Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1994, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 22. FEBRÚAR 1994 11 Menning Krafa Quiuju (Gong Li) um afsökunarbeiðni stillir henni upp á móti kerfinu, Háskólabíó - Sagan af Quiju: ★ ★ V* Bóndakona í leit að réttlæti Sagan af Qiuju er fjórða mynd kínverska leikstjór- ans Zhang Yimou sem hlotið hefur heimsdreifingu og hafa þær allar komið hingað í bíó, sem þykir nú ansi gott á okkar amerískmettaða kvikmyndamarkaði. Sagan af Quiju er eins konar dæmisaga, um bónda- konu sem kærir embættismann þorps síns fyrir að hafa sparkað í klofið á manni sínum. Lögregla staðar- ins reynir á ná sáttum en Quiju sættir sig ekki við neitt nema afsökunarbeiðni, sem hinn jafn þrjóski þorpsformaður er ekki á því áð gefa. Quiju fer lengra með málið þótt það kosti hana erfiðar ferðir til næstu bæja og borga. Quiju vill bara réttlæti og treystir á kerfið en órar ekki fyrir hvaða afleiðingar þetta gæti haft. Þessi nýjasta mynd Yimou er stílbreyting frá því sem áður var, bæði hvað varðar söguna og tæknilegu hlið- ina. Ólíkt fyrri myndum hans, gerist Sagan af Quiju í nútímanum og er ekki eins gagnrýnin á einstaka þætti í þjóðfélaginu heldur hefur bæði samúð með ein- staklingunum og kerfinu. Þetta er ekki dæmigerð Hollywoodsaga að hætti Frank Capra um litia maim- inn/konuna sem berst við vonda kerfið. Þessi jafnhliöa frásögn er virðingarverð en rænir söguna aðeins dramatíkinni. Hún bætir þó fyrir það með því aö verða æ kaldhæönari þegar Uður á hana og málsóknin tekur að stækka upp úr öllu valdi. Myndræna hliðin er ekki alveg eins glæsileg og í fyrri myndum Yimou, sem er fyrrverandi kvikmynda- tökumaður. Hann hefur skipt yfir í súper 16 mm filmu, þannig að myndatakan er ekki eins skýr og skörp. Yimou hefur líka gefið vélinni meira frelsi, en fyrri myndir hans eru mjög uppstilltar. í borgaratriðunum hefur hann falið myndavélina og sendir leikarana út í mannþröngina. Myndin gæti næstum verið í heimild- armyndastíl, nema hvað heimildarmyndir eru aldrei svona fallega lýstar. Allar myndir frá framandi löndum græða því hvað umhverfið er óllkt okkar og jafnvel smæstu atburðir Kvikmyndir Gísli Einarsson í daglegu lífi fólksins verða aldrei leiðinlegir vegna nýbreytninnar. Sagan af Quiju sýnir miklu meira af hinu alvöru Kína en fyrri myndir Yimou enda gerist hún í nútímanum og berst sagan frá þorpi til bæjar, borgar og stórborgar. Gong Li leikur aðalhlutverkið eins og venjulega, en Yimou gerir ekki eins mikið út á fegurð hennar eins og áöur. Li er kasólétt, í sveitó fótum og fær lítið sem ekkert af nærmyndum. Þetta er í samræmi við stefnu hans í myndinni að halda ákveðinni fjarægð frá per- sónunum til þess að áhorfandinn eigi erfiðara með að halda með þeim. Raise the Red Lantem er ennþá besta mynd Zhang Yimou, en með dæmisögunni um Quiju sýnir hann aukna fjölhæfni. Qiuju da guansi (Kina/Hong Kong-1992) 99 min. Handrit: Liu Heng (Ju Dou) eftir bók Chen Yuanbin „Wan jia susong" (The Wan Family’s Lawsuit). Leikstjórn: Zhang Yimou (Red Sorghum, Ju Dou). Leikarar: Gong Li, Lei Kesheng, Ge Zhijun, Liu Peiqi, Yang Liuchun. Sviðsljós í hringiðu helgarinnar Á árshátíð Flugleiða, sem haldin var um helgina, mættu bæði fyrrverandi og núverandi starfsmenn. Á myndinni em þau Sigurlaug Halldórsdóttir, sem er núverandi starfsmaður flugleiða, Haraldur Helgason, sem hefur starfað við flugið síðan 1946 en heftur nú látið af störfum, og Jóhanna Helgadóttir. Starfsfólk heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisms gerði sér glaðán dag á árshátíð ráðuneytisins sem haldin var í Hraunholti á föstudagskvöld. Þar sannað- ist það að þó danstónlistin breytist ört þá dettur gamli góði „kokkurinn" aldrei úr tísku. LAXÁ Á REFASVEIT Til sölu veiðileyfi í Laxá á Refa- sveit. Nýtt hús, mjög góð aðstaða. Upplýsingar í síma 91-658839 á milli kl. 13 og 14 alla virka daga. V J Gott atvinnuhúsnæði til leigu að Höfðabakka 3, Reykjavík (austasta bil, núna BARR hf.), 260 ferm á tveim hæðum. Leigist frá 1. mars nk. Mjög snyrtilegt og skemmtilegt húsnæði sem hentar vel til ýmiss konar starfsemi, ekki síst í verslun og iðnaði. Nánari upplýsingar í símum 681860 og 681255 á skrifstofutíma. Hörður Sveinsson & Co hf. Uppboð á lausafjármunum Að kröfu sýslumannsins á Blönduósi og ýmissa lögmanna verða eftirtaldar bifreiðar boðnar upp við lögreglustöðina á Blönduósi föstudaginn 4. mars 1994 kl. 17.00. ND-314 HZ-661 KC-921 EG-427 FS-294 FU-428 BF-177 JJ-131 IA-686 JA-769 JN-600 KC-353 IC-378 GI-709 GÞ-111 LA-974 GFS-282 IE-593 JA-805 GV-883 GH-883 IZ-704 HA-382 H-2990 FÖ-798 DD-239 HM-674 GR-913 GU-019 DI-514 GT-217 MC-136 JR-076 IB-027 Einnig bifhjól IT-783, malan/agn OA-257, fjórhjól ÞE-235, vélsleði ÞE-063 og plastbátur, frambyggður, 6 m langur. Vænta má að greiðsla verði áskilin við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Blönduósi Styrkir til námsefnisgerð- ar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir eftir umsókn- um um styrki til námsefnisgerðar í bóklegum og verklegum greinum á framhaldsskólastigi. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneyt- inu, námsefnisnefnd, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 11. mars nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt er að fá í ráðuneytinu. Vikutilboð 21.-28. febrúar Þýsk og amerísk hágæðavara á frábæru verði, t.d.: Reykskynjarar kr. 740,- Duftslökkvitæki, 2 kg kr. 4.500,- Duftslökkvitæki, 6 kg kr. 6.300,- Sérverslun með eldvarnarvörur Eldverk hf. Sími 81 24 66 Ármúla 36, Reykjavík

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.