Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 Fréttir Grímseying- arfánýja bryggju Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyii „Við hér í Grímsey höfum verið að bíða eftir sumrinu eins og margir aðrir landsmenn en það hefur ekki komið. Þá hafa aflabrögð ekki verið góð en ljósi punkturinn er að vinnu- flokkur er að vinna við smíði 40 metra trébryggju í höfninni hjá okk- ur," segir Þorlákur Sigurðsson, odd- viti í Grímsey. Þorlákur segir að nýja bryggjan bæti úr brýnni þörf í þeim málum í Grímsey enda tvöfaldast viðlegu- pláss þar. Hann segir aflabrögð á færi hafa verið léleg í sumar en það er sá veiðiskapur sem flestir stunda þar. Línubátar hafa fengið „eitthvert kropp" en til þess hafa þeir þurft að fara lengra. Hvala-Magnús: Fljúgandi diskar koma ekki eftir pöntun Auk ráðstefnunnar í Borgarleik- húsinu verður ráðstefna á vegum Snæfellsáss í Háskólabíói 28. ágúst. Magnús Skarphéðinsson, Hvala- Magnús, kynnir þar kenningar Helga Pjeturss. „Kenningarnar ganga út á það að guðir mannanna séu háþróað- ar verur annarra hnatta. Ég trúi því að guðirnir reyni að leiðbeina mann- kyninu og séu allt eins íbúar annarra hnatta sem eru komnir miklu lengra en við vitsmunalega séð. Ég hef talað við fjölda fólks sem hefur séð mis- munandi útgáfur af fljúgandi disk- um," sagði Magnús í samtali við DV. Að áliti Magnúsar er -til tvenns konar samband sem jarðarbúar hafa við verur á öðrum hnöttum. Annars vegar það sem allir sjá og hins vegar séu til verur sem hafa samband við skyggnt fólk. Þetta fólk hefur hugar- orkusamband við verurnar, segir hann. „Ég er sannfærður um að ein- hvers konar samband verður á Snæ- fellsjökli. Og það má vel vera að sjá- anlegar geimverur komi þangað. En ég held að enginn finni fyrir verum nema fólk sera hefur skyggnigáfu eða skynjar meira en aðrir. Það þýðir að opinberlega hefur ekkert gerst. Þess- ir fljúgandi diskar koma alls ekki eftirpöntunumjarðarbúa." -em Mývatnssveit: Skóladeilan enn óleyst Gylfi Kristjánssan, DV, Akuroyri: Deilurnar í Mývatnssveit um fyrir- komulag kennslú í grunnskólanum í vetur eru enn óleystar en einhverj- ar þreifingar eru þó í gangi og menn ekki úrkula vonar um að hægt verði að finna flöt á málinu sem alhr geti sætt sig viö. Aðilar að málinu, sem DV ræddi við í gær, vildu ekki tjá sig um stöðu málsins á þessu stigi, sögðu það mjög viðkvæmt þessa dagana. Samkvæmt ákvörðun sveitarsrjórnar á að flytja alla grunnskólakennslu í áföngum frá Skútustöðum í nýtt húsnæði í Reykjahlíðarhverfið og deilan nú stendur um það hvar kenna á 11 börnum í vetur sem búa sunnan Mývatns. Foreldrar þessara barna hafa þver- neitað að börnunum verði ekið í Reykjahlíðarhverfið og lengi vel var rætt um að þeir myndu fremur serja á stofn einkaskóla á Skútustöðum. Eyþór Pétursson, bóndi í Baldurs- heimi, sem er einn íbúanna sunnan vatnsins, vildi ekki tjá sig neitt um máhð á þessu stigi frekar en aðrir en sagði það mjög viðkvæmt og úr- slit gætu orðið á hvorn veginn sem væri, að samkomulag næðist eða allt færi í háaloft að nýju.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.