Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 32
44 LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Tökum að ljúka á leikinni heimildarmynd um Jón forseta: Unnið út frá lækna- eiði sagnfræðinga - segir ÞórunnValdimarsdóttir, handritshöfundur myndarinnar „Myndin er mannleg. Jón er færð- ur af stallinum um stund. Hér er um að ræða mynd um einstakling sem helmingur þjóðarinnar hefur tak- markaða vitneskju um en sem þó er persónugervingur fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Því er ekki hægt að vera meö atriði i henni sem vekja upp deilur. Henni er ætlað að upplýsa almenning um hvernig maður Jón var. Það er nauösynlegt fyrir þjóð að vita meira um fortíðina. Hún þarf að vita úr hverju hún vex,“ segir Jón Þór Hannesson, framkvæmdastjóri Saga Film og framleiðandi nýrrar leikinnar heinúldarmyndar um Jón Sigurðsson forseta sem verið er að gera og ætlað er að sýna í Sjónvarpinu í tilefni 50 ára lýðveldisafmælisins. Vonbrigói ogveikleikar Handritshöfundur myndarinnar er Þórunn Valdimarsdóttir sagnfræð- ingur en henni til aðstoðar var Björn G. Bjömsson sem einnig hannaði leikmynd. „Það var foringjastríð í gangi milli Jóns og hans samferða- manna á tímabili. Skoðanir andstæð- inga Jóns, á þeim tíma, koma líka fram í myndinni. Hans vonbrigði og veikleikar eru þarna líka. Fólk má ekki halda að séní og stórir menn, eins og Jón var, séu ekki mannleg því þá verður persónan ótrúveröug og okkur fmnst að við, venjulegir menn, séum einhver önnur tegund. Við er- um jú öll frændur apa,“ segir Þórunn. Kveikjan að gerð myndarinnar er 50 ára lýðveldisafmælið í ár, segir Jón Þór. Hann og Bjöm G. Björnsson hafi rætt málin og úr hafi orðið að þeir fóru að þreifa fyrir sér með gerð hennar. „Það hefur ekki verið gerð mynd sem þessi um Jón Sigurðsson. Þess vegna mynduöum við Björn sam- starfshóp með Guðmundi Magnús- syni þjóðminjaverði til að vinna að undirbúningi verksins. Þetta var í lok árs 1991. Svo fengum við Þómnni Valdimarsdóttur til samstarfs við okkur í nóvember 1992. Þá hófst handritsgerðin og þetta komst á skrið,“ segir Jón Þór. Samtöl smíðuð úr bréfum Hann leggur áherslu á að hér sé um að ræða heimiidarmynd með leiknum atriðum en ekki leikrit eða kvikmynd. Að auki er notast við samtímaefni til myndskreytingar. Á þennan hátt sé myndin trú sögunni. „Ég smíða samtöl í myndinni úr heimildum og bréfum. Því tala Ingi- björg og Jón næstum ekkert saman í myndinni. Öll bréf sem þeim fóru á milli hafa týnst eöa hefur verið eytt. Það má segja að þama sé unnið út frá læknaeiði sagnfræðinga sem eru að reyna að fylgja sannleikan- um,“ segir Þómnn. Tilbúin í maí Tökur, sem hófust í ágúst síðast- liðnum, em á lokastigi. Nú tekur við eftirvinnsla, það er samsetning og hljóðvinnsla. Ætlunin er að smiðs- höggið verði rekið á gerð myndarinn- ar í maí og er útlit fyrir að það tak- ist. Stefnt er að því að sýna myndina í Sjónvarpinu dagana í kringum lýö- veldishátíðina 17. júní sem jafnframt er fæðingardagur Jóns Sigurðsson- ar. Norska sjónvarpið hefur falast eftir sýningum á myndinni og ætla má að danska sjónvarpið sýni henni einnig áhuga. Kandídat Jón Sigurðsson og Ingibjörg i Dómkirkjunni í Reykjavík þar sem þau giftu sig árið 1845. Egill Olafsson fer með hlutverk Jóns og Margrét Ákadóttir með hlutverk Ingibjargar. DV-mynd Brynjar Gauti Jón Þór Hannesson framleiðandi og Þórunn Valdimars- dóttir handritshöfundur segja bæði myndina mannlega og að Jón sé færður af stallinum um stund. DV-mynd Brynjar Gauti „Fólk má ekki halda aö séní og stórir menn, eins og Jón var, séu ekki mannleg því þá verður persónan ótrú- verðug, segir Þórunn. Jón Sigurðsson í herbergi sinu í Klausturstræti í Kaupmannahöfn þar sem hann lá veikur i átta mánuði. DV-mynd Brynjar Gauti Tökur fyrir utan konungshöllina Amalienborg í Kaupmannahöfn þar sem Hið islenska bókmenntafélag hafði aðset- ur um tíma. DV-mynd Björn G. Björnsson Kvikmyndafyrirtækið Saga Film stendur eitt að gerð myndarinnar en Seðlabankinn og Menningarsjóður útvarpsstöðva styrkja gerð hennar. Kostnað við gerð myndarinnar vill Jón Þór ekki nefna að svo stöddu en segir að hún sé ódýr miðað við um- fang hennar. Menn hafi notið góð- vildar ýmissa aðila og stofnana við gerð hennar. Hér er ekki um að ræða frumraun Saga Film við gerð sagnfræðilegra heimildarmynda og -þátta. Meðal þeirra mynda og þátta sem fyrirtæk- ið hefur framleitt má nefna: Á íslend- ingaslóðum í Kaupmannahöfn, þátt um listamanninn Mugg, Síldarárin á íslandi, þátt um Árbæjarsafn og þætti um torfkirkjur á íslandi, svo eitthvað sé nefnt. Tökustaðir í Kaupmannahöfn Egill Ólafsson fer- með hlutverk Jóns Sigurðssonar í myndinni og eru 50 aðrir leikarar í hlutverkum í henni. Má þar nefna Margréti Áka- dóttur, Hjalta Rögnvaldsson, Sigurð Sigurjónsson og Pálma Gestsson svo fáir séu nefndir. Auk þess kemur fjöldi aukaleikara viö sögu. Þá eru ótaldir þeir sem starfa baksviðs. Þór- hallur Sigurðsson er leikstjóri, kvik- myndatöku annast Sigmundur Art- húrsson og hljóðupptöku annast Sigfús Guðmundsson. Tökustaðir myndarinnar eru ekki einungis í Reykjavík heldur eyddu leikarar og kvikmyndatökulið dá- góðum tíma í Kaupmanflahöfn. Fengu þau meðal annars híbýli Jóns við Östervoldgötu í Kaupmannahöfn til afnota en tökur fóru fram víða í Kaupmannahöfn, meðal annars í Rósenborgarhöll og Amalienborg. Þá er sögusviöið margar samtíma- byggingar Jóns í Reykjavík. Má þar nefna Menntaskólann í Reykjavík þar sem þjóðfundurinn 1851 fór fram, Nesstofu, Dómkirkjuna og Fógetann í Aðalstræti. Mikill hluti myndarinn- ar var hins vegar tekinn upp í mynd- veri Saga Film við Vatnagarða. Jón lifandi! Helga Rún Pálsdóttir heldur um búningana í myndinni sem eru stór hluti sviösmyndarinnar. Meðal ann- ars var leitað til danska ríkissjón- varpsins og RÚV eftir búningum til að gera andblæ 19. aldarinnar trú- verðugri í myndinni. Þórunn segir að það hafi tekist mjög vel. „Ég sá Egil í sumar í fyrsta skipti þegar tökur fóru fram á þjóð- fundinum í Menntaskólanum í Reykjavík. Ég mætti honum á gang- inum og það var skuggsýnt þar. Hann kom í fullum skrúða með hvítt hár á móti mér. Mér fannst ég sjá draug, svo líkur var Egill Jóni. Eg sagði við Egil að þetta væri plott. Það væri eins og sá sem stjómar öllu hefði látið hann fæðast til að leika Jón,“ segir Þórunn. Hún bætir við að þar sem þetta sé einungis leikur og flestir íslendingar geymi mynd af Jóni í huga sínum þá sé það mikil lukka hve líkir þeir séu. Til dæmis finnist sér þeir hafa sama vangasvip. „Ég fékk nýja mynd af Jóni eftir aö hafa lesiö bréfin hans og heimildir um hann. Hann er orðinn þessi stytta og helgiblær yfir honum. Reyndar má sjá það í einu bréfa hans að hann hæðist að þeirri hugmynd að gera styttu af Ingólfi Arnarsyni. Hann var maðurinn sem vildi rífa niður kerfið og byggja upp nýtt,“ segir Þórunn. -PP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.