Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.1993, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1993 Fréttir Vitni úr íbúðinni þar sem manndráp var framið í samtali við DV í gærkvöldi: Telur af brýðisemi ástæðu manndrápsins - árásarmaðurinn einnig talinn hafa lagt til fyrrverandi sambýliskonu sem var í íbúðinni Maðurinn sem banaði húsráðanda í kjallaraíbúð að Snorrabraut 36 að- faranótt sunnudagsins, Þórður Jó- hann Eyþórsson, hafði mjög stutta viðdvöl í íbúðinni, samkvæmt frá- sögn vitnis sem ræddi við blaðamann DV í gærkvöldi. Vitnið, sem er karl- maður, segir að fyrrverandi sambýl- iskona árásarmannsins hafi einnig verið í íbúðinni ásamt sér og húsráð- anda. Húsráðandi var um það bil að rýma íbúðina seni hann leigði. Búið var að pakka niður munum í kassa og kveðst vitnið nýlega hafa verið búið að fara yfir allar hirslur í íbúðinni - þá hafi hann engan hníf séð. Þegar Þórður kom inn í íbúðina um kvöldið átti hann að sögn vitnisins stutt orða- skipti við húsráðanda sem sagði að „ekkert hefði skeð hér". Vitnið segir að maðurinn hafi átt við samskipti á milh hans og fyrrum sambýhskonu Þórðar. Eftir þetta heyrðist „smellur" og blót og síðan hafi húsráðandi legið alblóðugur á eldhúsgólfinu. Vitnið telur að árásarmaðurinn hafi einnig Maður banaði húsráðanda með hníf í kjallaraíbúð þessa húss við Snorrabraut aðfaranótt sunnudags. Sami mað- ur var dæmdur fyrir manndráp með hnif fyrir tíu árum. DV-mynd Sveinn Frásögn DV af fyrra manndrápinu á nýársdagsmorgun árið 1983. Þórður Jóhann Eyþórsson var þá dæmdur í 14 ára fangelsi en var á reynslulausn. lagt til fyrrverandi sambýhskonu sinnar áður en hann fór út úr íbúð- inni. Maðurinn sem varð vitni að at- burðinum sagði við DV í gærkvöldi að árásarmaðurinn hefði sennilega ekki verið lengur í íbúðinni en í eina mínútu frá því að hann kom og þar tíl hann hélt á brott. Hann segist ekki hafa séð neinn hníf en kveðst fullviss um að ódæðisverkið hafi árásarmaðurinn framið í afbrýði- semikasti. Vitnið og árásarmaðurinn þekkjast vel og segir fyrrnefndi að Þórður hafi allajafna haldið ró sinni en sé skapbráður inni á milli. Eftir atburðinn var lögreglunni gert viðvart en ekki var beðið um sjúkrabíl fyrr en hún kom á vett- vang. Tilkynningin, sem kom fyrst til lögreglu, var ekki þess eðlis að einhver hefði verið stunginn. Maður- inn, sem lést, var fluttur í neyðar- móttöku Landspítalans þar sem hann lést skömmu síðar af völdum áverkanna, samkvæmt upplýsingum lögreglu. Grunur féll strax á Þórð og var mikill viðbúnaður hafður við að leita hans. Hann gaf sig síðan fram við lögreglu í gærmorgun. Vegna ástands Þórðar var ekki hægt að yfir- heyra hann fyrr en líöa tók á dagjnn í gær. Héraðsdómari úrskurðaði Þórð í gæsluvarðhald í gærkvöldi til 29. september. Fullvíst er talið að hann muni ekki verða látinn laus fyrr en hann hefur afplánað refsingu fyrir manndrápið um helgina. -Ótt Manninum, sem banaði öðrum um helgina, var sleppt út á reynslulausn árið 1990: Stuttar fréttir Var búinn að brjóta skilyrði reynslulausnar - var látinn afplána helming af 14 ára fangelsisrefsingu fyrir gróft manndráp Manninum, sem er í haldi hjá RLR vegna manndráps við Snorrabraut aðfaranótt sunnudagsins, var sleppt út úr fangelsi á reynslulausn árið 1990. Hann heitir Þórður Jóhann Eyþórsson og er 36 ára gamall. Hann var þá búinn að afplána 7 ár af 14 ára fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að hafa banað 28 ára Reykvík- ingi, Óskari Árna Blomsterberg, að morgni nýársdags árið 1983. Þórður stakk þá Oskar fjórum sinnum í bak- ið með hníf í samkvæmi í ibúð á Kleppsvegi 42. Samkvæmt heimildum DV var Þórður þegar búinn að brjóta skil- yrði reynslulausnarinnar áður en manndrápið varð um helgina. Hann var tekinn fyrir ölvunarakstur eftir að honum var sleppt og var það mál síðan sent ríkissaksóknara. Þrátt fyrir þetta var Þórði ekki gert að fara aftur í fangelsi eftir að hann var tek- inn fyrir ölvunaraksturinn - brot sem rýfur skilyrði reynslulausnar- innar sem Þórði var veitt eftir afplán- un á hehningi dæmdrar refsingar. -Ótt/KMH Skipstjórinn á Akureyrinni í samtali við DV: Vona að vera okkar hér skili veiðiheimildum - flotinn heldur ennþá kyrru fyrir við veiðar í Barentshafi „Það er lítið hérna núna. Þetta var eitthvað fram yfir hádegi í gær (á laugardag) en svo var það búið. Ég hef bara ekki tekið það saman hvað við erum með miMnn afla en ég veit bara að það er lítið," sagði Sturla Einarsson, skipsrjóri á Akureyrinni, í samtah' við DV í gær. Aðspurður um áform íslensku sMpstjóranna í Smugunni um að sigla til Bjamareyjar sagði Sturla að hætt hefði verið við slík áform í bili. Skipsljórarnir sendu sjávarútvegs- ráðuneytinu skeyti á laugardag þar sem þeir tilkynntu að þeir hygðust halda til veiða við Bjarnarey „vegna vaxandi smáfisks í afla". „Sjálfsagt er hugur í mönnum að láta reyna á þetta," sagði Sturla. „En það kom svar frá ráðuneytinu þar sem skorað var á okkur að fara ekki. Ef við færum værum við á ábyrgð viðkomandi útgerðar. Eftir að við fengum þetta svar er að minnsta kosti enginn togari á leiðinni þang- að." Sturla sagði að skipsrjórarnir hefðu ekkert ákveðið endanlega með þaö hvort siglt verði á miðin við Bjarnarey: „Við ætlum að sjá til hérna. Ég er ekkert á leiðinni út af þessu svæði og hef ekki heyrt í neinum öðrum um slikt ennþá." íslensku og norsku utanríkis- og sjávarútvegsráðherrarnir munu eiga viðræður í Svíþjóð á morgun vegna deilunnar um Smuguna. Sturla sagði skipstjórana binda nokkrar vonir við þann fund. „Það eina sem við vonum er að eitt- hvað gagnlegt komi út úr þessum viðræðum - að vera okkar hér skili einhverju og við fáum veiðiheimldir einhvers staðar hérna í norðurhöf- um eða annars staðar." Sturla sagðist telja að ekki komi til greina að „hleypa Norðmönnum inn í okkar landhelgi á móti veiðiheim- ildum" á alþjóðlegu hafsvæði í Bar- entshafi. -Ótt Fornleifagröftur Fornleöagröftur er hafinn á lóðinhi Aðalstræti 12 en þar stóð eitt af Tnnrétthigahúsum Skuia Magnussonar. Endurreisa á hús- ið í sama stíl, samkvæmt frétt Morgunblaðsins. 24fáFuibright Á þessu ári hafa 24 íslendingar fengið styrki frá Fulbright-stofn- uninní, sem er styrkt af rikis- stjórnum Bandaríkjanna og ís- iands. Samkvæmt uttekt Morgun- biaðsins eru ístensk sjávarút- vegsfyrirtæki eða ráðgjafarfyrir- tæki að hasla sér vöU í ööum heimsálfum nema Söðurskauts- landinu. EnöurviBnslan M. tók á móti 27 milljón ööskum og dósum fyrstu sjö mánuði þessa árs. Skii eru orðin um 80% eöa meðal þess hæsta sem geríst hjá nágranna- þjóöum. Máðstefnaumþorsk AlþjNJðteg r^ðstefna umþorsk í norðurhöfura hefst i Reykjavík í dag og steadur ut vikuna. AUs verða flutt um 60 erindi. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.