Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 UÚönd Pakistanskir læknar skoða lík þriggja manna frá Afganistan sem létust þegar hermenn réðust á afganska sendiráðið í Islamabad í Pakistan í gær til aö frelsa fimm skóladrengi og kennara sem þar höfðu veriö i haldi í 36 tíma. Simamynd Reuter Malaví-Banda hefurfengið Kamuzu Banda, Aí'ríkuríkisins Malavi, og tlokkur hans hafa fengið nýj- an keppinaut í þingkosning- unum sem haldnar verða í landinu þann 17, maí. Þar er á ferðinni stjómar- andstöðuleiðtoginn Murray Kanyama Chiume sem hefur stofnað nýjan flokk. Banda kallaöi hinn 65 ára gamla Chiume eitt sinn „óvin numer eitt sem yrði gerður að krókódílafæðu“. Chiume sneri nýiega heim til Malaví úr þrjátiu ára útlegð í Tansaníu. Sölukona snyrti- vara rekin vegnasvifafýlu „Ég fer í baö á hverju degi og þvæ föt mín reglulega,*- segir Sharon Bagnail, 52 ára gömul kanadísk kona sem nú stendur í málaferium við Calvin Kiein. tata- og snyrtivörufyrirtækiö. Bagnali var sölumaður hjá Cal- vin Kiein til 1991 en var þá rckin fyrir að mæta ítekrað illa lykt- andi til vinnu. Bagnall var færð til í starfi innan fyrirtækisins en ekkert dugði og þegar hún mætti einn morguninn þakin í hunda- hámm var atvinnuveitanda hennar nóg boöið. Bagnall segir ásakanirnar ekki á rökum reistar og hefúr jafhframt neitað því að fjöiskylda sín hafi gefið sér svita- lyktareyði til að vinna á fýlunni. Sfaðakonunnar ekki lengurinni áheimilinu Tæpur fjórðungur breskra karlmanna telur enn að réttast sé að konan starfi aðeins innan veggja heimihsins en helmingur kvæntra karla viöurkennir þó að þeir séu húðlatir þegar kemur að heimilisstörfunum. Þetta kom fram í nýrri könnun um breytt hlutverk karlmanna á tíunda áratugnuin í Bretlandi sem birt var í gær. Áttatíu og þrjú prósent karl- anna telja að giftar konur eigi rétt á að vinna, sama hverjar fiöl- skylduaðstæður þeirra eru. En aöeins tvö prósent sögðust alfariö bera ábyrgð á eldamennskunni, innkaupunum og þvottinum og helmingur sagðist láta konunni þetta eftir. erímestutap- mynd sögunnar Vöðvabúntið og Hollywood- stjaman Am- old Schwarzen- egger á ekki sjö dagana sæla um mundir þar sem það upp- lýstist um helgina að á sumar- mynd hans frá í fyrra, Síðasta hasarmyndahetjan, heföi tapast meira fé en nokkurri kvikraynd annarri til þessa. Tímaritið New Yorker haföi eft- ir heimildarmönnum í Columbía- verinu, sem framleiddi myndina, aö tapiö á henni heföi nunúð vel á níunda milljarði króna. Sýningum á myndinni vestan- hafs var hætt í septembermán- uði. Nú er taiið útilokað að sala á henni á myndböndum veröi nægileg til að vega upp tapiö. Reuter Kvikmyndahátíðm í Berlin: í naf ni föðurins Breskt byggingarfyrirtæki: Saganþotfi móðgandifyrir kristiðfólk Saga frá Pu- htzer vmnings- hafanum Aiice Walker hefur verið tekin út úr enskuprófi í San Francisco vegna kvart- ana frá trúar hópi sem þótti sagan móðgandi fyiir sig og alla sem trúa á guð. Sagan sem hér um ræðir nefn- ist Roselily og fiallar um gifta konu í Mississippi sem efast um gildi hjónabands og trúar. Ákvörðun þessi hefur valdið reiöi margra kennara sem segja að hér sé um ritskoðun að ræða og segja þetta móðgun við Walker sem er þckktur og víðurkenndur rithöfundur um ailan heim. Walker hlaut Pulitzer vefð- launin fyrir bók sína Colour Purple árið 1983. Fékkekkiað skírasonsimt Japanskur faðir hefur gefið baráttumál við kerfið upp á bát- iim cn hann haföi barist fyrir þvi að fá að skíra sjö mánaöa son sinn Akuma en það þýöir djöfull. Yfirvöld sögðu að nafiiið myndi valda drengnum miklum erfið- leikum og að hann yrðir aðhlát- ursefm og því væri ekki hægt að gefa honum þetta nafn. „Ég er orðinn leiður á þessu veseni og nenm ekki að standa í þessu lengur. Ég ætia bara að finna eitthvert annað nafn sem er leyfilegt," sagði faðiriim svekktur. Brefarhrasddir viðaðfáeyðni Bretar eru trúir mökum sínum og tala þeirra sem eru hræddir mn að fá eyðní er alltaf að hækka. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var af hresku smokka- fyrirtæki á kynlifi Breta. í könnuninn kom fram að 72% Breta á aldrinum 16-55 ára höföu sofið hjá einum aðila á síðasta ári og eirrn af hverjum átta sögðust ekki hafa sofið hjá neinum á síð- asta ári. í könnumnni var einmg spurt umeyðni og kom þá fram að mun fleiri Bretar eru hræddir við að fá eyðni nú en árið 1991 þegar sams konar könnun var gerð. Vinsældiritar hafaminnkað Vinsældir franska forsæt- isráðherrans Edouards Baliadurs hafa minnkaö síðan liann tók við embættinu fyr- ir um ll mán uðum en frá þessu er skýrt í könnun sem birt var í franska blaðmu Journal du Dimanche. Bailadtir nýtur stuðnings 47% kjósenda en það er fall um 9% síðan sams konar kömum var gerð. I könnuninni kom einmg fram aö vinsældir Francois Mitterand, forseta landsins, höföu minnkað um 1% og eru nú 41%. Niðurstöður kömiunarbmar hafa vakið gleði hjá líklegum for- setaframbjóðanda sósíalista, Michael Rocard, en kosningar fara íram í Frakkiandi í maí næstkomandi. Rocard sagöi m.a. í viðtali viö tímaritiö Le Figaro áð Balladur heföi ekki gefið Frökkum neina framtiðarsýn. Keuter besta myndin Kvikmyndin í nafm fóðurins, In the Name of the Father, fékk gull- bjöminn á kvikmyndahátíðinni í Berhn sem fram fór í gær. „Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir fólk á írlandi og einmg Bretlandi,“ sagði Jim Sheridan, leiksfióri mynd- arinnar, við verðlaunaafhending- una. „Ég held aö myndin geti hjálpaö að lækna djúp sár fólks á írlandi og hún geti orðið til þess að stöðva það mikla ofbeldi sem þar hefur ríkt.“ í nafm foðurins fiallar um Gerard Conlin, sem leikinn er af Daniel Day Lewis, en hann var saklaus dæmdur á Bretlandi áriö 1975 fyrir að hafa sprengt tvo bari 1 loft upp en írski lýðveldisherinn stóð fyrir því. í nafni fóðurins hefur þó ekki verið Breski leikstjórinn Jim Sheridan tek- ur viö gullbirninum fyrir mynd sína í nafni föðurins sem valin var besta myndin á kvikmyndahátiðinni í Berl- in í.aær,__________Símamvnd Reuler vel tekið alls staðar því bresk stjóm- völd em ekki ánægð með hvað ÍRA er látið koma vel út í myndinm. Sheridan er ekki sammála þessu og segist með myndinni ekki aðeins hafa viljað þrýsta á bresk stjómvöld heldur einnig á IRA sem hefur heitið því að enda bresk yfirráð á írlandi með ofbeldi. Alls fengu sex myndir silfurbjöm- inn. Meöal þeirra var myndin Pilad- elphia Man en þar fékk aðalleikar- inn, Tom Hanks, verðlaun fyrir besta karlhlutverkið. Einnig fékk leikkon- an Crissy Rock verðlaun fyrir hlut- verk sitt í myndinni Ladybird, Lady- bird. Reuter Flytur hluta úr fjalli í Noregi til Bretlands Breskt byggingarfyrirtæki hefur keypt eina af stærstu gijótnámum í Evrópu, í Jofiingfirði í Noregi, til að nota til byggingarframkvæmda í Bretlandi. Gijótnáman, sem um ræðir, er um 112 km frá Stafangri í Noregj og búist er við að búið verði að flyfia um 40% af fiallinu til Bretlands fyrir árið 2000. Byggingarfyrirtækið, Tarmac, ætlar m.a. að nota efmð til vegagerð- ar og til byggingar á spítulum, skrif- stofum og íbúðum í Bretlandi. Tarmac hefur fengið yfir 97 millj- ónir króna í styrk frá norska þróim- arbankanum (SND) til að borga jarð- fræðilegar rannsóknir og ýmsan undirbúning áður en framkvæmdir hefiast en búist er við að verkið eigj eftir að kosta yfir sjö milljarða ís- lenskra króna. Framkvæmdimar við fialiið eiga þó ekki eftir aö breyta landslaginu mikið því að Norðmenn settu það sem sldlyrði að ekki yrði tekið úr hiíðum fiallsins heldur beint úr miðj- unni á því. „Hér er um að ræða mjög fallega strandlengju og við viljum fyrir alla mrnii ekki eyðileggja þetta fallega landslag,“ sagði Peter Rothwell, framkvæmdastjóri Tarmac-fyrir- tækisins. „Við þurfum að uppfylia mjög strangar umhverfisverndar- reglur í Noregi til að fá að gera þetta og munum gæta þess vel að skilyrð- unum verði.fylgt eftir.“ Ástæðan fyrir því að Bretar leita til annars lands eftir grjóti er að í Bretlandi er nú veriö að takmarka gijótnámugröft af umhverfisvemd- arástæðum. Reuter Heimild: Financial Times Svíþjóö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.