Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 Fréttir_____________________________________pv Uppreisnarástand að skapast á Vestfjörðum vegna kvótaleysis: Bréf askriftir í gangi með hvatningu til f ólks - segja Ólafur Amfjörð sveitarstjóri og Reynir Traustason skipstjóri „Það er alveg rétt að það er upp- reisnarhugur í fólki hér á Vestfjörð- um sökum þess hve atvinnuástandið er orðið alvarlegt. Það eru í gangi bréfaskriftir milli héraða þar sem fólk er hvatt tii dáða,“ sagði Ólafur Arnfjörö, sveitarstjóri á Patreksfirði, í samtali við DV í gær. „Ég á von á því að nú hristi Vest- firðingar af sér það geðleysi sem þeir hafa verið ásakaðir um í kvótamál- inu. Bátamir eru búnir með kvótann og flestir komnir tugi tonna frarn Erfiöleikamir á Vestfjörðum: Fólk leitar allra leiða þegarað því sverfur - segirEinarK.Guðfinnsson „Ég kannast svo sannarlega við þennan tón því auðvitað leitar fólk allra leiða þegar að því sverfur eins og nú er orðið í atvinnumálum Vest- firðinga. Ég get nefnt sem dæmi að síöastliðið fimmtudagskvöld var ég á fjölmennum stjómmálafundi á Isafirði. Með mér var Halldór Blön- dal, samgöngu- og landbúnaðarráð- herra. í ljósi þeirra miklu pólitísku deilna og átaka sem verið hafa í land- búnaðarmálunxnn undanfarið hefði mátt búast við að umræður á fundin- um snemst um þau mál. Þaö var hins vegar ekki viítiö að þeim máliun einu orði. Umræðan snérist um höf- uðvanda Vestfirðinga um þessar mundir, kvótcdeysið. Menn eru aö verða eða em orðnir uppiskroppa með aflaheimildir," sagði Einar K. Guðfmnsson, þingmaður Vestfirð- inga, þegar fréttin um að Vestfirðing- ar hyggju á aðgerðir á næstunni sér til bjargar var borin undir hann. Einar sagðist vona að Vestfirðingar gerðust ekki lögbrjótar ef þeir gripu til aðgerða. En allar löglegar aðgerð- ir þeirra til að bjarga atvinnumálum byggðariagsins sagðist hann styðja. „Við Vestfirðingar eigum að beita öllum ráðum, innan löglegra marka, til að afla okkar málstað stuðnings. í því sambandi vii ég benda á, og það hlýtur að verða okkar málstaö til framdráttar, að sannanir hrannast nú upp um að það séu efni til að auka nú við kvótann. í þessu sam- bandi vil ég nefna kenningar Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veður- stofustjóra, og þriggja starfsmanna Veiðimálastofmmar. Röksemda- færsla þessara manna kemur alveg heim og saman við það sem við Vest- firðingar höfum verið að halda fram. Við höfum sagt að lífríkið í hafinu sé að braggast svo mikið að tvímæla- laust sé ástæða til að leyfa aukinn afla. Þessari skoðun eigum við að leggja höfuðáherslu á að afla fylgis," sagði Einar K. Guðfinnsson. „ -S.dór yfir. Ef á að stöðva okkur þá blasir algert atvinnuleysi við í sjávarpjáss- unum. Þá er ekki um annað að gera en fara sömu leið til að bjarga sér og frönsku sjómennimir gerðu og beijast fyrir lífi sínu. Við gætum til að mynda haldið áfram að róa hvað sem stjómvöld segja og verja okkur svo með öllum tiltækum ráðum ef á að reyna að stoppa okkur eða sekta eða eitthvað í þá veru. Þetta er hljóð- ið í fólki hér fyrir vestan. Ástandiö er orðið svo alvarleg aö því trúir enginn nema sá sem kemur hingað og heyrir í fólkinu. Meðal annars þess vegna hafa þessar bréfaskriftir fariö af staö,“ sagði Reynir Trausta- son, skipstjóri á Flateyri. Hann sagði að eins og staðan væri nú væri algert vonleysi ríkjandi hjá fólki. „Fólk veit ekkert um hvað næsti dagur ber í skauti sér. Þess vegna þarf ekki mikið til að allt springi, jafnvel bara smáathurö. Svo eldfimt er andrúmsloftið orðið. Það er alveg sama hvort maður ræðir við frammámenn í atvinnulífinu eða al- menning, þaö er alls staöar sami tónninn. Fólk er reitt og tilbúið í næstum hvað sem er,“ sagði Reynir Traustason. Ólafur Amfjörð sagði að þar sem allur kvóti væri nú búinn væri bara tvennt eftir. Annað væri að halda áfram og fara á „fitt“ sem svo er kallað þegar menn fara yfir á kvótan- um, eða þá að leggja bátunum og lepja dauðann úr skel. Hann sagði engan kvóta að fá og ef hann fengist myndi kílóiö af þorski kosta 57 krón- ur. Það gengi aldrei upp. „Hvað eiga menn að gera um næstu mánaðamót þegar allur kvóti veröur búinn og alls ekki hægt að fá kvóta keyptan? Þaö em 6 mánuðir eftir af fiskveiðiárinu. Eiga menn aö setjast niður og horfa hver á annan, eða eig- um við að reyna að lifa af? Þaö er ekki erfitt að velja þann kost að grípa til aðgerða þegar þannig er komiö," sagði Ólafur Amfjörð. -S.dór Stuttar fréttir Stúdentar kjósa Stúdentaráðskosningar era í Háskóla íslands í dag. Þrír listar bjóöa fram; Röskva, Vaka og Óháð framboð. Umsvifamikil bótasvik Reikna má með að alit að 700 milljónir af greiddum atvinnu- leysisbótum í ár hverfi ofan í vasa svikara. Formaður Atvinnu- tryggingasjóös telur um þriðjung umsækjenda vera vafasama skjólstæðinga. Alþýðublaðið greindi frá þessu. Deiitumgótfiökkun Málarar og veggfóðrarar í Þjóö- arbókhlööunni deila um um hver eigi að lakka gólfin. Skv. Morgun- blaðinu er deilan ekki illvíg. Lengra gæslu varðhald Héraösdómur Reykjavíkur hef- ur framlengt gæsluvarðhald yfir Steingrimi Njálssyrú til 6. april. Vörusvik á nautahakki RALA hefur komist að því aö nautahakk hefur verið blandað meö sojaefnum án þess að þess hafi verið getið við sölu. Neyt- endasamtökin hafa krafist upp- lýsinga frá kúabændum um hveijir ástundi slík vörusvik. Styridr Verslunarráðs Námsstyrkir Verslunarráðs falla að þessu sinni í hlut Magn- úsar Harðarsonar og Katrínar A. Sverrisdóttur. Magnús stund- ar doktorsnám í Bandaríkjunum en Katrín stundar nám í Evrópu- háskólanum í Brugge. Atvinnuleysið kruf ið Talið er að ósveigjanleiki vinnumarkaðar hér á landi hamli aölögun i átt til nýrra sóknar- tækifæra. Um þetta veröur m.a. rætt á fundi sem frjálslyndir jafn- aðarmenn standa fyrir á Korn- hlööuloftinu í Reykjavík í kvöld. Þar á að kryfja til mergjar tengsl atvinnuleysis og vinnumarkaöar. Vaf asöm myndataka Tölvunefnd vill skýrar reglur um myndatökur ríkisskattstjóra af svokölluðum vask-bílum. Myndir eru teknar af bílunum þegar grunur leikur á aö um einkanotkun sé aö ræða. Morg- unblaðiö greindi frá þessu. -kaa Bilvelta varð á Reykjanesbraut á ellefta tímanum í gærmorgun. Ising var á Reykjanesbraut fram undir hádegi og var þetta eina slysið sem vitað er um. Ökumaður bifreiðarinnar var fluttur í sjúkrahús til skoðunar en meiðsl hans reyndust minni háttar. DV-mynd Ægir Már „Leynibréf ‘ sent héraðsdómum, Lögmannafélaginu og Dómarafélaginu: Hrafn Bragason segir suma lögmenn skussa „Þetta virðist hálfgert leynibréf. Ég frétti af því fyrir tilviljun og fyrir tengsl sem Úggja inn í aðrar stofnan- ir,“ segir lögmaður sem kært hefur mál til Hæstaréttar. Fella ætti kæruheimild niður Nýverið var send til allra héraðs- dómstóla, Lögmannafélags íslands og Dómarafélagsins samantekt að- stoðarmanna hæstaréttardómara á kærumálum. Samantektimar vora gerðar í árslok 1993 og er þar annars vegar að finna kærur á tímabilinu júlí til desember 1992 og allt árið 1993. Á fyrmefnda tímabilinu bárast Hæstarétti 56 kærur en á því síöar- nefnda 160 kærur. Einnig er í bréfinu að finna hvaða lögmenn, embætti og aðilar hafa kært mál til Hæstaréttar og hve mörg mál einstakir lögmenn hafa kært til réttarins. Undir bréfið með saman- tektinni skrifar Hrafn Bragason fyrir hönd Hæstaréttar. Hrafn segir í bréfinu aö þar sem meirihluti kæramála sé staðfestur í Hæstarétti geti það bent til þess að ráðgjöf lögmanna sé að hluta ekki sem skyldi. „í mörgum tilfellum verður ekki séð að nokkur tilgangur sé með kærunni, nema hann sé þá sá að hefta framgang málsins. Hæsti- réttur ætti hugsanlega að beita ákvæðum um refsimálakostnað í rík- ara mæh en gert er.“ Að auki segir í bréfinu að málatil- búnaður sumra lögmanna styðji því miður „það álit margra að rétt sé að fella þessa heimild niður". Loks segir í bréfinu: „Dómarar Hæstaréttar hafa áhuga á því að auka ýmsar at- huganir og rannsóknir á þeim mál- um sem skotið er til réttarins." Persónulegt bréf Þegar reynt var að ná í Hrafn Bragason í gær svaraði hæstaréttar- ritari:„Hann bað mig um að segja að þama væri um að ræða hréf sem hann skrifaði undir persónulega en ekki sem fulltrúi Hæstaréttar," sagði Erla Jónsdóttir hæstaréttarritari. Tómas Gunnarsson lögmaður hef- ur sent lögmannafélaginu bréf. Þar segir: „í ódagsettu bréfi Hrafns Bragasonar f.h. Hæstaréttar er hreyft mjög stóra og viðkvæmu máli, sem varðar alla lögmannastéttina og marga lögmenn sérstaklega. Einnig er hreyft mögulegum sökum þeirra fyrir að nota þá aðferð að skjóta máii til Hæstaréttar sem kæramáli." -„Það er allt í einu komin upp sú staða að lögmaður fær á sig refsi- málskostnað ef hann kærir til Hæstaréttar eitt mál. Ég tel það skyldu iiiína að kæra ef ég get leyst eitthvað mál á einum til tveimur mánuðum á fljótlegan og ódýran hátt í stað þess aö láta allt yfir mig ganga í héraði. Ef ég gerði ekki þetta þyrfti ég að áfrýja til Hæstaréttar sem kost- ar yfirleitt hundrað þúsunda og get- ur tekið þijú ár,“ sagði sami lögmað- ur og fyrr var vitnaö til. Lögmaðurinn segir ennfremur að löggjafinn hafi ákveðið reglurnar svona og það sé ekki Hæstaréttar að breyta þeim. „Ég ætla ekki að banna Hrafni Bragasyni að hafa sínar skoö- anir en það er fráleitt að hann eigi að nota sína stofnun sem eitthvert skjól eða forsvarsaöila og tala eins og hann sé að tala í nafni réttarins. Hrafn Bragason getur komið inn í blaðaumræðu ef honum sýnist en þá verður hann að gjöra svo vel að skrifa undir sem Hrafn Bragason lögfræðingur. Ég held sjálfur aö það hafi verið ákaflega mikil mistök aö skrifa þetta bréf,“ segir lögmaðurinn. -pp

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.