Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 25
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 25 Sviðsljós Er leikkona en ekki kvik- myndastj ama Þegar Debra Winger tilkynnti foður sínum að hún ætlaði sér mik- inn frama í kvikmyndum sagði hann viö hana að hún gæti ekki orðið kvikmyndastjama þar sem þær væru svo fallegar. Debra reyndi ekki aö mótmæla þessu heldur sagðist þá ætla að verða leikkona í staðinn. Hún stóð við sitt og sló fyrst í gegn með myndinni Urban Cowboy árið 1980 í kjölfar hennar komu myndir eins og Terms Of Endear- ment þar sem hún lék á móti Shir- ley McLane og An Ofílcer and a Gentleman þar sem kvennagulhð Richard Gere var mótleikari henn- ar. Debra leggur mikla vinnu í hlut- verk sín en hún segist skilja þá persónu sem hún leikur hverju sinni eftir á tökustað þegar hún fer heim. Kjölfestan í lífi hennar er sonurinn Noah sem hún eignaðst með leikaranum Timothy Hutton og segist hún ekki vilja bjóða hon- um upp á það að eiga margar per- sónur fyrir móður. í einni af sinni nýjustu mynd A Dangerous Woman leikur Debra afskaplega hreinskilna konu, Mörthu að nafni. Hún segir að það hlutverk. hafi ekki krafist mikils undirbúnings af hennar hálfu þar sem hún þykir stundum fram úr hófi hreinskilin og óhrædd við að segja skoðun sína. Þaö kemur ekki síst fram í einkunnum sem hún hefur gefið samstarfsmönnum sín- um. Dæmi um þær eru að Richard Gere sé eins og steinveggur og að leiksfjórinn Taylor Hackford sé eins og villidýr. Samstarfsmenn hennar úr myndinni Shadowlands, þeir Anthony Hopkins og Richard Attenborough, fá aftur á móti ágæt- is einkunn sem sannir herramenn. Faðir Debru Winger sagði hana ekki vera nógu fallega til að verða kvik- myndastjarna en hann getur ekki neitað þvi að i dag telst hún í þeirra hópi. Tilkynningar Félag eldri borgara Kópavogi Spilaður verður tvímenningur að Fann- borg 8 (Gjábakka) kl. 19 í kvöld. Leiðrétting í DV í gær var greint frá sextugsaf- mæli Páls Heiðars Jónssonar. Þar var rangt farið með nafn dóttur Páls. Hún heitir María Christie Pálsdóttir. Þá Vcir fóðurnafn sonar hennar held- ur ekki rétt. Drengurinn heitir Hall- dór Heiðar HaUsson. í ættfræöigrein um Pál Heiðar 16. febrúar sl. sagði að María Christie væri markaðs- fræðingur. Hið rétta er að hún er nemi. Beðist er vel virðingar á þessu. Silfurlínan Sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga kl. 16-18. Tapað fundið Sjal og lykill fannst Vestan við Suðurgötu á lóð HÍ fannst stórt marglitt sjal úr ull eða ullarblöndu. Einnig fannst Assa lykill nálægt Odda eða í nágrenni. Lykillinn hangir á fjólu- bláu plasti. Upplýsingar í síma 15301. Starfaldraðra Bústaðasókn: Fótsnyrting fimmtudag. Upplýsingar í síma 38189. Dómkirkjusókn: Fótsnyrting í safnaðar- heimilinu kl. 13.30. Tímapantanir hjá Ástdísi í síma 13667. t Þökkum innilega samúð og vinarhug vegna andláts móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu Gyðu Kristjánsdóttur María Hansdóttir Örn Pálsson Elín Albertsdóttir Svanur Pálsson Jóna Halldórsdóttir Valur Pálsson Guðrún Pálsdóttir Guðmundur Pálsson Friðveig E. Rósadóttir Björg Pálsdóttír Guðjón Bjarnason Kristín Pálsdóttir Hans Ragnarsson Gréta Stefánsdóttir Runólfur Guðjónsson barnaböm og barnabarnabörn. Safnaðarstarí Breiðholtskirkja: Starf fyrir 10-12 ára böm (TTT) í dag kl. 16.30. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu í dag kl. 18.30. Fyrirbænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Kársnessókn: Samvera æskulýðsfélags- ins í kvöld kl. 20-22 í safnaðarheimilinu Borguní. Keflavíkurkirkja: Foreldramorgnar eru kl. 10-12 og umræðufundir um safnaðar- eflingu kl. 18-19.30 á miðvikudögum í Kirkjulundi. Bænamessa í kirkjunni kl. 17.30 á fimmtudögum. Fella- og Hólakirkja: Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10-12. Hjallakirkja: Mömmumorgnar á mið- vikudögum frá kl. 10-12. • 63 27 00 ÞJÓDLEIKHÚSID Sími 11200 Stóra sviðið kl. 20.00 GAURAGANGUR eftir Ólaf Hauk Símonarson 5. sýn. á morgun, mvd. 23/2, uppselt, 6. sýn. sud. 27/2, uppselt, 7. sýn. mvd. 2/3, uppselt, 8. sýn. sud. 6/3, uppselt, 9. sýn. lau. 12/3, uppselt, sud. 13/3, uppselt, fid. 17/3,föd.18/3. MÁVURINN eftir Anton Tsjékhof Lau. 26. febr., lau. 5. mars. Ath. Aðeins 3 sýningar eftir. ALLIR SYNIR MÍNIR eftir Arthur Miller 25. febr., fös. 4. mars., föd. 11/3, laud. 19/3. SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson Ævintýri með söngvum Lau. 26. febr. kl. 14.00, sun. 27. febr. kl. 14.00, nokkur sæti laus, sun. 6. mars ki. 14.00, lau. 12. marskl. 14, sun. 13. mars kl. 14. íslenski dansflokkurinn Ballettar eftir höfundana Auði Bjamadóttur, Maríu Gísladóttur, Lambros Lambrou og Stephen Mills. Frumsýning fim. 3. mars kl. 20. 2. sýn. lau. 5. mars kl. 14. 3. sýn. mið. 9. mars kl. kl. 20. 4. sýn. fim. 10. mars kl. 20. 5. sýn. sud. 20. mars kl. 20. Smíðaverkstæðið kl. 20.30. BLÓÐBRULLAUP eftir Federico Garcia Lorca Fid. 24. febr., örfá sæti laus, föd. 25. febr., örfá sætl laus, föd. 4. mars, laud. 5. mars., föd. 11. mars, laud. 19. mars. Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er unnt aö hleypa gestum i salinn eftlr að sýning er hafin. Litlasviðiðkl. 20.00. SEIÐUR SKUGGANNA eftir Lars Norén Lau. 26. febr., fld. 3. mars, laud. 5. mars. Ekki er unnt að hleypa gestum í salinn eftir að sýnlng er hafin. Miðasala Þjóðlelkhússlns er opin alla daga nema mánudagafrá 13.00-18.00 og fram að sýningu sýningardaga. Tekið á móti simapöntunum virka daga frákl.10. Grænalinan996160. Bæjarleikhúsið Mosfelisbæ LEIKFÉLAG MOSFELLSS VEITAR SÝfílR QAMAniEllíim „ÞETTA i Bæjarleikhúsinu, Mosfellsbae Kjötfarsi með einum sálmi eftir Jón St. Kristjánsson. 18. sýning föstud. 25. febr. kl. 20,30. 19. sýnlngsunnud. 27.febr.kl. 20.30. 20. sýnlng föstud. 4. mars kl. 20.30, næstsiðastasýn. Alh.l Ekkl er unnt að hleypa gestum i salinn eftir að sýning er hafin. Miðapantnnlr kl. 18-20 alla daga i sima 667788 og á öðrum tlmum 1667788, stmsvara. Jgheld ég gangí heim" Eftlr einn -ei akl neinn UUMFEROAR RÁD Leikhús Leikfélag Akureyrar mm/t' lUli/ .MaKasaga ... Höfundar leikrits, laga og söngtexta: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigur- geirsson og Þorgeir T ryggvason Næstsiðasta sýningarhelgl! Flmmtudag 24. febrúar, kl. 17. Föstudag 25. lebrúar. Laugardag 26. lebrúar. Allra síðustu sýningar. SÝNINGUM LÝKUR í FEBRÚAR! Bar Fetr ettir Jim Cartwright SÝNT Í ÞORPINU, HÖFÐAHLÍÐ1 Föstudag 25. febrúar, kl. 20.30. Laugardag 26. febrúar, kl. 20.30. Sunnudag 27. febrúar, kl. 20.30. Ath. Ekki er unnt aö hleypa gestum i salinn eftlr aö sýning er hafln. Aðalmiðasalan í Samkomuhúsinu er opin alla virka nema mánudaga kl. 14-18 og sýningardaga fram að sýn- ingu. Simi 24073. Símsvari tekur við mlðapöntunum ut- an afgreiðslutíma. Ósóttar pantanir aö BarPari seldar I mlðasölunni i Þorpinu Irá kl. 19 sýn- ingardaga. Simi 21400. Greiðslukortaþjónusta. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR GLEÐIGJAFARNIR eftir Nell Simon frumsýnd 3. mars. Stóra sviðið kl. 20. EVA LUNA . Leikrit eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson. Unnið upp úr bók Isa- belAllende Flm. 24. febr., uppselt, lös. 25. febr., upp- selt, lau. 26. febr., uppselt, sun. 27. febr., uppselt, lau. 5. mars, uppselt, sun. 6. mars, uppselt, fim. 10. mars, fös. 11. mars, upp- self, lau. 12. mars, uppselt, fim. 17. mars, laud. 19. mars, uppselt, fimd. 24. mars, fösd. 25. mars, uppselt, sun. 27. mars. Gelsladiskur meö lögunum úrXvu Lunu til sölu í miðasölu. Ath.: 2 mlðar og geisla- diskur aðelns kr. 5.000. Litla sviðið kl. 20. ELÍN HELENA ettir Árna Ibsen Fös. 25. febr., næstsíðasta sýning, lau. 26. febr., siðasta sýning. Ath.l Ekki er hægt að hleypa gestum Inn i salinn eftlr að sýning er hafln. Miöasala er opin kl. 13.00-20.00 alla daga nema mánudaga. Tekið á móti miðapöntunum i sima 680680 kl. 10-12 alla virka daga. Bréfasími 680383. Greiöslukortaþjónusta. Munlð gjafakortin okkar. Tilvalin tækifærisgjöf. Leikfélag Reykjavíkur — Borgarleikhús.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.