Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 5
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994
5
Fréttir
Héraðsdómur Reykjaness í máli 10 ára stúlku á hendur útgerð:
Bætur vegna f öður sem fórst
- stúlkan var ófædd þegar faðirinn lést 1 eldsvoða um borð í Gunnjóni GK
Héraðsdómur Reykjaness hefur
dæmt útgerð Gunnjóns GK 506, sem
brann um 60 sjómílur norður af
Horni í eldsvoða í júní 1983, til að
greiða 10 ára stúlku, sem þá var
ófædd, 1,2 milljónir króna með vöxt-
um vegna missis framfæranda, föð-
urins, og röskun á stöðu og högum
hennar eftir andlát hans. Faðirinn
lést ásamt tveimur öðrum í brunan-
um. Stúlkan fæddist um 8 mánuðum
eftir að faðir hennar, sem þá var 17
ára, fórst í brunanum. Már Péturs-
son héraðsdómari kvað upp dóminn.
Árið 1983 var móðir stúlkunnar 17
ára og var þá í mjög nánu sambandi
við jafnaldra sinn sem bjó í sömu
götu og hún í Keflavík. Þau höfðu
verið saman nær öllum stundum um
langt skeið og dvalið á heimilum
hvort annars til skiptis. Þetta sumar
Lillehammer:
Gullinn
dagur
Norðmanna
- fengu fimm verölaun
Norðmenn höfðu rika ástæöu
til að gleðjast í gær því þeir
kræktu þá í fimm verðlaun á
vetrarólympiuleíkunum í Lille-
haramer. Tvö gull, tvö silfur og
eitt brons voru hengd um hálsa
norskra keppenda.
Lasse Kjus sigraði í alpatví-
keppni karla og Norðmenn fengu
lika silfrið og bronsiö. Kjetil
Andre Ámodt varð annar og Har-
ald Christian Nilsen þriðji.
Espen Bredesen, Noregi, sigraði
glæsilega i skíðastökki af 90
metra palií. Lars Ottesen, Noregi,
varð annar og Dieter Thoma,
Þýskalandi, þriðji.
Rússar sigruðu i 4x7,5 km
skíöaskotfimi kvenna. Þýska
sveitin varð önnur og sú franska
þriðja.
Þjóöverjar unnu tvöfaldan sig-
ur í 5.000 metra skautahlaupi
kvenna. Claudia Pechstein sigr-
aði og heimsraethafinn, Gunda
Niemann, varð önnur, aöeins
hálfri sekúndu á eftir henni.
Þriðja varð Hiromi Yamamoto frá
Japan.
Norðmenn voru þar með komn-
ir með flest verðlaun á leikunum
fyrir listhlaupið í gærkvöldi, 25
talsins. Rússar komu næstir með
22 verðlaun, en þeir eru hins veg-
ar með 11 guil gegn 10 gullverð-
launum Norðmanna. Síðan komu
Þjóðverjar meö 7 guli, 7 silfur og
7 brons.
Ólympíuleikunum lýkur á
sunnudaginn, og þá keppa fjórir
íslendingar. Kristinn Björnsson
og Haukur Arnórsson í svigi en
Daníel Jakobsson og Rögnvaldur
Ingþórsson í 50 km göngu. Fyrri
ferðin í svíginu er klukkan 8.30
og sú síðari kiukkan 12 en gangan
hefstklukkan9. -VS
/O (juffniffanintv
V^/Laugavegi 178
Borðapantanir
í síma 679967
var pilturinn til sjós á Gunnjóni GK
og fórst með honum af völdum bruna
sem upp kom í bátnum. Átta mánuð-
um síðar ól móðirin umrædda
stúlku, hún varð því þunguð
skömmu áður en slysiö varð.
Móðirin stefndi bæði Samábyrgð
íslands á fiskiskipum og útgerð
Gunnjóns til að greiöa þeim mæðg-
um bætur vegna missis hins væntan-
lega framfæranda. Dómurinn sýkn-
aði fyrrgreinda aðilann þar sem
hann var ekki talinn beinn aðili að
málinu. Hins vegar var útgerðin
dæmd til að greiða barninu 1,2 millj-
ónir króna með vöxtum frá 1989
vegna missis hins væntanlega fram-
færanda.
Dómurinn féllst hins vegar ekki á
kröfu móðurinnar um bætur til
hennar vegna missis hennar á fram-
færanda og röskunar á stöðu og hög-
um hennar vegna andláts piltsins.
Varðandi þetta atriði segir í dómin-
um: „Sambúð leiðir ekki til fram-
færsluskyldu og sambúðarmaka eru
því ekki kræfar sérstakar bætur
vegna missis framfæranda þegar
raunveruleg framfærsla á sambúð-
artíma er ósönnuð og framfærslulík-
ur ótryggar nema til komi sérákvæði
í lögum, samningar eða aðrar slíkar
heimildir.
Dómsmálaráðherra veitti mæðg-
unum gjafsóknarleyfi vegna málsins.
Dómurinn dæmdi útgerðina til að
greiða 270 þúsund í málskostnað til
ríkissjóðs en þaðan rennur upphæð-
in til stúlkunnar sem vann málið.
-Ótt
Safnabu Merrild toppum og
skreyttu borbib þitt
Þegar þú kaupir Merrild kaffipakka færðu ný- og 990 kr. ávísun færð þú dúk. Ef þú vilt fá
malað gæðakaffi. Með því að safna toppunum andvirðið borgað út sendum við þér ávísun,
geturðu nú skreytt borðið með ___^ hver toppur er 20 kr. virði. Tilboðið
nýjum og skemmtilegum stendur til 15. ágúst 1994. Sendu
diskamottum frá Södahl eða , ; • ' 'F* ' v^^^^seðilinn með nafni þínu og
dúk með sama munstri. Þú n heimilisfangi ásamt toppunum.
þarft aðeins að senda okkur '% ú " Hvert heimili má í mesta lagi
toppana af rauðum Merrild eða ' , < senda inn 40 toppa og einn
Merrild Light. Með því að safna miða. Klipptu toppinn af rauðum
5 til 40 toppum færð þú allt að 8 diska- Merrild eða Merrild Light kaffipakka ef
mottur frá Södahl og fyrir aðra 20 toppa þig langar í kaupbæti með góðu kaffi.
Utanáskriftin er: Merriid kaffi |
Pósthólf 4132 £
124 Reykjavík |
---------------------------------><§------------
□ Ég vil gjarnan fá__Södahl diskamottur og sendi hér
meö_____toppa af Merrild 500 g.
I I £g vil gjarnan fá greitt fyrir meöfylgjandi __toppa
samtals____kr.
| | Ég vil gjarnan fá Södahl dúk og sendi hér meö 20 toppa
og 990 kr. ávísun.
MewJM
-setur brag á sérhvern dag!
Nafn:........
Heimilisfang:
Póstnúmer:
Skrifib meb prentstöfum
Merrild Kaffi Pósthólf 4132 124 Reykjavík