Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Afmæli Guðrún Magnúsdóttir Guörún Magnúsdóttir, Grandavegi 47, Reykjavík, verður níræð á mánudaginn. Starfsferill Guðrún fæddist í Borgarnesi en flutti með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur er hún var á öðru árinu og ólst þar upp. Hún æfði mikið leik- fimi og fimleika, einkum hjá ÍR, en hún var í hópi sem sýndi flmleika á Melavellinum við konungskomuna árið 1921. Guðrún stundaði leikflmi æ síðan og gerir enn leikfimiæfmgar á hverjum degi. Eftir að Guðrún gifti sig bjuggu þau hjónin fyrst í Stað í Hafnarfirði en fluttu síðan til Reykja- víkur þar sem þau bjuggu síðan. Guðrún starfaði lengi í kirkjusókn Neskirkju en hún starfar nú í Dóm- kirkjusöfnuðinum og í kvenskáta- hreyfingunni. Fjölskylda Guðrún giftist 13.11.1926 Tryggva Ólafssyni, f. 31.10.1899, forstjóra Lýsis hf. Foreldrar hans voru Ólaf- ur Kjartansson, b. á Litlaskarði í Norðurárdal, og Þórunn Þórðar- dóttir húsfreyja en hún bjó í Borgar- nesieftirlátÓlafs. Börn Guðrúnar og Tryggva eru ólafur Tryggvason, f. 16.3.1928, d. 23.10.1976, framkvæmdastjóri Lýsis hf., kvæntist Ruth Ólafsson og eru synir þeirra Eric Tryggvi, f. 1.3.1951, búsettur í Reykjavík, Pétur Friðrik, f. 17.8.1952, búsettur í Bandaríkjun- um, og Mark Andrew, f. 7.5.1957, búsettur í Reykjavík; Erla Tryggva- dóttir, f. 9.7.1929, búsett í Reykjavík, var gift Pétri Péturssyni og eru börn þeirra Sigríður Svana, f. 26.9.1952, háskólanemi, gift Jóni Sigurðssyni og eiga þau þijú börn, Arndís Erla, f. 24.8.1955, b. að Velli á Rangárvöll- um, Tryggvi, f. 3.11.1956, fram- kvæmdastjóri T.P. og Co, kvæntur Jónu Ólafsdóttur og eiga þau þrjú böm og Katrín, f. 23.5.1962, starfs- maður Fiskafuröa hf., gift Jóni Guð- laugssyni og eiga þau eitt barn; Svana Tryggvadóttir, f. 11.3.1931, starfsmaður hjá Lýsi hf., gift Agli Snorrasyni og em börn þeirra Ólaf- ur Tryggvi, f. 10.12.1958, starfsmað- ur hjá Lýsi hf., kvæntur Arndísi Leifsdóttur og eiga þau þrjár dætur, Snorri Már, f. 25.5.1960, verksmiðju- stjóri hjá Lýsi hf., kvæntur Ásdísi Þorvaldsdóttur og eiga þau tvö börn og Guðrún Björg, f. 12.4.1963, kenn- ari, í sambúð með Friðrik Eggerts- syni. Systur Guðrúnar voru Jakobína Magnúsdóttir, f. 26.1.1899, d. 5.5. 1957, yfirhjúkrunarkona, síðast á Elliheimilinu Grand og fyrsti kven- skátaforingi á islandi; Arndís Magn- úsdóttir, f. 18.8.1902, d. 29.7.1942, húsfreyja að Svignaskarði, gift Ragnari Stefánssyni, rafvirkja- meistara þar. Uppeldisbróðir Guð- rúnar var Már Siguijónsson, f. 13.9. 1921, d. 1.8.1946, starfsmaður hjá Lýsi hf. Foreldrar Guðrúnar vora Magnús Sæmundsson, f. 26.6.1870, d. 14.10. 1949, söðlasmiður í Borgarnesi og síðar kaupamaður í Reykjavík, og kona hans, Guðrún Guðmundsdótt- ir, f. 5.9.1875, d. 20.8.1954, húsmóðir. Ætt Systir Magnúsar var Guðbjörg, húsfreyja í Svignaskarði. Magnús var sonur Sæmundar, b. á Stafholts- veggjum, Magnússonar, og Guð- finnuTeitsdóttur. Guðrún var dóttir Guðmundar, b. í Einarsnesi, Guðmundssonar, prests á Borg á Mýrum, Bjarnason- ar, b. í Laugardælum, Símonarson- ar. Móðir Guðmundar á Borg var Ragnheiður Guðmundsdóttir, prests á Hrepphólum, Magnússon- ar. Móðir Guðmundar í Einarsnesi var Guðrún Þorkelsdóttir, í Reykja- vík Rafnssonar. Móðir Guðrúnar Guðmundsdótt- Guðrún Magnúsdóttir. ur var Guðrún Einarsdóttir, járn- smiðs í Belgsholtskoti á Mýrum, Jónssonar, b. í Stafholti, Jónssonar. Móðir Einars var Ingigerður Jóns- dóttir. Móðir Guðrúnar var Þrúða Finnbogadóttir, systir séra Jakobs í Steinnesi, langafa Vigdísar forseta. Guðrún tekur á móti vinum og vandamönnum á Grandavegi 47,10. hæð, sunnudaginn 27.2. kl 17.00- 19.00. Fanney Halldórsdóttir Fanney Halldórsdóttir, Háaleitis- braut 117, Reykjavík, er sjötug í dag. Starfsferill Fanney er fædd á ísafirði og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á ísafirði. Fanney vann ýmis störf á ísafirði og var t.d. bæði við verslunar- og skrifstofustörf. Hún hefur starfað hjá Tryggingastofnun ríkisins frá 1974 og hefur verið fulltrúi á lífeyris- deildhinsíðariár. Fanney og eiginmaður hennar bjuggu á ísafirði til 1973 en í Reykja- víkfráþeimtíma. Fjölskylda Fanney giftist 16.11.1946 Maríasi Benedikt Kristjánssyni, f. 13.2.1916 á Suðureyri við Súgandafjörð, d. 4.11.1990, Marías ólst upp í Bolung- arvík og á ísafirði. Foreldrar hans: Kristján Guðmundar Maríasson, f. 10.1.1880 í Botni í Súgandaflrði, d. 9.2.1939, formaður á Suðureyri og í Bolungarvík, og kona hans, Guð- björg Lovísa Magnúsdóttir, f. 21.11. 1884 í Bæ í Súgandafirði, d. 26.10. 1938. Böm Fanneyjar og Maríasar: Kristján Óli, f. 21.6.1944, sjómaður á Norðfirði, kona hans er Helga Axelsdóttir, þau eiga fjögur börn og fimm barnabörn; Guðbjörg Sólveig, f. 28.7.1946, símastúlka hjá Pósti og síma í Reykjavík, Guðbjörg Sólveig eignaðist tvö böra en missti dóttur af slysförum í maí 1992; Guðmundur Geir, f. 18.3.1948, sjómaður í Reykja- vík, kona hans er Gladys Maríasson, Guðmundur Geir á tvö börp; Frið- gerður Kristín, f. 8.2.1951, sjúkraliði á Eskifirði, hennar maður er Jón Baldursson, þau eiga þijú böm; Halldór Bjarni, f. 9.10.1952, bílstjórl í Finnstungu í Bólstaðarhlíðar- hreppi í Austur-Húnavatnssýslu, kona hans er Áslaug Guðmunds- dóttir, þau eiga þijú böm og eitt barnabam; Fanney María, f. 9.6. 1955, húsmóðir á Sauðárkróki, hennar maður er Heimir Guð- mundsson, þau eiga fjögur börn; Nanna Bára, f. 8.3.1963, húsmóðir í Þorlákshöfn, hennar maður er Guð- mundur Einarsson, þau eiga þrjú börn. Uppeldisbróðir Fanneyjar: Pétur Geir Helgason, f. 15.11.1932, kona hans er Osk Norðfjörð Óskarsdóttir, þau eiga fjögur böm. Fanney og Pétur Geir eru systkinabörn en móðir hennar, Guðmunda Jóna, og móðir hans, Jónína María, voru systur. Foreldrar Fanneyjar: Halldór Bjarnason, f. 3.1.1896, d. 4.10.1924 (fórst með Rask), og Guðmunda Fanney Halldórsdóttir. Jóna Pétursdóttir, f. 5.4.1901, d. 23.1. 1993. Ætt Halldór var sonur Bjama Dósóþe- ussonar, f. 7.7.1873, d. 19.2.1952, bónda í Görðum, og Ólafar Katrinar Einarsdóttur, f. 1.11.1859, d. 14.1. 1896. Guðmunda Jóna var dóttir Péturs Friðgeirs Jónssonar, f. 18.6.1873 á Uppsölum í Súðavíkurhreppi, d. 29.3.1965 í Kópavogi, verkstjóra á ísafirði, og konu hans, Friðgerðar Kristínar Samúelsdóttur, f. 13.1. 1879 í Hlíð í Súðavíkurhreppi, d. 12.2.1943. Elísabet I. Halldórsdóttir Elísabet Ingveldur Halldórsdóttir, ljósmóðir og fyrrverandi húsfreyja á Miklabæ, Óslandshlíð í Hofs- hreppi, er níræð í dag. Fjölskylda Elísabet er fædd á Miklabæ og ólst þar upp. Hún lauk prófi frá Ljós- mæðraskóla íslands 1929 og starfaði sem ljósmóðir í Hóla- og Viðvíkur- umdæmi 1929-68. Elísabet giftist 23.12.1933 Ólafi Valgarð Gunnarssyni, f. 9.2.1894, d. 21.6.1981, bónda á Miklabæ í Hofs- hreppi. Foreldrar hans: Gunnar Ól- afsson og Sigurlaug Magnúsdóttir, bændur í Keflavík, Hegranesi í Skagafirði. Böm Elísabetar og Ólafs: Halldór Þorleifur Ólafsson, f. 20.12.1934, bóndi á Miklabæ, maki Guðrún Jónsdóttir frá Garðsvík á Sval- barðsströnd, þau eigafjögur böm, Jón Inga, Önnu Elísabetu, Ólaf Gunnar og Ingibjörgu Arnheiði; Sig- urlaug Ólafsdóttir, f. 11.7.1938, starfsmaður við Sjúkrahús Skag- firðinga, Sigurlaug er búsett á Sauð- árkróki og á fjögur börn, Ólaf, Elísa- betu Valgerði, Jóhann Birgi og Magnús Braga, Sigurlaug var gift Magnúsi Jóhannssyni frá Kúskerpi í Blönduhlíð; Ingibjörg Ingveldur Ólafsdóttir, f. 29.12.1942, bóndi á Krossi í Hofshreppi, maki Þorvaldur Gestsson frá Neðra-Hálsi í Kjós, þau eiga eina dóttur, Ólafiu Önnu. Stjúp- sonur Elísabetar og sonur Ólafs: Magnús Ólafsson, f. 7.6.1930, d. 24.6. 1983. Fóstursonur Elísabetar og Ól- afs: Sigmar Benediktsson, f. 3.9. 1948, d. 3.8.1985, maki Elísabet Arn- ardóttir, þau eignuðust tvö böm, Guðrúnu Erlu og Ómar Örn, Sigmar ólst upp hjá Elísabetu og Ólafi frá 8 ára aldri. Barnabamabörnin em átta. • Systkini Elísabetar: Ósk Halldórs- dóttir, f. 6.6.1905, d. 20.12.1990, bóndi að Hlíðarenda, Óslandshlíð í Hofs- hreppi, maki Stefán Sigmundsson, þau eignuðust þijár dætur; Jón Halldórsson, dó í bernsku; Guðrún Halldórsdóttir, dó í bernsku. Elisabet Ingveldur Halldórsdóttir. Foreldrar Elísabetar: Halldór Þor- leifsson, f. 18.9.1871, d. 14.4.1937, bóndi á Miklabæ, og Ingibjörg Jóns- dóttir, f. 10.1.1874, d. 16.3.1942, hús- freyjaáMiklabæ. Eirikur Jónsson, Gröf 1, Skilmannahreppi. 80 ára Stefán Þórðarson, Hrafnistu, Hafnarfirði. Baldur Helgason, Dvergahakka 4, Reykjavík. Dagbjartur Hannesson, Gljúfurárholti, Ölfushreppi. Axel Kristjónsson, Hjallaseli 55, Reykjavik. 70 ára Guðrún Jósepsdóttir (áafmæli2.3), fyrrv.hús- freyja á Tann- staðabakka í Staöarhreppi, Stóragerði 10, Reykjavík. Eiginmaður honnarcrEin- ar Jónsson, fyrrv. bóndi. Þau taka á móti gestum sunnudag- inn 27.2. i Sóknarsalnum, Skipholti 50a,frákl. 15-17. BergurBárðarson, Ljósheimum 9, Reykjavík. Andrés Ingibergsson, Álftamýri 26, Reykjavík. Guðný Hólfdánsdóttir, Lindarhvammi 14, Hafnarfirði. 50ára Unnur Þorsteinsdóttir skrifstofu- tæknir, Lindasíðu2, Akureyri. Eiginmaður hennarerÁrni Valur Viggós- son símaverk- stjóri. Samúel Jónsson, Blómvangi 16, Hafnarfirði. Jón Ebbi Björnsson, Jörfabakka 16, Reykjavik. Kolbrún Baldvinsdóttir, Bergstaðastræti 8, Reykjavík. Sigfús Jónsson, Skipholti 52, Reykjavík, Hannes Ólafsson, Giljaseli6, Reykjavík. J. Ragnar Austmar bifvélavirkja- meistari(áaf- mæli28.2), Pjarðarseli 24, Reykjavík. Konahanser Mary Bjarna- dóttir, Þautakaámóti _____________ gestum á afmælisdaginn í sal Múrarafélagsíns í Síðumúla 25 frá kl. 20. 40ára 60ára Elisabet Óskarsdóttir, Ljósheimum 12a, Reykjavík. Guðrún Lárusdóttir, Sólvallagötu 4, Keflavík. Sigurður Kristjánsson, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Björgvin Ólafsson. Kópavogsbraut 49, Kópavogi. Björn Sverrísson, Austurgötu 4, Stykkishólmi. Salvör Kristjana Gissurardóttir, Sigtúni 31, Reykiavík. Hafþór Birgir Guðmundsson, Tjamarflöt 7, Garðabæ. Jpnas Jose Mellado, Litluhlíð 5c, Akureyri. Eysteinn Björnsson, Ægisgötu 4, Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.