Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Síða 17
16 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 17 fþróttir Lillehammer’94 Úrslitin í LiileHammer 4x5 km boógangakvenna 1. Rússland........... 57:12,5 2. Noregur............ 57:42,6 3. Ítalía............. 58:42,6 4. Finnland........... 59:15,9 5. Sviss.............1:00,05,1 6. Svíþjóð...........1:00,05,8 7. Slóvakía..........1:00,00,2 8. Pólland...........1:01,13,2 Tvikeppni kvenna - brun/svig 1. Pemilla Wiberg, Sviþjóð ...3:05,16 2. Vreni Schneider, Sviss.3:05,29 3. Alenka Dovzan, Slóven.3.06,64 4. Morena Gallizio, Ítalíu..3:06,71 5. MartinaErtl, Þýskal...3:08,78 1500 m skautahl. kvenna 1. E. Hunyady, Austurr.2:02,19 2. S. Fedotkina.Rússl..2:02,69 3. Gunda Nieman, Þýskal .....2:03,41 4. BonneBlair, Bandar..2:03,44 5. A.Thomas.Holl.......2:03,70 íshokki B-riðill: Kanada ~ Svíþjóð...........3-2 Slóvakía - Frakkland.......6-2 Bandarikin - ítalia....... 7-1 Lokastaðan: Slóvakía.....5 3 2 0 26-14 8 Kanada.......5 3 l l 17-11 7 Svíþjóö......5 3 1 1 23-13 7 Bandaríkin...5 1 3 121-17 5 Ítalía.......5 1 0 4 15-31 2 Frakkland....5 0 l 4 11-27 1 í 8-liða úrslitum leika saman Sló- vakía og Rússland, Kanada og Tékkland, Svíþjóð og Þýskaland og Finnland og Bandaríkin. ísdans - parakeppni 1. Gritstsjuk/Platov, Rússlandi. 2. Usova/Zhulin, Rússlandi. 3. TorviU/Dean, Bretlandi. 4. Rahkamo/Koko, Finnlandi. 5. Moniotte/Lavanchy, Frakkl. Jegorova hættir Hin 27 ára gamla skíðagöngu- drottning, Ljubov Jegorova, hef- ur í hyggju aö leggja skíðin á hill- una og ætlar ekki að keppa á íleiri ólympíuleikum. Hún ætlar nú að einbeita sér að því að klára kennaranám sem hún er í og fara út í barneignir. Torvill og Dean hætta Skautasnillingarnir Jayne Tor- vill og Christopher Dean eru líka aö hætta keppni á ný. Þau taka þátt í heimsmeistaramótinu í næsta mánuði og snúa sér síðan aftur að atvinnumennsku sem felst fyrst og fremst í ferðalögum og sýningum. Satan skorar grimntt Slóvakar tryggðu sér t gær sig- ur í B-riöli íshokkfkeppninnar og hafa staðið sig vonum framar til þessa. Þeirra helsti markaskorari heitir því kynduga naíhi Satan og Frakkar gátu bölvað honum í gær því Satan skoraði þrjú af mörkum Slóvaka i 6-2 sígri. AgiáÞjóðverfana Þýsku íshokkíleikmennimir eru sagðir hafa fagnað fullhressi- lega eftir óvæntan sigur á Rúss- um á fóstudagskvöldið. Þjálfar- inn þeirra, sem er Tékki, ætlar héðan í frá að halda töflufundi áöur en leikmennirnir ganga til hvílu tíl að tryggja að um frekara skemmtanahald veröi ekki að ræða hjá þeim! -VS Iþróttir Jegorova rakar saman gullinu - fékk sín 6. gullverðlaiin á ólympíuleikum og jafnaði þar með met Sveit Rússa sigraöi 1 4x5 kílómetra boðgöngu kvenna á ólympíuleikunum í Lillehammer í gær. Norska sveitin hafn- aði í öðru sætí og sú ítalska í því þriðja. Þaö var engin önnur en Ljubov Jeg- orova sem tryggði rússnesku sveitinni sigurinn en hún gekk fjóröa og síöasta sprett Rússanna. Þegar hún lagði af stað var hún nokkrum sekúndubrotum á eft- ir norsku stúlkunni Anitu Moen en Jeg- orova sýndi hvers hún er megnug og kom í mark tæpri hálfri mínútu á undan þeirri norsku. Þar með vann Jegorova sín þriðju gullverðlaun á leikunum og um leið sín sjöttu gullverðlaun á ólymp- íuleikum frá upphafi og hún jafnaöi þar með met Lydiu Skoblivkovu skauta- hlaupara sem vann sex gullverðlaun á vetrarólympíuleikunum á sjötta ára- tugnum. Jegorova getur svo sett nýtt met vinni hún sigur í 30 km göngunni á fimmtudag. „Þaö var frábær upplifun að koma inn á leikvanginn og vissulega er góð tilhugsun að vera sú besta en þessi sigur var rússnesku sveitarinnar allrar," sagöi Jegorova nýkomin í mark. Norsku stúlkurnar geta vel við unað en þær höfðu forystu meira og minna í þremur fyrstu sprettunum. ítahr, sem margir höfðu reiknað með að yrðu í öðru sæti, tryggðu sér bronsverðlaunin á síð- asta sprettinum og geta þakkað hinni frábæru göngukonu Stefaniu Belmondu þaö. Fyrir síðasta sprettinn voru Finnar með 24 sekúndna forskot á ítali en Belm- ondo bretti upp ermarnar og vann þenn- an mun og meira en þaö því hún kom í mark tæpri hálfri mínútu á undan finnskustúlkunni. -GH Ólympíuleikamir í Lillehammer: Svíarnir loks komnir á blað - þegar Pemilla Wiberg varð hlutskörpust í alpatvikeppni Loksins tókst Svíum að krækja í verðlaun á ólympíuleikunum í Lille- hammer þegar Pemilla Wiberg varð hlutskörpust í alpatvíkeppni en þar er lagður saman árangur í bruni og í svigi. Wiberg sigraði í svigkeppn- inni í gær en áður hafði hún hafnað í fimmta sæti í bruni. Svissneska stúlkan Vreni Schneider varð í öðru sæti og Alenka Dovzan frá Slóveníu hafnaði í þriðja sæti. Hún er aðeins 18 ára gömul og vann þar með fyrstu verðlaun Slóvena á ólympíuleikum. Karl Gústaf Svíakonungur og Syl- vía Svíadrottning voru mætt til Lille- hammer og þau uröu ekki fyrir von- brigöum meö Wiberg sem vann sín önnur gullverðlaun á ólympíuleik- um en á leikunum í Albertville sigr- aði hún 1 svigi. „Ég vissi að konungurinn og drottningin voru mætt til að fylgjsat með mér og það gaf mér aukinn kraft. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári síðan að ég mundi vinna tvíkeppnina hefði ég hlegið," sagði Wiberg eftir sigurinn. Þýska stúlkan Katja Seizinger, sem sigraði í brunkeppninni, féll í fyrri umferð svigkeppninnar og þar með var draumur hennar úti um að vinna tvíkeppnina. Bandaríska stúlkan Picabbo Street sem varð önnur í bruninu náði sér ekki á strik í svig- inu og varð að láta sér lynda 10. sæt- iö. -GH Pernille Wiberg kom Svíum loksins á blað á vetrarólympíuleikunum i Lillehammer i gær þegar hún hlaut gullverölaun i alpatvíkeppni kvenna. Símamynd/Reuter Fyrsti ósigur hjá Dean og Torvill síðan 1980 Önnur verðlaun Emese Hunyady - þegar hún sigraöi 11500 skautahlaupi Emese Hunyady frá Austurríki sigraði í 1500 metra skautahlaupi í Víkingaskip- inu í Hamar í gær. Önnur varð rússneska stúlkan Svetlana Fedotkina sem bætti sinn persónulega árangur um tæpar 2 sek- úndur og í þriðja sæti varð þýska stúlkan Gunda Niemann. Þetta voru mikil von- brigði fyrir Niemann sem ætlaði sér sigur en hún féll í 3000 metra hlaupinu í síðustu viku. Rússar hafa hlotið flest gullverö- laun á vetrarólympíuleikunum í Lillehammer, níu talsins, eftir tvö- faldan sigur í listhlaupi para á skaut- um í gærkvöldi. Oksana Gritstsjuk og Evgeni Platov sigruðu en heimsmeistararnir Maja Usova og Alexander Zhulin máttu sætta sig við annað sætið. Bronsið hrepptu síðan Jayne Torvill og Christopher Dean, bresku þjóð- sagnapersónumar sem sigruöu svo eftirminnilega í Sarajevo fyrir tíu áram. „Vil skauta eins og þau í framtíðinm“ Þaö fyrsta sem Gritstsjuk og Platov ræddu um eftir sigurinn var frammi- staöan hjá Torvill og Dean. „Ég skil ekki hvernig þau hafa farið að því að halda sér í svona góðu formi í þessi tíu ár. Þegar ég var lítil fannst mér þau ótrúlegt og yndislegt skautafólk. Nú vil ég geta skautaö eins og þau í framtíðinni,'1 sagði Oks- ana Gritstsjuk um Bretana. Torvill og Dean gerðust atvinnu- menn eftir sigurinn í Sarajevo á sín- um tíma, en hófu á ný keppni í vet- ur. Ósigurinn í gærkvöldi var þeirra fyrsti síðan árið 1980. „Tilfinningin ekki eins góð í fyrramálið“ „Okkur fannst þetta vera einhver okkar besta frammistaða frá upp- hafi. Viö vorum ánægö og fannst áhorfendur vera það líka. Okkur líö- ur vel en sennilega verður tilfinning- in ekki eins góð í fyrramálið," sagði Torvill, sem er 36 ára og Dean er 35 ára. -VS Emese Hunyady kemur í mark á besta tíma. Simamynd/Reuter Æfði listhlaup til12áraaldurs Hunyady, sem æfði listhlaup á skautum fram til 12 ára aldurs, skautaði vegalengd- ina á 2:2,19 mínútum en heimsmetið í greininni á Þjóöverjinn Karin Kania, 1:59,30, sett fyrir átta árum. Þetta voru önnur verðlaun austurrísku stúlkunnar en hún vann til silfurverðlauna í 3000 metra hlaupinu og á leikunum í Albert- ville varð hún í þriðja sæti. Bonnie Blair, ólympíumeistari 1 500 metra hlaupinu, varð í fjórða sæti en hún bætti sinn árangur í þessari grein um hálfa sekúndu og kom í mark á 2:03,44 mínútum. -GH Oksana Gritstsjuk og Yevgeny Platov unnu sigur i isdansinum i gærkvöldi og þar með skutust Rússar upp fyrir Norðmenn I skiptingu verðlauna á leikunum. Símamynd/Reuter Skipting verðlauna í Lillehammer Þjóð Gull Silfur Brons Rússland 9 6 3 Noregur 8 6 2 Bandaríkin 4 3 0 Þýskaland 4 2 5 Itaiia 3 3 8 Kanada 21 2 2 Sviss 1 2 0 Svíþjóð 1 0 0 Austurriki 0 2 2 Kazakhstan 0 2 0 Holland 0 1 3 Frakkland 0 1 2 Japan 0 1 1 Hvíta-Rússland 0 1 0 Finnland 0 0 2 Bretland 0 0 1 Slóvenía 0 0 1 Atburðarásin á fundi sendinefndar HSI og IHF: ;,Skelfileg Insreynsla" - segir Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, um kynni sín af forystu IHF För flögurra manna sendinefnd- ar HSÍ tii Austurríkis vegna fundar framkvæmdastjómar IHF á laug- ardaginn var sannkölluð frægðar- fór. Eins og komið hefur fram í DV væru íslendingar nú hættir að hugsa um heimsmeistarakeppnina á næsta ári ef íslenska sendinefnd- in hefði ekki verið til staðar í Vín og barist þar með kjafti og klóm. Forysta IHF, oft nefnd IHF-mafían, hafði úthiutað Spánveijum og Frökkum keþpninni. Harðfylgi HSÍ-manna, sem mættu til Vínar með fullar töskur af rökum, beygði æðstu menn IHF á lokastundu. IHF stóð frammi fyrir mönnum sem unnið höfðu sína heimavinnu. Einu skýru svörin sem sendinefnd HSÍ fékk voru skætingur og dóna- skapur frá forystu IHF. Þar skáru Erwin Lanc frá Austurriki, forseti IHF. sig úr þeir Raymond Hahn, fransk- ur framkvæmdastjóri IHF, og for- seti IHF, Erwin Lanc frá Austur- ríki. Atburðarásin um síðustu helgi var hreint ótrúleg eins og fram kemur hér á eftir hjá Ólafi B. Schram, formanni HSÍ: „Upphaf málsins er aö ég hringdi út sl. miðvikudag til IHF og bað um að við fengjum að tala við fram- kvæmdanefnd IHF um helgina. Ég sagði einnig að við myndum verða viðstaddir fundinn. Munnlegt svar kom til baka þar sem sagt var að það væri ástæðulaust. Á fóstudag- inn sendi ég út skeyti þar sem sagöi aö viö kæmum fjórir og enn bað ég um leyfi til að fá að tala við þessa menn. Skeyti kom til baka klukkan sex á föstudaginn frá IHF. Þar sagöi aö laugardagurinn væri fundar- dagur framkvæmdanefndar og all- ur stíft bókaöur. Þeir sögðust þó vilja tala við okkur á laugardags- kvöldið klukkan átta. Með þetta fórum við út.“ „Já, en þá á ég að vera farinn héðan“ Ólafur heldur áfram: „Við höfðum meðferðis gögn sem voru 50 síður. Þegar ég kom til Vínar hitti ég strax Svíann Staffan Holmquist, for- mann Evrópusambandsins, og Pet- er Buhning, fqrmann bandaríska sambandsins. Ég lét þá hafa gögnin og dreifðí þeim einnig á herbergis- númerin hjá hinum fundarmönn- unum sem ekki voru mættir. Ég sagði Staffan að viö ættum fund með framkvæmdanefndinni klukkan átta kvöldið eftir, á laug- ardagskvöldiö. Þá sagði Svfinn: „Já það var og, en þá eigum við að vera farnir héðan!" Staffan hló að þessu skipulagsleysi en sagðist skyldu reyna að koma okkur á fund fram- kvæmdanefndarinnar í hádeginu á laugardag. „Þið eruð með skothelt mál í höndunum og félagar mínir í nefndinni geta ekki annað en hlustað á ykkur," sagöi Staffan. Fyrirlitning og dónaskapur við morgunverðarborðið „Þá er komið að morgunverðinum á laugardagsmorguninn. Fundur nefndarinar átti að byija klukkan níu og við vorum mættir í morgun- verð klukkan átta. Þegar við mætt- Raymond Hahn frá Frakklandi, framkvæmdastjóri IHF. um sátu þar flestalhr nefndar- mennirnir nema forsetinn, Erwin Lanc. Rétt fyrir niu mætti Lanc. Hann hefisaði strax félögum sínum hjá IHF en sá okkur ekki, virti okk- ur ekki viðlits þrátt fyrir að innan við metri væri á milli okkar borðs og borös IHF. Hann gekk síðan nokkra metra frá borðunum með Raymond Hahn og þeir töluðu sam- an. Um hvað veit ég ekki. Ég og Kjartan Steinbach ákváðum þá að standa upp, ganga til þeirra og heUsa. Þegar við nálguðumst skiptu þeir snarlega úr þýsku og yfir í frönsku. Þeir sneru sér síðan undan og gengu í burtu, famir. Við gengum aftur í okkar sæti eftir misheppnaða tilraun til að heUsa foringjunum. Viö töluðum síðan við Staffan þama í borðsalnum og hann sagði þetta algjört hneyksh, svona gætu menn ekki hagað sér. Egypski fuUtrúinn tók af sér gler- augun og sagöi að forsetann hefði eflaust vantað ein slík. Hann bætti því við að líklega hefði Lanc ekki séð okkur því við værum gerðir úr ís og því gegnsæir. Fljótlega fórum við síðan niður í anddyri hótelsins og þar hittum við lögfræðing Evr- ópusambandsins, Karl Giintzel. Hann sagði við okkur: „Þið eruð með allt með ykkur. Lögin, réttinn og aUt saman." Stuttu seinna kom Frank Birke- feld, þýskur ritari IHF, niður og sagði við okkur: „Þið eigið að vera klárir klukkan tólf. Þá verður gert fundarhlé og þá verður talað við ykkur." „Gerið boð fyrir islendingana“ „Þetta gaf okkur vonir í málinu. Þegar við svo komum, voru til við- ræðu við okkur nokkrir nefndar- manna, þar á meðai Lanc og Hahn og tveir aðrir nefndarmenn. Staff- an og formaður bandaríska sam- bandsins, aðalstuðningsmenn okk- ar í máhnu, voru ekki til staðar. Ég hitti Staffan og spurði af hveiju hann væri ekki á fundinum með okkur. Hann sagði að þessir fjór- menningar hefðu haft mest með máhð aö gera og ákveöið hefði ver- ið að gera okkur tilboð. Síðar komst ég að því að á fundin- um fyrr um morguninn hafði Lanc sagt að ísland uppfyUti ekki skU- yrði og að keppnin færi fram á Spáni og í Frakklandi. Staffan Staffan Holmquist frá Svíþjóð, formaður Evrópusambandsins. Holmquist barði þá hraustlega í borðið. Hann sagði að viö værum mættir með 50 síðna skýrslu og sagðist gera kröfu til þess að hún yrði lesin og farið yrði í gegnum rök íslendinga í málinu. „Þeir eru með rök og þeir hafa málstað," sagöi Staffan. Buhning, formaður bandaríska sambandsins, studdi þetta. Síðan fór framkvæmda- nefndin yfir okkar rök og Lanc hefur væntanlega séð að þetta var allt rétt hjá okkur. Þegar hér var komiö sögu stóðu þeir Hahn og Lanc upp frá fundarborðinu, fóru fram á gang og réðu ráðum sínum. Skömmu síðar komu þeir aftur inn og sögðu: „Gerið boð fyrir íslend- ingana. Við tölum við þá klukkan tólf." „Við erum með tilboð og það er lokatilboð" Ólafur B. Schram heldur áfram: „Þá komum viö aftur aö fundinum okkar klukkan tólf. Lanc kaus að fara aftur til ársins 1987 og sagði: „Það eru miklar mannabreytingar hjá HSÍ. Þið eruð búnir að skipta um framkvæmdastjóra. Þið eruð búnir að skipta um formann og svo skiptuð þið aftur um formann." Lanc óð síðan úr einu í annað og talaði í stundarfjórðung. Síðan sagði hann: „Við erum með tilboð og það er lokatilboð. Um það verður ekki rætt frekar. Þetta er tilboð frá IHF og þið getið svarað því, já eða nei.“ Þetta var eins og að rökræöa við hátalarakerfi." Lanc stóð þá upp og gekk á dyr „Þegar hér var komið sögu sat ég eins og lítill skólastrákur sem dreg- inn hafði verið fyrir skólameist- ara,“ sagði Ólafur og hélt áfram: „Ég sagði síðan við Lanc: Erum við hér til að ræða málin eöa til að hlusta? Er þetta eintal eins manns eða samtal tveggja aðila? Við tók- umst síðan nokkuð á. Ég spurði hvort hann gæti sagt mér hvað orð- ið „transmission" þýddi. Lanc svaraði með sjö mínútna ræðu. Eftir hana sagði ég: Fyrirgefðu, en ég fékk ekki svar við minni spurn- ingu. Hvað þýðir orðið „transmissi- on?“ Þá kom fjögurra mínútna ræða hjá Lanc og ekkert svar við spurningu minni frekar en áður. Þá sagði ég við hann: Fyrirgeföu Ólafur B. Schram, formaður Hand- knattleikssambands íslands. herra Lanc, en enskukunnátta mín er ekki betri en þaö að ég heyrði ekki svarið við minni spurningu. Þá stóð Lanc upp og sagði: „Ég vil ekki að orð mín séu dregin í efa. Þakka þér fyrir, fundi okkar er lok- ið. Ég vil ekki ræða þetta frekar og alls ekki smáatriði málsins." Við frusum allir. Lanc var greini- lega gallharður og keppnin á þess- ari stundu jafnvel farin út úr hönd- unum á okkur. Lanc stóð síðan upp og gekk á dyr án þess að kveðja. Ég spurði gjaldkera IHF, sem var á þessum fundi, hvort þetta tilboð IHF stæði og hvort við fengjum frest til mánaðamóta til að svara því. Hann kvað svo vera. Ég sagði gjaldkeranum þá að við myndum skoða máhð en gaf honum ekkert svar." „Svakaleg lífsreynsla“ Ólafur heldur áfram: „Ég var kannski svolítið prakkaralegur en ég hef bara aldrei kynnst þessu apparati fyrr. Þetta var skelfileg lífsreynsla. Þegar við fórum síðan aö skoða málið betur sáum við að þetta var í raun það eina sem Lanc gat gert. Við vorum búnir aö koma honum út í horn. Hann var alger- lega rökþrota í máhnu. Hann gat ekkert annað gert en að sparka frá sér. Lanc getur aldrei sagt opinber- lega: „Ég gerði mistök." Það er ekki til í hans orðabók," sagði Ólafur B. Schram. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.