Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 10
10
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994
Sjónvarpsþættimir Neyðarlínan 911:
Raunveruleikinn hefur
ekki alltaf jafn sætan endi
- segir Höskuldur Sverrir Friðriksson, ungur íslendingur sem vinnur hjá Neyðarlínunni 911 í Bradenton, Flórída
Höddi stendur þarna með þakkarbréf í höndunum við vegginn þar sem hanga viðurkenningar sem hann hefur
fengið, bæði fyrir vasklega framgöngu og þátttöku í námskeiðum.
Þarna er hann í „neyðargallanum", tilbúinn að takast á Höskuldur í einkennisfötunum sem eru hönnuð með það
við það sem að höndum ber.
DV-myndir A.Bj. fyrir augum fljótlegt sé að komast í þau, rennilásar
staðinn fyrir hnappa og reimar. Höskuldur er fæddur
Bandaríkjunum en hann er islenskur i báðar ættir.
Aima Bjamason, DV, Flórída:
„Það er rétt, það er margt líkt með
sjónvarpsþáttunum Neyðarlínunni
911 og raunveruleikanum en það ber
eitt mjög mikilvægt á milli: í sjón-
varpinu enda allir þættirnir vel en
því miður er ekki sömu sögu að segja
um raunveruleikann."
Þetta sagði Höskuldur Sverrir
Friðriksson, 28 ára gamall sjúkraliði,
sem vinnur hjá Neyðarlínunni 911, í
Bradenton, Flórída, er DV spurði
hann um starf hans.
Höskuldur eða Höddi, eins og hann
er kallaður í Flórída, er útskrifaður
úr Broward Community College í
sjúkraliðafræðum og hefur það sem
á enskri tungu er kallað „Associate
Degree in Emergency Medicine".
Hann má því gera ýmislegt sem
venjulegum sjúkraílutningamönn-
um leyfist ekki, svo sem að gefa lyf,
setja upp vökva í æð, gefa hjarta-
sjúklingum raílost, nota útvortis
„pacemaker", til þess að halda uppi
hjartslætti og opna fyrir öndunarleið
á hálsi sjúklinga í andnauð, svo eitt-
hvað sé nefnt af því sem Höddi hefur
lært.
Hann hefur nú unnið hjá Neyöar-
hnunni í fimm ár, er nýfluttur til
Bradenton, þar sem hann starfar hjá
neyðarlínu sveitarfélagsins,
Manatee County Department of
Safety. Áður bjó Höddi á Pompano
Beach, sem er í Suður-Flórída, og
vann hjá einkasjúkraflutningafyrir-
tækjum eins og Medic Ambulances
og Life Fleet í Fort Lauderdale.
Blóðgusan
stóð út um eyrun
- Geturðu nefnt mér hvað er alvar-
legast af því sem þú hefur haft af-
skipti af?
„Það er mjög erfitt að nefna eitt-
hvað sem er alvarlegast því það er
af svo mörgu að taka. Eitt sinn vor-
um við kallaðir þar aö sem bygginga-
verkamaður haföi dottið niður sjö
hæðir. Við sáum strax að ekkert var
hæjjt að gera fyrir manninn, en
vegna félaga hans, sem voru allt í
kring og mjög æstir, reyndum við að
hjálpa honum. Þegar við blésum súr-
efni í hann stóð blóðgusan út úr eyr-
unum á honum. Bæði lungun voru
brostin og hann var ailur brotinn og
bramlaður. Hann komst aldrei til
meðvitundar.
Einu sinni vorum við kallaðir til
konu sem hafði misst fóstur. Konan
var gengin með í aðeins 23 vikur og
var fylgjan í klósettinu þegar við
komum að. Okkur tókst að lífga
fóstrið við og það lifði í 24 klst. Ekki
voru læknar á einu máli um að viö
hefðum brugðist rétt við því að fó-
striö var svo ungt og óþroskað að það
hafði enga möguleika á að lifa eðli-
legu lífi. En móðirin var okkur þakk-
lát.“
Þrjú þriggja
ára böm á
þrem mánuðum
„Mjög átakanlegt var þegar ég
þurfti aö hafa afskipti af þremur
þriggja ára gömlum börnum á
þriggja mánaða tímabili. Eitt bamið
lenti í alvarlegu bílslysi og lést, ann-
að drukknaði í einkasundlaug og það
þriðja hætti skyndilega að anda.
Þegar við komum þar að var engan
púls að finna hjá baminu. Ég hóf
þegar lífgunaraðgerðir og tókst að fá
fram lífsmark en svo lést barnið á
spítalanum. Það kom aldrei í ljós
hver orsök þessa dauðsfalls var en í
fyrstu voru uppi gctgátur um að
barniö hefði verið með bak.teríu-
heilahimnubólgu sem talin er smit-
andi. Ég tók barnið í fangið og gerði
lífgunartilraunir á því með munn við
munn aöferðinni. Eftir á var talin
hætta á að ég gæti smitast af heila-
himnubólgu en til allrar hamingju
varð svo ekki,“ sagði Höddi.
Og hann heldur áfram að rifja upp
hræðilega atburði sem hann hefur
unnið við:
„Eitt sinn vorum við kallaðir á
heimili konu sem var líflítil eftir
lyfjanotkun. Konan hafði verið hjá
tannlækni fyrr um daginn og hafði
hann gefið henni lyf sem urðu henni
nærri að aldurtila. Okkur tókst þó
að bjarga henni í tæka tíö og var tal-
ið að um ofnæmisviðbrögð gegn lyf-
inu hefði verið aö ræða. Kona þessi
telur að ég hafi bjargað lífi hennar
og hún sendi mér innilegt þakkar-
bréf,“ segir Höddi og sýnir okkur
bréfið frá konunni. „Því miður enda
ekki allar sögurnar úr hinu raun-
verulega lífi svona vel, að sjúklingur-
inn gangi sjálfur af spítalanum,"
sagði Höddi.
Hann sýndi okkur fleiri þakkarbréf
sem hann og félagar hans hafa fengið
frá þakklátum „viðskiptavinum".
BÖslysin eru yfirleitt alvarlegustu
slysin en þegar kallið berst Neyðar-
línunni 911 vita starfsmennirnir
aldrei hvað bíður þeirra, verða alltaf
að vera viðbúnir hinu versta. Þeir
þurfa líka að vera snöggir að koma
sér af stað. Föt þeirra eru hönnuð
með það fyrir augum. Þeir eru í reim-
uðum stígvélum, en ekki er allt sem
sýnist. Á hlið stígvélanna er rennilás
sem aðeins þarf að renna upp og eru
reimarnar því aldrei hreyfðar. Skyrt-
urnar þeirra virðast hnepptar að
framan, eins og hverjar aðrar skyrt-
ur, en í rauninni er rennilás undir
hnappalistanum, þannig að þeir
þurfa aldrei að hneppa skyrtuhnöpp-
unum. Tíminn skiptir öllu máh. Þeir
verða að komast á slysstað eins fljótt
og auðið er. Það getur skipt sköpum
og hver minúta er dýrmæt þegar um
líf eða dauða er að tefla.
Ókeypis þjónusta
fyrir íbúana
Þjónusta Neyðarhnunnar 911 er
ókeypis fyrir bæjarbúana og hafa
sjúkrabílarnir aðsetur á slökkvi-
stöðvunum. Það eru yfirleitt tveir
menn á hverjum neyðarbíl. Ef um
er að ræða bílslys eru slökkvibílar
einnig sendir á vettvang og með þeim
eru jafnan sjúkrahðsmenn, sem kah-
aðir eru Emergency Medical Techn-
icians. Þeh' hafa ekki jafn víðfeðma
þekkingu eða lærdóm og þeir sem
eru á neyðarbílunum en oft væri lítið
hægt að gera án þeirra hjálpar, segir
Höddi.
„Við gerum fleira en að sinna neyð-
arköllum. Við höldum einnig nám-
skeið fyrir almenning og kennum
fólki hfgunaraðferðir. Það er ótrú-
lega mikið af slysum í Flórída við
sundlaugar og stöðuvötn. Lítil börn
detta í sundlaugarnar heima hjá sér
en einkasundlaugar eru mjög algeng-
ar. Það er líka mikið um stöðuvötn
þar sem fólk er á bátum og við sund-
iðkun. Það er langt frá því að sund-
kunnátta hér í Flórída sé jafn almenn
og íslendingar eiga að venjast. Við
kennum fólki líka hvernig það á að
koma í veg fyrir sundlaugarslys,"
sagði Höddi.
- Og hvað kostar þessi þjónusta
ykkar á Neyðarlínunni 911?
„Þetta er þjónusta sem bæjar- eða
sveitarfélagið veitir og kostar ekki
neitt. Auðvitað notfæra margir sér
þjónustuna þótt ekki sé alltaf um
dauðalvarlega hluti að ræða. Við
veitum einnig ráðleggingar ef fólk
veit ekki hvað það á að gera ef veik-
indi koma skyndilega upp. Þá leggj-
um við á ráðin. Við bjóðum fólki
auðvitað að flytja það á sjúkrahús
en neyðum engan th þess að koma
með okkur. Þegar á sjúkrahúsiö
kemur þarf auðvitað að greiða fyrir
veitta aðstoð.
Svo eru hka dæmi um að þessi
þjónusta hafi verið gróflega misnot-
uð og hggur refsing við slíku. Einu
sinni vorum við kallaðir í hús og
húsráðandi vhdi ekki annað en að
við færum og keyptum fyrir hann
pakka af sígarettum! Maðurinn var
tekinn fastur umsvifalaust. Að sjálf-
sögðu er Neyðarlínan 911 ekki gerð
fyrir slíkt snatt,“ sagði Höddi.
Höddi er sonur Gerðar Ólafsdóttur
og Friðriks Alexanderssonar. Hann
bjó með móður sinni á Pompano
Beach þar til fyrir sex mánuðum að
þau fluttu til Bradenton, á vestur-
str-önd Flórída við Mexíkóflóann,
skammt fyrir norðan Sarasota.
Höskuldur kvæntist fyrir tveimur og
hálfu ári ungri íslenskri stúlku, Eddu
Lovísu Eðvarðsdóttur.