Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 Viðskipti Ysa á fiskm. Þingvísit. hlutabr. MS Þr Mi Fi Fo Má Bensín 92 okt. vt Má Þr Ml F! Fö Gengi dollars Má Þr Mi fi fiö Mé Kauphöllin í Tokyo Ysan lækkar Síðustu daga hefur ýsan lækkað í verði á fiskmörkuðum. í gær var meðalverðið rúmar 100 krónur fyrir kílóið. Þingvísitala hlutabréfa lækkaði í gær um tæpt prósent eftir stöð- uga hækkun í síðustu viku upp í 819 stig. Eftir gærdaginn var tal- an 811,7 stig. 92 oktana bensín selst á tæpa 140 dollara tonnið á Rotterdam- markaði ef marka má sölu sl. fóstudags. Dollarinn lækkaði um rúmt 1% í síðustu viku en hækkaði lítUlega í gær þegar sölugengið fór í 72,91 krónur. Vísitala helstu hlutabréfa í kauphölhnni í Tokyo, Nikkei, hefur sveiflast til síðustu daga. Ástæðan er einkum óvissa í við- skiptaviðræöum Japana við Bandaríkjamenn. -bjb Deyfð ríkir í sölunýrra bfla: Stef nir í fjórða samdráttarárið í röð - sala notaöra bfla að glæðast Deyfð ríkir yfir sölu nýrra bíla um þessar mundir ef marka má tölur um innflutning nýrra bíla til landsins. Frá árinu 1991 hefur innflutningur- inn dregist saman jafnt og þétt og stefnir í fjóröa samdráttarárið í röð í ár. Innflutningur síðasta árs var 25% minni en árið 1992. Samkvæmt samtölum við bílasala er sala not- aðra bíla hins vegar að glæðast eftir nokkra tregðu yfir svörtustu vetrar- mánuðina. „Sala nýrra bíla fór ágætlega af stað í janúar miðað við sama mánuð í fyrra en núna í febrúar hefur kom- ið afturkippur. Almennt séð tel ég að deyfð sé yfir markaðnum. Sem dæmi voru seldir 88 nýir bílar í síð- ustu viku á landinu. Það sem af er febrúar er búið að selja 248 nýja bíla,“ sagði Sigfús Sigfússon hjá Heklu og formaður Bílgreinasambandsins í samtali við DV. Samkvæmt upplýsingum frá Bíl- greinasambandinu var árið 1987 al- gjört metár í bílainnflutningi. Þá voru 23 þúsund bílar fluttir inn, þar af 18 þúsund nýir. Næstu þrjú ár sveiflaðist þetta til en frá 1991 hefur innflutningurinn dregist jafnt og þétt Innfluttir bílar — 1985 til 1993 — 123.459 saman. „Það er erfitt að segja til um innflutninginn í ár út frá fyrstu vik- um ársins en það er ekkert sem bend- ir til stórvægilegrar uppsveiflu," sagði Jónas Þór Steinarsson, fram- kvæmdastjóri Bílgreinasambands- ins, við DV. Frá árinu 1991 hefur bílainnflutningur til landsins dregist saman jafnt og þétt og spáð er fjórða samdráttarárinu í röð. Myndin er tekin í bílaporti Eimskips þarsem fjöldi nýrra bíla bíður væntanlegra eigenda sinna. DV-mynd BG Ár hinna notuðu bíla? Þeir bflasalar notaðra bíla sem DV ræddi við bar saman um að bjartari tímar væru fram undan eftir heldur dapra vetrarmánuði. Sala notaðra bíla er stór markaður því allt að 60 þúsund bílar skipta um eigendur hér á landi á ári hverju. í janúar sl. skiptu rúmlega 3 þúsund bílar um eigendur. „Ég myndi segja að aldrei hafi ver- ið jafn gott að kaupa notaða bíla og í dag, þá á ég við verð og kjör. Salan hefur verið róleg en þetta er að fara í gang. Með hækkandi sól kviknar vomeisti. Ég held að þetta verði ár hinna notuðu bfla,“ sagði Einar Hjaltason hjá Höfðahöllinni við DV. Magnús Bogason hjá Borgarbíla- sölunni sagði að sala á fólksbflum hefði verið þokkaleg en mjög lítfl á jeppum. „Salan hefur tekið kipp meö vorinu og við erum bjartsýnir. Þegar innflutningur á nýjum bílum dregst saman glæðist sala notaðra bíla,“ sagðiMagnús. -bjb Alið ekki hærra í 18 mánuði Álverð hækkaði nokkuð í verði sl. fostudag. Staðgreiðsluverðið var tæplega 1300 dollarar tonniö og þriggja mánaða verð náði sínu hæsta síðustu 18 mánuöi þegar tonnið fór í rúma 1330 dollara. Reyndar kom ör- lítið bakslag þegar Brasilíumenn til- kynntu að þeir ætluðu ekki að draga úr framleiðslu sinni. Sérfræöingar spá verðsveiflum á næstu vikum á heimsmarkaði. Vegna mikfllar loðnuveiði hefur verð erlendis á loðnumjöli og loðnu- lýsi lækkað að undanfórnu. Tonnið af lýsi selst núna á 385 dollara og mjöhð á 315 pund að meðaltali hvert tonn. Lægra fiskverð erlendis Fiskverð í gámasölu í Englandi og skipasölu í Þýskalandi lækkaði í síð- ustu viku miðað við vikuna á undan. Þrír togarar seldu í Bremerhaven og meðalverð þeirra var í kringum 100 krónur kílóið. Af 442 tonna afla voru 407 tonn af karfa seld. Heildarverð- mæti var 43 milljónir króna. Dala- Rafn VE náði besta meðalverðinu eða 128 krónum fyrir kílóið. Tæp 300 tonn af fiski voru seld úr gámum í Englandi fyrir rúmar 40 milijónir króna. Á fiskmörkuðum hér innanlands hækkaði meðalverð fyrir ýsu mihi vikna, úr 105 krónum í 128 krónur kflóið. Hins vegar lækkaði meðal- verð fyrir þorsk um 7 krónur, úr 99 krónum í 92 krónur kílóið. Á meðfylgjandi grafl má sjá verð- þróun fyrir rauðbrúnan mink á upp- boði í Kaupmannahöfn. Á síðasta uppboði lækkuðu skinnin í verði frá desemberuppboðinu en verðið núna er engu að síður 35% hærra en með- alverðsíðastaárs. -bjb Útflutningsafurðir íslendinga »400 : 1000 Ö00 If In0/ N D J ‘kf N D J F 380 360 340 S320,i 1s?/n“ 1200 : 150 ; 1*100 320 310» “>»• jQQ ______________ .......... ...........- j 120 ■ I 80 N D J i%--------------- 1120 1100 o oo *' -: ^ \\ I 5 y ' k8° ;/1 ? * kg, N D J F ... 00 ........ “*■ D J F S kg N : 200 200 A 150 kg N D J F #150 JÍT. < %> ‘ 200 ^ 150 | 5 1'' f < 100 50 kr sept/92 - febr.'94 DV unrýniríárs- reikningafyrir- tækja’9V92 Þjóðhagsstofnun hefur gefið út ritið „Ársreikningar fyrirtækja 1991-1992“. í ritinu er að fiima niðurstöður úr ársreikningum 1150 fyrirtækja fvrir þessi tvö ár. Hefldarvelta fyrirtækjanna var um 284 mifljarðar króna á árinu 1992 sem er um 45% af veltu at- vinnurekstrarins í heild. Veltan jókst um 1,1% milli ára en á sama tíma hækkaöi framfærsluvisital- an um 3,7%. Þetta jaíhgildir um 2,5% samdrætti veltunnar á mælikvarða framfærsluvísi- tölunnar. Hagnaður fyrirtækjanna af reglulegri starfsemi sem hlutfali af lekjum fór úr 1.9% hagnaði árið 1991 í 1,1% tap árið 1992. Eig- ið fé fyrirtækjanna í árslok 1992 var 188 milljarðar króna og Iækk- aöi um 2,1% frá fyrra ári. Viðskiptimeð hlutabréfað Víðslúpti með hlutabréf virðast eitthvað vera að glæðast, a.m.k. hækkaöi gengi nokkurra helstu hlutabréfa í síðustu viku. Alls námu viðskipti vikunnar um 9 milljónum króna, þar af voru hlutabréf keypt í Haraldi Böðv- arssyni hf. á Akranesi fyrir 6,6 milljónir króna. Verðhækkanir eru frekar rakt- ar til lítils framboðs hlutabréfa en aö almenn verðhækkun hluta- bréfa eigi sér stað. Þíngvísítala hlutabréfa hækkaði um 1,5% í síöustu viku og hefur náð svip- uðu stigi og um síðustu áramót. á þjónustujöf n- uði árið 1993 Samkvæmt bráðabirgöatölum Seðlabankans varð,12 milljarða króna halh á þjónustujöfnuði á siðasta ári samanboríð við tæp- lega 13 mflljaröa króna halla árið 1992. Vaxtajöfnuður varð óhag- stæður um 14,6 mihjarða en þjón- ustmöfnuður án vaxta varð hag- stæöur um 2,6 milljarða. Útflutt þjónusta án vaxta hefur aukist um 10% og varð aukning á öhum liðum þjónustutekna nema tekj- ur af Vamarhðinu hafa minnkaö um 14,3%. Heildargreiðslujöfnuður, sem sýnh- breytingu á gjaldeyrisstöðu Seðlabankans, varð neikvæður um 5,7 mifljarða á árinu 1993 en á sama tíma í fyrra batnaði gjald- eyrisstaöan um 4,9 mihjarða á meðalgengi 1993. Hrein skulda- staða við útlönd nam 233 millj- örðum króna í árslok 1993, sam- anborið við 207 mflljarða í árslok 1992. INTERMATsýn- inginíParís kynntá íslandi í lok aprfl nk. verður haldm í París ein stærsta iðnaðarsýning heims, INTERMAT-sýningin svo- kallaöa. Tæki og tækni tfl viöa- núkiha framkvæmda eru í aðal- hlutverki á sýningunni, s.s. íil byggingaframkvæmda, gatna- gerðar og gangagerðar. Síöast þegar sýningin var haldin 1991 tóku rúmlega 1.300 fyrirtæki þátt og_ gestir voru 147 þúsund. 1 tilefni af sýningunni hyggst verslunardeild franska sendi- ráösins á íslandi halda kynning- arfund 10. mars nk. Þar verður sýnt kynningarmyndband, af- hentir boðsmiðar og allar nánari upplýsingar veitter um INTER- MAT. -bjb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.