Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Side 24
24 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Menning Glímuskjálfti á Sigló Frá uppfærslu Leikfélags Siglufjarðar á Glímuskjálfta. Öm Þórarinsson, DV, njótum; Um þessar mundir standa yfir sýningar á Glímuskjálfta á vegum Leikfé- lags Sigluíjarðar undir leikstjórn Sigurðar Atlason frá Hólmavík. Glímu- skjálfti er leikgerð Harðar Torfasonar á leikritinu „Orrustan á Háloga- landi“. Verkið er farsi af bestu gerð og fyndinn í útfærslu Siglflrðinga. Níu leikarar taka þátt í sýningunni og eru sex þeirra í sínu fyrsta hlut- verki hjá L.S. Leiksýningar fara að þessu sinni fram í Alþýðuhúsinu og vonast leikfélagsmenn til að þar sé fundið framtíðarhúsnæði fyrir félagið. Að sögn leikstjórans stóðu æfingar í 6 vikur. Hann var mjög ánægður með frammistöðu leikaranna sem þrátt fyrir litla reynslu á leiksviði skil- uðu sínu með prýði. Þessa skoðun leikstjórans staðfestu frumsýningar- gestir. Það var húsfyllir og frábær stemning og ætlaöi fagnaðarlátum seint að linna í lok sýningar. Uppboð Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins að Skógarhlíð 6, Reykjavík, 2. hæð, sem hér segir á eftirfarandi eignum: Brautarholt 8, hluti, þingl. eig. Tæknival hf., gerðarbeiðandi Gjald- heimtan í Reykjavík, 2. mars 1994 kl. 10.00. Dalsel 36, 3. hæð B, þingl. eig. Viðar Magnússon og Betty Guðmundsdótt- ir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins, Gjaldheimtan í Reykjavík og tollstjórinn í Reykjavík, 2. mars 1994 kl. 10.00._____________________ Kirkjutorg 6a, vestra hús, 3. hæð og ris, þingl. eig. Gissur Sigurðsson, gerð- arbeiðendur Hjörtur Ingþórsson og Vátryggingafélag íslands, 2. mars 1994 kl. 10.00._____________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Uppboð Framhald uppboðs á eftirtöldum eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir; Kötlufell 9,4. hæð 4-2, þingl. eig. Stef- án Jón Sigurðsson, gerðarheiðendur Húsasmiðjan hf. og Kreditkort hf., 3. mars 1994 kl. 15.00. Reynihlíð 13 og bílskúr, þingl. eig. Gunnar Ambjöm Ström, gerðarbeið- endur Sameinaði lífeyrissjóðurinn og íslandsbanki hf., 2. mars 1994 kl. 15.00. Silfurteigur 6, efri hæð og ris, þingl. eig. Sigvaldi Kristjánsson og Ingibjörg Friðjónsdóttir, gerðarbeiðendur Gjaldheimtan í Reykjavík og Verslun- arlánasjóður, 2. mars 1994 kl. 15.30. Staðarbakki 28, hluti, þingl. eig. Guð- brandur Benediktsson, gerðarbeið- andi Islandsbanki hf., 3. mars 1994 kl. 15,30._______________________________ Þverholt 9, 0102, 0101 og 0104, Mos- fellsbæ, þingl. eig. Davíð Axelsson og Þverholt hf., gerðarbeiðendur Mark- sjóðurinn-skyndibréf, Verðbréfasjóð- urinn hf. og íslandsbanki hf., 2. mars 1994 kl. 14.00,______________________ Þykkvibær 14, þingl. eig. Jón Magn- geirsson, gerðarbeiðandi Sameinaði lífeyrissjóðurinn, 3. mars 1994 kl. 14.00._______________________________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK Leikfélag Reyðarfjarðar - Týnda teskeiðin: Hnitmiðað- ar persónur Það gladdi mig mikið þegar ég frétti af því að Leikfé- lag Reyðarfjarðar hefði nú komið saman að nýju og hafið æfingar á leikverki Kjartans Ragnarsson, Týndu teskeiðinni, og það á hábjargræðistímanum þegar eng- inn hefur tíma til annars en að vinna, éta og sofa. Og af því að ég hefi lengi verið veikur fyrir slíkum uppá- komum hét ég sjálfum mér því aö drífa mig í Félags- lund og njóta þar fágætra stunda með Thalíu. Ég renndi alveg blint í sjóinn með það hvemig til tækist enda félagið að rísa upp eftir nokkurra ára hvíld og líklega væri því ekki við miklu að búast leiklistarlega séð. En félagiö hafði fengið Jón Júlíusson leikara til sín að leikstýra og það fannst mér traustvekjandi. Og ekki var ég síður hissa þegar ég mætti í félags- heimilið. Ég mætti allsnemma en seint þó því að Reyð- firðingar reyndust ekki hafa minni áhuga á menning- arviðburði þessum en ég og fjölmenntu á staðinn. Þetta er erfitt leikrit, byggist mest upp á samtali fjög- urra persóna í tvo klukkutíma og því mikill texti sem hver leikari þarf að takast á við. Textinn sveiflast mikiö milh ofsagalsa í stíl Dario Fo og ískaldrar al- vöru sem stingur áhorfandann. Persónur leikritsins voru hnitmiðaðar og sterkar og héldu því út allan tim- ann. Leikendur virtust finna sig sérdeilis vel í hlut- verkum sínum og ákefð þeirra greip áhorfendur fóst- um tökum. Leikritið rann hratt og hnökralítið áfram og textinn skilaði sér hið besta fram í salinn, þrátt fyrir fjölmennið í honum. Gáski leikendanna og hinn fyndni texti leikritsins smitaði áhorfendur sem skemmtu sér hið besta og átti það ekki síst við um sjálfan mig. Aukinheldur fannst mér takast ákaflega vel að skila hinum ýmsu hughrifum í verkinu. Ég ætti ekki að dæma einn leikara öðrum betri í þessari sýningu því að þeir virtust alhr geta skapaö sannfærandi persónur á sviðinu. Ingunn Indriðadóttir var litrík sem hin stressaða uppafrú, Björgvin Hjör- leifsson var tilþrifamikill sem hinn vandræðalegi uppalandi og höfðingjasleikja. Einar Bogi Sigurðsson skapaði fyndna persónu og svo ég verði nú alveg ein- lægur þá varð til einhver eftirminnilegasta leikper- sóna sem ég hef lengi séð úr Margréti Brynju Reynis- dóttur. Það gladdi mig líka og sjálfsagt flesta áhorfendur að sjá Önnu Pálsdóttur aftur á leiksviðinu og víst kom í Margrét Reynisdóttir, Óttar Guðmundsson og Einar Bogi Sigurðsson í hlutverkum sinum. ljós að hún kann sitt fag. Þó hefi ég nokkrar áhyggjur af því að Óttar Guðmundsson verði að fara með veggj- um næstu vikur því að hann skapaði svo andstyggi- lega fyllibyttu á leiksviðinu að líklega verður hann persónulega dæmdur slíkur uns annað sannast. Um Helga S. Jóhannsson og Erlu Sigrúnu Einarsdótt- ur sem léku ungu skötuhjúin, uppadótturina og hinn kommúníska vin hennar er það eitt að segja að þau virkuðu nokkuð taugaóstyrk í upphafi en léku síðan af prýði. Hvað tæknihlið sýningarinnar varðar þá var leik- myndin einfóld og ósköp venjuleg enda gerir leikverk- ið ekki kröfur til neins annars. Sjálfsagt gæti ég tínt til eitthvað sem miður fór að mínu mati en satt að segja þá skemmti ég mér það vel að ég hirði ekki um að tíunda það enda orkuútstreymi leikendanna það mikið að hnökrarnir féllu í skuggann. Gunnlaugur E. Ragnarsson Leikfélagi Selfoss - Leikið lausum hala: „Gestir" á Stóra-Steini lenda í lukkupottinum Það var sprellfjörugur gleðileikur sem Leikfélag Sel- foss frumsýndi um síðustu helgi. „Ég vildi gera spaugi- legt verk með spaugilegu fólki,“ sagði Sigurgeir Hilm- ar Friðþjófsson, höfundur gamanleiksins, sem ber þann hæverska titil „Leikið lausum hala“. Sviðið er næstum því gamalkunnugt. „Gestir“ á Stóra-Steini ákveða að draga um það hverjir fari í helgarfrí og tveir félagar lenda í lukkupottinum. Eins og oft vill verða í góðu leikhúsi lenda þeir á byrjunar- reit í lok leikritsins, en í millitíðinni lenda þeir í mikl- um ævintýrum með gömlum kunningjum og furðu- fólki. Upphefst mikil leit að fjársjóði og verða kumpán- arnir að bregða fyrir sig ýmsum gervum til aö nálgast hann. Þeir fara víöa um hérað, algallaöir eftir frjálst innlit í sportvörurverslun - enda kunna þeir til verka. Sögusviðið er nútíminn í sinni bestu mynd. Ráðherr- ar og þekkt fólk úr Árnessýslu leikur lausum hala í handritinu. Höfundurinn og leikarar lofa því að óvænt- ur leynigestur birtist á hverri sýningu. Á frumsýning- unni var fangelsistjórinn á Litla-Steini aUt í einu kom- inn inn á mitt svið - gestunum á Stóra-Steini til tak- markaörar gleði. Höfundur Lausa halans, Sigurgeir Hilmar, er löngu orðinn fastur liður í leikfélaginu og lendir nú í einu aðalhlutverkinu og leikstýrir. Mörgum öðrum leikur- um bregður fyrir sem hafa verið á fjölunum í nær öllum stykkjum Leikfélags Selfoss í áratugi. Uppistað- an er þó ungt fólk sem á örugglega eftir láta aö sér kveða í framtíðinni. Leikur þess nú bendir ótvírætt til þess. Kvöldinu er vel varið hjá Leikfélagi Selfoss, og kæmi ekki á óvart þó að metaðsókn verði að þessu sinni. Þetta er spaugilegt leikhús og geta gestir og gangandi tekið aukaskammt á sæluna með því að kaupa „eina með öllu“, því að veitingastaöir á Selfossi bjóða leik- húspakka sem í er matur og leiksýning. Það færist í Einn góðra gesta í gleðskap sem gestir af Stóra- Steini lenda í i leit að fjársjóðnum mikla i sprellfjörug- um gleðileik hjá Leikfélagi Selfoss. vöxt að fólk af höfuðborgarsvæðinu bregði undir sig betri fæti og sjái hverja sýningu hjá Leikfélagi Selfoss. Leikhúslífið blómstrar á Selfossi. Þar er sannarlega leikið lausum hala og enginn vafi á að Sunnlendingar sem og aðrir kunna gott að meta í sprellfjörugum leik. Þorlákur Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.