Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 5 Fréttir Loðnan gj örbreytir^atvinnulifinu í Grindavík: Tveir skólabekkir fengnir í vinnu við frystingu Loönan hefur gjörbreytt atvinnu- lífinu í Grindavík síðustu daga. Mok- veiði hefur verið og í landi hafa menn ekki haft undan við að frysta. Síð- ustu viku bárust um 7 þúsund tonn að landi í Grindavík og í gær virtist ekkert lát á. Hefur allur aflinn farið í frystingu. Hjá Fiskimjöh og lýsi hefur verið unnið allan sólarhring- inn. Frystigetan, 29 tonn á sólar- hring, hefur verið nýtt að fullu. Hef- ur fólk verið á átta tíma vöktum í pökkuninni og mikill handagangur í öskjunni. Þegar DV heimsótti pökkunarsal- inn gall flautan og mannskapurinn tók 7 mínútna pásu. Virtust flestir hvíldinni fengir. „Maður verður aö fá að hvíla sig smástund af og til þegar unnið er 16 tíma á-' sólar- hring,“ sagði roskin kona og virtist kafflþyrst. Vegna anna við frystinguna var tveimur 10. bekkjum grunnskólans gefið frí. „Það er fínt að komast í svona töm. manni veitir ekki af peningunum. Ég er að safna mér fyrir frekara námi svo þetta kemur sér vel,“ sagði Sig- urður Grétar Viðarsson, 16 ára, sem hamaðist við að gera öskjurnar klár- ar fyrir pökkun. Sjómennska við bryggjuna Um hádegi var verið að landa úr Háberginu GK sem fyllti sig á svip- stimdu ema mílu frá Grindavík og þurfti ekíd að sigla nema rúmar tíu mínutur til að geta lagst að bryggju aftur. Sunnuberg GK fór út eftir hádegi og var aftur væntanlegt seinnipart- inn með um 400 tonn í frystingu. Hópsnesið GK lá bundið við bryggju og var notað sem „fiysti- hús“. Um hádegi var búið að frysta um 50 tonn um borð. Vora loðnu- pakkar hífðir niður í frystingu og gaddferðnir pakkar fluttir jafnharð- an í frystilestina. „Þetta er helvíti fín sjómennska maður, að vera bundinn við bryggju allan tímann. Við losnum alla vega við bræluna á meðan og getum farið heim að sofa á annarri hverri frí- vakt,“ sögðu skipveijar á Hópsnes- inu sem voru í kafflpásu. Fryst hafði verið um borð allan sólarhringinn frá því á þriðjudag. Þó mikið væri að gera var frekar þungt í mönnum undir niðri. Loðnan hyrfi fyrr eða síðar og lítið væri eftir af þorskkvót- anum, um 50 tonn, og aðeins eftir af karfa-, ufsa- og ýsukvóta. Strax í vor Það var handagangur í öskjunni við pökkun loðnu til frystingar hjá Fiski- mjöli og lýsi i gær. Unnið var allan sólarhringinn á 8 tima vöktum og svo mikið að gera að fá þurfti fri fyrir 10. bekkinga grunnskólans til að hafa undan. Sigvaldi Þorsteinsson, t.v., og Ægir Gunnlaugsson, skipverjar á Hópsnesi GK, höfðu hröð handtök þegar þeir skelltu loðnupökkum i frystivélina um borð í Hópsnesinu, þar sem það lá við bryggju i Grindavík í gærdag. Gadd- freðnir loðnupakkar voru jafnharðan settir í frystilestina en þaðan fara þeir í gáma og áleiðis til Japans. Samtals var búið að frysta 50 tonn af loðnu um borð frá því á þriðjudag. DV-myndir GVA áttu menn því von á að fara á Smugu- veiðar. Gaman að vera til Loðnan var á hraðri leið vestur úr í gær en flestir bátar voru að veiðum undan Reykjanesi um miðjan dag. Búist var við að loðnan héídi áfram í átt aö Snæfellsjökli þar sem Faxa- flóinn er frekar kaldur. Loðnubátamir hafa landað hver á fætur öðrum í plássum á Suðumesj- um og víðar. Smærri bátar voru á sífelldri siglingu mih miða og lands með 3-400 tonn í frystingu meðan stærri bátar voru lengur að. DV ræddi við Viðar Karlsson, skipstjóra á Víkingi frá Akranesi, um miðjan dag í gær. Hann var þá á leið til Akraness meö fullfermi, um 1200 tonn, sem fékkst við Reykjanes. Hef- ur Víkingur annars landað megn- ingu af loðnuaflanum á Siglufirði. í Þorlákshöfn hafði borist gríðar- magn af loðnu á land eins og viðast hvar á suðvesturhorninu. Á mynd- inn er verið að sturta loðnu í þró en ekki virðast allir vera jafn hittnir og bílstjóri þessa vörubíls. „Við komum á miðin um áttaleytið í morgun óg fylltum á tæpum átta tímum. Það fer hluti af aflanum í frystingu en hitt í bræðslu. Það er gaman að vera til núna enda er mað- ur búinn að bíða í þrjá mánuði eftir loðnunni," sagði Viðar og bjóst við að leggja úr höfn aftur í nótt eða snemma í morgun. Hvar landað yrði næst vissi hann ekki. Viðar sagði hættu á að bakslag kæmi í frystinguna þar sem loðnan væri orðin vel þroskuð. Þyrfti þá að fara aftar í gönguna til að fá rétt hlut- föll í aflann en Japanamir væru ipjög nákvæmir hvað það varðaði. Á sama tíma var Heimaey VE á leið til Eyja með fullfermi, um 400 tonn. Þórarinn Ingi Ólafsson stýrimaður sagði loðnima hafa fengist í þremur köstum undan Reykjanesi. „Það er aðeins smærri loðna í aflanum núna en þetta fer væntanlega í frystingu. Það hefur verið unnið stanslaust all- an sólarhringinn í landi frá því loðnuveiðin hófst,“ sagði Þórarinn ogvirtistglaðhlakkalegur. -hlh TÆKNI ^////////////////////////////// 16 síðna aukablað um HLJÓMTÆKI fylgir DV á morgun. í blaðinu verða upplýsingar um geislaspilara, magnara, sérstaklega umhverfismagnara, ýmsar gerðir hátalara, heimabíó og mínihljómtækjastæður. Einnig verður fjallað um hljómtæki í bíla og samsetningu á hljómtækjasamstæðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.