Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Vísnaþáttur Matgæðingur vikunnar Eg bið að heilsa heim í ríki þitt „Stjómmál: kurteislegt nafn á lögum frumskógarins". Þetta er haft eftir bridgespilameistaranum Ely Culbertson og varla er nokkur vafi á því að hann hefur kunnað að spá rétt í spilin. Og einhver ann- ar spekingur komst svo að orði: „Það er ekki klappað fyrir stjórn- málamönnum vegna þess sem þeir hafa gert, heldur vegna þess sem þeir gætu gert fyrir þá sem klappa." Ekki efa ég sannleiksgildi þessara orða, þykist jafnvel nokkuð viss um að þegar stórmenni takast í hendur megi lítilmagninn vera við- búinn áfóllum. Og ástandið verður þá ekki langt frá því sem Ólafur Gíslason, bóndi á Neðri-Bæ í Ke- tildalahreppi í Vestur-Barða- strandarsýslu, orðar svo: Enn er meðal aumra vor öfga skammt á milli. Meðan aðrir hníga úr hor hinir deyja úr fylli. Og þá er helsta úrræðið eitthvaö í þá veru sem Bjarni Jónsson frá Gröf lýsir á svofelidan hátt: Engu er sáð í andans flög, ekki á dáðin hreysi. Þeir setja bráðabirgðalög byggð á ráðaleysi. Og ekki batnar ástandið þegar kosningar eru skammt undan. Guð- mundur Sigurðsson gamanvísnahöf- undur lýsti því þannig fyrir hartnær þrjátíu árum, og líklega hefur það lítið (eða ekkert) batnað síðan: Skemmstu leið til vegs og valda virðast margir sækja fast. Aukast nú með öllum flokkum ýfingar og hnútukast. Þó að fæstir þingið dái og þjarki um störf þess æ og sí hleypur flestum kapp í kinnar kosninganna hríðum í. Magnús Finnsson, bóndi í Stapas- eli í Stafholtstungum (1884-1946), gefur einhverjum samtíðarmanna sinna svofellda einkunn: Steingervinga staurblind tröll stara opnum munni. Þeirra ljómar ásýnd öll af íhaldsmenningunni. Einhverju sinni hitti Halldór Blöndal alþingismaður þá Ólaf G. Einarsson og Lárus Jónsson al- þingismenn á Akureyri en þeir voru þá að koma úr Sandá í Þistil- firði, þar sem þeir veiða oft. En eitt- hvað fór lítið fyrir aflanum í það skiptið því að Halldór orti: Hún Sandá var gruggug af surgi, og sargi frá Ólafi durgi, og líkast til var hann Lárus minn þar, en laxarnir þeir voru hvurgi. Það var í þingveislu, sem haldin var á Hótel Rorg eftir þingslit, að Hermann Jóhannesson (þá þing- skrifari) frá Kleifum í Gilsfirði kvaddi sér hljóðs og flutti eftirfar- andi limrur (á nýliðnu þingi hafði Magnús Torfi Ólafsson flutt tillögu um að fella z úr íslenskri stafsetn- ingu en Sverrir Hermannsson bar- ist gegn því af ofurkappi, án þess að hafa erindi sem erfiði - því mið- ur): Það var gott þegar landsfeður létu okkur losna viö hvimleiða zetu, því við skrifum öll rétt, bara ef regla er sett, sem er miðuð við minimal getu. En min hugmynd er hreint ekki verri, ég vil hætta að skrifa með erri. Ekkert hálfkák né sút, bara henda því út, og sjá þá hvað verður úr Sverri. Að sögn hló allur þingheimur - nema Sverrir. Alexander Stefánsson, alþingis- maður og ráðherra, fékk þessa umsögn frá Hermanni: Að hreykja sér hátt það er sið- ur, sem hér má oft sjá, því er miður. Það er glæsilegt oft ef menn gnæfa við loft, það er verst ef menn ná ekki niður. Þegar stjórn Gunnars Thorodds- en var og hét 1981 var Friðjón Þórð- arson, þáverandi dómsmálaráð- herra, oft að velta því fyrir sér hvort hann ætti að mæta á þing- flokksfundi hjá sjálfstæðismönn- um, þrátt fyrir hið „pólitíska fram- hjáhald.". Einu sinni rétti hann Ólafi G. Einarssyni þingflokks- formanni blaðsnepil með vísukorni og var yfirskriftin: Þingflokksfor- maður, kem ekki í dag: Vísnaþáttur Torfi Jónsson Ég bið að heilsa heim í ríki þitt, er hnígur sól í vetrarskautið sitt. Þótt kuldinn næði enn um okk- ar land mun aftur grænka túnið mitt og þitt. Þegar ljóst var að Sjálfstæðis- flokkur færi í ríkisstjórn 1974 orti Friðjón: Léttist ok í óskabyr, eyðist þoka blekkinganna. Við höfum mokað flórinn fyr að ferðalokum vinstri manna. En allt er breytingum undirorpið. Eftirfarandi vísa barst aö norðan en ég veit hvorki um stund, stað né höfund: Þeim sem virðist viðreisnin vera í góðu lagi held ég myrkrahöföinginn hafi í eftirdragi. Böðvar Guðlaugsson kennari yrkir svo um bágt stjórnmála- ástand: Þyngist róður, þríf ég pennann þjóðina hvetjandi: Landstjórn vor er varla á þenn- an vetur setjandi. Og þá kemur hér athyglisverð til- laga frá Flatrímara Spegilsins: Leggjum niöur þruglsamt þing, sem þjóðar nær ei eyra. Það væri, held ég, hagræðing á heimsmælikvarða, eða meira. Torfi Jónsson Spænsk tapasveisla „Ég kynntist spænskri matargerð þegar ég var við nám í Seville um nokkurra mánaða skeið árið 1987. Smáréttir úr ýmsum áttum eru snæddir af kappi á börum og kaffi- húsum Spánar," segir Styrmir Guðlaugsson, matgæðingur vik- unnar og blaðamaður á Eintaki. Spænskir tapasréttir eru orðnir mjög vinsælir hér á landi og Styrm- ir ætlar einmitt að gefa lesendum uppskriftir að slikum smáréttum. Spænsk eggjakaka (Tortilla Espanola) fyrir sex 1 kíló kartöflur 4-5 egg 50 ml olífuolía Zi tsk. salt 1 hvítlauksrif Hálfsjóðið kartöflurnar en þó þannig að þær séu stinnar í gegn. Flysjið þær og skerið í teninga sem eru u.þ.b. 1 sm á kant. Steikið kart- öflurnar við vægan hita í megninu af óhfuolíunni í um tíu mínútur og veltið þeim stöðugt svo þær brúnist ekki. Merjið hvítlaukinn og bætið honum út í undir lok steikingar- innar. Þegar kartöflurnar eru hæfi- lega steiktar - þær eiga ekki að maukast - er olían látin renna af pönnunni og geymd. Þeytið því næst eggin vel með saltinu út í og blandið kartöflunum út í hræruna. Hitið pönnuna aftur með olíu á og steikið eggjakökuna við vægan hita. Renna þarf steikar- spaða meðfram hhðunum og hrista pönnuna annað slagið þannig að eggjakakan haldist laus frá botnin- um. Þegar hún er farin að fá á sig gullinn lit er diskur settur yfir pönnuna og eggjakökunni hvolft á hann. Síðan er hún steikt á hinni hliðinni í tvær til þrjár mínútur. Spánverjar borða þessa eggjaköku jafnan kalda í sneiðum og þannig bragðast hún hest. Styrmir Guðlaugsson, matgæðing- urvikunnar. DV-mynd ÞÖK Kraumandi rækjur (Gambas al Pil Pil) fyrir 1 3 msk ólífuolía 1 bústið hvítlauksrif 1 rauður chili paprika á hnífsoddi 10 ferskar úthafsrækjur Setjið allt nema rækjurnar í litla eldfasta skál og komið henni fyrir á snarpheitri hellu. Þegar olían er orðin vel heit og hvítlaukurinn og chilipiparinn fer að taka á sig lit eru pillaðar rækjurnar settar út í. Borið strax fram með hvítu brauði til að dýfa í olíuna. Ef chilipiparinn er sterkur má nota minna af hon- um. Lambanýru í sérrísósu (Rinones al Jerez) f. 6 'A kíló lambanýru 4 msk. ólífuolía 1 lítill laukur, fínt saxaður 1 hvítlauksrif 1 msk. hveiti 1 lárviðarlauf 100 ml þurrt sérrí 100 ml kjötsoð salt og pipar fersk steinselja Himnan er flysjuð af nýrunum og fitukjarninn fjarlægður. Nýrun skorin í sneiðar eða í fernt. Að því búnu eru þau steikt við vægan hita í olíunni, ath.; ef hitinn er of mikill verða þau seig. Þegar nýrun eru farin að brúnast létt eru þau veidd upp úr olíunni. Fínt saxaður lauk- urinn og hvítlaukurinn er settur út á pönnuna og látinn mýkjast við vægan hita sem fyrr. Þá er hveitinu hrært út í og látið drekka í sig ol- íuna. Því næst er lárviðarlaufið sett út í og sérríinu og kjötsoðinu hellt yfir. Sósan er látin malla í tíu mínútur og krydduð til með salti og pipar. Loks eru nýrun hituð upp í sósunni í nokkrar mínútur. Ferskri steinseiju stráð yfir áður en rétturinn er borinn fram. KartöflurAlioli Hvítlauk og steinselju hrært út í majónes og svolitlum sítrónusafa bætt út í. Soðnum kartöflum bland- að saman við. Tómatasalat 3 bufftómatar 1 lítill laukur 25-30 svartar ólífur með steini salt og pipar edik ólifuolía Tómatarnir skomir í sneiðar og þær lagðar á disk. Þunnt skornum laukhringjum raðað ofan á og svörtúm ólífum dreift yfir. Grófu salti og nýmöluðum svörtum pipar stráð yfir. Loks er vætt í öllu með ediki og ólífuolíu eftir smekk. Styrmir ætlar að skora á Emu A. Hansen húsmóður að vera mat- gæðingur næstu viku. Hinhliðin DV Draumurinn er Ítalía - segir Valtýr Bjöm Valtýsson íþróttafréttamaður „Draumurinn er Italía í sum- arfríinu," segir hinn vinsæli íþrótt- afréttamaður Vaitýr Björn Valtýs- son en hann sýnir á sér hina hlið- ina í helgarblaðinu í dag. „Ég hef mikinn áhuga á öllu því sem ítalskt er, svo sem tungumálinu og menn- ingunni. Svo þegar ég fór að lýsa ítalska boltanum þurfti ég að læra ítölsku. Mig langar til að eyða sum- arfríinu í þessu fyrirheitna landi ef það gengur upp.“ Fullt nafn: Valtýr Bjöm Valtýsson. Fæðingardagur og ár: 02.05. 1963. Maki: Halldóra Ingibergsdóttir. Börn Svanhvít, 3 ára, Bima Ósk, 6 mánaða, og Sif, 10 ára. Bifreið: Toyota Carina '93 sem er til sölu. Starf: íþróttafréttamaður. Laun: Ekki há miðað við tíma- fjölda. Áhugamál: íþróttir, tónlist og allt sem ítalskt er. Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? 4. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Fara út með góðum vinum og eiga með þeim ánægjulegt kvöld. Hvað fmnst þér leiðinlegast að gera? Skúra parketiö. Uppáhaldsmatur: Rjúpur. Uppáhaldsdrykkur: Kaffl. Hvaða íþróttamaður fmnst þér Valtýr Björn Valtýsson. standa fremstur í dag? Ég vil ekki gera upp á milli þessa góða fólks. Uppáhaldstímarit: Ég kaupi bara DV og Moggann. Hver er fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan maka? Dætur mínar. Svo hefur mér alltaf þótt ísabella Rossellini rosalega sjar- merandi. Ertu hlynntur eða andvígur ríkis- stjórninni? Hlynntur. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Ruud Gullit. Uppáhaldsleikari: Dustin Hoffman og A1 Pacino. Uppáhaldsleikkona: ísabella Ross- ellini. Uppáhaldssöngvari: Bono. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Framarinn Davíð Oddsson. Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Garfield. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og fréttir.' Ertu hlynntur eða andvígur veru varnarliðsins hér á landi? Hlýt að vera hlynntur því meðan þaö er atvinnuskapandi. Hver útvarpsrásanna fmnst þér best? Bylgjan, að sjálfsögðu. Uppáhaldsútvarpsmaður: Hall- grímur Thorst. og Þorgeiríkur. Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður?KA- maðurinn Sigmundur Ernir Rún- arsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Mér finnst skemmtilegast í partíi með góðum myndum. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Fram. Stefnir þú að einhverju sérstöku i framtíðinni? Að gera betur en ég gerði í gær. Hvað ætlar þú að gera í sumarfrí- inu? Draumurinn er Ítalía.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.