, sem i voru hjón og tvö börn þeirra, valt út af veginum I Tiðaskarði. Fólkið var flutt á slysadeild en fékk að fara heim eftir skóðun. Fólkið var allt I bilbeltum. -bm/DV-mynd Sigursteinn Veðriðámorgun: Kaldastá Suðvestan- og vestanátt, gola eða kaldi. Dálítil súld víða um landið vestanvert en skýjað með köflum eða léttskýjað austan- lands. Hlýjast verður í innsveit- um austan til, um 17 stiga hiti, en kaldast á Vestfjörðum. Veðrið 1 dag er á bls. 44 Neyðarkall ínótt -enginskýring Fokker-flugvél Landhelgisgæsl- unnar var send í eftirlitsflug yfir hafsvæðið út af Reykjanesi eftir að Loftskeytastöðin í Reykjavík heyrði neyðarkaU á neyðarbylgju rétt fyrir miönætti í gærkvöldi. Tilkynmnga- skylda Slysavarnafélagsins athugaði um alla báta á svæðinu frá Faxaflóa suður fyrir Reykjanes, en enginn þeirra hafði sent neyðarkallið. í morgun var enn verið að grennslast fyrir um kallið en engin skýring hef- urfundist. -bm Akranes: Piltur stunginn með hníf i Átján ára piltur var fluttur á sjúkrahúsið á Akranesi aðfaranótt laugardags eftir að piltur á sama aldri hafði stungið hann í fótinn með hnífl. Atburðurinn gerðist í sam- kvæmi í heimahúsi og höfðu piltarn- ir, sem báðir voru undir áhrifum áfengis, átt í deilum. Hnífstungan var ekki alvarleg og pilturinn fékk að fara heim af sjúkrahúsinu seinna um nóttina. Hinn pilturinn var látinn laus eftir yfirheyrslu. -KMH ■———Mii;ri\viay:ii I (rompton 1 1 RAFMÓTORAR Poulseft SuAuHandsbnut 10. S. 006499.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.