Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglysingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. Rússland 1 - Nató 0 Hemám Rússa á hæðunum umhverfis Sarajevo er gott fyrir fólkið í borginni. Það fær nú loksins frið fyrir árásum Serba á óbreytta borgara. Það er miklu skárra að hafa Rússa á hæðunum, því að þeir munu ekki stunda stríðsglæpi á borð við bandamenn sína, Serba. Hemám Rússa er líka gott fyrir Serba. Þeir geta flutt hemaðartæki sín til annarra staða í Bosníu, þar sem þeir halda andstæðingum sínum í herkví. Hernám Rússa á Sarajevo-hæðum eykur möguleika Serba á að ná hern- aðarlegum árangri á öðrum stöðum 1 Bosníu. Serbar hafa tekið hemámsbði Rússa sem englum af himnum ofan. Horfin er hættan af Nató, sem hafði til- hneigingu til að styðja fórndardýr Serba, en í staðinn er komið rússneskt herhð, sem htur á sig sem bandamann Serba frá fomu fari. Sigurinn er Serba og Rússa. Þetta em sömu rússnesku hermennimir og áður vom í Króatíu og gengu þar fram fyrir skjöldu til að gæta hagsmuna Serba í ágreiningi þeirra við Króata. Enginn vafi er á, að hið sama mun gerast á hæðunum umhverf- is Sarajevo. Bosníumenn munu engan aðgang fá að þeim. Eðlilegt framhald af snihdarbragði Rússa við Sarajevo er, að þeir gangi á sama hátt á milli á öðrum stöðum, þar sem Bosníumenn sæta grimmdarlegu umsátri Serba. Þannig verða núverandi landvinningar Serba treystir og Rússar verða að hemámshði í landinu í heild. Þetta líkar landvinningamönnum Serba. Þeir þurfa ekki að gefa eftir tæpan þriðjung af landvinningum sínum samkvæmt tihlögum sáttasemjara, heldur geta þeir hald- ið öhu sínu í skjóh þess, að þeir séu hættir að drepa fólk. Og rússneskir hermenn varðveita landvinninga þeirra. Mál þetta sýnir, að ekkert samhengi er milh efnahags- legs og hemaðarlegs valds. Serbía er margfaldlega gjald- þrota ríki, en heldur samt áfram að vera til og þenjast út. Rússland er um það bU að verða gjaldþrota, en eykur samt hemaðaráhrif sín í flestum nágrannaríkjunum. Bandaríkin og Nató vaða í peningum, en hafa hins vegar htil sem engin hemaðarleg áhrif í heiminum. Þess- ir aðUar minna á Zhírínovskí að því leyti, að þeir gelta mikið, en bíta ekki. SífeUdar hótaiúr misserum saman í garð Serba hafa smám saman leitt þetta í ljós. Tindátar heimsins hafa tekið vel eftir þessu. Aidid í Sómalíu og Cédras á Haiti gefa Bandaríkjunum langt nef. Saddam í írak færir sig að nýju upp á skaftið og Kim II Sung í Norður-Kóreu safiiar áhyggjiUítið í atómsprengj- una sína. Þeir vita allir, að gelthundar bíta ekki. Að baki hótana af hálfu Bandaríkjanna og Nató er ekkert nema tómið. Alhr vissu, að ekki stóð frekar til að standa við síðustu hótunina gagnvart Serbum en allar hinar fyrri. Rússland skauzt inn í valdaeyðuna, sem myndaðist, og er nú orðið ráðandi veldi á Balkanskaga. Margir bera ábyrgð á þessu. Brezk og frönsk stjóm- völd stóðu fyrir endurteknum töfum á íhlutun í Bosníu, þegar hún var auðveldari en nú. Bandarísk stjórnvöld em flækt í bamslegri oftrú á Jeltsín Rússlandsforseta sem bandamann í bandarísk-rússneskum heimsfriði. Nató hefur glatað upprunalegu hlutverki sínu og hefur ekki tekizt að útvega sér nýtt. Það geltir bara og geltir án þess að nokkur taki eftir því. Það þykist eins og Banda- ríkjastjóm vera málsaðUi að hemámi Rússa í Bosníu, en er það engan veginn. Nató er orðið að elhheimih. Þetta er engan veginn alvont. Friður í Sarajevo er mikUs virði. En það er ekki Nató-ftiður eða bandarískur friður. Það er rússnesk-serbneskur friður í Sarajevo. Jónas Kristjánsson • * Landbúnaðarnefnd að störfum. Deilur um lagatexta. - „Þær snerta ekki meginstefnuna heldur hugsanlegar ákvarðanir íslenskra stjórnvalda", segir m.a. i grein Björns. Að halda áttum Hvarvetna eiga menn fullt í fangi með að halda áttum í umbyltingu þjóðfélaga, heimshluta og raunar veraldarinnar allrar. Breytingarn- ar eru misjafnlega sársaukafullar og koma ekki eins við alla. Þær snerta í senn efnalega hagsmuni sem andlega. Fram fer hugmynda- fræðilegt uppgjör og boðaðar eru nýjar leiðir fyrir einstaklinga til að lifa hamingjusömu lífi. Á slíkum tímum er mikilvægara en ella að kunna að greina á milli þess sem telja verður varanleg við- fangsefni og hins sem eru dægur- mál, verkefni líðandi stundar. Síð- ari málaflokkurinn setur mestan svip á stjómmálaumræður. Hann brýst til dæmis fram í ágreiningi um stað fyrir nýjar opinberar bygg- ingar eða í deilum um orðalag laga- texta. Við höfum orðið vitni að hvoru tveggja undanfarið. Þungi í málflutningi getur verið mikill. Frelsi og valdmörk Um langt árabil hefur verið bar- ist fyrir því hér á landi sem annars staðar í heiminum að auka frelsi í alþjóðlegum viðskiptum meö land- búnaðarvörur. Verulegur ávinn- ingur hefur náðst í þessu efni á undanfómum ámm. Við íslending- ar höfum orðið varir við það á fisk- mörkuðum erlendis en í alþjóðleg- um viðskiptasamningum er fiskur flokkaður undir landbúnaðarvör- ur. í samningaviðræðum um evr- ópska efnahagssvæðið (EES) og frelsi í heimsviöskiptum (GÁTT) hefur verið tekist á um búvörar. Um tíma var talið að GATT-viðræð- umar myndu stranda vegna krafna franskra bænda á hendur stjórn- völdum í París. Fram hjá því skeri var siglt. Frelsi í búvöruviðskipt- um verður þó enn verulega tak- markað á alþjóðavettvangi. Bæði innan EES og GATT er gert KjaUarinn Björn Bjarnason alþingismaður ráð fyrir því að unnt sé að grípa til fjárhagslegra aðgerða á vegum rík- isstjórna til að hafa stjórn á inn- flutningi á búvöram. Hér hafa orö- ið miklar pólitískar deilur um það hvemig með þetta fjárhagslega vald skuli farið. Þetta era deilur um valdmörk ráðuneyta sem ekki á að gera að póiitísku bitbeini. Mætti til dæmis ráða af þeim að fjármálaráðuneytið væri neyt- endavænna ráðuneyti en landbún- aðarráðuneytið. Hver treystir sér til aö færa sönnur á það? Alþingi hefur samþykkt þá mála- miðlun að þrjú ráðuneyti, landbún- aöar-, fjármála- og viöskiptaráðu- neyti, skuli eiga fulltrúa í nefnd sem taki þessar fjárhagslegu ákvarðanir fyrir ríkið. Verði nefnd- in ekki sammála kemur máhð fyrir ríkisstjóm. Hverra hagur? Þeir sem bundu vonir við að hin- ir alþjóðlegu viðskiptasamningar hefðu í för með sér meira frjáls- ræði í búvöruviðskiptum hafa rétt- mætar ástæður fyrir gagnrýni á þá. Hvaða skoðun sem menn hafa á samningsniðurstöðunni hljóta þeir að viðurkenna rétt stjórnvalda til að starfa í samræmi við hana. Er það hagur þeirra sem stóðu að gerð þessara samninga fyrir ís- lands hönd að stofna til stórdeilna um framkvæmd þeirra? Hefur ís- lenska ríkið hag af því að láta líta svo út sem með þessum samning- um sé því, eða einu ráðuneyti (!), gefið vald til að ganga hömlulaust á rétt neytenda með fjárhagslegum byrðum? Þessum spurningum er ástæða til aö varpa fram vegna þeirra deilna um lagatexta sem sprottið hafa vegna hins aukna frjálsræðis í inn- flutningi á búvöram. Þær snerta ekki meginstefnuna heldur hugs- anlegar ákvarðanir íslenskra stjómvalda. Björn Bjarnason „Hér hafa orðið miklar pólitískar deil- ur um það hvernig með þetta fjárhags- lega vald skuli farið. Þetta eru deilur um valdmörk ráðuneyta sem ekki á að gera að pólitísku bitbeini.“ Skoðanir annarra Ekki bakkað með SVR „Aö mínu mati er sú umræða algjörlega út í hött að bakka út. Það era forsendur fyrir þessari breyt-. ingu sem standa alveg fyrir sínu. Forsendurnar eru þær að þama var stofnun sem var orðin talsvert stöðnuð og það vantaði í hana þjónustulund. Það var því verið að leita leiöa til að útbúa rekstrarform sem drægi betur fram þann þátt. Og niðurstaðan varð hlutafélagaformið.“ Árni Sigfússon borgarfulltr. í Eintaki 17. febr. Lóðamál Hæstaréttar og atvinnumótmælendur „Einhverjar mestu „sjálfskipuðu hetjur þjóðfé- lagsins“ í dag era án efa þeir, sem safna undirskrift- um og atvinnumótmælendur, sem oft eru haldnir neikvæðri afstöðu gegn hvers konar framforam ef ekki gallsúrri öfund... Þaö er gjörsamlega ómögu- legt að sjá, að lóðin taki sig betur út alla daga fullset- in bifreiöum en með glæsilegri byggingu. Spurst hefur að hræðsla viö að bílaplanið hverfi hafi verið aðal ástæða fyrir uppáskrift margra leikara. Auðvit- að eiga bifreiðimar heima í bílageymslu á móti Þjóð- leikhúsinu, sem stendur nánast ónotuð alla daga.“ Gunnlaugur Þórðarson hrl. í Mbl. 19. febr. Hin eitruðu búvörumál „Ef ágreiningsefni koma upp enn einu sinni á milli stjórnarílokkanna um landbúnaðarmálin hlýt- ur að vera hægt að fjalla um þau og leysa án þess aö þaö sé nánast gert í beinni útsendingu... En haldi stjórnarflokkarnir áfram að skemmta skratt- anum á þann hátt, sem þeir virðast gera nánast í hvert sinn, sem landbúnaðarmál ber á góma, er það vísasti vegurinn til þess að auðvelda öðrum stjórn- málaöflum aö ná landsstjórinni í sínar hendur.“ Úr forystugrein Mbl. 18. febrúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.