Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Qupperneq 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 Merming Menningarverðlaun DV: Sex tilnefningar í leiklist KVIKMYNDIN VÆNTANLEG Á MYNDBANDALEIGUR FIMMTUDAGINN 24. FEBRÚAR. A NÆSTA SOLUSTAÐ OG á KOSTAR AÐEINS 895,- * OG ENNÞÁ MINNA ítKHM ÁSKRIFT í SÍMA 91-632 700 í hringiðu helgarinnar Senn líður að afhendingu Menn- ingarverðlauna DV, en þau verða afhent í næstkomandi fimmtudag. Undanfarið hafa verið birtar tilnefn- ingar frá dómnefndum og er nú kom- ið að leiklistinni. Dómnefndina skipa Auður Eydal, leiklistargagnrýnandi DV, Signý Pálsdóttir, fyrrverandi leikhússtjóri og Gunnar Gunnars- son, rithöfundur. Hér á eftir fer greinargerð nefndarinnar með til- nefningunum: „Kristbjörg Kjeld leikkona: Kristbjörg Kjeld er tilnefnd fyrir túlkun sína á Kate Keller, móðurinni í leikriti Arthurs Miller, Allir synir mínir, sem Þjóðleikhúsið sýnir. Kristbjörg er mikilhæf og marg- reynd leikkona, sem sífellt kemur á óvart og er skemmst að minnast frammistöðu hennar í Stræti þar sem hún hellti sér út óvissuna og sýndi á sér nýjar hliðar með ógleymanlegum árangri. í hlutverki Kate vinnur hún eftir- minnilegan leiksigur og sýnir ásamt mótleikara sínum, Róbert Amfinn- syni, hvemig mikilhæf dramatísk túlkun getur verið drifkraftur heillar sýningar. Hún þróar persónuna sannfærandi og vinnur trúveruglega úr sálarangist og sjálfsblekkingu sem tvinnast saman í viðleitninni við að ríghalda í tálmyndina sem er undir- staða tilverunnar hjá Kate. Mávurinn, sýning Þjóðleikhússins: Sýning Þjóðleikhússins á Mávinum er einstæð leikhúsupplifun, þar sem allir þættir vinna saman og áhorf- andinn getur notið hverrar mínútu. í leikhúsinu mætast allar listgreinar og þegar best tekst til fléttast þær saman í eina órofa heild eins og ger- ist hér. Listamennirnir þrír, sem bára hit- ann og þungann af uppsetningunni komu frá Litháen. Rimas Tuminas var leikstjóri, Faustas Latenas, höf- undur tónlistar og Vytautas Narbut- as, hönnuður leikmyndar og bún- inga. Þeir fluttu með sér nýjan hugs- unarhátt og tókst að virkja listamenn hússins til óvenjulegar innkomu í verkið. Með glöggu gestsauga tókst þeim líka að laða fram nýja og óvænta takta hjá hinum reyndustu leikurum. Vinna þeirra byggðist á inngróinnni þekkingu á verkinu og aldalangri leikhúshefð. Útkoman var heildstæð og spennandi sýning. Siguijón Jóhannsson, leikmynda- hönnuður: Sigurjón Jóhannsson er tilnefndur til leikfistarverðlauna fyrir leik- myndina í Þrettándu krossferðinni, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu í haust. Verk hans byggðist á margræðum Mikil stemning nkti a Islandsmeistarakeppm unglinga í freestyle í Tónabæ á fóstudagskvöldið og skemmtu áhorfendur sér konunglega. Áhorfendur komu víða af landinu og átti hver keppandi sinn stuðnings- hóp í salnum. Þráinn Karlsson fær tilnefningu fyrur hlutverk fangavarðarins í Leður- blökunni. Sigurjón Jóhannsson leikmyndahönnuður er tilnefndur til leiklistarverðlauna fyrir leikmyndina i Þrettándu krossferðinni. Þórunn Elisabet Sveinsdóttir búningahönnuðu er til- nefnd fyri búninga og leikgervi i ærslaleiknum Tartuffe. Á árshátíð Flugleiða, sem haldin var í Perlunni á fóstudagskvöld, var veislustjórn í höndum tveggja starfsmanna, þeima Guðnýjar Ól- afíu Pálsdóttur í innanlandsdeild og Jóhanns Þ. Jóhannssonar flug- manns. Már Gunnarsson, starfsmanna- stjóri Flugleiða, er hér umkringdur glæsilegum konum sem eru þær Brynja Nordquist, eiginkona hans Steinunn Hreinsdóttir og Jóna Lár- usdóttir. Kristbjörg Kjeld i hlutverki móður- innar í leikriti Arthurs Miller, Allir synir mínir. formum, sem vom undirstaða mjög sjónrænnar sýningar, þar sem tón- fist, ljós og mýnd mnnu saman og mynduðu sterka heild. Leikmyndin var listaverk út af fyrir sig en þó aldr- ei yfirþyrmandi. Útfærslan rímaði við inntak textans og þjónaöi sýning- unni vel. Sveinn Einarsson leikstjóri: Sveinn Einarsson stýrði sýningu Leikfélags Akureyrar á Aftur- göngum eftir Henrik Ibsen. Vinna hans einkenndist af styrkri persónu- leikstjórn og vönduðum vinnubrögð- um sem skiluðu sér í skýrt mótaðri og mannlegri sýningu. Áhersla var lögð á að láta hveija persónu fyrir sig öðlast sín eigin ein- kenni um leið og hún gengi upp í heildarsamhenginu innan verksins. Sýningin var „heit“ og tilfinningarík, lifandi túlkun á sígildu verki, þar Sveinn Einarsson er tilnefndur fyrir leikstjórn sína á sýningu Leikfélags Akureyrar á Afturgöngum eftir Hen- rik Ibsen. Mávurinn, uppfærsla Þjóðleikhússins. sem inntakið fær að njóta sín á eigin forsendum. Þórunn Elísabet Sveinsdóttir bún- ingahönnuður: I sýningu Leikfélags Reykjavíkur á ærslaleiknum Tartuffe vöktu hug- vitssamlega hannaðir búningar og leikgervi sérstaka athygfi. Þórann EUsabet Sveinsdóttir skap- aði einstaklega skemmtilega bún- ingaflóru í þessu verki þar sem áhersla var lögð á hvert smáatriði „allt frá hatti oní skó“. Búningar voru litríkir og efnismiklir og gáfu sýningunni kátlegt yfirbragð. Þráinn Karlsson leikari: Þráinn Karlsson hefur sýnt mikla breidd í túlkun á hinum ólíkustu hlutverkum í gegnum árin og hefur þá spannað allt sviðið frá dýpsta harmi til hinna mestu ærsla. í hlutverki fangavarðarins í Leður- blökunni, sem Leikfélag Akureyrar sýndi, fékk hann kjörið tækifæri til að kitla hláturtaugar áhorfenda. Þar sýndi Þráinn fimagóða útfærslu, gamanleik eins og hann gerist best- ur. Það er aðeins á færi hinna bestu leikara að dansa á línunni án þess að yfirkeyra en það tókst Þráni með eftirminnilegum hætti í þessu hlut- verki.“ Sviðsljós_____________________DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.