Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 06.12.1993, Blaðsíða 31
I Evrópa MÁNUDAGUR 6. DESEMBER 1993 Ný sending á ótrúlegu verði Verð kr. 149.000 Dæmi: Visa-raðgreiðslur til 18 mánaða, engin út- borgun. Kr. 10.200 á mán. með vöxtum og kostn. HUSGOGN W54 munílAn Smiðjuvegi 6 Kópavogi Sími 44544 Svidsljós Leöur: Koníakslitt/svart 3 + 1+1 Metaðsókn á námskeið í veisluundirbúningi: Vestfirskum konum kennt að njóta jólanna Reynir Traustasan, DV, ílaieyii: „Fólk á aö undirbúa jólin í nóvemb- er, baka smákökumar í endaðan nóvember og boröa þær í desember, fyrir jól. Á námskeiðinu leggjum viö áherslu á að fá fólk til að skipuleggja sig fyrir stórhátíðir og veislur. Þetta vill oft fara út í óskaplegt stress sem endar með því að þegar hátíðin renn- ur upp þá er húsmóðirin útkeyrð og engan veginn tilbúin til þess að njóta hátíðar með fjölskyldunni," segir Marentza Poulsen. Hún hefur staðið fyrir námskeiðum á öllum helstu þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum þar sem hún ásamt Guðrúnu H. Waage frá versluninni Silkiblóm veitir ráð- gjöf í veisluundirbúningi svo sem skreytingum, vali á vínum og skipu- lagningu. Ohætt er að segja að námskeiðin hafi slegið í gegn því konur hafa hvarvetna fyllt námskeiðin og sums staðar hefur þurft að halda fleiri en eitt námskeið. Á Flateyri mættu um 30 konur á námskeiðið. „Við leggjum áherslu á að kenna konum að halda sínar eigin veislur. Þær eru margar sem langar til þess en skortir sjáifstraust. Ég var á nám- skeiði í Danmörku þar sem ég fékk hugmyndina að þessu. Danirnir halda jól allan desember og það er miklu skemmtilegra heldur en aö standa í undirbúningi fram á síðasta dag og halda svo jól í tvo daga. Ég tala þama af eigin reynslu þar sem ég upplifði á árum áður allt þetta stress. Þetta snýst auðvitað líka um böm- in. Þau verða jafn stressuð. Það má ekkert meðan á öllum undirbúningn- um stendur en svo má allt þessa þijá daga sem húsmóðirin er örmagna eftir allt tílstandið. Þetta á auövitað við fleira en jól svo sem fermingar, brúðkaup og svo framvegis," sagði Marentza Poulsen. Bankaútibú á Bifröst OJgeir Helgi Ragnarsson, DV, Borgamesi: Búnaöarbankaútibúið í Borgamesi hefur um nokkurt skeið rekið nokk- urs konar útibú í Samvinnuháskól- anum á Bifröst í Norðurárdal. Þar er boðið upp á alla almenna bankaaf- greiðslu. Það er starfsmaður skólans sem sér um afgreiðsluna í samstarfi við Bún- aðarbankann í Borgamesi. Af- greiöslan er tengd tölvukerfi bank- ans. Samkvæmt heimildum fréttarit- ara er þetta eina bankaafgreiðsla sinnar tegundar á landinu. Þessi þjónusta hefur mælst vel fyr- ir hjá nemendum og segir Krislján Bjöm Snorrason, útibússtjóri Bún- aðarbankans í Borgamesi, að tals- verður færslufjöldi fari í gegnum af- greiðsluna. Selfoss: Jólaös síðan ífyrra Regína Thorarensen, DV, Seffossi: Verslunin Kjarabót á Selfossi er með ódýrar og góðar vörur en hún byijaði að starfa 1989. Ýmsir fram- kvæmdastjórar urðu ekki elbdauðir þar en í fyrra tók viö Halldór bigi Guðmundsson frá Vestmannaeyjum. Síðan hefur verið jólaös. Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchturmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, sfmi 68-77-02. wvr Marentza og Guðrún leiðbeina húsmæðrum á Flateyri í þeim tilgangi m.a. að losa þær undan jólastressinu. DV-mynd ReynirTraustason Jólapakka- tilboð frá Póstinum PÓSTUR OG SÍMI Viö spörunt þér sporin Þegar þú sendir jólagjafirnar með Póstinum í þessum umbúðum, greiðir þú aðeins 335 kr. fyrir bæði umbúðirnar og burðargjaldið óháð þyngd. Þetta jólapakkatilboð gildir frá 1.-24. desember 1993 og skiptir engu hvert þú sendir pakkann hér innanlands. Svo lengi sem hann er í þessum umbúðum kostar sendingin aðeins 335 kr. Komdu við á næsta pósthúsi, kipptu nokkrum kössum með þér og þú hefur valið eina þægilegustu, öruggustu og ódýrustu leiðina til að senda jólagjafirnar í ár. Umbúðir stærð B , (23x31x12 sm.) i ■ + burðargjald = 335 kr. 1 ! Má senda hvert sem , ■ er innaniands. >

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.