Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1994, Page 17
ÞRIÐJUDAGUR 1. FEBRÚAR 1994 17 Ólafi B. Schram, formarmi HSÍ, 1 gær: náttúru- geta tekið af íslandi :ur ekkert við, segir Ólafur B. Schram CWL verði leyst fyrir svissneskum dómstólum á næstu dögum.“ „Staðan er þannig núna að Lanc getur ekkert gert“ - Nú hefur mönnum orðið tíðrætt um einhliða vald Erwins Lanc, forseta IHF, á að úthluta öðru landi keppninni og þarf hann þá hvorki að ráðfæra sig við kóng né prest. Eftir að þið hafið nú lagt fram öll tilskilin gögn í málinu á til- skildum tíma sérð þú þá fyrir þér ein- hverja vankanta sem leitt gætu til þess að Erwin Lanc tæki upp á því að út- hluta Spánverjum keppninni? „Nú er staðan sú að hann getur ekk- ert gert. Við lögðum fram öll umbeðin gögn í votta viðurvist og Raymond Hahn virtist mjög ánægður með það og sagði þetta það sem þeir hefðu beðið um og þetta væri alveg kristaltært. Hahn sagði einnig við okkur að hann væri hissa á þeim sífelldu vangaveltum á íslandi að keppnin yrði ekki á ís- landi. Hann sagðist hafa beðið um tryggingu fyrir ákveðnum atriðum og væri búinn að fá þau. Raymond Hahn sagðist ekki skilja það af hverju íslend- ingar héldu alltaf að verið væri að taka keppnina af þeim. Hann sagði að ef svo hefði farið að Spánverjar hefðu fengið keppnina þá stæði IHF í nákvæmlega sömu sporum gegnvart þeim. CWL hefði eldd frekar verið reiðubúið að greiða reikninginn ef keppnin hefði átt að fara fram á Spáni.“ „Þá fetum við í fótspor Kasparovs“ - Getur þú núna svarað því játandi og afdráttarlaust að HM verði á íslandi á næsta ári? „Ef þessir menn ætla ennþá einu sinni að fara að vefengja möguleika okkar á því að halda keppnina með yflrlýsinga- gleði eða með áróöri gagnvart þeim sem taka lokaákvörðunina eða skrifa undir samninga í lokin þá munum við feta í fótspor Kasparovs og stofna ný al- heimssamtök í handknattleiknum. Ef það er ekki klárt núna að keppnin verði á íslandi þá hefur aldrei verið meining- in að halda keppnina á íslandi. Ákvörð- un IHF um að keppnin verði á íslandi á næsta ári stendur óhögguð. Raymond Hahn sagði við okkur á fundinum að það eina sem gæti komið í veg fyrir að keppnin færi fram á íslandi á næsta ári væru náttúruhamfarir, jarðskjálftar, flóðbylgjur eða annað í þeim dúr,“ sagði Ólafur B. Schram. -SK in er sá sami kki IHF síðar í mánuðinum alltaf haldið fram en CWL-menn vildu Ólafur B. Schram afhenti IHF i gær ekki fallast á. Þessi kostnaður hefur tilskilda pappíra varðandi keppnina, aldrei hingað til fallið á mótshaldara um keppnishús og annað. Þeir veröa og því i ósköpunum hefði iiann átt að lagðir fyrir fund framkvæmdastjórn- gera það núna,“ sagði Hákon Gunn- ar IHF i Vínarborg síðar í þessum arsson, framkvæmdastjóri HM ’95, mánuði. Fái þeir fullnaðarsamþykki við DV í gær eftir að niðurstaöan frá þai' geta IHF og Handknattleikssam- Strasbourg lá fynr. band íslands sest endanlega niður og „Ég er mjög feginn því að okkar undírritað samninga um að heims- túlkun var rétt allan timann. Ef meistarakeppnin i liandknaltleik keppnin verður tekin af okkur héðan verði haldin á íslandi í maímánuði í frá, sem ég hef enga trú á, þá eru 1995. einhver annarleg sjónarmið á ferð- -VS inni,“ sagði Hákon. mir í Lillehammer: Ólympiu- stendur um endurskoðun á fundi sínum mælt meö að átta keppend- ur yrðu sendir til Lillehammer. „Það var rætt fram og til baka um þetta og mönnum sýndist sitt hvað en niður- staðan varö sú að breyta engu samkvæmt tillögu formanns Ólympíunefndarinnar og formanns Skíðasambands íslands," sagði Ellert B. Schram, varaformaður Ólympíu- nefndar íslands, við DV í gær. -GH NýjungíNBA: Stjörnuleikur hjá nýliðum Þann 12. febrúar verður háður fyrsti stjörnuleikur nýliða í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik en það veröur for- leikur fyrír sjálfan stjörnuleik úrvalsliða Austur- og Vestur- deildar í Minneapolis. Tveir háskólaþjálfarar völdu 8 leikmenn hvor í nýliðaleikinn. Doug Collins valdi fyrstur og tók Chris Webber frá Golden State, en K.C, Jones valdi næstur og tók Shawn Bradley frá Plúladelphia og Anfernee Hardaway frá Or- lando. Þessir þrir voru einmitt valdir fyrstir þegar nýliðavaliö : fýrir NBA-deildina fór fram síð- asta sumar, og í þessari röð, -SV/VS fþróttir Einar Þór Einarsson verður meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í París eftir sex vikur. EM í frjálsum íþróttum innanhúss: Einar fyrstur að ná lágmarkinu - hljóp 60 metra á 6,86 sekúndum Einar Þór Einarsson, spretthlaup- móti í Gautaborg 5.-6 febrúar. ari úr Ármanni, náði um helgina lág- Einar Þór er fyrstur íslenskra markinu fyrir Evrópumeistaramótið fijálsíþróttamanna til að ná lágmarki innanhúss sem fram fer í París fyrir Evrópumeistaramótið, en Pétur llAg. mars. Einar hljóp 60 metrana Guðmundsson, kúluvarpari úr KR, á 6,86 sekúndum á sterku móti í Jón Amar Magnússon, tugþrautar- Gautaborg. maður úr UMSS, og Þórdís Gísladótt- Einar og Helgi Sigurðsson, UMSS, ir, hástökkvari úr HSK, halda öll eru á keppnisferðalagi í Svíþjóð og á utan á næstunni til keppni. Þá má þessu sama móti hljóp Helgi 60 metr- reikna með aö Guðrún Arnardóttir, ana á 7,03 sekúndum. Lágmarkið í Armanni, nái lágmarkinu í 60 metra 60 metra hlaupi fyrir Evrópumótið grindahlaupi, en hún dvelur í Banda- er 6,90 sekúndur. Þeir félagar taka ríkjunum við nám og æfingar. þátt í alþjóðlegu móti í Malmö á -GH morgun og þeir keppa síðan á ööru Sigurvegarar á skvassmótinu. Frá vinstri: Sæþór ívarsson, sigurvegari i A-flokki, Elín Blöndal, sigurvegari í kvennaflokki, og Kim Magnús Nielsen sem sigraði í karlaflokki. Kim Magnús og Elín urðu sigurvegarar Head skvassmótið fór fram í Vegg- sporti helgarnar 22.-23. janúar og 29.-30. janúar. í meistaraflokki karla sigraði íslandsmeistarinn Kim Magnús Nielsen en hann sigraði Magnús Helgason í úrslitum, 3-1. í þriðja sæti varð Jökull Jörgensen. í meistaraflokki kvenna sigraði Elín Blöndal en hún vann sigur á Ingrid Svensson í úrslitaleik, 3-0. í þriðja sæti hafnaði Ellen Björnsdótt- ir. í A-flokki karla sigraði Sæþór ívarsson en hann sigraði Halldór Baldvinsson í úrslitum, 3-1. Kristinn T. Hannesson varð í þriðja sæti. í B-flokki karla sigraði Júlíus Guð- mundsson en hann lagði Jóhann Hansen í úrslitum, 2-0. Jóhannes Sigurðsson hafnaði í þriðja sæti. Þá var leikið í unglingaflokki og þar fagnaði sigri Jón Auðunn Sigur- bergsson en hann vann sigur á Hauki Steinarssyni í úrslitaleik, 2-0. Krist- inn Þór Sigurbergsson varð síðan í þriðjasæti. -GH ÞJÁLFARI ÓSKAST Knattspyrnudeild ÍR óskar eftir að ráða þjálfara fyrir 7. flokk félagsins. íþróttakennara- eða hlið- stæð menntun æskileg. Upplýsingar í síma 75013 eftir kl. 13. Stuttarfréttir Rússinn Vassily Kukov, sem leikur með Benfica, slapp áskadd- aður frá bílslysi í Lissabon i fyrrakvöld. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem knatt- spyrnumaður lendir S slysi í Portúgal en skemmst er að minn- ast slyssins sem Sergei Cher- bakov frá Ukraínu lenti í og bind-:; ur hami í hjólastól fyrir lifstiö. Anderiechtefst Anderlecht er með tveggja stiga forskot í belgisku 1. deildinni eft- ir 0-2 sigur á Genk. Club Brugge er í öðru sæti en liðið sigraðí Charleroi, 2-1. Sex stiga forskot AEK f Grikklandi er AEK með sex stiga forskot á Panathinaikos þrátt fyrir tap gegn Aris, 2-0, um helgina. Panathinaikos vann hins vegar 2-4 sigur á Panionios. Benficaerúrleik Benfica, sem er i toppsæti port- úgölsku 1. deildinni, var slegið út úr bikarkeppninni þegar liðiö tapaði fyrir Belenenses, 2-1. Porto undir stjórn Bobby Robson er hins vegar komið í 8-liða úrslit eftir 2-0 sigur á Salgueiros. MiHa kominn á fullt Roger Milla, sem gerði garðinn frægan með knattspymulands- liði Kamerún á síðasta HM móti. er kominn á fullt að nýju þrátt fyrir aö vera orðinn 42 ára gam- all. Um helgina skoraði hann með : liði sínu Tonnerre og hefur hann nú sett stefnuna á aö komast i lið Kamerún sem leikur á HM. Fékk peniitg í höfuðið Spænska knattspyrnuhðiö Ath- letico Bilbao á yfir höfði sér heimaleikjabann vegna óláta um síðustu helgi. Markvörður Lerida fékk smápening í höfuðið í leik á heimavelli Bilbao um helgina. Bandaríski tennisleikarimi Pete Sampras er tekjuhæsti tenn- isleikarinn það sem af er árinu og hefur hann unnið sér inn um 27,2 milljónir króna. Landi hans, Todd Martin, kemur næstur með rumar 13 milljónir króna. ...ogstigahæstur Pete Sampras er stigahæstur á afrekalista Alþjóða tennissam- bandsins meö 4573 stig. Annar er Michael Stich, Þýskalandi, með 3243 stig og þriðji Jim Courier, Bandarikjunum meö 3115 stig. Naumt forskot Faldo Nick Faldo frá Bretlandi er efst- m- á stigalista Alþjóða golfsaam- bandsins sem gefinn var út í gær. Faldo er með 20,61 stig en Greg Norman, Ástralíu, er annar með 19,35 stig. Bemhard Langer kem- ur svo í þriðja sæti með 16,88 stig. ÍRvanníS ÍR sigraði ÍS, 49-61, í 1. deild karla í körfúknattleik í gærkvöldl en liðin áttust viö i íþróttahúsi Kennaraháskólans. ÍR-ingar eru efstir í B-riðli og stefna hraðbyri í úrslitakeppnina en ÍS ánú sára- / litla möguleika á aö komast áfram úr A-riðli. - -JKS/SK/GH/VS í kvöld Visadeildin í körfubolta: Valur - Keflavík..............20.00 Tindastóll - Grindavík........20.00 1. deild karla í körfubolta: Höttur-Þór....................20.00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.