Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 3 Fréttir Sólbaðsstofuræninginn og tveir samfangar í réttarhöldum í strokumálinu 1 gær: Björgvin Þór hugleiddi að strjúka úr landi - þetta er nú meiri haugaþvættingurinn, sagði sækjandi um framburð Hans Emis Viðarssonar Sólbaðsstofuræninginn Björgvin Þór Ríkharðsson við réttarhöldin i Héraðsdómi Suðurlands í gær. Verjandi hans, Hilmar Ingimundarson, t.h., leggur áherslu á það í vörn sinni að Björgvin Þór hafi ekki verið refsifangi þegar hann strauk ásamt tveimur föngum síðastliðið sumar, heldur gæslufangi. Af þeim sökum standist ákæran ekki um sammæli við strok með samföngum. DV-mynd GVA „Ég var mjög ósáttur við dóm und- irréttar og leið mjög illa. Ég átti í til- finningalegum erfiðleikum og vildi komast út úr þvinguðu andrúmslofti og eftir einangrunina í Síðumúla- fangelsinu. Það er ekki óeðlileg hugs- un hjá fanga sem er búið er að dæma í 10 ára fangelsi að stijúka eða fara úr landi,“ sagði hinn svokallaði sól- baðsstofuræningi, Björgvin Þór Rík- harðson, einn þeirra þriggja sem struku úr fangelsinu á Litla-Hrauni þann 28. júlí sfðastliðið sumar við réttarhöld í Héraðsdómi Suðurlands á Selfossi í gær. Björgvin Þór sagði í samtafi við blaðamann DV við rétt- arhöldin í gær að hann hefði hugleitt að sttjúka til Bandaríkjanna, Spánar eða ítafiu. Björgvin Þór, Hans Emir Viöars- son og Hörður Karlsson eru allir ákærðir sem fangar fyrir að hafa sammælst við strok úr fangelsinu. Við réttarhöldin í gær báru þeir allir af sé sammæli - skilyrði fyrir því að hægt sé að dæma menn til refsingar vegna stroks er einmitt að það sé sannað að menn sæmmælist um brotiö. Karlmaður og kona, sem voru fyrir utan rimlana þegar atburðimir áttu sér stað, em einnig ákærð í máfinu en þeim gefið aö sök að hafa aðstoðað fangana við flóttann og á meðan þeir fóm huldu höfði gagnvart lögregl- unni í Reykjavík. Þau tvö og vitni verða yfirheyrð fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Fangamir þrír, fangaverðir og vitni frá Eyrarbakka vom hins vegar yfirheyrð á Selfossi í gær auk þess sem verjendur, sækj- andi og dómari fóm í vettvangsskoð- un í fangelsið á Litla-Hrauni. Það þýðir ekkert að spyrja þennan mann „Nei, það þýðir ekkert að spyrja þennan mann. Þetta er svoddan haugaþvættingur í honum miðaö viö það sem fullt af vitnum hefur sagt. Það verður enginn vandi að sanna sök á hann.“ Þetta sagði Björn Helgason sækj- andi í máfinu þegar Jón Ragnar Þor- steinsson héraðsómari bauð ákæm- valdinu að leggja spurningar fyrir Hans Erni Viðarsson í vitnastúkunni eftir að dómarinn hafði spurt sak- borninginn út í sakarefnin. Fangamir struku út úr klefa Hans Emis á annarri hæð og sagðist hann hafa sagað rimil úr glugga til að hægt væri að komast út. Nokkmm dögum áður haföi hann tekið verk- færi af verkstæði, m.a. jámsög. Hans Ernir kvaðst hafa sagað rimilinn úr kvöldið sem hann fór og hækkað í hljómflutningstæki sínu í botn til að ekki heyrðist til hans við að saga. Hann sagðist hafa látið sig detta þá 4 eða 5 metra hæð úr glugganum niður á jörö. Hans Ernir kvaðst ekki hafa farið út með Björgvini Þór og Herði og reyndar ekki séö Hörö fyrr en á Staldrinu í Breiðholti í Reykja- vík daginn eftir. Hann neitaði að hafa farið í bfi með Björgvini Þór og Herði frá Litla-Hrauni eins og þeim er öllum gefið að sök. Ég hef nú hoppað hærra Hörður Karlsson sagðist hafa vaknað upp í klefa sínum kvöldið í dómsaJnum Óttar Sveinsson sem strokið átti sér stað og farið á stjá í fangelsinu en þá séð að það var opið út í klefa Hans Ernis. Hann hafi notað tækifærið, farið út um gluggann og stokkið niður. „Þetta stóð allt opið fyrir mér þegar ég kom þarna,“ sagði Hörður. Þegar dómarinn spurði Hörð hvort hann vissi hve margar mannhæðir það væm úr glugganum og niður á jörð sagði Hörður: „Eg hef allavega hoppað hærra en þetta ef út í það er farið.“ Hann kvaðst hafa hitt Björg- vin Þór og Hans Erni á túni fyrir utan fangelsið. Hörður og Hans Ern- ir hafa báðir sagt við yfirheyrslur að þeir hafi „húkkað sér“ far suður til Reykjavíkur. Stenst ákæran á hendur Björgvini Þór? Hfimar Ingimundarson, verjandi Björgvins Þórs Ríkharðsonar, leggur áherslu á það í vöminni fyrir skjól- stæðing sinn, að hann hafi ekki verið fangi á Litla-Hrauni þegar hann strauk, heldur gæslufangi. Á þessu sé skýr greinarmunur enda hafi Björgvin Þór veriö að bíða eftir nið- urstöðu Hæstaréttar í sínu afbrota- máfi þegar fangamir þrír struku. í hegningarlögunum em ákvæði þar sem segir að það varði refsingu ef fangi í refsivist strýkur. Hilmar segir Björgvin Þór alls ekki hafa ver- ið refsifanga þótt hann hafi verið í gæsluvaröhaldi á Litla-Hrauni síð- astliðið sumar enda séu allir saklaus- ir þangað til endanlegur dómur geng- ur. Björgvin Þór var dæmdur í 12 ára fangelsi í Hæstarétti í desember síð- astliðnum en fram að þeim dómi hafði hann verið vistaður í gæslu- varðhaldsfangelsinu í Síðumúla en síðan á Litla-Hrauni. Björgvin Þór var handtekinn eftir rán á sólbaðsstofu í nóvember 1992 en fljótlega eftir það fóru böndin að berast að honum í nauðgunarmáli sem átti sér staö á Akureyri fyrr á því ári. Björgvin Þór var sakfelldur fyrir nauðgunina, m.a. á grundvelli DNA rannsóknar, aðra nauðgun, sól- baðsstofuránið og fleiri afbrot. Vitni sögðu fangana hafa farið saman Björgvin Þór var sá eini af föngun- um sem kvaðst hafa fengið bfifar til Reykjavíkur með manni sem beið á bfi fyrir utan fangelsið kvöldið sem fangarnir sttuku. Hann kvaðst hafa gefiö manninum fyrirmæli í síma um að bíða á bfinum þegar klukkan var rúmlega níu um kvöldið en fangamir struku um ellefuleytiö. „Hann var undrandi og hissa þegar ég kom inn í bfiinn. Ég sagði honum að keyra af stað og fara í bæinn en hann var ekki mjög hrifinn af þvi. Hann átti ekki von á að þessu,“ sagði Björgvin Þór um viðbrögð bfistjór- ans. Tveir menn frá Eyrarbakka báru vitni í málinu í gær en þeir voru staddir á bfi skammt frá fangelsinu þegar þeir sáu þrjá menn fara inn í bfi sem þeir telja vera þann sem kunningi Björgvins Þórs var á um- rætt kvöld. Eins og að framan grein- ir hafa Hans Ernir og Hörður ekki viðurkennt að hafa farið saman í þeim bfi tfi Reykjavíkur um kvöldið. Björgvin Þór neitaði hins vegar að svara spurningum um það í gær hvort aðrir fangar hafi verið í bfin- um. Uikuferð 29. mars - 5. apríl. Víkuferð 12.-19. mars. Skíöaterð tllWagraln í Austurríki á brunandi verði! Kynnist tötrum Skotlands um páska, undir öruggri leiðsögn Líiju Hilmarsdóttur. 13-19. marsáaðeins Innifalið: Flug, gisting, morgunverður og akstur til og frá Ylugvelli. Flogið til Salzburg og heim trá Lúxemborg. Ekki innitalið: Rugvallarskattur og lortallagjald. Innifalið í verði: 7 nætur á IVIount Royal Hotel, morgunverðarhlaðborð, íslensk lararstjórn og ferðir til og frá flugvelli. Ekkí innifalið í verði: Flugvallarskattur, forfallagjald og skoðunarferðir. Beint leiguflug. Fjögurra stjörnu hótel í n 15dagaferð30. mars. J (IV J 1^1« Verð frá W • • t/ö 0 IX1 • Verð frá 37.987 kr. m.v. hjón og tvö börn 2ja-11ára í stúdíó á Jropicpj Verð frá 53.720 kr. m.v. tvo fullorðna á Brisa Sol. r~ei 1 higinnla l: siml (*•)') .{(><). illii/imrfin)i: simi 65 66. i7í) Niiúhlislurii ii. ikiirryri: simi 2 50 00 • °K bJ" ioiiIkhísiiiííiiiiiihi um Imnl nlll-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.