Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Síða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994
Utlönd
Franskastjórnin
Edouard
Balladur, for-
sætisráöherra
Frakklands,
skýrði um
helgina frá
áætlunum
stjórnar sinnar
um aö örva
hagvöxtinn með því aö hvetja al-
menning til meiri neyslu, svo sem
bDa- og húsnæöiskaupa.
Það fór þó ekki svo aö kynntar
væru neinar róttækar breytingar
á núverandi stefnu sem vonast
er til aö leiöi til 1,4 prósenta hag-
vaxtar 1 ár.
Verkalýðsfélög, stjómarand-
staöan og dagblöð gerðu hins veg-
ar lítið úr áforraum ríkisstjórnar-
innar.
Feröaskrifstofa
Jens Veino, stjórnarformaöm-
grænlensku feröaskrifstofunnar,
hefur viðurkennt að fyrirtækiö
standi ekki í stykkinu og hefur
þar meó tekið undir harða gagn-
rýni frá feröaskrifstofum í Þýska-
landi, Hollandi, Sviss og Eng-
landi.
Erlendu ferðaskrifstofurnar
hafa m.a gagnrýnt að þær fá ekki
nauösynleg gögn send frá Græn-
landi í tíma. Jens Veino viður-
kennir að menn hafi ekki veriö
nógu duglegir en neitar að ferða-
skrifstofan sé í samkeppni við
erlenda ferðaskipuleggjendur.
„Við leggjura þvert á móti mikla
vinnu í að aöstoða ferðaskrifstof*
ur um alla heim,“ sagöi Veino við
grænlenska útvarpiö.
Háhymingurimt
Ódysseifurfær
nýttheimili
Háhyrningurinn Ódysseifur,
sem hefur búiö í litilli laug í dýra-
garöinum í Barcelona síöastliöin
tíu ár, sýndi Jistir sínar í síöasta
sinn þar á sunnudag frammi fyrir
þúsundum grátbólginna barna.
Dýraiæknar komust að þvi í
fyrra aö Ódysseifur þjáöist af
þunglyndi og ætla menn aö ný
og rúmbetri heimkynni í sjávar-
dýragarðinum í San Diego í Kah-
forníu muni létta honum lundina.
Dýravinir voru síöur en svo
ánægðir með ákvöröumna og
sögðu að flutningurinn gæti riöiö
dýrinu að fullu, betra væri aö
leyfa Ódysseifi að synda frjálsum
um höfin blá.
Hurdneitarað
aðstoðtengist
vopnasölu
Douglas
Hurd, utanrík-
isráöherra
Bretlands, hef-
urneitaðþviaö
umdeild fjár-
hagsaðstoð við
stíflugerð í
Malaslu tengist
á nokkurn hátt vopnasölu til
landsins.
Utanríkismálanefnd breska
þingsins mun rannsaka aðstoð-
ina sem nemur um 25 milljöröum
íslenskra króna.
Breskir embættismenn segja að
stíflugeröaráætlunin sé peninga-
sóun og stjórnarandstæðingar
segja að hún tengist vopnasölu.
John Maior forsætisráðherra
sagði aö Margaret Thatcher hefði
lofað aðstoðinni sem heffli í för
meö sér aukinn útflutning
breskrafyrirtækja. NTB, Heuter
Clinton og Kohl fengu sér ítalskan mat saman:
Borðuðu ekki
voðalega mikið
- segir eigandi veitingastaðarins
„Þetta var mjög góður matur. Viö
vorum með Þjóðvetja og Bandaríkja-
mann svo við töldum að við ættum
að boröa ítalskan mat til að sanna
hversu víðsýnir við erum. Auk þess
sem þetta er dásamlegur veitinga-
staður," sagði Bill Clinton Banda-
ríkjaforseti eftir aö hann og Helmut
Kohl Þýskalandskanslari höföu
borðað fylli sína á Filomena Ristor-
ante í Georgetown-hverfinu í Was-
hington.
Þeir félagamir fengu lítinn sal út
af fyrir sig, sal sem kallaður er eld-
húsið hennar Filomenu, sem eigandi
veitingastaðarins, Joanna Filomena
Chiacchieri, sagði aö væri innréttað-
ur eins og heimili Itala í Brooklyn
fyrir tuttugu árum.
Málsverðurinn var dæmigerður ít-
alskur. í forrétt fengu þeir Clinton
og Kohl sér carpaccio, marínerað
sjávarfang og kjöt og osta, allt kalt,
svo og heita sveppi fyllta með
krabbakjöti og rækju og appelsínus-
ósu út á.
Þessu næst var komið með steiktan
smokkfisk og rauða sósu til aö dýfa
í. Clinton fékk sér svo heföbundna
Toscanasúpu úr hvítum baunum,
spínati og tómötum en Kohl sleppti
henni, kannski minnugur þess að
Clinton líkti honum við súmóghmu-
kappa fyrir skömmu.
Aðalrétturinn var ravíólí með
kálfakjöts-, spínat- og ostafylhngu.
Með þessu drukku leiðtogamir hvor
sitt glasið af Brunello Di Montalcino
rauðvíni. Og pmiktminn yfir i-ið var
blönduð ber í eftirrétt og bolli af
cappuccino.
Filomena er einn af uppáhaldsveit-
ingastöðum Kohls í Washington og
það var hann sem mælti með honum
viö Clinton.
„Þeir virtust slaka vel á. Þeir borö-
uðu ekki svo voða mikið. Þeir borð-
uðu hæfilega en fengu ekki neina
risaskammta,“ sagöi frú Chiacchieri.
Svo virðist þó sem Clinton hafi haft
vinninginn. Reuter
Helmut Kohl Þýskalandskanslari og Bill Clinton Bandarikjaforseti lita á matseðilinn á Filomena, vinsælum ítölskum
veitingastað i Washington. Eigandinn, Joanna Filomena Chiacchieri, fylgist ánægð með. Simamynd Reuter
Finnsku forsetakosningamar:
Martti Athisaari harður
í gagnrýni sinni á Rehn
Spennan fyrir forsetakosningam-
ar í Finnlandi næstkomandi sunnu-
dag fer nú sífellt vaxandi. Spumingin
er hvort Elísabetu Rehn varnarmála-
ráðherra takist að verða fyrsta kon-
an til aö gegna forsetaembættinu eöa
hvort Martti Athisaari, fyrrum
stjómarerindreki hjá Sameinuðu
þjóðunum, verður hlutskarpari.
Hvort tveggja er vel mögulegt.
Nýjasta skoðanakönnun um fylgi
frambjóðendanna sýndi aö 53 pró-
sent kjósenda ætluðu aö greiða Rehn
atkvæöi sitt en 47 prósept Athisaari.
Hann haföi þá saxað nokkuð á for-
skot Rehn. Skekkjumörk könnunar-
innar em þrjú prósent á hvom veg.
Á sama tíma leiddi könnunin í ljós
að 24 prósent landsmanna vora ekki
búnir aö gera upp hug sinn. Hinir
óákveðnu geta því haft afgerandi
áhrif á úrshtin á sunnudag.
Eftir fyrri umferðina fór kosninga-
barátta þeirra Rehn og Tahisaaris
Elísabet Rehn, forsetaframbjóðandi
f Finnlandi. Sfmamynd Reuter
rólega og huggulega af stað. Munur-
inn á stefnu þeirra virtist ekki mikill
þar sem bæði töluðu um manngildi
og umburðarlyndi.
En smám saman fór að færast
meira fjör í leikinn. Ahtisaari hefur
að undanförnu verið harður í gagn-
rýni sinni á Rehn. Hann hefur reynt
sitt ýtrasta til að eyðileggja þá mynd
sem hún hefur gefið af sér sem tals-
maður hinna mannlegu gilda. Hann
hefur reynt að benda á muninn á
stefnuskrá hennar þar sem mann-
gildisstefnan og umburðarlyndiö era
sett á oddinn og stefnu þeirri sem
stjómin sem hún situr í hefur fram-
fylgt. Á laugardag viðurkenndi Rehn
aö hluti gagnrýninnar að minnsta
kosti væri réttlætanlegur. Ríkis-
stjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir
að hafa ekki getað haft hemil á aukn-
ingu atvinnuleysisins og í framboðs-
ræðu í Lahtis sagði Rehn að sú gagn-
rýni væri réttmæt. FNB
DanQuayleætl-
araðauglýsa
kartöfluflögur
Dan Quale,
varaforseti
Bandaríkj-
anna, ætlar aö
koma fram í
auglýsingu um
kartöfluflögur
á úrslitakeppn-
inni í ruðningi. Quayle varö ein-
mitt þekktur fyrir aö stafa kart-
afla (potato) rangt fyrir framan
alþjóö fyrir forsetakosningaraar
áriö 1992.
Ágóðanum af auglýsingunni,
sem verður um 60 sekúndur að
lengd, verður variö til líknar-
mála.
Handtekinnfyrir
morðáBreta
íBosníu
Danska utanríkisráðuneytið
rannsakar nú hvemig maöur
meö danskt vegabréf var hand-
tekinn í misgrípum fyrir aöild aö
morðinu á breska hjálparstarfs-
manninum sem framið var í síö-
ustu viku.
Sagt var frá því í bænum Zenica
í mið Bosníu að lögreglan væri
búin að handtaka nokkra aðila
fyrir morðið. Þar af væru þrír
útlendingar með evrópska passa,
frá Bretlandi, Frakklandi og Dan-
mörku. Síðar hafi komiö í ljós að
sá með danska passann haföi ver-
iö handtekinn í núsgripum.
Héltaðfiðlu-
Heimilislaus maður í Kanada
sá mami með fiölu koma út úr
hóteli á dögunum og spurði
manninn i sakleysi sínu hvaöa
götuhorni hann væri á Jeiðinni
aö spila á. Fólk varö undrandi á
framferöi mannsins því hér var
sko enginn götuspilari á ferðínni
heldur hinn heimsþekkti ísra-
elski fiðlusnillingur Pinchas Zuk-
erman. Zukerman tók þessu samt
létt og ákvaö að bjóða manninum
á fiðlukonsert sem hann átti að
halda þá um kvöldiö.
Heimilislausi maðurinn haföi
heppnina heldur betur með sér
þetta kvöld því hann fékk sæti á
fremsta bekk og fékk meira að
segja að heimsækja Zukerman
baksviðs aö loknum konsert. Að
því loknu gaf Zukerman honum
gómsætan kjúkhng í svanginn.
Askar Akajev
leiðtoginn
Askar
Akajev, forseti
Kýrgýzstan, er
talinn lýðræð-
islegasti leiö-
toginn af fyrr-
um Sovétríkj-
unum í Miö-
Asiu. shbhbmí
Ólíkt öðrum ieiðtogum á þessum
slóöum var Akajev aidrei einn af
frammámönnum sovéska
Kommúnistaflokksins.
Hann er talinn ólíkur öðrum
leiðtogum og á blaðamannafundi
fyrir skömmu talaði hann t.d. um
konur, ljóð og fjöll og fleira í þeim
dúr.
Akajev hefur leytt andstöðu-
flokka í landinu. Hann hefur
einnig leyft Ijáningarfrelsi og
dagblöð þar í landi birta t.d.
gjaraan skrípamyndir af honum.
Akajev, sem var áður stærð-
fræðikennari, er giftur og á fjögur
böra.
Reuter, Ritzau