Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 31
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 43 Henni fannst eins og einhver ætlaði að taka barnið frá sér eða byrla sér eitur. Hún hélt því fram að barniö væri vanskapað og fæðingin hefði eyðilagt líkama sinn um aldur og ævi. Geðveiki eftir barnsburð Elísabet B. fæddi sitt fyrsta barn þegar hún var 38 ára gömul. Fæð- ingin var bæði löng og erfið en allt fór þó vel að lokum. Barnið var lið- lega 14 merkur að þyngd, frískt og ljörugt með dökkt hár og blá augu. Ehsabet og maður hennar, Hrungnir Hraunfoss kennari, höfðu um langt skeið þráð að eign- ast barn en fyrir einhverja grá- glettni guðanna hafði það ekki tek- ist fyrr en nú. Eftir fæöinguna svaf Elísabet illa vegna mikils kvíða og ofsahræðslu. Henni fannst eins og einhver ætlaöi að taka barnið frá sér eða byrla sér eitur. Hún hélt því fram að barnið væri vanskapað og fæðingin hefði eyðilagt líkama sinn um aldur og ævi. Smám sam- an versnaði ástandið. Hún hló og grét til skiptis og augun voru fuU skelfingar. í heimsóknartíma þekkti hún ekki manninn sinn eða aðra ættingja. Elísabet varð frá- hverf baminu enda sagðist hún það vera af tröllaættum. Hún var lögö inn á geðdeild til meðferöar vegna þessa. Barnið fékk hún að hafa hjá sér undir eftirliti starfsfólks. Fæðingarþunglyndi Þessi sjúkrasaga er dæmigerð fyrir svokallað fæðingarþunglyndi eða fæðingarrugl. Þetta ástand er í hrópandi mótsögn við þá mynd sem flestir gera sér af hamingju- samri móður sem þrýstir nýfæddu bami að brjósti sér. Bamsburður og brjóstagjöf eru mikið andlegt og líkamlegt álag fyrir hverja konu. Samkvæmt flestum rannsóknum kvarta um 20% kvenna yfir ein- hveijum misalvarlegum geðræn- um einkennum á þessu tímabili, þunglyndi, kvíða, mikilli spennu og svefnleysi. Ein kona af hveijum þúsund missir tengslin við veru- leikann og sturlast um tima eins og Elísabet gerði. Oft skilur fólk ekki þessi einkenni og finnst það furðu sæta þegar móðir virðist hafna barninu og efast um að hún eigi það. Slík kona þjáist stundum af alvarlegu þunglyndi sem taka verður fostum tökum. Miklu skipt- ir að sýna konunni skilning en skamma hana ekki fyrir óhemju- gang og vanrækslu. Batahorfur þessara kvenna eru nokkuð góðar. Helmingur þeirra jafnar sig algjör- lega en um 40% geta fengið fleiri tímabil með þunglyndiseinkennum og geðsveiflum. Ein kma af tíu fær eða hefur áður haft alvarlegri geð- sjúkdóm. Rughð byrjar oft með því Álækravaktiimi að konunni finnst að starfsfólkið á fæðingardeildinni sé að tala um sig á bak og barnið sé umskiptingur. í kjölfarið fylgja önnur misalvarleg einkenni sem þó sjaldnast ganga eins langt og hjá Elísabetu. Orsakir Orsakir þessa ástands eru óþekktar. Læknar fornaldar töldu að mjólkin færi út í blóðið og eitr- aði þannig heila móðurinnar. Þessi hugmynd er ekki eins fjarlæg kenningum nútíma læknisfræði og gæti virst í fyrstu. Margir læknar hafa talið að hormónar eöa ein- hverjir líkamsvessar væru orsaka- valdur þessa ástands. Þetta hefur þó ekki tekist að sanna. Flestir geð- greinar telja að um sé að ræða mikið andlegt álag og spennu sem veikir hæfni líkamans til að fást við þá angist og hræðslu sem eru samfara hverri fæðingu. Sumar konur ráða ekki við það reginhaf sem skilur að draum og veruleika þegar böm eru annars vegar. Með- an á meðgöngu stóð létu þær sig dreyma óraunhæfa drauma um einhvem fullkomleika í barns- mynd sem í raun er ekki til. Þegar bamið fer að gráta, vaka á nóttum, pissa og kúka á sig fyllast þær von- leysi og vantrú á sjálfar sig og geta misst tengslin við veruleikann. Aðrar konur finna fyrir miklum einanaleik sem tengist fæðingu bamsins. Miklir erfiðleikar í sam- búð eða hjónabandi magnast við fæðingu barnsins. Konan einangr- ast í eigin heimi og ræður ekki við þá stöðu sem upp er komin. Hún fyllist vonleysi og þunglyndi. Stundum finnur konan ekki fyrir neinum móðurtilfinningum. Henni finnst hún vera versta móöir í heimi og sektarkenndin verður yf- irþyrmandi. Slík kona telur stund- um að dauðinn sé eina leiðin út úr þessum erfiðleikum og réttast sé að taka barnið með sér. Öðrum konum finnst eins og barnið hafi tekið úr sér allan kraft. Þær hafa öll möguleg líkamleg einkenni sem fylla þær vonleysi og angist. Skýr- ingarnar eru mýmargar en senni- lega er engin ein rétt eða önnur röng. Eins og svo oft í læknisfræð- inni er um að ræöa flókið samspil aðstæðna þar sem erfðir, um- hverfi, áreiti, streituþol og andlegir og líkamlegir burðir stíga trylltan dans. Meðferð Meðferðin er flókin og erfið og ætti að vera á fárra höndum. Best er að konan hafi barnið áfram hjá sér undir eftirliti jafnvel þótt leggja þurfi hana inn á geðdeild um tíma. Reynt er að halda bijóstagjöfinni áfram svo að móðirin tengist barn- inu á sem j ákvæðastan hátt. Þess- um konum eru annaðhvort gefin einhver geðlyf eða raflostsmeðferð. Eftir einhvern tíma lagast yfirleitt ástandið og konan getur farið heim með bamið sitt. Nauðsyn ber þó til að fylgja þessum konum vel eftir og hjálpa þeim með margvíslegum stuðningsaðgerðum - viðtölum, hjónaviðtölum ogjafnvel áfram- haldandi lyijameðferð. Elísabet og Hrungnir komust klakklaust í gegnum allar þessar hremmingar. Drengurinn þeirra var skirður Símir einn sunnudag nokkrum vikum eftir útskrift frá sjúkrahús- inu. „Kannski var hann af trölla- ættum eftir allt saman,“ sagði El- ísabet í skírnarveislunni. „Nafnið bendirtil þess.“ Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39 - 108 Reykjavík - Sími 678500 - Fax 686270 Félags- og þjónustumiðstöð aldraðra að Lindargötu 59 Óskað er eftir starfsfólki í eftirtalin störf: 1. 2 stöður leiðbeinenda í félagsstarfi aldraðra. Óskum eftir fjölhæfu fólki til ýmiss konar fræðslu og föndur- kennslu. 2. Hárgreiðslumeistari. Unnið er samkvæmt verktakafyrir- komulagi. 3. Fótaaðgerðafræðingur. Unnið er samkvæmt verktakafyr- irkomulagi. 4. Sjúkraliði. Til aðstoðar við böðun og aðhlynningu. 5. Fulltrúi. Starfsmaður vinnur við innheimtu og bókhald, ásamt afgreiðslu og skrifstofustörfum. Reiknað er með að starfsemi hefjist í apríl/maí nk. Nánari upplýsingar gefur Edda Hjaltested forstöðumaður í síma 15355 milli kl. 10 og 12 virka daga. Umsóknarfrestur um störfin er til 9. mars nk. Umsóknum skal skila til Félags- málastofnunar Reykjavíkurborgar á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Ef þú hauprir nýjan eða notaðan Skri-doo vélslcða núna ••• færðu aukahlutri að verðmætri kr. 30.000,- ókeypris! GÍSU IÓNSSON HF Bfldshöfða 14 112 Reykjavík Sími686644 Tilboðið gildir eingöngu um vélsleða að verðmæti kr. 200.000,- eða dýrari. Um uppítökur er ekki að ræða í tilboði þessu nema að sérstaklega sé um samið. Umboðsmenn okkar eru: Bílval á Akureyri, Nonni, Bolungarvík og Bílasalan Fell, Egilstöðum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.