Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 1994 Sviðsljós Clint Eastwood bendir hér stoltur á litlu dótturina Fransescu. Stoltur faðir Móðirin, Frances, meö litlu Fransescu. Leikarinn Clint Eastwood er lík- lega einn af stoltari feðrum þessa heims. Að minnsta kosti gæti maður haldið það af þessum myndum að dæma. Clint og eiginkona hans, Frances Fisher, eignuðust dótturina Fransescu, í ágúst sl. Nýlega voru þau á golfvelli í Los Angeles þar sem þau sýndu litlu dótturina. Fransesca er fyrsta barn leikkon- unnar Frances en Chnt á fyrir tvö uppkomin börn. Þau hjónin kynntust árið 1988 við gerð myndarinnar Pink Cadihac. Svo virðist annars vera að fræga fólkið íjölgi sér mjög um þessar mundir. Leikarahjónin Demi Moore og Bruce Wihis eignuðust í byrjun mánaðarins dótturina Tallulah sem skírð er eftir aöalsöguhetjunni í sög- unni um Bugsy Malone. Síðan hefur verið tilkynnt að Bugsy-stjarnan Warren Beatty og eiginkona hans, Anette Bening, eigi von á öðru barni sínu. Warren er 56 ára gamall. Fyrir eiga þau Utla dótt- ur, Kathlyn. Þá eru fréttir af því að poppstjarn- an Simon Le Bon og eiginkona hans, fyrirsætan Yasmin, eigi von á þriðja barni sínu í sumar. Duran Duran stjarnan á fyrir dæturnar Amber Rose og Saffron. Þá munu Rod Stewart, 49 ára, og eiginkona hans, fyrirsætan Rachel Hunter sem er 24ra ára, eiga von á öðru barni sínu í sumar en fyrir eiga þau nítján mánaða gamla Renee. Rod Stewart á þrjú eldri börn frá fyrri samböndum. Fyrsta glasabamið fimmtán ára Þann 25. júh 1978 eða fyrir fimmtán og hálfu ári kom Louise Brown í heiminn. Hún vakti heimsathygli og mun sjálfsagt baða sig í sviðsljósinu áfram því Louise Brown er fyrsta. glasabarnið sem fæddist í heiminum. I viðtaU sem var haft við fóður henn- ar, John Brown, stuttu eftir að hún fæddist sagðist hann vonast tíl að þegar Louise Utla færi í skóla yrði Louise Brown hálfs árs árið 1979. hún ein á meðal mörg hundruð glasabarna. Sú ósk hans hefur sann- arlega ræst því glasabörn í heimin- um eru orðin yfir hundrað þúsund. Þaö þykir ekki tiltökumál í dag þegar glasabörn fæöast en fyrstu ár Louise Biown þótti það mjög merki- legt. Ekki var haldið upp á einn ein- asta afmælisdag öðruvísi en húsið væri fullt af blaðamönnum og ljós- myndurum. Foreldrar Louise, Lesley og John, hafa síðan eignast Natalie sem einnig er glasabarn og er nú ellefu ára. Þau hafa alltaf haldið sambandi við lækn- ana sem framkvæmdu aögerðina á sínum tíma en annar þeirra, Patrick Steptoe, lést árið 1988. Enn þann dag í dag halda hjónin sambandi \nö hinn lækninn, Robert Edwards, sem fylg- ist vel með uppvexti Loiúse. Louise Brown er eins og aðrir tán- ingar. Átrúnaðargoðið er Tom Cru- ise og hún horfir mikið á tónhstar- stöðina MTV. Louise Brown, 15 ára, og systir hennar Natalie, 11 ára. Báðar eru þær glasabörn. Ólyginn ... að Joe Landon hefði vakiö mikla athygli i sjónvarpsþáttun- um um doktor Quinn þar sem hann fer með hlutverk vinar læknisins sem klæðist i skinn með belti og hefur úlf fyrir gælu- dýrið sitt. Læknfrinn er leikinn af Jane Seymour og hafa þætt- irnir vakið mikla athygli víða um heim. ... að Nathalie Cole væri orðin glöð á nýjan leik eftir velgengni undanfarinna ára. Fyrir tiu árum var hún hins vegar komin á boln- inn. Henni gekk illa i skemmt- anabransanum og hjónabandið fuðraði upp. En lífið breyttist og árið 1992 fékk hún sjö Grammy- verðiaun fyrir plötu sina Unfor- gettable with Love. Lífið hefur þvf tekið stakkaskiptum hjá henni. ... að í sumar væru liðin 25 ár síðan Charles prins var gerður að prinsinum af Waies. I tilefni af því verða gefín út fimm ný frí- merki Sem skreytt verða lands- lagsmyndum frá svæði hans, Wales. ... að súperfyrirsætan Linda Evangelista væri byrjuð að vera með Twin Peaks-leikaranum Kyle MacLachlan ári eftir að þau sáust í fyrsta skipti. Enginn vissi þó að hjónabandið með Gerald Marie væri búið. ... að leikkonan Sophia Loren yrði sextug á þessu ári og væri enn að fá kvikmyndatilboð. Hún hefur nýlega afþakkað tllboð sem lól í sér laun upp á 35 millj- ónir króna en það voru mynda- tökur af itötskum herranærfötum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.