Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994
Erlend bóksjá
Flagð undir
fögru skinni
Metsölukiljur
Bretland
Skáldsögur:
1. George Eliot;
Middlemarch.
Z. Elizabeth George;
Missing Joseph.
3. Thomas Keneally:
Schindler's List.
4. Joan Brady:
Theory of War.
B. John Grisham:
The Pelican Brief.
6. Robert James Waller:
The Bridges of Madíson
County.
7. Colin Forbes:
By Stealth.
8. Edith Wharton:
The Age of Innocence.
9. Kazuo Ishiguro:
The Remains of the Day.
10. Helen Forrester:
The Liverpool Basque.
Rit almenns eðlis:
1. Jung Chang:
Wild Swans.
2. IMick Hornby:
Fever Pitch.
3. Brian Keenan:
An Evil Cradfing.
4. Nancy Friday:
Women on Top.
5. Stephen Fry:
Paperweight.
6. James Herriot:
Every Living Thing.
7. David Yallop:
To the Ends of the Earth.
8. Stephen Briggs:
The Streets of
Ankh-Morpork.
9. Dirk Bogarde:
The Great Meadows.
10. Betty Thine:
Mind Waves.
(Bygflt á The Sunday Times)
Danmörk
Skáldsögur:
1. Peter Hoeg:
Froken Smillas
fornemmelse for sne.
2. Mary Wesley:
En tvivlsom affære.
3. James Ellroy:
Sorte Dahlia.
4. Robert Goddard:
Fra bíllede til billede.
5. Laura Esquivel:
Hjerter i chili.
6. Peter Hoeg: ,
Forestilling om det 20.
árhundrede.
7. Peter Hoeg:
Fortællinger om natten.
(Byggt á Polltlken Sondag)
Það er gömul klisja að veruleikinn
sé ótrúlegri en nokkur skáldskapur.
Það á hins vegar við um glæpaferil
aðalpersónunnar í bókinni Every-
thing She ever Wanted en þar er lýst
raunverulegum atburðum sem gerð-
ust í Bandaríkjunum.
Pat var frá upphafi eftirlæti for-
eldra sinna. Sem barn var hún falleg
eins og prinsessa í ævintýri og glæsi-
legur táningur. Foreldrar hennar
voru frá upphafi reiðubúnir að fórna
öllu til að uppfylla jafnvel fáránleg-
ustu óskir hennar.
Það var kannski þess vegna sem
Pat sannfærðist um það þegar á unga
aldri að hún ætti rétt á öllu því sem
hugurinn girntist. Ef ekki meö góðu
þá illu. Og fljótlega kom í ljós að á
bak við fegurðina og glæsileikann
leyndist hið versta flagð - þótt for-
eldrar hennar sæju það aldrei.
Ofsóknir og
sjálfsmorð
Bandaríski rithöfundurinn Ann
Rule, sem starfaði um árabil sem lög-
reglumaður, hefur skrifar nokkrar
forvitnilegar bækur um sönn banda-
rísk sakamál. Hér rekur hún maka-
lausa sögu þessarar óhugnanlegu
konu sem virtist svo glæsileg og
skemmtileg en skildi alls staðar eftir
sig sorg og óhamingju.
Pat fæddist skömmu fyrir upphaf
síðari heimsstyrjaldarinnar. Hún
átti einn yngri bróður, Kent, sem
varð fyrsta fómarlamb hennar.
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
Pat þoldi ekki eitt augnablik að at-
hygh foreldranna beindist að öðrum
en henni sjálfri. Þess vegna rægði
hún og ofsótti bróður sinn af ótrú-
legri grimmd allt fram á fullorðins-
ár. Svo fór aö lokum að Kent þoldi
ekki álagið og framdi sjálfsmorð.
Pat var aðeins fimmtán ára þegar
hún giftist fyrsta sinni. Hún eignað-
ist böm með eiginmanni sínum,
bandarískum hermanni sem fór á
milli herstöðva í Bandaríkjunum og
Evrópu (var m.a. um hríð á Keflavík-
urflugvelli) en skildi að lokum við
hann og flúði heim til skUningsríkra
foreldra sinna með bömin.
Fjölskylda í rúst
Ógnarverk Pat hófust svo fyrir al-
vöru eftir aö hún kynntist Tom All-
anson árið 1973. Þau giftu sig eftir
stutt kynni árið 1974 og keyptu bú-
garð í Georgíuríki. Draumur Pat var
að lifa þar glæsilífi hkt og hetja henn-
ar og fyrirmynd, Scarlett Ó’Hara í
skáldsögunni Á hverfanda hveh.
En það fór á annan veg. Þremur
árum eftir hjónavigsluna var AUan-
sonfjölskyldan í rúst. Tom sat í fang-
elsi fyrir að hafa myrt foreldra sína,
án efa að undirlagi Pat sem fékk
nokkm síöar fangelsisdóm fyrir að
byrla afa og ömmu Toms eitur.
Þegar Pat losnaði úr fangelsi árið
1984 hélt hún áfram þar sem frá var
horfið. Hún tók að sér, ásamt einni
dóttur sinni, að annast roskin, vel
efnuð hjón en var rekin þegar í ljós
kom að hún hafði gefið þeim hættu-
leg lyf og stolið frá þeim dýrmætum
hlutum. Nokkrum árum síðar var
Pat handtekin á ný og dæmd fyrir
þessa glæpi. Hún situr enn í fang-
elsi. En hversu lengi?
EVERYTHING SHE EVER
WANTED.
Höfundur: Ann Rule.
Pockef Books, 1993.
Metsölukiljur
Bandaríkin
Skáldsögur:
1. Thomas Keneally:
Schindler's List.
2. LaVyrie Spencer:
November of the Heart.
3. Dean Koontz:
Winter Moon.
4. V.C. Andrews:
Ruby.
B. Richard North Patterson:
Degree of Guilt.
6. John Grisham:
The Pelican Brief.
7. Steve Martini:
Prime Witness.
8. Robin Cook:
Terminal.
9. John Grisham:
A Time to Kill.
10. Virginia Henley:
Seduced.
11. Dick Francis:
Driving Force.
12. James Patterson;
Along Came a Spider.
13. Timothy Zahn:
The Last Command.
14. Barbara Delinsky:
Suddenly.
1B. Anne Rice:
Interview with the Vampíre,
Rit almenns eðlis:
1. Thomas Moore:
Care of the Soul.
2. M. Scott Peck:
The Road Less Travelled.
3. Maya Angelou:
I Know why the Caged Bird
Sings.
4. Rush Limbaugh:
The Way Things Ought
to Be.
B. Peter Mayle:
A Year in Provence.
6. Joan W. Anderson:
Where Angels Walk.
7. Nellie Bly:
Oprah!
8. Deborah Tannen:
You Just Don't Understand.
9. Benjamin Hoff:
The Tao of Pooh.
10. Ann Rule:
Everything She ever
Wanted.
11. Benjamin Hoff:
The Te of Píglet.
12. Gail Sheehy:
The Silent Passage.
13. James Gleick:
Genius.
14. H.G. MooreSt J. L. Galloway:
We Were Soldiers
Once . and Young.
1B. Peter Mayle:
Toujours Provence.
(Byggt á New York Times Book Review)
Vísindi
Dönsk skólaböm þurfa að læra söguna upp á nýtt:
Gormur gamli lést
síðar en áður talið
Margrét Þórhildur Danadrottning er komin af Gormi hinum gamla í 52. lið
og verður að leggja nýtt dánardægur hans á minnið.
Atómin í öllu
sínuveldi
í hinum sýnilega alheimi er að
finna um eitt hundrað milljarða
stjömukerfa og í hverju þeirra
eru eitt hundrað milljarðar
stjaraa, eða 101 ‘. Heildarstjömu-
fjöldinn er því 10--.
Vísindamenn hafa reiknað út
að hver stjarna inniheldur 10
frumeindir, eða atóm. Frumeind-
ir í hinum sýnilega alheimi eru
því samkvæmt þcssu 10. Og
reikni nú hver sem gctur.
Mestallur Wuti alheimsins er
þó ósýnilegur og því ekki gott að
segja til um hversu margar frum-
eindir hins ósýnilega hluta eru.
Minna um
ósoneyðandi
efni
Ósonmagnið í heiminum hefúr
minnkað um tíu prósent að með-
altaii frá því á árinu 1969 og er
þá 70 prósenta minnkun óson-
lagsins yfir Suðurskautslandinu
meðtalin.
„Þegar við drögum úr notkun
klórsambanda á næstu öld mun
eyðing ósonlagsins stööugt fara
minnkandi en svo hefst batinn,“
segir Rumen Bojkov, formaður
Alþjóða ósonnefhdarinnar,
Osonlagið ver líf á jöröinni fyrir
skaölegum útfjólubláum geislum
sólarinnar.
Umsjón
Guölaugur Bergmundsson
Dönsk skólaböm hafa kynslóð
fram af kynslóð streist við að leggja
það á minnið aö Gormur hinn gamli,
fyrsti konungur Danmerkur, hafi
andast árið 935 e. Kr., samkvæmt
heimildum úr bókmenntunum. En
nú er öll sú vinna farin í súginn.
Niðurstöður flókinna rannsókna á
viðinum í líkkistu Gorms hafa knúið
fomleifafræðinga til að endurskrifa
sögu þessa elsta konungsríkis heims-
ins sem enn er við lýði. Gormur hinn
gamli dó nefnilega árið 958 e. Kr.
Þaö voru fornleifafræðingar sem
unnu í Jellingkirkju nærri Vejle á
Jótlandi sem geröu þessa uppgötvun.
„Nú er hægt án nokkurs vafa að
segja til um að útfor Gorms kóngs
hafi verið gerð árið 958 e. Kr.,“ segir
Knud Krogh, safnstjóri við danska
þjóðminjasafnið. „Þetta ártal hefur
alltaf verið hið mikilvægasta sem
hvert danskt skólabarn hefur þurft
aö leggja á minnið. Danskir sögu-
kennarar munu því eiga ærið starf
fyrir höndum þótt nú sé ekki lögð
jafn mikil áhersla á að muna ártöl
sögulegra atburða og áður.“
Meðal þeirra sem þurfa nú að
skipta um í minnishólfinu sínu er
Margrét Þórhildur drottning en hún
er afkomandi Gorms hins gamla í 52.
lið.
Krogh segir hugsanlegt að ein-
hverjir óþekktir konungar hafi ríkt
yfir hluta landsins fyrir daga Gorms
hins gamla. „En Gormur er fyrsti
konungurinn sem við þekkjum sem
sameinaði alla Dani og ríkti yfir Dan-
mörku eða stórum hluta landsins.
Danmörk er elsta konungdæmi
heimsins þar sem til eru óslitnar rit-
aðar heimildir um konungsættir í
rúmlega ■ eitt þúsund ár,“ segir
Krogh.
Rannsóknimar, sem leiddu til
hinnar nýju niðurstöðu fomleifa-
fræöinganna, voru gerðar á árhringj-
unum í viði líkkistu konungsins sál-
uga og einnig voru gerðar sérstakar
mælingar á kertisbúti sem fannst í
einni grafhvelfingu kirkjunnar og
kann að hafa verið notaður við útför
kóngsa.
Krogh segir aö ein helsta aíleiðing
þessara uppgötvana fyrir sagnfræö-
inga sé sú að kristnitakan í Dan-
mörku hafl gerst mun snögglegar en
áður var talið.
„Kristinn siður var á leið til Dan-
merkur en við getum nú séð að hann
var ekki innleiddur tuttugu og fimm
árum eftir dauöa Gorms heldur að-
eins tveimur árum, árið 960 þegar
Haraldur blátönn flutti gröf fóður
síns úr heiðnum haug og reisti
kristna kirkju úr viði á nýja staðn-
um. Það markar greinilega endalok
víkingatímans og upphaf miðalda,"
segir Krogh.
Við hliö kirkjunnar í Jelling standa
nú tveir gríðarstórir rúnasteinar.
Gormur reisti annan þeirra til heið-
urs Þyri drottningu sinni en Harald-
ur blátönn reisti hinn árið 980 til
heiðurs Gormi og Þyri.
Forfaðir
allra tungu-
mála 100
þúsund ára
Johanna Nichols, prófessor í
slavneskum tungumálum við
Kaliforníuháskóla í Berkeley,
hefur komist aö þvi að sameigin-
legur forfaðir, ef svo má að orði
komast, allra nútíraatungumála
heimsins sé að minnsta kosti eitt
hundrað þúsund ára garnall.
Prófessorinn komst að þessu
með þvi að bera saman málfræði-
formgeröir um tvö hundruð
tungumálaíjölskyldna, eins og
hina indó-evrópsku. Töluð tungu-
mál á jörðinni tilheyra þijú
hundruð fjölskyldum. Rannsókn
Nichols er hin viðamesta sinnar
tegundar sem gerð hefur verið.
Nichols kemst m.a. einnig að
þeirri niðurstöðu að mannskepn-
an hafi komiö tU nýja heimsins
fyrir 35 til 40 þúsund árum, á
sama tíma og krómagnonmaður-
inn settist að i Vestur-Evrópu.
Halógenljós
hættulítil
Menn hefur lengi grunað að ljós
úr halógenlömpum valdi húð-
krabbameini þar sem í því eru
útfiólubláir geislar. Vísindamenn
telja þó nú að hættan sé lítil.
Margir halógegnlampar eru samt
með sérstakt vemdargler, svona
til vonar og vara.
Þrýstingur í halógenperura er á
við alit að tífaldan þrýsting and-
rúmsloftsins og því er glerið utan
um glóþráðinn sérstaklega
styrkt