Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 Fréttir Hringdi 1 lögfræðing til að panta tíma: Var rukkuð um rúmar tvö þúsund krónur fyrir símtalið - ekki ástæða til að gefa ókeypis ráðgjöf, segir formaður Lögmannafélagsins „Ég hringdi um daginn í lögfræð- ing sem vann fyrir mig fyrir 10 árum og ætlaði að fá viðtalstíma hjá hon- um. Hann gat ekki gefið mér viðtals- tíma og mér tókst ekki aö ræða efnis- lega við hann um erindið, rifjaði bara upp fyrri samskipti okkar. Síðan lauk símtalinu án þess að ég hefði neitt upp úr krafsinu. Stuttu síöar kom hins vegar gíróseðill frá honum inn um lúguna hjá mér. Seðillinn hljóðaði upp á 2.113 krónur. Upphæð- in var skýrð sem kostnaður vegna símtals. Ég fékk hláturskast þar sem ég stóð með reikninginn í höndun- um. Þetta er alveg makalaust og ég hafði ekki hugmynd um að þetta tíðkaðist," sagði Hólmfríður Einars- dóttir í samtah við DV. Hólmfríður var mjög hissa á að fá reikning fyrir stutt símtal við lög- fræöinginn án þess að bera nokkuð úr býtum, hvorki viðtalstíma né samræður um erindi hennar. „Það er ekkert athugavert við það, hvorki hjá lögfræöingum né öðrum starfsstéttum sem gefa ráð í síma, að krefjast greiðslu fyrir. Tölvufræð- ingur sagði mér að fólk brygðist allt- af jafii illa við ef ráðgjöf eða aðstoð í símtali væri tilgreind á reikningn- um. Ef menn á annað borð taka að sér að gefa ráðgjöf í síma finnst mér engin ástæða til að gera það ókeyp- is,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson, formaöur Lögmannafélags íslands, í samtali við DV. Varðandi umrætt símtal sagði hann að sjálfsagt stæði staðhæfing gegn staðhæfingu um eðh þess. Ragnar segir mjög marga lögmenn ahs ekki veita neinar ráðleggingar í síma, noti hann einungis til að ákveða fundi og þess háttar. Enginn taxti er th hjá Lögmannafé- laginu yfir ráðgjöf í síma. Ragnar segir mikhvægt að fólk, sem leitar th lögmanna eða annarra sérfræöinga, spyrji fyrst hvort við- komandi taki verkið að sér og síðan, taki hann verkið að sér, hvort hann geti gert kostnaðaráætlun. Að þessu loknu geti viðkomandi ákveðið af eða á. Þama sé einungis verið að ræða viðskipti. Byijaöi símtah hins vegar á lýsingu á aðstæðum og spuming- um um leiðir og lögfræðingur svar- aði væri hann í raun að veita ráðgjöf og taka tíma í það sem hann annars gætinotaðíönnurverk. -hlh Mikil umsvif í Eskifjarðarhöfn Emh Thorarensen, DV, Eskifirði: „Hér er mikið um skipakomur og umsetning hafnarinnar mikh - ein- hver sú mesta á landinu og viðlegu- pláss er það sem okkur vantar svo tilfinnanlega. í dag er til dæmis von á þremur flutningaskipum auk tog- ara og loðnubátanna,“ sagði Sigur- þór Hreggviðsson, hafnarstjóri á Eskifirði, í samtah við DV14. febrú- ar. En von er th 'að úr rætist þó hægt hafi gengið. Senn hillir undir lok smíði á 75 metra langri harðviðar- bryggju sem byrjað var á fyrir tæpu ári. Verkinu átti að ljúka sl. haust en hefur dregist mjög. Síðasta áætlun hljóöaði upp á verklok 15. janúar sl. en stóðst ekki. Ástæður þess hafa verið ýmsar að sögn Sigþórs hafnarstjóra svo sem óhagstætt veðurfar og tvívegis hafa skip siglt á bryggjuna og skemmt. Og enn bíöa menn óþreyjufullir eftir þvi leguplássi sem skapast þegar verkinu lýkur. Sameiginlegt framboð til umræðu í Eyjum: Rétt að kanna málin of an í kjölinn - segir Guðmundur Þ. B. Ólafsson bæjarfuUtrúi „Það á ekki að slá neina mögu- leika út af borðinu. Reynist áhugi á sameiginlegu framboði fmnst mér rétt að kanna það ofan í kjöl- inn,“ segir Guðmimdur Þ. B. Ólafs- son, bæjarfuhtrúi Alþýðuflokksins í Vestmannaeyjum. Óformlegar þreifingar eru í Vest- mannaeyjum um sameiginlegt framboö núverandi minnihluta- flokka í næstu bæjarstjómarkosn- ingum. Sjálfstæðisflokkurinn er með hreinan meirihluta í bæjar- stjóminni, sex fuhtrúa af níu. Al- þýðuflokkurinn á tvo fuhtrúa, Al- þýðubandalagið einn en Fram- sókiiarflokkurinn engan. Sam- þykkt hefur verið í bæjarstjóm að fækka bæjarfuhtrúum um tvo við næstu kosningar. Að sögn Guömundar hefur um- ræðan um sameiginlegt framboð enn sem komið er ekki verið rædd formlega innan Alþýöuflokksins. Eins og staðan sé nú vinni alþýðu- flokksmenn að undirbúningi á eig- in framboðshsta. -kaa Egill og ríkisstjórnin Eghl á Seljavöhum lýsti yfir því í DV fyrir helgi að hann mæti mál- efnin en ekki líf ríkisstjóma. Hann ætlar að fylgja frumvarpinu um búrvörulögin á endamörk. Stað- fastur maður Eghl og málefnaleg- ur. Maður skyldi ekki vanmeta það. Dagfari hefur verið að hugsa um þessa yfirlýsingu þingmannsins yfir helgina og hefur jafnframt fylgst með fréttum af viðræðum þeirra Davíös og Jóns Baldvins um þetta sama búvöruframvarp og þessa sömu ríkisstjóm. Eftír því sem Dagfari hugsar meir um máhð því meir finnst honum th um staö- festu Eghs Jónssonar. Þetta er sennhega alveg laukrétt hjá mann- inum. Maður á að fylgja málefnun- um en ekki ríkisstjómunum sem skhja ekki málefnin. Svo ekki sé nú talað um ríkisstjómir sem era á móti málefnunum. Málefnið sem Eghl hefur bundið trúss sitt við er landbúnaðurinn og -raunar matvælaframleiðslan eins og hún leggur sig. Dehan hefur nefnhega staðið um þaö eins og al- þjóð veit, hvort landbunaðarráð- herra eigi að hafa það í valdi sínu að ákveða himinhá verðjöfnunar- gjöld á innflutt matvæh, th að koma í veg fyrir að nokkur hafi efni á því að kaupa erlend matvæh ef jafn dýr íslenskt matvæh era á boðstólum. Með öðrum orðum að landbúnaðarráðherra ákveði mat- seðihnn hjá landsmönnum en ekki þeir'sjálfir. Þetta er málefnaleg afstaða hjá Agh. Hann er á mótí því að lands- menn og neytendur velji sjálfir í matinn. Hann vhl að landbúnaðar- ráðherra geri það. Forsendumar fyrir þessari af- stöðu era að vísu ekki þær að mannfólkið hafi takmarkaö vit á því að ákveða sjálft hvaö það hafi í matinn, heldur hitt að sauðkindin er í bráðri hættu ef íslendingar geta vahð á milli þess að borða lambakjöt eða einhvem annan rétt. Og þegar þannig stendur á aö líf og framtíð sauðkindarinnar er i hættu er það málefnaleg niður- staða þingmannsins að sauðkindin standi mannskepnunrii framar. Að minnsta kosti á það viö um kjör- fylgi þeirra landsbyggðarþing- manna sem Eghl elur önn fyrir. Hann segir aö það þýði ekki fyrir nokkum landsbyggðarþingmanna að sýna sig eöa reikna með endur- kosningu, ef hann ætlar aö standa fyrir því að leyfa fólki aö velja sinn eigin mat. Ef hann ætlar að fórna sauðkindinni fyrir þann hégóma að fólk ákveði hvað það boröi. Um þetta hefur dehan snúist. Það er sauðkindin sem er í fyrirrúmi í hinum dreifðu byggðum sam- kvæmt kenningum Eghs Jónsson- ar og ef henni er útrýmt er lands- byggðarþingmönnum útrýmt og ergó: þeir leyfa ekki frjálst í matar- kaupum. Þeir treysta landbúnaöa- ráðherra th aö hafa vit fyrir fólki í matarinnkaupum. Þegar svo er komið málum að barist er um líf sauðkindarinnar eða líf ríkisstjómarinnar, þá vefst þaö ekki fyrir þeim þingmönnum sem eiga aht undir sauðkindinni að velja sauðkindina. Th fjandans með ríkisstjómina og samstarfið þar. Th'fjandans með ráðherra sem ekki skhja mikhvægi sauðkindar- innar. Til fjandans með ráðherra sem vhja sitja vegna ríkisstjómar- innar þegar málefnin era annars vegar. Landsbyggðarþingmenn vhja ekkert með ríkisstjórn hafa að gera sem ekki hefur skhning á málefnum. Enda koma ríkisstjóm- ir og fara en málefnin blífa. Hvað hefur sauðkindin lifað margar rík- isstjómir af? Ætla menn að kippa stoðunum undan landsbyggðar- þingmönnum og þeirra traustasta fylgi th þess eins að fylgja ríkis- sfjóm sem er hvort sem er á förum? Ríkisstjómir era ekki valdar th aö leyfa neytendum að éta þann mat sem það kýs. Það hljóta að vera einhver takmörk fyrir öhu' þessu déskotans frelsi og nóg er að fólk fái að ákveða hvenær það fer á klósettiö eða hvenær það leggst th svefns þótt ekki sé lika verið að leyfa fólki aö ráða hvað það borð- ar! Landsbyggðarþingmenn með Egh á Seljavöllum í broddi fylking- ar láta ekki ríkisstjórn komast upp með slíka óstjóm. Nei, burt með þessa ríkisstjóm ef hún ætlar að fóma þingsætum landsbyggðarmanna og sauðkipd- inniog þeim hehaga rétti landbún- aðarráðherra að velja matseðhinn fyrir almúgann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.