Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 Ekki þátttakandi. Hef setið á friðar- stóli „Ég hef í engu breytt minni af- stöðu til málsins og mun ekki draga neitt til baka af því sem ég hef þegar sagt um málið. Ég hef ekki verið þátttakandi í athurð- um helgarinnar, hef setið á frið- arstóli," sagði Egill Jónsson, for- maður landbúnaðarnefndar Al- þingis, við DV um landbúnaðar- deOuna. Ummæli dagsins Taglklipping í skjóli nætur „Einn morguninn þegar ég kom í hesthúsið var búið að klippa af taglinu á hestinum og hirða það sem kiippt var af. Það sáust engin hár í hesthúsinu. Ég held að það sé engin tilviljun að taglið skyldi klippt einmitt af þessum hesti. Það er eins og einhver vilji eyði- leggja fyrir mér svo ég komist ekki með hestinn á keppnismót," sagði Sigurður ÓU Kristinsson, eigandi efnilegs keppnishests. Bjartsýnir gullgrafarar „Við værum varla að þessu nema við hefðum sæmilega trú á að hér fyndist eitthvað," sagði Ómar Bjarki Smárason jarðfræð- ingur um guUleit á íslandi. Aóalfundur Jökla- * raimsókna- félagsins Aðalfundur Jöklarannsóknafé- lags íslands verður haldinn í Tæknigarði, Dunhaga 5, í kvöld kl. 20.30. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og kaffi. Eftir kaffihlé sýna Magnús Tumi Guð- mundsson og Oskar Knudsen myndir af framhlaupi Síðujökuls og segja frá. Fundir Reykjavíkurdeild Barnaheilla Stofnfbndur Reykjavfkurdeild- ar Barnaheilla verður haldinn i kvöld kl. 20.30 i samkomusal Rétt- arholtsskóla. Ásprestakall Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur aðalfund í kvöld kl. 20.30 í safhaðarheimiU 2 (niðri). Venju- leg aðalfundarstörf og kaffiveit- ingar. ITC-deildin Harpa ITC-deildin Harpa heldur fund í íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld kl. 20. Fundurinn er öUum opinn. Upplýs. ís. 74439 þjá Am- þrúöi og 687864 þjá Ingibjörgu. OO Stinningskaldi syðst Það verður austanátt á landinu, víð- ast gola eða kaldi en stinningskaldi syðst þegar kemur fram á daginn. Veðriðídag Við suður- og austurstöndina má búast við súld öðru hverju en annars staðar verður yfirleitt bjartviðri. Víða verður næturfrost í innsveitum norðan- og vestanlands en hiti á bil- inu 0 til 6 stig að deginum, hlýjast sunnan til. Sólarlag í Reykjavík: 18.24 Sólarupprás á morgun: 8.57 Síðdegisflóð í Reykjavík: 16.12 Árdegisflóð á morgun: 04.34 Veðrið kl. 6 í morgun: Akureyri léttskýjað -1 Egilsstaðir skýjað -1 Galtarviti léttskýjað -1 Kefla víkurflugvöUur skýjað 3 Kirkjubæjarklaustur alskýjað 3 Raufarhöfn þokmnóða -3 Reykjavík alskýjað 3 Vestmannaeyjar skúr ! | 4 Bergen skýjað i 0 Helsinki ísnálar ! -17 Ósló skýjaö -8 Stokkhóhnur þokumóða -5 Amsterdam þokumóða -5 Berlín þokumóða -4 Chicago háifskýjað -2 Frankfurt snjókoma Glasgow snjóél 1 Hamborg þokumóða -5 London snjókoma -1 LosAngeles heiðskírt 13 Lúxemborg snjókoma -3 Madríd skýjað 4 Malaga heiðskírt 8 MaUorca þokumðn. 6 Montreal léttskýjað -3 New York skýjað 7 Nuuk skafr. -6 Orlando þokumóða 19 París komsnjór 1 Vín skýjað -1 Washington heiðskírt 5 Winnipeg heiðskirt -26 Þórdís Arthursdóttir, ferðamálafulltrúi Akraness: • f „Færeyingar eiga mikla mögu- leika í ferðaþjónustu. Landið skart- ar fallegri náttúru, skemmtilegum hæjum með fallegum húsum, öflugu menningarlffi og fomum hefðum. Það sem háir þeim helst gagnvart ferðamönnum frá íslandi er hversu stopular flugsamgöngur Maðurdagsins eru á milii,“ sagði Þórdís Arthurs- dóttir ferðamálafulitrúi en hún er nýkomin heim úr vikuferð til Fær- eyja þar sem hún fræddi eyja- skeggja um uppbyggingu ferða- þjónustu á Akranesi. Forsaga ferðarinnar er sú að fyr- ir tveimur árum kom hingaö til lands hópur Grænlendinga ogFær- eyinga til þess að kynna sér ferða- þjónustu á íslandi. Einn þeirra ov-myna s.bv., AKranesi staöa sem þeir heimsóttu var Akra- nes. Auk þess að skoða bæinn hlýddu erlendu gestirnir á erindi Þórdísar um uppbyggingu ferða- þjónustu á Akranesi. Færeyingamir hrifust mjög af þeirri þróun sem orðið hefur á Akranesi og Ferðamálaráö Fær- eyja fór þess á leit við Þórdisi að hún aðstoðaði þá viö uppbyggingu ferðaþjónustu sinnar með því að frá starfi sínu á Akranesi. hélt fyrirlestra vítt og breitt um eyjamar. Áhugatnál Þórdísar eru ferðalög og ferðaþjónusta. Matargerð er einnig eitt af áhugamálum Þórdis- ar og hún er golfsjúklingur aö eigin sögn. Eiginmaður hennar, Hannes Þorsteinsson, er golfvallahönnuð- ur og lffiræðingur. Þau eiga tvo syni, Þorstein, 15 ára, og Bjama Þór,12ára. S.Sv., Akranesi Myndgátan Lundabaggi Myndgátan hér aö ofan lýsir orðasambandi. Einn leikur íúrvals- deild í körfubolta Einn leikur verður í úrvalsdeild körfubolta karla í kvöld. Það eru Valur og Grindavík sem mætast að Hlíðarenda klukkan 20. íþróttir Að öðra leyti verður rólegt og því tilvalið að fylgjast á skjánum með því sem fram fer á vetrar- ólympíuleikunum. Skák Borís Spasskí tefldi þessa stuttu skák í frönsku deildakeppninni fyrir skemmstu. Spasski, sem teflir fyrir Belf- ort, hafði hvitt gegn Beikert, Rouen: 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 b6 5. Rf3 Ba6 6. Bxa6 Rxa6 7. 0-0 Dd7 8. De2 Rb8 9. Rdl Rc6 10. c3 Bf8 11. b4 Rge7 12. a4 h5 13. Bg5 a5 14. b5 Ra7 15. Re3 0-0-0 16. c4 dxc4 17. Dxc4 Kb7 18. Hfdl Hc8 19. d5 Rxd5 20. Rxd5 exd5 21. Hxd5 Df5 22. Hadl Bc5 23. h3 c6. 8 I I ifa'é’ A A 6 A A 5 A 4 A 3 2 A A igr S A A A A 1 s ABCDEFGH 24. Hxc5! bxc5 25. b6 Kxb6 Annars fellur riddarinn. 26. Be3! Svartur er vamar- laus. 26. - Ha8 27. Dxc5 + og svartur gafst upp. Jón L. Árnason Bridge Matthías Þorvaldsson og Jakob Kristins- son fengu toppskor í þessu spili í tví- menningi Bridgehátiðar þar sem sagnir einkenndust af baráttunni um stubbinn. Sagnir gengu þannig með þá Matthías og Jakob í AV, norður gjafari og NS á hættu: * 87 * KD962 * 1065 + Á53 * KG542 V 873 ♦ Á3 + D86 * Á106 V 105 * D92 4* KG1092 W D93 ¥ ÁG4 ♦ KG874 -A. rjA Norður Austur Suður Vestm: -- Jakob -- Matthías Pass Pass Pass 1* Pass 2+ Dobl 24> 3+ Dobl P/h Þegar Matthías átti að segja í fjórðu hendi með aðeins tiu punkta, ákvað hann að opna þar sem hann hafði lengd í spaða- Utnum. Spaðalengd í fjórðu hendi gefur jafnan visst forskot þegar ljóst er að punktunum er nokkum veginn jafnt dreift á milU handanna. Tveggja laufa sögn austurs var Drury-sagnvenja, lofaði spaðastuðningi og 10-11 punktum. Suður doblaði til að sýna lauflit og tveir spaöar þjá Matthíasi lýstu undirmálsopnun. Noröur var ekki búinn að gefast upp og barðist í 3 lauf og Jakob doblaði til refs- ingar af hörku. Utspil Jakobs var spaða- þristur og gosi vesturs fékk að eiga fyrsta slaginn. Þá kom tígulás, tíguU á kóng austurs og tíguU troinpaður. Sagnhafi missti síðan slagi á hjartaás og lauf- drottningu þegar hann ákvað að staðsetja hana hjá austri eftir dobUð og svínaöi tU vesturs. Tveir niður og 500 gaf hreinan topp. ísak öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.