Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 22
22
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994
Sérstæð sakamál
Sektarkenndin
náði yfirhöndinni
Madge Ansell var fertug. Hún var
ein heima þennan dag þegar sím-
inn hringdi. Hún svaraði og heyrði
rödd mannsins síns. í fyrstu lang-
aði hana til að segja honum að fara
til fjandans. Var hún þó ekki vön
að taka sér slík orð í munn. En
reiði hennar og hatur var komið á
það stig að hana langaði mikið til
þess. Hún hlustaði hins vegar á það
sem hann hafði að segja. Hann
byrjaði á að biðja hana um fyrir-
gefningu vegna alls þess sem hann
hafði gert á hlut hennar. Svo bað
hann hana um að hitta sig svo þau
gætu farið frá Englandi saman og
byrjað nýtt líf í útlöndum, ef til vill
í Kanada eða Ástralíu.
„Jæja, Percy,“ sagði hún. „Ég
skal hjálpa þér. Hvenær verðurðu
heima?"
„Ég get ekki farið heim til mín
aftur,“ svaraði hann. „Þú veist að
þeir eru á höttunum eftir mér.
Hittu mig á jámbrautarstöðinni í
Chichester. Taktu nokkur hundruð
pund með. Ég ætla að taka ferjuna
til Frakklands. Gleymdu því ekki
að taka vegabréfið mitt með. Þegar
ég er svo kominn á öruggan stað
skrifa ég til þín og segi þér hvert
þú átt að koma.
Athafna-
samur ráðgjafi
Madge Ansell bældi niður reiðina
sem ólgaði í henni og lofaði að gera
það sem hann bað um.
Þau Madge og Percy höfðu verið
gift í þrettán ár þegar þetta gerðist.
En síðustu þrjú árin hafði hún
margoft orðið að fyrirgefa honum.
Nú fannst henni syndaskráin orðin
of löng.
Percy var fjörutíu og eins árs og
hafði verið í góðu starfi. Hann var
hjónabandsráðgjafi í Chichester og
hafði gegnt því starfi í um sjö ár
þegar fyrsta hneykslið varð. Ungt
par sem var á gangi á ströndinni
kom að manni og konu sem voru
úti í sjónum. Þegar konan sá unga
parið fór hún að láta eins og hún
væri að drukkna og maðurinn sem
hann væri að bjarga henni. Þegar
þau komu í land gáfu þau þá skýr-
ingu að konuna hefði skyndilega
langað til að synda en fatast sundið
og orðið að fá hjálp.
Unga parið sem kom að þeim
trúði skýringunni varlega því mað-
urinn og konan voru ailsnakin og
höfðu fótin verið lögð snyrtilega á
ströndina.
Skilnaður
Konan sem þóst hafði vera að
drukkna hét Ruth Bullock og var
tuttugu og fimm ára. Maður henn-
ar fékk að heyra hvað gerst hafði.
Hann lagði engan trúnað á sögu
konu sinnar og bar henni ótryggð
á brýn. Sagði hann Percy Ansell
hafa komist upp á milÚ þeirra
hjóna og fór fram á skilnað.
Þegar málið kom fyrir rétt þótti
framkoma Ruth hafa verið með
þeim hætti að rétt væri að veita
skilnaðinn. Var Ansell dæmdur til
að greiða málskostnað.
Percy Ansell gaf Madge, konu
sinni, þá skýringu að hann hefði
fallið í freistni. Ruth Bullock hefði
gefið honum undir fódnn og hann
hefði ekki getað staöist hana. Sömu
skýringu gaf hann yfirmönnum
sínum og leyfðu þeir honum að
halda starflnu.
Madge Ansell.
Hvorki Madge né yfirboðaramir
vissu að Percy stóð á þessum tíma
í sambandi við nokkrar giftar kon-
ur í Chichester og nágrenni. Heim-
sótti hann þær reglubundið. Allt
voru það konur sem höfðu leitað
til hans vegna erfiðleika í hjóna-
bandinu.
Enn meiri vandræði
Árið eftir kom til enn meiri vand-
ræða. Percy átti vingott við Hilary
Haywood og var hjá henni þegar
maður hennar kom skyndilega
óvænt heim. Sagði hann Percy að
hypja sig á brott og láta aldrei sjá
sig í nágrenni heimilis þeirra hjóna
framar. Gerði hann það myndi
hann sjá mikið eftir því. Það myndi
kosta hann starfið.
Ekki gekk það betur til þegar frú
Julia Matthews, sem bjó í húsi
beint á móti húsi sonar síns og
tengdadóttur, tók eftir því að Percy
Ansell heimsótti tengadótturina
tvisvar til þrisvar í viku og var hjá
henni í um, klukkustund í hvert
sinn.
Frú Matthews hringdi í Madge
Ansell, sagði henni frá grunsemd-
um sínum og hótaði henni að segja
syni sínum frá þeim. Mætti þá
reikna með aö Percy kæmist í mik-
inn vanda.
Madge fyrirgaf manni sínum enn
Percy Ansell.
við. Dag einn hvarf hann að heim-
an.
Handtökutilskipun
Um hríð vissi Madge ekki hvað
valdið hafði því að Percy var horf-
inn af heimilinu. En svo fékk hún
að heyra aö hann hefði hlaupist á
brott með Elizabeth Parr. Samtímis
hefði verulegt fé horfið af banka-
reikningi Parr-hjónanna.
Madge varð líka fljótiega ljóst að
það var ekki bara ást hans á Eliza-
beth sem fékk hann til aö fara að
heiman. Kröfur um bamsmeðlög
fóru nú að berast. Og svo kom lög-
reglan með handtökutilskipun.
Ung stúlka, Ida Robb, var orðin
ólétt og hafði viðurkennt fyrir móð-
ur sinni að hún hefði sofið hjá
Percy Ansell af og til í hálft ár. Ida
var aðeins fjórtán ára þegar sam-
bandið hófst.
Nú var þolinmæði Madge á þrot-
um. Og skömmu síðar hringdi
Percy til hennar og baö hana um
nokkur hundruð pund og vegabréf-
ið sitt. Hún gerði sér ljóst að líkurn-
ar á því aö máður hennar stæði við
loforð sitt og gerði henni boð um að
koma til sín síðar væm nær engar.
Hún ákvað hins vegar að hitta hann
en þegar hún var búin að leggja á
hringdi hún til lögreglunnar og sagði
henni hvemig komið var.
á ný. En nú fór vandi hjónabands-
ráðgjafans vaxandi sem aldrei fyrr.
Þrjár af þeim konum sem hann
hélt við urðu óléttar á skömmum
tíma.
Starfsmissir
Konurnar þrjár vom Gladys
Morrell, Rose Johnston og Eliza-
beth Parr. Einkum var vandinn
mikill heima hjá Rose Johnston því
maður hennar var sjómaður og
hafði ekki verið heima í fjóra mán-
uði þegar hún varð ólétt.
Einnig olh það miklum vanda
þegar enn ein konan, Betty McLin-
don, viðurkenndi fyrir manni sín-
um að hún hefði verið með Percy
Ansell.
McLindon fór beinustu leið til
formanns borgarráðsins og að
minnsta kosti tveir aðrir reiðir eig-
inmenn fylgdu í kjölfar hans. Og
nú dugðu engar skýringar af hálfu
Percys Ansell. Hann varð að hætta
störfum. En hneykslan borgarráðs-
manna bitnaði líka á Madge Ans-
ell. Hún hafði starfað hjá borginni,
en var nú beðin að hætta því lík-
legt væri að allt umtalið um mann
hennar gerði starfsandann á skrif-
stofunni sem hún var á slæman.
Þótt þetta væri mjög erfiður tími
hjá Madge ákvað hún að fyrirgefa
manni sínum. En þá tók ekki betra
Handtakan
Meðan Percy vann fyrir borgina
hafði hann kynnst mörgum lög-
regluþjónum. Mátti í raun segja að
hann þekkti alla í götu- og rann-
sóknarlögreglunni. Því var leitað
til rannsóknarlögreglumanna úr
næsta bæjarfélagi til að fara með
Madge en þá menn þekkti Percy
ekki. Fengu þeir þá skipun að
handtaka hann. Þeir þekktu hins
vegar ekki Ansell í sjón og því var
ákveðið að Madge skyldi kyssa
hann á kinnina. Þá léki enginn
vafi á því lengur hvern ætti að
handtaka.
Percy var á sínum stað og greini-
legt að honum var mikið niðri fyr-
ir. „Ertu með peningana og vega-
bréfið?" spurði hann. „Ég verð að
fara úr landi þvi ég myrti konu.“
Rannsóknarlögreglumennirnir
voru svo nærri að þeir heyrðu
hvert orð sem hann sagði. „Hvaða
kona var það sem þú myrtir, Ans-
ell?“ spurði annar þeirra.
í vasa Percys fannst lykill að hót-
elherbergi og í því líkið af Elizabeth
Parr. Percy gaf þá skýringu að hún
hefði viljað fara frá honum og biðja
mann sinn um fyrirgefningu. Hann
hefði hins vegar óttast að hún segði
til um felustað hans og þá yrði
hann handtekinn. Hann hefði því
kyrkt hana.
Óvenjulegar
aðstæður
Þegar þessir atburðir gerðust, um
og rétt eftir miðja öldina, var
dauðarefsing enn í gildi í Bret-
landi. Því hefði átt að dæma Percy
Ansell til dauða en í ljós kom að
hann var með æxli við heilann.
Taldi fangelsisgeðlæknir að það
hefði valdið hinni afbrigðilegu
hegðun hans. Æxlið var hins vegar
þess eðhs að ekki þótti mögulegt
að fjarlægja það. Percy Ansell var
því dæmdur í ævilangt fangelsi í
Broadmoor-hæhnu en það var fyrir
geðsjúka afbrotamenn.
En sögunni var ekki lokið. Madge
Anseh fór að fá hótanir, bæði bréf-
lega og í síma. Loks var ástandið
orðið svo slæmt að hún lét loka
símanum hjá sér og hætti að taka
við bréfum. Þeir sem hringdu og
skrifuöu nefndu hana „Júdas“, og
var þar átt við kossinn á járbraut-
arstöðinni, þegar hún seldi mann
sinn í hendur lögreglunnar.
Hörmuleg endalok
Nokkru síðar fannst móðir Perc-
ys látin í rúmi sínu. Við hhð henn-
ar fannst tómt töfluglas og viskí-
flaska.
Nokkrum árum síðar dó Percy
AnseU. Dró hehaæxhð hann til
dauða. Og viku síðar fannst Madge
Anseh látin í herbergi sem var fullt
af gasi. Hún skildi eftir sig bréf og
í því stóð meðal annars:
„Það er mér að kenna að maöur-
inn minn var sendur á þann hræði-
lega stað sem hann var á. Og það
er mér að kenna að móðir hans
svipti sig lífi. Ég get ekki lengur
lifað við það að ég hafi komið fram
eins og Júdas. Þótt Percy hafi orðið
á elskaði ég hann alltaf, jafnvel
meðan ég lagði hatur á hann. Ég
tel að konumar sem hann var með
hafi borið eins mikla ábyrgö á því
og hann sjálfur. Allar voru þær
með honum sjálfviljugar."