Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 39 Merming Finnbogi Pétnrsson myndlistarmaður: „Ég hef frá upphafi veriö aö fást viö verkefni af þessu tagi. í fyrstu var þetta á tilraunastigi hjá mér, ég var aö vinna með hljóðbönd og vídd- ir úr hátölurum. Fljótlega fannst mér þetta vera svo óáþreifanlegt, ég vildi fá eitthvað meira í hendumar. Þá fór ég að færa mig meira yfir í sjáan- lega þrívídd, á árunum 1983-84. Innan þessa alls er svo fjóröa víddin, hugmyndir sem hver og einn upplif-s ir.“ Þetta segir Finnbogi Pétursson myndlistarmaður sem hlaut Menn- ingarverðlaun DV fyrir hljóðskúlp- túra sína. Finnbogi nam fyrst í Myndlista- og handíðaskóla íslands en hélt síöan til Hollands í fram- haldsnám í Jan van Eyck listahá- skólanum. Því lauk hann 1985 og kom þá aftur heim. Verk hans hafa vakið mikla athygli og hann hefur haldið fjölda einkasýninga og sam- sýninga, bæði hér á landi og víðs vegar um Evrópu. Finnbogi kvaðst ekkert endilega hta á sig sem skúlptúrista, þótt list hans væri nefnd hljóðskúlptúrar. „Þótt menn sjái þrívíð form sjá þeir kann'ski líka flatar abstrakt teikningar út úr hljóðinu. Sem dæmi get ég nefnt að ég raða upp hátölur- um í langa línu eða ferning sem í eru 12 stykki. Síðan smíða ég lítil tæki sem taka hljóðið og færa það milli hátalara þannig aö ég get stjórnað hraðanum og eins því hvert hljóðið fer. Þannig teikna ég í þetta rými sem ég afmarka með hátölurunum. Ef ég ætti aö greina verkin mín væri sýningin mín nú aö Kjarvals- stöðum sambland af skúlptúr og teikningum sem myndast í hugan- um. Það er mjög misjafnt hvernig fólk bregst tilfmningalega við verk- um mínum. Ég er mjög glaður ef fólk kemur með upplifanir og myndir Finnbogi Pétursson myndlistarmaður. sem þaö sér fyrir sér. Flestir hafa mikla þörf fyrir að tjá sig. Fallegustu augnablikin eru þau þegar maður er með hljóögerðan hlut sem er þess eðhs að maður nær því að detta út smástund meðan maður er að njóta hans. Það er toppupplifun." Fjórar stórar sýningar Finnbogi starfar nú á Stöð 2 þar sem hann vinnur á grafíska tölvu. Hann sagði að miklir árekstrar hefðu orðið á milli daglaunavinnunnar og myndhstarinnar í gegnum árin en þeir færu nú minnkandi. DV-mynd BG „Ég er í rauninni mjög ánægður með aö hafa svona góða vinnu því fyrir mig er nauðsynlegt aö hafa ein- hveija „stimulation". Að vísu hefur verið alveg bijálað að gera í sýninga- haldi og öðru á síðasta ári en þá var ég með fjórar stórar sýningar. Það er mikið því ég geri ekki að meöal- tali nema svona eitt til eitt og hálft verk á ári. Mér finnst ég ekki hafa fengiö alveg nógu mikinn tíma til aö fínpússa alla hluti. Ég hefði viljað melta sumt af þessu betur. En fyrir mig er nauðsynlegt að vinna aðra vinnu með myndlistinni því mér finnst svo þægilegt að fá speglun úr umhverfinu. Hér er mikið af fagfólki í tæknigeiranum sem hef- ur aðstoðað mig mikið við pælingar á elektróník í kringum þetta sem ég hef verið að gera. Síðan hefur aðstað- an hér nýst mér mjög vel.“ Með vinnustofima í höfðinu Finnbogi nýtur svolítillar sérstöðu því hann getur veriö án vinnustofu. Að vísu hafði hann eina slíka sl. eitt og hálft ár og þar hafði hann „prufu- keyrt“ sýninguna sem síðan var sett upp í Listasafninu. „Yfirleitt er ég með þetta allt í höfð- inu. Ég geri litlar prófanir því ég er búinn að þrælsjá þetta út og veit að það virkar. Ég fer ekki á vinnustofu- una mína til að búa eitthvað til því ég er alltaf að skapa. Ég er með vinnustofuna í höfðinu." Nú er Finnbogi að undirbúa þátt- töku í samsýningu vegna Listahátíð- ar. Þá er í deiglunni sýning erlendis en ekki hefur verið gengið endanlega frá því máli. „Það er því nóg að gera á öllum vígstöðvum. Fjölskyldan er að stækka, íbúðin að verða of lítil, þann- ig að það er í mörg horn að líta. Það gleður mig aö hafa fengið menningarverðlaunin því þetta er raunverulega eina viðurkenningin vegna myndlistar sem ekki flokkast undir einhvers konar styrki.‘ -JSS Vildi fá meira í hendumar Menningarverðlaunahafi DV í kvikmyndun: Framandi og spennandi staður - segir Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður um Húsey Þorfinnur Guðnason kvikmyndagerðarmaður situr þessa dagana og skrifar músasögu. DV-mynd Brynjar Gauti „Það er frábært að fá þessi verð- laun, ekki síst vegna þess að þetta er mín fyrsta mynd. Þetta er mjög hvetjandi og gefur manni sjálfstraust og kjark til að halda áfram á sömu braut. Þetta kom mér í raun og veru mjög á óvart,“ segir Þorfinnur Guðnason, menningarverðlaunahafi DV í kvikmyndun. Þorfinnur fær verðlaun sín fyrir kvikmyndina Hús- ey sem vakti mikli hrifningu sjón- varpsáhorfenda og þeirra sem sáu hana í Regnboganum í desember. „Þessi mynd var í vinnslu í tæp þijú ár. Ég var í sveit í Húsey tóif ára gamall og það má segja að staður- inn hafi virkað bæði framandi og spennandi á mig. Lífshættimir voru allt öðruvisi en maður átti að venjart en ég hafði verið í sveit annars stað- ar líka,“ segir Þorfinnur. „Maður sneri sólarhringnum við og stundaði veiðar á nóttunni. Þessi lífsreynsla hefur því verið að geijast í undirmeðvitundinni öll árin. Það sem hvatti mig enn frekar er að sel- veiðar eru að leggjast af og það var að hrökkva eða stökkva," segir Þor- finnur ennfremur. Hann segist hafa byrjað á myndinni á öfugum enda, það er að segja á tökunum. „Ég hafði ákveðinn söguþráð en vildi að myndavéhn segði söguna með því að ferðast í gegnum árstíðarnar eins og við reyndar gerðum. Ég khppti hana síðan áður en ég bjó til handritið en það er mjög óvenjulegt. Handritið kom því ekki fyrr en á elleftu stundu. Sennilega er það vegna þess hversu mikih tæknimaður ég er í mér. Ég starfaði m.a. sem klippari og kvik- myndatökumaöur hjá Sjónvarpinu." Áhuginn vaknaöi í Regnboganum Þorfinnur starfaði hjá Sjónvarpinu um fimm ára skeið en hætti þar sl. haust. Hann stundaði nám í kvik- myndagerð í Kaliforniu þar á undan. „Ahuginn á kvikmyndagerð vaknaði fyrir nokkrum árum þegar ég horföi á stuttmynd eftir David Lynch sem hét Earserhead og var sýnd á kvik- myndahátíð í Regnboganum árið 1977. Ég var þá í fjölbraut í Breið- holti og myndin kveikti í mér. Hún var mjög súrrealísk og einkennileg. Formið á henni heihaði mig,“ segir Þorfinnur. Hann gerði nokkrar stuttmyndir þegar hann var í námi. En meöan hann var í heimsókn á íslandi yfir sumartíma var öllum eigum hans stolið úr geymsluhúsnæði, þar á meðal kvikmyndum sem hann hafði gert. Þeir hlutir hafa ekki fundist aftur. Þorfinnur er þrjátíu og fjögurra ára. Hann er kvæntur og á sextán ára dóttur. Þessa dagana er Þorfinn- ur að undirbúa tökur á heimildar- mynd um heimsins stærstu hagamús sem hann segir að sé sú íslenska. „Þetta er mynd um íslensku haga- músina sem er einum þriðja stærri en kynsystur hennar í öðrum lönd- um og er um margt mjög merkileg. Ef ég fæ tækifæri til að gera þessa mynd verður hún tekin í Reynisfjalli við Vík í Mýrdal þar sem fylgst verð- ur með músafjölskyldu. Fylgst verð- ur með lífsháttum hennar í gegnum árstíðamar en þannig persónugemm við músina." Áhugi á náttúrunni Þorfinnur segist stefna á að hefjast handa við myndina í byrjun apríl og ljúka tökum í nóvember. Hann segist ætla að flytja til Víkur á meðan. Handrit af myndinni er í burðarliðn- um en Þorfinnur hefur fengið dýra- fræðinga sér til hjálpar með það.“ - Höfðar það til þín að gera heimild- armyndir? „Já, ég hef mikinn áhuga á náttúr- unni og held að um auðugan garð sé að gresja hér þrátt fyrir fábrotið spendýralíf. Einhverra hluta vegna hafa Islendingar ekki haft áhuga á að gera myndir-sem þessar." - En hvernig ætlar þú að fjármagna hana? Það er ennþá óvist. Ég mun fjár- magna hana að einhveiju leyti með eig- in fé en vonast til að fá styrktaraðila." Auk undirbúnings við músamynd- ina er Þorfinnur aö leggja lokahönd á Húseyjarmynd fyrir enskan mark- að. Hann fékk styrk frá kvikmynda- sjóði til þess. „Ég hef stytt myndina niður í hálftíma og það eru aðrar áherslur í henni. Hún hefst á vori í stað vetrar. Maðurinn kemur heim og nýtir náttúruna eins og hann hef- ur gert í gegnum aldimar. Selurinn kemur upp til aö kæpa og maðurinn fer á veiðar. Síðan yfirgefur maður- inn eyna um haustið en þá koma dýrin inn á hýbýh mannsins. Með því hefur þetta snúist við þannig að í stað þess að maðurinn notfæri sér dýrin fara dýrin að notfæra sér manninn," útskýrir Þorfinnur. „Ég býst því við að þessi mynd verði ekki tilbúin fyrr en í apríl,“ segir Þorfinn- ur Guðnason. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.