Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 Útlönd Leiðtogar Evrópu Yilja hóta loftárásum viðar í Bosníu: Rússar vilja amríska hermenn til Sarajevo - SÞ ætla að opna flugvöllinn í Tuzla 1 næsta manuði Leiðtogar Vesturlanda lýstu yfir þeirri von sinni að þáttaskil hefðu orðið í styijöldinni í Bosníu við hót- anir Atlantshafsbandalagsins, NATO, um loftárásir á stöövar Serba við Sarajevo. „Sameinuðu þjóöimar og Atlants- hafsbandalagið hafa náð fyrsta áfangasigrinum en meginhluti verksins er enn ógerður, það má ekki draga úr þrýstingnum," sagði Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakk- lands, í útvarpsviðtah. Flugvélar NATO fóm í eftirlitsflug yfir Sarajevo í gær eftir að hótunun- um um loftárásir á Serba haföi verið aflétt. En þótt kyrrt væri í höfuðborg- inni eftir að Serbar fluttu þungavopn Alain Juppé, utanríkisráðherra Frakklands. sín á brott var ekki sömu sögu að segja annars staðar í landinu þar sem fréttir af bardögum bárast víðs vegar að. Frakkar og aðrar Evrópuþjóðir hafa lagst á Bill Clinton Bandaríkja- forseta um að víkka út úrslitakosti NATO til annarra borga og bæja í Bosníu sem setið er um. Clinton og helstu aöstoðarmenn hans era hins vegar tregir til en hafa þó lofaö að athuga máhð. John Shalikashvih, yfirmaður bandaríska herráðsins, sagöi að fyrst væri nauðsynlegt að tryggja að sprengjukasti inn í Sarajevo væri endanlega lokið. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í gær að ætlunin væri að opna flug- völlinn í Tuzla, norðan við Sarajevo, þann 7. mars næstkomandi. Loftá- rásir flugvéla NATO gætu þá reynst nauðsynlegar ef ráðist yrði á friðar- gæsluliðana. SÞ vilja opna flugvöllinn svo að hægt verði að flytja þangað hjálpar- gögn fyrir hundruö þúsunda flótta- manna sem hafast viö á svæðinu sem er undir stjórn múslíma. Favel Gratsjev, varnarmálaráð- herra Rússlands, stakk upp á því í símtali við bandarískan starfsbróður sinn, William Perry, aö Bandaríkin sendu hermenn til friðargæslu í Sarajevo. Perry mun hafa vísað þeirri hugmynd á bug. Reuter Rússneskir friðargæsluliðar bera teppi úr væntanlegum bækistöðvum sínum í Sarajevo. Þeir eru í óðaönn að gera hreint og koma sér fyrir. Símamynd Reuter Rússneskur hermaður við friðargæslu í Sarajevo: Vont að þurf a að standa milli tveggja fylkinga Fallhlifarhermenn úr rússneskum úrvalssveitum óku inn í hið um- deflda Grbavica-hverfi, sem Serbar ráða yfir, í Sarajevo í gær en þeir sýndu þó engan brennandi áhuga á hlutverki sínu sem friðargæsluhðar Sameinuðu þjóðanna í fremstu vig- línu. Annars vegar voru Serbar sem fógnuðu komu þeirra en hins vegar bosnísk stjómvöld sem fordæmdu nærvera þeirra. „Það er slæmt að þurfa að standa milli tveggja fylkinga í þessu landi en þetta era fyrirskipanimar,“ sagði einn fallhlífarhermannanna þegar hann tók sér hvíld frá því að hreinsa til í herbergi þar sem hann vonast tfl að hola niður beddanum sínum. Rússnesku hermennimir hafa komið sér fyrir í fyrrum lögreglustöð í aðeins þrjú hundrað metra fjarlægð frá víglinunni. Þar er allt í niður- níðslu, rúður brotnar og hurðir af hjöranum en allt fuht af serbneskum táknum og slagoröum. Serbar náðu Grbavica-hverfinu á sitt vald þegar á fyrstu mánuðum borgarastríðsins. Það nær frá hern- aðarlega mikilvægum hæðum í suðri inn í hjarta Sarajevo. Serbar hafa varið það með kjafti og klóm. Bosníustjóm, sem lýtur forastu múshma, segir að nærvera Rússafiha muni styrkja málstað Serba og lýsir henni sem ögrun. Embættismenn SÞ segja að rússnesku hermennimir verði hlutlausir. Aðspurður hvað honum fyndist um Serba svaraði einn rússnesku her- mannanna: „Þeir erú bræður okk- ar.“ Og þegar hann var spurður um múslíma hló hann og sagði: „Þeir eru bræður okkar hka.“ Warren Christopher, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í sjón- varpi vestra í gærkvöldi að rúss- nesku friðargæsluliöamir mundu haga sér eins og atvinnumenn og þeir yrðu þarna ekki lengi. Reuter Eitruðum þung- málmumvarpað í Norðursjóinn Olíuíyrirtæki losa á hveiju ári eitt þúsund tonn af eitruðum þungmálmum út í Noröursjó. Þungmálmar þessir eru úr berg- grunninum og koma upp meö vatni af hafsbotni. Mengunar- varnir norska ríkisins ætla aö skoða málið nánar. Óttast er að magn þungmálm- anna sem fara í sjóinn muni auk- ast upp í þrjú tfl fjögur þúsund tonn á ári. „Þungmálmar eru eitt erfiöasta umhverfisvandamáhð sem við ghmum við. Það era fyrst og fremst iönfyrirtæki sem losa slíka málma i friði og ró,“ segir Harald Rensvik, forstjóri meng- unarvarnanna. Gonzalezekki aðhugsaum stöðu Delors Fehpe Gonz- alez, forsætis- ráðherra Spán- ar, hefur ekki í hyggjuaðbjóða sig fram sem eförmann Jacques Delors í framkvæmda- stjórastarfi Evrópubandalagsins, aö því er talsmaöur ráðherrans sagði í gær. Fjölmiðlar á Spáni höfðu haft uppi vangaveltur um að hægt yrði að telja Gonzalez á að sækja um þar sem hann væri sannfærð- ur Evrópusinni. Finnskirbændur mótmæla EB meðsnjókasti Finnskir bændur kröfðust þess í gær að þeir fengju sérmeðferö þegar Finnland gengju í Evrópu- bandalagið og til aö leggja áherslu á kröfur sínar losuöu þeir snjó fyrir utan skrifstofur EB í Helsinki og rifu niður fána bandalagsins. Um eitt þúsund bændur tóku þátt í mótmælunum sem fóru fram á sama tíma og lokasprettur aðildarviðræðnanna. N'l'B, Reuter Stuttarfréttir Bóksali myrtur Heittrúaðir múshmar myrtu franskan bóksala í Algeirsborg í gær. Neyðariögáfram Þjóðaröryggisráð Tyrklands mæhr með áframhaldandi neyð- arlögum í suðausturhluta lands- ins vegna Kúrda. Nýefnahagsáættun Helmut Kohl Þýskalands- kanslari og flokkur hans samþykktu nýja efna- hagsáætlun á landsþingi flokksins í gær þar sem áherslan er lögð á há- tækniiðnað. Viðunnum Stjórnarandstaðan í Tógó sagð- ist hafa sigrað í fyrstu fjölflokka- kosningum landsins. Meðkjamæfni Rússneska lögreglan handtók mann með geislavirka ísótópa í lest en sá reyndist vera í löglegum erindum. Ráðherra skotinn Ráðherra í stjóm Rúanda var skotinn tfl bana fyrír utan heim- fli sitt. Ekki með í kosningum Hvíti hægri hluti S-Afríku ætlar ekki að taka þátt í kosningunum þar sem enghi trygging er fyrir heímalandi hvítra. Sarajevo undir stjórn SÞ Francois Mitterand Frakklandsfor- seti hefurbeðið Öryggisráö Sameinuðu þjóðanna um að höfuðborg Bosníu, Sarajevo, verði undir stjórn SÞ. Ræða ekki við N-Kóreu Bandarikjamenn ræða ekki við Noröur-Kóreu nema eftirlits- raenn fái að kanna kjamorku- svæði eins og lofað hafði verið. Hommarog aldur Bretar hafa samþykkt að ald- urstakmörk homma sem vilja stunda kynlif verði lækkuö úr 21 árs í 18 ár. Moka aurogleðju íbúar Mahbu moka aur og leðju úr húsum sínum eftir óveðrið sem reiö yfir á sunnudag. Eyðnilyf Eyðnflyfið ATZ dregur úr lík- um á að fóstur smitist af eyðni í móðurkviði. Tuttugu drukknuðu Óttast er að 20 Haitíbúar hafi drakknaö þegar fleki þeirra brotnaði er þeir voru að flýja til Flórída. Bandaríkja- menn hafa vax- andi eíasemdir um umbótaá- ætlun Clintons forseta í hefl- brigöismálum en þeir styðja þó lykilatriði um heilsutryggingar fyrir alla. Gögnumstolið Ljósritum af sönnunargögnum í Bjugnmálinu í Noregi hefur ver- ið stoliö. Rcutcr, NTB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.