Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 15 Dæmdir úr leik Fyrir nokkru var í útvarpsþætti veriö aö tala um grimmar tiltektir hjá bandarísku stórfyrirtæki, Gen- eral Electric. Þær skiluðu bæði aukinni framleiðni og arði til hlut- hafa en kostuðu uppsagnir 120 þús- und starfsmanna. í framhaldi af þessu var um það spurt, sem ekki er oft gert, hver útkoman verður fyrir samfélagið í heild þegar öll fyrirtæki standa í því samtímis að skera niður hjá sér störf í nafni hagræðingar og betri samkeppnisstöðu. Svarið er einfalt: atvinnuleysi hlýtur að vaxa. En sú staðreynd var orðuð nokkuð sér- kennilega í útvarpsþættinum fyrr- nefnda. Þar var sagt að samfélagið mundi skiptast í tvo hlutá: annars vegar þá sem „hugsa, lesa og mennta sig" (og hafa þá vinnu), Kjállajinn Árni Bergmann rithöfundur „Hið nýja atvinnuleysi lætur engan óhultan. Tækniþróunin slátrar margs konar ágætri starfsmenntun hraðar en nokkurt skóla- eða námskeiðakerfi get- ur við brugðist." hins vegar þá „sem eru dæmdir til að vera afgangsstærð". Sjálfskaparvíti? Þessi tvískipting er svo sannar- lega að verða til en formúlan fyrir - henni er röng og niðrandi fyrir þá sem eru nú „dæmdir til að vera afgangs" (þ.e.a.s. til atyinnuleysis) í iðnríkjum heims. Formúlan gerir ráð fyrir því að þeir sem hugsa, lesa og mennta sig séu hólpnir - og þá er um leið látið að því liggja að það gerist fyrir þeirra eigin verðleika. í sömu formúlu er inn- byggð sú ásökun í garð þeirra sem ýtt er úr störfum og út af vinnu- markaði aö það sé þeim sjálfum að kenna: eða nenna mannfjandarnir ekki að hugsa og mennta sig? Nú er það augljóst að þeir sem hugsa sitt ráð og hafa þá þjálfun við lausn verkefna sem menntun veitir standa betur að vígi í slag allra gegn öllum á vinnumarkaði - betur en þeir sem t.d. koma úr stór- borgaslömmum þar sem menn eru dæmdir til að verða „afgangs" um leið og þeir fæðast - og svo betur en þeir sem ólust upp við skaplegar aðstæður en nýttu aldrei mögu- leika sína til að „lesa og mennta sig". En þar með er aðeins hálf sag- an sögð. Api kastar pílum Hið nýja atvinnuleysi læt'ur eng- an óhultan. Tækniþróunin slátrar margs konar ágætri starfsmenntun hraðar en nokkurt skóla- eöa nám- skeiðakerfi getur við brugðist. Hagræðingarkröfurnar vísa frá þeim sem ungir eru og hafa ekki „reynslu" þótt þeir geti vel haft bæði hugsun og menntun. Þær vísa líka frá störfum, um leið og eitt- hvað á bjátar, þeim sem komnir eru yfir fimmtugt (og gætu því átt von „Og menn eiga ekki margra kosta völ - eins þótt þeir lesi og hugsi svo brakar i heilafrumum." á fleiri kvillum og sjúkdómum en þeir sem yngri eru). Þær vísa frá konum sem líklegar eru til að verða þungaðar (nema þeim sem hægt er að ráða í stað karla fyrir minna kaup). Þeir sem eru á akkúrat réttum aldri (25-45 ára), með alveg pass- andi menntun og „rétta" hugsun - þeir eru heldur ekki óhultir fyrir ásókn atvinnuleysisvofunnar. Kannski verður einmitt útibú fyr- irtækisins í þeirra borg lagt niður; kannski verður starfsemin flutt fyrirvaralaust til láglaunasvæðis í fátækara landi. Allt í nafni hagræðingar, arðsemi og samkeppnisstööu. Og menn eiga ekki margra kosta völ - eins þótt þeir lesi og hugsi svo brakar í heilafrumum. Málið er ekki í þeirra höndum nema að litlu leyti. Hin ósýnilega hönd markað- arins slær þá með ósvífni tilviljun- arinnar - þeirri sömu ósvífni sem á dögunum sýndi fram á það við tilraun í Danmörku að api, sem kastar pílu á verðbréfadálka, hær mun betri árangri í fjárfestingum en tveir menn sem sannarlega hafa ekki annað gert en lesa og hugsa stíft um verðbréfafræði. Árni Bergmann Evrópusmokkurinn í vor gaf stofnun Adams Smith út ritið „Europe at Risk" eða „Evr- ópa í uppnámi" eftir Russel Lewis og Timothy Evans. í ritinu fjalla þeir félagar um hvernig skrifræði Evrópubandalagsins hefur kaffært upphaflegu hugmyndina um frjáls viðskipti innan bandalagsins og gefa ótrúleg dæmi um afskiptasemi framkvæmdanefndar bandalagsins af viðskiptum einstaklinga. ¦ ( Rómarsáttmálinn sniðgenginn í inngangi sínum segja þeir að kerfiskarlarnir í Brussel hafi huns- að hugmyndina að baki Rómarsátt- málanum um frjáls viðskipti og þar með séu hagsmunir neytenda í Evrópu í hættu. Framkvæmdanefndin hefur ráð- ist. inn á ólíklegustu svið. Orðrétt segir í ritinu: „I stað þess að hafa traust á frjálsum viðskiptum og einstaklingsfrelsi virðast menn halda að til þess að ná fram gæðum og óryggi í framleiðslu og verslun þurfi að miðstýra öllu. Til að fólk fari sér ekki að voða þurfi að leið- beina því í smáatriðum." Geggjaðar hugmyndir Hefst svo upptalning á sýnis- hornum af hinum 18000 reglugerð- um, tilskipunum og ályktunum sem 13000 skriffinnar í 36 bygging- allaiinn Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi af hvers kyns öryggi á vinnustöð- um og er það mat höfunda að með reglugerðum hafi þeir lagt hrika- legan kostnað á smáfyrirtæki, sem jafnvel eru í heimahúsum, og stofni rekstri þeirra í hættu. Framleiðslu á heilsufæði hefur nýlega verið ógnað með hugmynd- um frá bandalaginu um að allt nið- ur í smæstu skammta af vítamín- um og steinefnum verði skilgreint sem lyf en lyf þurfa að fara í gegn- um áralangar prófanir áður en setja má þau á markað. Einungis stærstu fyrirtækin í.þessari fram- leiðslu myndu lifa stíkt af og kost- um neytenda myndi fækka. Neytendur í löndum Evrópu- bandalagsins mega einnig eiga von á mikilli hækkun á þjónustu sem spannar allt frá hárgreiðslu til bíla- „Neytendur í löndum Evrópubanda- lagsins mega einnig eiga von á mikilli verðhækkun á þjónustu sem spannar allt frá hárgreiðslu til bílaviðgerða ef önnur hugmynd um svonefnda „neyt- endalöggjöf' nær fram að ganga." um bandalagsins í Brussel fram- leiða á ári hverju. Embættismenn- irnir virðast hafa miklar áhyggjur viðgerða ef önnur hugmynd um svonefnda „neytendalöggjöf' nær fram að ganga. í lögunum er gert ráð fyrir að neytendur geti kært fyrirtæki fyrir gallaða vöru eða þjónustu á kostnað fyrirtækjanna þar til sakleysi þeirra væri sannað! Þetta gengur auðvitað þvert á þá viðteknu venju að menn séu sak- lausir uns annað sannast og myndi án efa hækka verð á vöru og þjón- ustu þar sem framleiðendur þyrftu sífellt að binda fé í málaferlum. Kynlíf og kerfiskarlar Mörg dæmin, sem þeir félagar taka í riti sínu, eru tilefni til sér- stakra greina enda svipar þeim til hugmynda sem íslenskir vinstri menn hafa flaggað. Eitt dæmi að lokum. Til að forða fólki frá lélegu gúmmíi ákvað fram- kvæmdanefndin að hefja fram- leiðslu á Evrópusmokki og aðrar verjur þurfa svo að hafa sömu eig- inleika og hann. Frönsk neytenda- samtök hafa hins vegar reynt að sýna kerfiskörlunum fram á að ekki sé hægt að mæla allar kröfur fólks á rannsóknarstofum, hvorki til stærðar, lyktar, lögunar né áferðar. Sennilega er þetta. dæmi það skýrasta um hve litla virðingu skrifblækurnar bera fyrir einstakl- ingnum og frelsi hans ög um leið hve hættulegt vald þeirra er. Glúmur Jón Björnsson Eiður Guðnason, þingmaður Alþýðu- (lokks. Meðog ámóti Aðstoöarmenn í embættis- _________störf_________ Ekkiafsalá mannréttindum „I lögum um stjórnar- ráö íslands er ráðherraveitt heimiid til að ráða mann utan ráðu- neytis sér til aðstoðar. Þar segir ekkert um að þessi aðstoðarmað- ur eígi aö vera pólitískur aðstoð- armaður ráðherrans. Hann getur allt eins verið sérfræðingur, fag- maður úr öðrum stjórnmála- flokki en ráðherrann. I lögunum segir einnig að maður, sem ráð- inn er með þessum hætti, skuli ekki starfa sem aðstoðarmaður lengur en ráðherrarm, sem réö hann, gegnir embætti. Þaö er hins vegar fráleitt að halda því fram að maður, sem ræður sig sem aðstoðarmann ráðherra, missi um leið embættisgengi til ann- arra starfa, en það er einmitt það sem menn hafa veriö að segja þegar verið er að gagnrýna það þegar aðstoðarmenn ráðhefra hafa tekið við öðrum störfum: Það felst ekkert afsal á mannrétt- indum í því að taka við starfi aðstoðarmanns ráðherra sam- kvæmt 14. grein Sfjórnarráðslag- anna en það er í rauninni það sem Ólafur Ragnar Grímsson, form- aður Mþýöubandalagsins, hefur veriö að segja. Hann vfll svipta þessa menn mannréttindum, það er réttinum til aö sækja um og vera skipaöur í önnur störf í stjórnkerfínu." Póiitískir gædingar „Nú hafa þeir alþýðu- flokksmenn gengið einum of langt j að planta sínum mönnum í srjómkerfinu og það er spurning hvort ein- hverjir kratar em eftir í þjóðfélaginu sem ekki hafa komist í feitt að undanförnu. Það er eölilegt að menn leiti ráða hjá pólitískum félðgum sínum en að þeir ráði menn i embætti án þess að augiysa hefði einhvern timann þótt siðlaust hjá alþýðu- flokksmönnum. Maður spyr sig: hverjir eiga ísland. Að þessu spurði Jón Baldvin fyrir nokkr- umárumenþað er ekkispurning í dag þvi alþýðuflokksmenn eru að eigna sér það. Það sem vantar hjá alþÝðuflokksmönnum er að meta menn eftir hæfileikum og fyrri störfum en ekki eingöngu eftir flokkslínum. Margir þessara manna, sem hafa fengið embætti á þennan veg, eru eflaust ágætir menn og hæfir en það gílda bara vissar reglur 1 þjóðfélagínu-og þær reglur eiga einnig að gEda fyrir alþýðuflokksmenn. Þessar síöusru ráðningar eru korniö sem fyllti mælinn en kannski er fólk hætt að kippa sér upp við þetía. Gott dæmi er nú þegar rætt er nm nýjan forstjóra Trygginga- stofnunar. BkM er farið eftirfag- legri umfjöilun heldur stendur valið miHi tveggja alþýðufiokks- manna. Hvernig eiga menn að geta vmnið sig upp í storfum ef póhriskir gæðingar koma og eru teknir fram yfir afla aðra?" -bm Ingibjörg Pálma- dóttir, þingkona Framsóknartlokks

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.