Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 2
Fréttir LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Þeim fækkar sem greiða áskrift að Stöð 2: Um f imm þúsund aðilar nota sjóræningjalykla - nýi myndlykillinn hefur einnig verið „brotinn“ Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflaö sér munu allt aö fimm þúsund sjóræningjamyndlyklar vera í notkun í landinu sem þýðir aö heimilisfólk á jafn mörgum heimil- um horfir frítt á dagskrá Stöövar 2. Við bætist að áskrifendum hefur fækkaö verulega en tahð er að um og yfir 10 þúsund myndlyklar séu ekki í áskrift. Hluti þessara myndlykla er bilaöur en eigendur hafa ekki talið svara kostnaði að eyða 5-6 þúsund krónum í viðgerð þegar skipta á myndlykla- kerfmu út á þessu og næsta ári. Þá hefur samdráttur í tekjum heimil- anna áhrif í þá átt að fólk sleppir áskrift að Stöð 2. Þá mun vera mun algengara en áður að fólk samnýtir myndlykla þannig að tvær eða fleiri Qölskyldur eru um sama lykil án þess að hafa samið um þaö við Stöð 2. Síðast en ekki síst hefur færst mjög í vöxt að fólk láti sérfróða menn eiga við myndlyklana, gera úr þeim svo- kallaöa sjóræningjalykla. Samanlagt þýðir þetta verulegt tekjutap fyrir Islenska útvarpsfélagið en sjóræn- ingjalyklarnir einir geta þýtt tekju- tap sem nemur hátt í 200 milljónum á ári. Inni í myndlyklunum eru tölvukubbar en þaðan er lykilnúm- erinu stjómað. Nokkrir rafeinda- virkjar hafa af þvi tekjur að opna afruglarana, láta tölvu „lesa“ kubb- inn og búa síðan til marga eins kubba sem settir era í aðra afraglara. Þessi aðgerð fer fram meðan beðið er. Þetta þýðir að margir aöilar, hver á sínum stað á landinu, geta notað sama lykil- númerið og sameinast um að greiða áskriftina eða horft frítt. Þaö era ekki til nein lög sem banna fólki að eiga við lyklana, svo framar- lega sem þeir era í eigu þess, era ekki „lánslykar" í eigu íslenska út- varpsfélagsins. En myndlyklasérfræðingar í bíl- skúram og bakherbergjum láta ekki staðar numið við gömlu lyklana. DV hefur öraggar heimildir fyrir því að nýi lykillinn, sem Stöð 2 hefur þegar flutt inn í eitt þúsund eintökum, hafi þegar verið „brotinn" sem þýðir að gera má sjóræningjalykla úr honum líka. Það mun hafa verið töluvert erfiðara að „brjóta“ nýja lykilinn en þann gamla. Þessir lyklar era hins vegar í eigu Stöðvar 2 og því eru menn ekki réttu megin laga og reglna eigi þeir við þá. -hlh Sinfóniuhljómsveit íslands lék í gær fjögur lög inn á hljóðsnældu á skólatón- leikum í Digranesskóla. Snældan verður fjölfölduð og send í alla skóla lands- ins. Þjóðhátíðarnefnd vonast til þess að tónmenntakennarar og almennir kennarar æfi lögin og Ijóðin með nemendum sínum fyrir þjóðhátíðina á Þingvöllum en hugmyndin er að mynda kór með þátttöku um 1000 barna frá öllum landshlutum sem myndi syngja á hátíðinni við undirleik Sinfóníu- hljómsveitarinnar. DV-mynd Brýnjar Gauti Framkvæmdastjóri Nord Morue 1 Frakklandi: Þetta er hálfgerður skotgrafarhernaður „Þetta er hálfgerður skotgrafar- hemaður. Við eram með lið í því að prófa hinar ýmsu leiðir að koma fiski í gegn. Helst reynum við að fá heil- brigðisskoöun einhvers staðar í Evr- ópu og láta tollafgreiða fiskinn á hin- um ýmsu stöðum í Frakklandi. Þetta hefur gefið bestan árangur. Við eram í nánu sambandi við flutningsaðila og fleiri og með því náum við vör- unni í gegn án þess aö verða fyrir skakkafóllum," sagði Birgir Jó- hannsson hjá Nord Morue í Frakk- landi í samtali við DV. Nord Morue, sem er dótturfyrir- tæki SÍF, fékk undanþágu sl. fimmtu- dag til aö geyma allan fisk í geymsl- um fyrirtældsins á meðan sýnataka fer fram í stað þess að lesta fiskinn í tollstöð. Birgir sagði þetta skipta miklu máli. Nord Morue náði ís- lenskúm og norskum fiski í gegn á tveimur vörubílum í gærmorgun og um helgina má vænta 6 bíla með salt- fisk til Frakklands. Eftir he^gina á síðan að koma fryst.um fiski í gegn. Segja má að Nord Morae sé með ákveðið tak á Frökkiun og þar með betri stöðu en dótturfyrirtæki SH og íslenskra sjávarafurða í Frakklandi. Nord Morae starfrækir fiskvinnslu í Bordeaux sem um 160 Frakkar starfa við. „Ég er sannfærður um aö þetta skiptir máli. Ef við væram einhveijir þrír til fjórir íslendingar að dingla við aö selja inn í landið þá myndu Frakkar kæra sig kollótta. Að auki er 20% atvinnuleysi hér í Suður- Frakklandi þannig að þeir hafa ekki efni á því að missa stöif út úr hérað- inu,“ sagði Birgir. íslenskar sjávarafurðir hf. í Bou- logne hafa aðeins þurft að snúa ein- um gámi við meö íslenskan fisk frá því innflutningshindranir Frakka hófust. Fyrirtækið hefur flutt inn freðfisk sem hefur verið tollskoðaður í öðram löndum en heilbrigðisskoð- aður í Frakklandi. „Allur innflutningur gengur mun hægar fyrir sig núna og er mjög dýr. Því er ekki að leyna að óöryggið kem- ur illa við okkur en viö veröum að halda okkar striki," sagöi Ólafur Þorsteinsson hjá Icelandic Seafood í samtali viö DV. -bjb LHil ásókn í áskríft að Fjölvarpi Um og yfir 500 örbylgjuloftnet hafa selst frá því sala þeirra hófst í des- ember. Af viötölum við söluaðila loft- netanna að ráða hefur veriö mjög lít- il hreyfing á loftnetum frá því í nóv- ember og desember, um þaö leyti er útsendingar.Fjölvarpsins hófust. ís- lenska útvarpsfélagið flutti inn 1000 myndlykla fyrir Fjölvarp. Eftir því sem DV kemst næst hafa allmargir notað tilkomu örbylgju- loftnetanna til að bæta móttöku á útsendingum RÚV og ólæstum hluta Stöðvar 2, aðallga þeir sem hafa átt í vandræðum vegna „drauga" í myndinni. Þannig hafa alls ekki allir kaupendur loftneta keypt aðgang að Fjölvarpi eða Stöð 2. Nokkrir erfiðleikar hafa veriö í endurvarpi nokkurra sjónvarpsrása í Fjölvarpinu en breska stöðin BBC er dottin út um óákveðinn tíma. Merkið frá gervihnettinum næst illa hér og er of veikt fyrir myndlykilinn. Reynt er að ráða bót á þessu vanda- máh. Þá hafa gæði útsendinga frétta- rásarinnar CNN verið afar sveiflu- Fiskmálin í Frakklandi: Slæm áhrif af pólitík Frakka Hannes Hafstein, sendiherra ís- lands í Belgíu og fulltrúi í sameigin- legu EES-nefndinni, átti fund í gær með Hans van den Broek í fram- kvæmdastjóm EBí Brassel. Þar kom Hannes boðskap íslendinga á fram- færi vegna innflutningshindrana á íslenskum fiski til Frakklandk. Að sögn Gunnars Snorra Gunnarssonar hjá viðskiptaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins var þetta stuttur fund- ur og engin niðurstaða fékkst. Boö- skapur íslands er í meginatriöum sá að hindranir Frakka bijóti í bága við EES-samninginn. „Þetta var nokkurs konar undir- búningur fyrir fund sameiginlegu EES-nefndarinnar í Brassel á þriðju- daginn. Síðan mun sendiherrann í París tala máli okk;. r við frönsk yfir- völd um helgina,“ sagði Gunnar. Það sem veldur íslenskum stjórn- völdum miklum áhyggjum í barátt- unni viö Frakka er að innanlands- pólitík í Frakklandi gæti haft slæm áhrif á viðræðumar í Brassel og Par- ís. Forsetakosningar era í Frakk- landi á næsta ári. Þeir Jacques Del- ore, forseti framkvæmdastjórnar EB, og Balladure, forsætisráðherra Frakklands eru orðaðir viö framboð. Ljóst er að þeir munu ekkert gera á næstunni sem gæti hljómað illa í eyrumvæntanlegrakjósendur. -bjb kennd og afar léleg á köflum. Er í umræðu að skipta yfir á annan gervi- hnött, Thor. DV hefur heimildir fyrir því að mikil gróska sé hins vegar í gerð sjó- ræningjamyndlykla fyrir eigendur gervihnattamóttakara. Þá er um svipaða aðgerð að ræða og í tilfelli Stöðvar 2 lyklanna nema að búin eru til sérstök rafræn kort, en notuð eru áskriftarkort að mörgum læstum sjónvarpsrásum, sem tryggja fría áskrift í tiltekinn tíma. Að þeim tíma liðnum sjá „sjóræningjar" um að breyta kortinu svo nota megi það áfram. Á þennan hátt geta menn séð íþróttarás Sky Sports þar sem leik- irnir í ensku úrvalsdeildinni eru sýndir beint. Þá era sænsku kvik- myndarásimar TV-1000 og Filmnet vinsælar en að sögn manna í „sjó- ræningjabransanum" sækist fólk aðallega eftir góðum bíómyndum með stafrænum víðómi. Þá þyki ekki verra að menn geti einnig séð „blá- ar“ myndir. -hlh Stuttar fréttir SamruniáFlateyri Forsvarsmenn útgeröarfyrir- tækjanna Hjálms og Kambs á Flateyri tflkynntu á starfs- mannaiúndi í gær að samruni fyrirtækjanna væri í undirbún- ingi. Stefnt er að sameiningu á vordögum. Barnadeðd Borgarspitala Barnadeild Landakotsspítala verður lögð niður og önnur stofn- uö á Borgarspítalanum. Þetta er liður i sameiningu spítalanna. Skv. RÚV mun heilbrigöisráð- herra kynna reglugerð þessa efn- ís í ríkisstjórn eftir helgi. Breyttar útiánaregiur Stjóm LÍN hefur ákveðið aö' veita 100% námslán aö loknu haustmisseri til námsmanna í heilsársnámskeiðum. Ákvöröun- in þýðir að um 350 námsmenn í Háksólanum fá viöbótarlán fyrir síðastliðiö haustmisseri. Búnaðarþing að hefjast Búnaðarþing hefst á mánudag-' inn. Þar á að ræða hagkvæmni þess að sameina Búnaðarfélagið og Stéttarsamband bænda. -kaa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.