Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 33
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 45 oo Skúlptúrí Gallerí 11 Um helgina opnaði Inga S. Ragnarsdóttir skulptúrsýningu í GaUerí 11. Inga stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands ár- ið 1973-1977 og í Listaháskólanum í Miinchen 1979-1981 og 1984- 1987. Hún hefur tekið þátt í íjöl- mörgum samsýningum hér heima og erlendis en þetta er fjórða einkasýning hennar. Verkin á sýningunni eru unnin Sýningar úr stúk-marmara, stáli og blikki og eru öll unnin á þessu ári. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 til 18.00 og stendur til 5. sept- ember. Ljóð á Kjarvalsstöðum Sýning á ljóðum eftir Þorstein frá Hamri stendur yfir á Kjar- valsstöðum. Ljóðstlll Þorsteins frá Hamri er margvíslegur. Hann yrkir bæði háttbundið og óbundið og ljóðform hans er oft frjálslegt með ýmsum eigindum hefðbund- ins ljóðs. Grundvallargerð þvottavélar er enn við lýði. Fyrsta þvotta- vélin Fyrsta þvottavélin sá dagsins ljós á 19. öld. Fyrstu þvottavél- amar voru með geymi úr tré sem fýlltur var af sápuvatni og þung spaðablöð settu vatnið á hreyf- ingu. Svipuð grundvaUargerð finnst enn í sumum þvottavélum nútímans. Blessuð veröldin Hnerri í 3 ár! Lengsta hnerrakast, sem vitað er um, stóð í 978 daga. Það var vesal- ings Donna Griffiths (fædd 1969) sem byrjaði að hnerra þann 13. janúar 1981 og fyrsti hnerralausi dagurinn rann upp þann 16. sept- ember 1983. Fyrra hnerramet stóð í 194 daga. Yngstu brúðhjónin Yngsta parið, sem vitað er að hafi gengið í hjónaband, fæddist í Bangladesh. Brúðguminn var þá 11 mánaða en brúðurin aðeins 3ja mánaða. Hjónabandinu var ætlað að eyða 20 ára gömlu rifr- ildi milli fjölskyldna hinna giftu. Færð á vegum Víða á landinu er nú vegavinna í fullum gangi og má búast við töfum. Ökumönnum ber að minnka öku- hraða þar sem vegavinna er. Hálendisvegir eru flestir færir fjallabílum en vegimir í Land- Umferðin mannalaugar, yfir Kaldadal, Djúpa- vatnsleið, um Uxahryggi og Trölla- tunguheiði eru opnir öllum bílum. Ófært er vegna snjóa um Dyngju- fjallaleið og í Hrafntinnusker. Loð- mundarfjörður og Amarvatnsheiði eru fáer fjórhjóladrifnum bílum. Unnið er við veginn fi:á Reykjavík til Akureyrar, frá Reykjavík til Bol- ungarvíkur, Reykjavík til Hafnar og Egilsstaða. Leiðir á Reykjanesi og Suðurlandi era greiðfærar. Hljómsveitin Skriðjöklar verður á Gauknum í kvöld og annað kvðld. Skriðjöklarnir runnu fram af mikl- um krafti í vor eftir töluverða lægð undanfarin misseri. í vor sendu þeir frá sér plötuna Búmm-T- Skemmtanalífió sjagga-Búmm en á henni leika þeir tíu ára gömul og eldri íslensk iög sem flest vom vinsæl á sínum tíma. Nokkur lög af plötunni hafa notið vinsæida á útvarpsstöðvum og hef- ur titillagið heyrst einna oftast. Skriðjöklar hafa alltaf tekið lífið mátulega hátíðlega og frekar verið að skemmta sér og öðmm. Skridjöklar veröa á Gauknum i kvöld. Hémte<í0i> Oetiisésne^sm HomHáki grunn noí?- - Reyt>a'fj‘~‘ SkrúðsgwMú Rósd- garturm pv Hann er aðeins fjögurra daga, Landspitalans 19. ágúst kl. 4.04. þessi strákur sem sefur svona Hann vóg 3.804 grömm og mældist vært. Hann fæddist á fæðingardeild 51 sentímetri. Hann er fyrsta bara _ foreldra sinna, þeirra Guðrúnar Valdimarsdóttur og Guðmundar Ragnarssonar. Sylvester Stallone. Á ystu nöf Sylvester Stallone er aðalhetjan í kvikmyndinni Á ystu nöf. Myndin byrjar á hörkuspennandi og ógnþrungnu atriði (sérstak- lega fýxir lofthrædda) þar sem Stallone gerir allt til að bjarga vinkonu sinni frá falli. Það mis- tekst og fjallamaðurinn verður ekki samur á eftir. Nokkrum mánuðum síðar kem- ur hann á sömu slóðir og þá hefst Bíóíkvöld önnur atburðarás. Ræningjar nauðlenda í fjöllunum og kalla á aðstoð. Htjálparliðið fer af stað og allt er í hers höndum þar til Stall- one kemur til bjargar. Eför mikinn eltingarleik og margar spennandi senur, þar sem hangið er á ystu nöf í orðsins fyllstu merkingu, tekst að bjarga hjálparliðinu og gera út af við glæponana. Nýjar myndir Háskólabíó: Jurassic Park Laugarásbíó: Dauðasveitin Stjömubíó: Síðasta hasarmynda- hetjan Bíóhöllin: Jurassic Park Bíóborgin: Jurassic Park Saga-bíó: Allt í kássu Regnboginn: Amos og Andrew Gengið Almenn gengisskráning LÍ nr. 193. 23. ágúst 1993 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 70,830 . 71,030 72,100 Pund 107,090 107,390 107,470 Kan. dollar 53.660 53.820 56.180 Dönsk kr. 10,2960 10,3270 10.7850 Norsk kr. 9,7250 9.7550 9,8060 Sænsk kr. 8,8270 8,8540 8,9360 Fi. mark 12,2600 12,2960 12,3830 Fra. franki 12,0830 12,1190 12,2940 Belg.franki 1,9964 2,0024 2,0254 Sviss. franki 48,0800 48,2300 47,6100 Holl. gyllini 37,5100 37,6200 37,2800 Þýskt mark 42,2000 42.3200 41.9300 It. líra 0,04447 0,04463 0,04491 Aust. sch. 5,9990 6,0200 5,9700 Port. escudo 0,4130 0,4144 0,4127 Spá. peseti 0,5181 0,5199 0,5154 Jap. yen 0,68490 0,68690 0.68250 Irskt pund 99,600 99,900 101,260 SDR 99,77000 100,07000 100,50000 ECU 80,6600 80,9100 81.4300 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan z 3 *\ ý í t * )o // 11 /3 ir* ls IL IV 1 L w Lárétt: 1 byija, 6 umdæmisstafir, 8 óð, 9 krotinu, 10 vegg, 12 gutl, 13 borgaði, 15 spil, 17 spónamat, 19 les, 20 horfa. Lóðrétt: 1 stuö, 2 ögrar, 3 skera, 4 lönd, 5 þátttöku, 6 gras, 7 launum, 11 úrkoma, 13 varúö, 14 atorku, 16 alltaf; 18 nes. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 háttvís, 8 æra, 9 eisa, 10 fæði, 11 lög, 13 að, 14 andrá, 16 linda, 18 um, 19 und, 21 urga, 22 nál, 23 ógn. Lóðrétt: 1 hæf, 2 áræðinn, 3 taðan, 4 tein, 5 vUdar, 6 ís, 7 sag, 12 örugg, 13 alur, 15 áman, 17 dul, 20 dá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.