Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Page 12
12 ÞRIÐJÚDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 Spumingin Ertu lengi úti á kvöldin? Elías Kristinn Vignisson: Nei, til ell- efu eða tólf. Valgeir Valsson: Nei, ég myndi ekki segja það. Ólöf Ólafsdóttir: Nei, venjulega ekki, en það er misjafnt. Kristín Óskarsdóttir: Já, til svona ellefu. Perla Kristinsdóttir: Já, til ellefu eða hálftólf. Kristján Páll Pálsson: Já, til svona ellefu en stundum er ég heima líka. Lesendur Ekkert straumrof hjá Almanna- vörnum ríkisins Guðjón Petersen skrifar: Hinn 15. febr. sl. skrifar „Ragnar" í DV og ræðir rafmagnsbilunina á SV-landi ll. febrúar sl. Daginn eftir hringir Ámi Einarsson til blaðsins og ræðir vanbúnað Almannavama vegna sama atburðar. Ragnar kvart- ar yflr skorti á upplýsingum hjá þeim sem hann hringdi í og Ámi kveður Almannavarnir ekki hafa haft hald- bæra skýringu á reiðum höndum og varaaflstöð þeirra hafi ekki virkaö. - Hjá báðum kemur fram misskilning- ur sem Almannavamir ríkisins telja nauðsynlegt að leiðrétta þar sem þeir tala eingöngu um „Almannavamir" sem getur því allt eins átt við Al- mannavarnir ríkisins. í umræddu rafmagnsleysi (sem stóð yfir frá kl. 04.24 til kl. 05.08 í höfuðborginni, þ.e. í 44 mínútur en ekki „tímunum saman“) virkaði all- ur öryggisbúnaður í stjómstöð Al- mannavama ríkisins og varaaflstöð. Engar fyrirspumir komu inn til stjómstöövar Almannavama ríkis- ins á þessu tímabili.. Almannavamir ríkisins hafa sér- stakt öryggissamband við alls 28 ör- yggisaðila, þar af eru 10 aðilar sem tvöfalt öryggissamband er við. Öll þessi sambönd vom í lagi í umræddu rafmagnsleysi. Stjómstöð Lands- virkjunar er einn þeirra aðila sem tengist tvöföldu sambandskerfi. Þær stofnanir sem greinarhöfundur telur upp hafa allar aðgang að þessu sam- bandskerfi og geta nýtt sér það til upplýsingaöflunar. Neyðaráætianir eru til um upplýs- ingar til almennings ef hættuástand Ut stjórnstöð Almannavarna rikisins. eða neyð skapast en rafmagnsleysi eitt og sér í skamman tíma telst ekki til hættu- og neyðarástands. Verði hins vegar rafmagnslaust vegna ein- hverra atburþa sem em þess eðhs að þeir valdi hættu eða neyð fyrir almenning gefa Almannavarnir rík- isins út tilkynningar og leiðbeining- ar. Tekið skal undir það almenna sjónarmið, sem fram hefur komið í umræðum um téð rafmagnsleysi, að hugsanlega megi á einhvem hátt flýta fyrir upplýsingastreymi til al- mennings um ástæður straumrofs. Þó verður að hafa í huga að við skyndilegt straumrof, eins og varð í þessu tilviki, tekur alltaf einhvem tíma fyrir rekstraraðilann (í þessu tilviki Landsvirkjun) að finna orsök og umfang bilmiar og eðlileg for- gangsviðbrögð þeirra manna sem vakta kerfið hljóta ætíð að vera að nota fyrstu mínútumar til að reyna áð koma á orku aftur. ítrekað skal að ekkert straumrof varð hjá Almannavömum ríkisins og ahur búnaður þeirra virkaði þrátt fyrir rafmagnsleysið. Þá var RíkisúÞ varpið í gangi ahan tímann. Að ekki voru sendar út tilkynningar um hættu eða neyð segir aht um það að ekkert hættuástand var í borginni. Þórarinn þorði ekki! Björg Guðmundsdóttir, trúnaðar- maður og vagnstj. hjá SVR, skrifar: í sjónvarpsþættinum Dagsljósi 16. jan. sl. vom mættir þeir Þórarinn V. Þórarinsson frá VSÍ og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB. Þar upp- lýsti Ögmundur að Þórarinn gengi fram í því aö lækka laun vagnstjóra hjá SVR hf. Þórarinn V. Þórarinsson þrætti fyrir þetta með offorsi. Umræðunum var shtið með yfir- lýsingum bæði Ögmundar og Þórar- ins um aö þeir myndu koma að nýju fram í þættinum til þess að ræða SVR-málið og fá þá fram í dagsljósið hvor þeirra færi með rétt mál um kjör starfsmanna SVR hf. Þórarinn taldi slíkt í góðu lagi en nú hefur hins vegar komið í ljós að Þórarinn þorði ekki. Ástæðan er sú að Vinnuveitenda- sambandið vill þröngva vagnstjórum inn á kjarasamning sem VSÍ hefur samið um við Alþýðusambandsfélag- ið Sleipni sem er miklu lakari kjara- samningur heldur en Starfsmanna- félag Reykjavíkur hafði samið um við Reykjavíkurborg. Þetta sýndi formaður BSRB fram á í sjónvarps- þættinum Dagsljósi 7. febrúar sl. með því að sýna ljósrit af tveimur launa- seðlum sama einstaklings sem áður var lausráöinn hjá SVR en síðan fastráðinn eftir breytingu SVR í hlutafélag. Þá hafði viðkomandi vagnstjóri lækkað í föstum launum um 14% eða tæplega 9 þús. kr. á mánuði. Vaktaálag og eftirvinnulaun höfðu einnig lækkað mikið. - Auk þess var khppt á margvísleg réttindi sem vagnstjórinn haföi áunnið sér samkvæmt samningi St. Rv. á hðnum árum. Þetta var sláandi dæmi. Mest sláandi af öhu er að fram- kvæmdastjóri VSÍ skuh hafa svo slæman málstað að veija aö hann þorði ekki að mæta okkar talsmanni í umræöum á opinberum vettvangi. Það þarf ekki frekar vitnanna við. Misnotkun atvinnuleysisbóta Ægir Kristinsson skrifar: Félagsmálaráðherra ráðgerir að breyta lögum um atvinnuleysis- tryggingar á þá lund, að sjálfstætt starfandi menn, svo sem trihuút- gerðarmenn og vörubifreiðastjórar (því ekki leigubifreiðastjórar einn- ig?) fái rétt til atvinnuleysisbóta. Á imdanförnum misserum hafa trihuútgerðarmenn hér á Fáskrúðs- firði, svo og bændur, fengið atvinnu- leysisbætur. Ég fuhyrði að atvinnu- Hringið í síma 632700 milii kl. 14 og 16 -eða skriflð ATH.: Nafn og simanr. verður að fylgja bréfum „Trilluútgerðarmenn eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum," segir bréfritari m.a. leysisskráning og greiðsla vegna at- vinnuleysis hefur veriö herfilega misnotuð hér á Fáskrúðsfirði. Það þykir t.d. ekkert tiltökumál þótt menn séu erlendis um lengri eða skemmri tíma í skemmtiferð og séu á fuhum atvinnuleysisbótum á sama tíma. Ég fullyrði og að á skrá og á bótum er fólk sem ahs ekki er á vinnumarkaöi hér. Nýlega barst bréf frá vinnumiðlun- arskrifstofunni hér að framvegis verði menn að koma sjálfir til skrán- ingar. Ekki sé nóg að hringja, t.d. frá öðrum löndum eða úr Reykjavík, og segja að maður sé atvinnulaus. Samkvæmt upplýsingum frá At- vinnuleysistryggingasjóði eiga t.d. trihuútgerðarmenn ekki rétt á at- vinnuleysisbótum þá daga sem þeir geta ekki verið á sjó. En þessi lög hafa ekki náö hingað til Fáskrúðs- fjarðar. Hér eru a.m.k. nokkrir sæ- greifar (eins og kratar nefna þá) á atvinnuleysisbótum, og hafa verið, þegar ekki hefur gefið á sjó og aðra vinnu ekki aö fá. Kvótaaukning aðveruleika? Pétur Guðjónsson hringdi: Það virðist fara fyrir brjóstið á sumum að nokkrir þingmenn, svo og ehm ráðherra, skuh hafa látið frá sér fara ummæli sem flokka má undir þrýsting um að fiskveiöikvóti verði aukinn og þá íyrst og fremst til vestfirskra sjó- manna. Hneykslunartónninn er þó afar falskur því flestir sem vinna við sjávarútvegeru þeírrar skoðunar aö vel megi auka fisk- veiðikvótann. Ég er heldur ekki frá þvi að kvótinn verði aukinn og það innan fái'ra vikna, í þeim hrossakaupum sem í gangi eru á Alþingi þessa dagana. HreinBeikiEiii horfinn María Sigurðardóttir hringdi: Með sameíginiegu framboði sínu með hinum \instri flokkun- um th borgarstjómar hefur Kvennahstinn misst fylgi, það hef ég sannreynt. Kvennalistinn hef- ur í raun tapað hinum póhtíska hreinleika sínum en eins og menn muna var Kvennalistinn dáhtið sérstakur aö því leyti að hann fór ekki troðnar slóðir og hélt sig th hlés við baráttuna um kjötkatl- ana og stöðuveitingar hins opin- bera. Nú rekst Kvennahstinn ágætlega með hinum flokkunum. Illu heilh. Fíntaðveraá mótmælaiistum Þórður Sigurðsson hringdi: Mörgum þykir það mikil upp- hefð ef leitað er eftir um undir- skrift á mótmælalista. Það þykir þó ekki jafn fínt að skrifa á hvaða lista sem er. En fyrst og fremst fara menn eftir því hverjir hafa áður léð nöfn sín á listann („stjór- ar“ og „fræðingar“ eru velþegnir titlar). Það þykir líka með ein- dæmum fint að vera á hstum likt og birst hafa í blöðum undanfarið þar sem byggingu húss Hæsta- réttar er mótmælt. - Og svo er nú aht í lagi að vera á listum sem beina spjótunum að ríkisvaldinu. - Það er verra þegar kemur að eínhverju sem skiptir máh, þá er gott að draga sig í skehna og skrifa ekki nafh sitt! Fulltrúa skorbr Rannveig Sigurðardóttir skrifar: Nú hafa verið birt drög að sam- eiginlegum framboðslista okkar félagshyggjufólks th borgar- stjórnarkosninganna í vor. Mér hst nú ekki meira en svo á liðið. Hélt að kannski yrðu þarna fuh- trúar fyrir breiðari hóp okkar borgarbúa. Og þá meina ég í efstu sætum listans, frá 1.-8. eða svo. - Hvar er t.d. fulltrúi fyrir þá sem komnir eru yfir miðjan aldur? Hvar er fulltrúi fyrir verkamenn eða almenna púlsmenn? Hvergi. Hvar fuhtrúi fyrir iönaðarmenn? Hvergi. - Er þetta tahnn sigur- stranglegur listi? Eða gengur aht út á þetta eina: Ingibjörg Sólrún gegn Markúsi Emi? Éghefáhuga ástarfinu Einn atvinnulaus hringdi: Ég furða mig á lesendabréfi í DV fimmtud. 17. þ.m. þar sem „at- vinnurekandi“ hringdi til blaðs- ins og segir sínar farir ekki slétt- ar eftir aö hafa auglýst eftir mönnum í vinnu, m.a. til að aka bíl fyrirtækis hans. Þessi auglýs- ing hefur farið fram hjá mér. Ég heföi feginn viljað fá starf við akstur, enda búinn að aka bfl og gera við bíla um árabil. Ég á bágt með að trúa því að ekki hafi feng- ist tilskilinn vinnukraftur til þessa starfs. En auglýsi þessi at- vinnurekandi aftur mun ekki standa á mér að gefa mig fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.