Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Merming Einar Már Guðmundsson rithöfundur: Sannur skáldskapur „Menn spyrja oft hvort hlutirnir séu sannir eða skáldskapur. Ætli sé ekki rétt að segja aö Englar alheimsins sé sannur skáldskapur," segir Einar Már Guðmundsson rithöfundur sem hlaut Menningarverðlaun DV fyrir bók sína Englar alheimsins. „Ég held að það sé fótur fyrir ýmsu sem sett er fram sem skáldskapur," segir Einar Már. „Það er kannski ekki raunveruleikinn eins og við upplifum hann dags daglega, heldur eins og við skynjum hann yfir lengri tíma. Þannig er skáldskapurinn, ekki satt?“ Einar Már segir að kveikjan að Englum alheimsins hafi verið sú að segja frá því sem sjaldan sé talað um, lífi og aðstæðum þeirra sem eigi um sárt að binda og séu fyrir utan hiö skipulagða þjóðfélag. Sagan byggist á raunverulegum persónum og at- burðum þó svo að hið skáldlega frelsi sé algjört. „Það er vissulega vandasamt að skrifa verk af þessum toga en það gildir raunar um öll verk,“ segir Ein- ar Már. „Þetta er svolítið persónuleg saga, þarna er ég að skrifa um mál sem ég þekki nokkuð vel og það reyn- ir á. I rauninni er það alveg sama hveiju skáld og rithöfundar ætla að koma á framfæri, þeir þurfa alltaf að skapa og búa til þann heim sem þeir ætla að lýsa og það eru náttúr- lega alltaf átök. Sagan vill á blað Allar sögur sem ég hef gert hafa verið lengi innra með mér og býst ég við að þar séu nú nokkrar enn. Ég er alltaf lengi að melta hlutina með mér. Ég skynja þá jafnvel mörg- um árum áður, óljóst, og svona er þetta oft að koma til mín aftur og aftur á löngu tímabili. Síðan er eins og einhver klukka slái og sagan vill komast á blað. Það er því talsverður aðdragandi að hverju verki. Þetta er sjálfsagt samspil áreita úr núinu og þess sem liðið er. Ég get ekki sagt að ég kveðji svo söguna fyrir fullt og allt þegar hún er komin á bók, Það er yfirleitt ekki hægt að segja um mál þó að búiö sé að skrifa um þau eina sögu að þau séu endanlega af- greidd, þannig að viðfangsefnin halda áfram að lifa með manni með einhveijum hætti. Stundum hefur maður sett á blað eitthvað sem öðrum finnst þeir einn- ig hafa skynjað. Það hefur einmitt verið þannig með Engla alheimsins. Ég hef fengið mjög mikil viðbrögð frá fólki og þakklæti fyrir að segja frá þessum málum. Þarna er heimur sem margir þekkja en lítið er talað um.“ Fyrsta verk Einars Más, ljóðabók- in: Er nokkur í kórónafótum hér inni?, kom úr 1980. Síðan hefur hvert verkið rekið annað, ljóðabækur, skáldverk, smásögur, ritgerðir, barnasögur og kvikmyndahandrit. Hann segist geta játað því að hann sé lúsiðinn við skriftirnar. „Ég verð að hafa kerfi á hlutunum til að halda utan um óreiðuna. Það verður að vera agi. Ég vil ekki gera greinarmun á góðum og vondum dögum, heldur er þetta allt í einum potti. Ég er lík- lega örlagatrúar, þó svo að ég hrífist af stjófnleysi." Hann segist ósköp vel geta verið án skrifta í einhvern tíma en þó séu alltaf „einhveijar setningar á sveimi í kollinum." Maður ímyndar sér allt- af að þegar bardaganum lýkur þá muni maður bara sitja og horfa út í loftið en það gerist alltof sjaldan. Það er alltaf í mörg horn að líta.“ Jákvættviðhorf Hann segir að andrúmsloftið í þjóð- félaginu sé misjafnt gagnvart skáld- skap. Borið saman við önnur lönd ríkir frekar jákvætt viðhorf til skáld- skapar á íslandi. „Þetta er að vísu þversögn en tóm- læti gagnvart andlegri iðju af ýmsu tagi hefur vaxið en líka minnkað. Það eru fleiri og fleiri, sem hafa áhuga á Einar Már Guðmundsson rithöfundur. DV-mynd ÞÖK því sem verið er að skapa í listum, en einnig fleiri og fleiri sem láta sig það engu varða. Það er erfltt að grípa um púlsinn og staðhæfa eitthvað um viðhorfið til skáldskapar hverju sinni. Það getur birst hverjum og ein- um höfundi og listamanni nokkuð misjafnlega. En ég held að áhuginn núna í kreppunni margumtöluðu sé síst minni. Það sést á samkomum, upplestrum og jafnvel ráðstefnum, þar sem verið er að ræða ýmislegt, svo sem sagnfræði, að áhuginn á sögu okkar og sagnalist er enn til staðar. Feitir tímar eru ekki endilega andríkari en magrir.“ Sögur Einars Más hafa verið þýdd- ar á öll Norðurlandamálin og þýsku. Þá er bókin Riddarar hringstigans væntanleg út á enskri tungu. Dansk- ir forleggjarar eru þegar farnir að horfa til Engla alheimsins með þýð- ingu í huga, Þegar hann er spurður hvort hann ætli að halda sig áfram á skáldverka- línunni, eða hvort kannski sé von á ljóðabók, vill hann lítið ræða það mál. „Maður veit aldrei hvort kemur á undan, eggið eða hænan,“ er eina svarið sem fæst. -JSS Leifur Þorsteinsson ljósmyndari: Hvatning fyrir ljós- myndun í landinu „Ég lít á þessa viðurkenningu sem hvatningu fyrir ljósmyndun í land- inu,“ sagði Leifur Þorsteinsson ljós- myndari sem hlaut Menningarverð- laun DV í listhönnun fyrir ljós- myndasýningu sína í Stöðlakoti í haust sem leið. Viðfangsefnið á sýn- ingunni var hversdagslegir hlutir og blóm úr garðinum. Leifur notaði óvenjulega aðferð, hann notaði pol- aroid-filmuna sjálfa sem eins konar þrykkplötu og yfirfærði yfir á vatns- litapappír. „Þessar myndir voru gerðar sér- staklega fyrir sýninguna í Stöðla- koti. Þegar mér bauðst sýningarað- staðan ákvað ég að taka hana. Ég fór svo að hugleiða hvað ég gæti gert. Ég hafði tekið dálítið af kyrralífs- myndum og ákvað að setja þær upp.“ Lærði í Danmörku Leifur lærði ljósmyndun í Dan- mörku. Hann hafði stundað nám í efna- og eðlisfræði við Kaupmanna- hafnarháskóla, en flutti sig yfir til meistara sem hét Jan Zelzer. „Ég var farinn að spekúlera í hvem skollann ég gæti gert við eðlis- og efnafræðina og það var ekkert annað en að verða kennari. Það gat ég ekki hugsað mér.“ Eiginkona Leifs var að læra auglýs- ingateikningu úti í Kaupmannahöfn Leifur Þorsteinsson Ijósmyndari. þegar þetta var og Leifur hafði kynnst fjölda fólks í þeirri grein. „Ég hafði alltaf verið með ljósmyndadellu DV-mynd BG frá þvi að ég eignaðist mína fyrstu kassamyndavél. Ég fékk svo lærl- ingsstöðu hjá Selzer alveg á stund- inni og atvinnu hjá honum líka. Hann rak litvinnslustöð sem var tals- vert mál í þá daga. Þar sem ég var úr eðlis- og efnafræði, þá hentaði það mjög vel, þannig að ég réð mig líka sem gæðaeftirlitsmann. Launin komu sér vel því ég fékk ekki yflr- færslu að heiman fyrir ljósmyndara- náminu. En það var ágætt því ég hafði miklu meira upp úr mér en ég hefði haft með yfirfærslunni." Heim eftir átta ár „Eftir átta ár í Danmörku hélt Leif- ur heim. „Þó maður eigi kunningja og vini erlendis þá er maður alltaf útlendingur. Mér fannst líka að það hlytu að vera meiri möguleikar hér en úti - en það var misskilningur. Þetta fag, auglýsinga- og iðnaöarljós- myndun, var gjörsamlega óþekkt hér.“ Leifur hugðist fá vinnu á einhveiju dagblaðanna en það gekk ekki. Þá setti hann á stofn stofu, 1. janúar 1963, og hana rekur hann enn. „Maður lifir ekki á listljósmyndun og sýningum. Ég er í tæknivinnu fyr- ir spítala, rannsóknarstofnanir og fleiri slíka aðila. Listljósmyndunin er bara „hobbí.“ í 250 þúsund manna þjóðfélagi er enginn markaður fyrir svona lagað. Það er rétt að þeir sdlra mestu og bestu í sjálfum Bandaríkj- unum lifa af þessu. Maður eins og Bruce Davidson, sem ég þekki per- sónulega, einn af þeim betri í veröld- inni, verður að standa í kennslu til að sjá sér farborða. Það er fjöldinn allur af góðum ljós- myndurum hér á landi, bæði í stétt- inni og utan hennar. Ljósmyndunin sem listgrein mætir meiri skilningi nú en áður. Þeim sem hafa gaman af vel gerð- um myndum er nákvæmlega sama hvaða aðferð er notuð. En hinum sem hugsa um list sem fjárfestingar- atriði líta ekki við ljósmyndum. Þetta viðhorf er þó að breytast smátt og smátt með auknum umgangi við umheiminn." Leifur hefur haldiö allmargar sýn- ingar, bæði einn og með öðrum. Af einkasýningum má nefna Myndir úr borginni og síðar Fólk, báðar í Boga- sal Þjóðminjasafnsins. Hann hefur einnig sýnt í Denver í Bandaríkjun- um. Af öðrum sýningum má nefna sam- sýningu íslenskra myndlistarmanna í Kaupmannahöfn og 102 litmyndir á sýningu í Japan. „Það er ekki von á sýningu frá mér, ekki í bráð. Það er afskaplega dýrt að koma sýningu upp og ég held að ég verði að geyma það með mér enn um sinn.“ -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.