Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 7 Fréttir Ung stúlka lést skyndilega vegna bakteríusýkingar: Þrjú heilahimnu- bólgutilfelli á árinu - leita á hjálpar efsljóleiki, uppköst, höfuðverkur og húðblettir fylgja háum hita He}gi Jóniaon, DV, Ólafs&röi: i Súlan EA Jandaði nýlega 800 tonnuin af loðnu hjá Hraöfrysti- húsi Ólafsfjaröar og er það fyrsta loönan sem berst til Ólafsfjaröar á þessu ári. Loðnuna fékk Súlan við SA-landið. Þar var allt þróar- rými fullt og ákvað skipstjórinn þá aö sigla til Ólafsíjaröar. Það tekur 6 sólarhringa að bræða þetta magn. Fjórir menn virma við loðnubræðsluna hér. Tveir vinna i senn á 12 tíma vöktum. Stjórn Sjúkrahússins í Keflavik samþykkti fyrir nokkru að breyta nafninu á sjúkrahúsinu og nú er komið skilti með nýju nafni hússins fyrir framan það. Það heitir nú Sjúkrahús og heilsugæsla Suðurnesja. Ástæðan fyrir breyting- unni er m.a. sú að fólk sendi bréf og annan póst til sjúkrahússins og var að skrifa nafnið á ýmsa vegu. Það varð til þess að sumt af póstinum barst i seinna lagi. DV-mynd Ægir Már Kárason, Suðurnesjum Að lokinni skemmtuninni tekurvið hin nýja hljómsveit Siggu Beinteins StykkishólmshÖfh: Sjö tonna trilla sökk Sjö tonna trilla sökk í höfninni í Stykkishólmi aðfaranóttlaugar- dagsins og ekki er fullljóst af hvaða sökum. Búiö er að ná henni á flot aftur og er liún mikið skemmd. Rannsókn stendur yfir á atvikinu. Ekkert lát á erfiðleikum í rækjuiðnaði: Afurðaverðið lækkað um 40 prósent á f imm árum Skráð heilahimnubólgutilfelli eru orðin þrjú hér á landi það sem af er árinu en þar af er eitt dauðsfall sem átti sér stað nýlega þegar stúlka á ellefta aldursári lést. Kristin Jóns- dóttir, sérfræðingur 1 bakteríusýk- ingum, sagði í samtali við DV að skráð heilahimnubólgutilfelli hefðu verið 21 á síðasta ári en það er tveim- ur færri tilfella heldur en árið 1992. Tveir létust vegna heilahimnubólgu á síðasta ári og segir Kristín að reikna megi með að dauðsfoll eigi sér stað í um 10 prósentum allra tilfella sem upp koma. Víkingur H. Amórsson, yflrlæknir á bamadeild Landspítalans, segir að helstu einkenni heilahimnubólgu séu hár hiti, uppköst, höfuðverkur og sljóleiki, auk þess sem algengt sé að rauðir húðblettir myndist gjarnan á sjúklingum sem hafa fengið bakter- íuna. Víkingur sagði að mynduðust húðblettir eða sjúklingar fyndu fyrir áberandi sljóleika og höfuðverk samfara háum hita væri ástæða til að leita aðstoðar lækna. „Blæðingamar geta sagt til sín, það verða dökkrauðir misstórir blettir sem ekki þurrkast út þegar þrýst er á húðina,“ sagði Víkingur. „Við vilj- um að allir séu á varðbergi en slys þar sem dauðsfoll eiga sér stað hljóta að gerast því þetta getur verið svo skæður sjúkdómur að klukkustund- ir skipta máli. Um svona lagað er erfitt að dæma í síma, auk þess geta orðið svo skjót umskipti á stuttum tíma. Jafnvel þótt læknir komi í upp- hafi svona veikinda getur verið að hann geri sér ekki ljóst hvað fylgir í kjölfarið," sagði Víkingur. Kristín sagði að í lok september og byijun október hefðu heilahimnu- bólgutilfelli verið tíðari en á öðrum tímum ársins, hins vegar hefði ekki verið hægt að rekja nein tengsl á miili þessara tilfella - þau hetðu kom- ið upp í Borgamesi og í mismunandi borgarhlutum Reykjavíkur. Því hefði ekki verið hægt að tala um að um faraldurhefðiveriðaðræða. -Ótt Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri: „Staðan í dag er mjög erfið og það hefur ekkert birt yfir hvað varðar verð fyrir rækjuna. Það hefur gengið sæmilega að selja, birgðir hafa minnkað alveg frá því í nóvember en veröiö er sorglega lágt. Vonandi er þó botninum náð því frá árinu 1989 hefur verðið á rækjunni lækkað um 40%,“ segir Pétur Bjamason, framkvæmdastjóri Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda. Pétur segir að það lendi á vinnslu- stöðvunum að bera lækkandi afurða- verð því hráefnisverð hafi ekki lækk- að eins og afurðaverðið undanfarin misseri. „Annars er verðið svo lágt að það er enginn að gera það gott, útgerðimar em heldur ekki reknar með neinum gróða. Það er óhætt að segja að þáð sé enginn að vinna í þessum iönaði með hagnaði," segir Pétur. Pétur segir að undanfarin 5 ár hafi orðið mjög miklar framfarir í rækju- iðnaði hérlendis og fullyrðir að ef menn væm að vinna eins og fyrir fimm árum væm allar vinnslustöðv- amar orðnar gjaldþrota. „Menn hafa náð betri nýtingu og einnig farið út í að sinna markaði sem gerir meiri kröfur og það gefur einnig hærra SUMAR GLEÐIN Einhver ævintýralegasta skemmtidagskrá aflra tíma I (slandi Úlafs, Hemmi Gunn, Ásvaldsjón Ragnars, Siqqa Beinteins. verð en ella. Margar rækjuvinnslustöðvar eiga í miklum fjárhagserfiðleikum; Hóla- nes á Skagaströnd er t.d. í greiðslu- stöövun og Meleyri á Hvammstanga náði nauðasamningum á síðasta ári. Segja má aö nær alls staðar eigi rækjuiðnaðurinn mjög erfitt upp- dráttar. „Þaö jákvæða er að við höfum ásamt Norðmönnum, Grænlending- um og Færeyingum verið að vinna að sameiginlegu átaki til að ýta und- ir ímynd kaldsjávarrækjunnar. Rækjumarkaðir fara alls staðar vax- andi en á sama tíma minnkar mark- aður kaldsjávarrækju og samkeppn- in við eldisrækju er mjög mikil. Mjög víöa gera menn engan greinarmxui á þessu tvennu þótt þama sé mikill - gæðamunur," segir Pétur Guð- mundsson. Matseðill Portvínsbitít austurlensk sjávarréttasúþa með rjórnatopp og kavíar Koníakslegið grísafille með Jranskri dijonsósu, þarísarkartöjlum, oregano,Jhmberuðum ávöxtum og gljáðu gnerwieti Konfektís meðþiparmyntuperu, kirsubetjakremi 0g tjómastíkkulaðísósu Glæsileg tilboð a gistingu. Sími 688999 Miðasala og borðapantanir i síma 687111 frákl. 13 til 17. Þeir eru mættir aftur til leiks eftir áralangt hlé, enn harðskeyttarí og ævintýralegri en fyrr og nú með vinsælustu söngkonu landsins Siggu Beinteins. Tónlistarstjórn: Gunnar Þórðarson Leikstjóm: Egill Eðvaldsson. - miðað viö janúar 1986 -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.