Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.1994, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 26. FEBRÚAR 1994 Stofnfundur Félags sumarhúsaeigenda viö Þingvallavatn verður haldinn í Tjarnarbíói í Reykjavik á morgun, sunnu- dag. Sumarhúsaeigendur óttast að með nýju svæðisskipulagi við Þingvallavatn eigi að takmarka umgang á svæð- inu og skerða möguleika fólks til að nýta sumarbústaði sína. Félag sumarhúsaeigenda við Þingvallavatn: Grófa beyglan er tilbúin! Grófu beyglurnar eru komnar á markaöinn, svo aö nú geturöu valiö um þrjár geröir af beyglum frá Samsölubakaríi: Fínar, grófar og beyglur meö kanil og rúsínum. Taktu grófa beyglu úr frystinum, kipptu henni í sundur, ristaöu hana, skreyttu meö áleggi og hún er tilbúin og alveg ómótstœöileg! Öttast drög að svæðisskipulagi - stofnfundur haldinn í Tjamarbíói á sunnudaginn „Við óttumst að með nýju svæðis- skipulagi við Þingvallavatn eigi að takmarka umgang á svæðinu og skerða möguleika fólks tii að nýta sumarbústaði sína. Við teljum því að það sé full ástæða til að haft sé sam- ráð við eigendur sumarhúsa í þessu máh. Okkur er annt um landið og við viljum stuðla að því að þetta svæði verði sem aðgengilegast tií úti- vistar. En við viljum ekki að það verði lokað mannfólkinu," segir Ás- geir Thoroddsen, sumarhússeigandi við ÞingvaUavatn. Stofnfundur Félags sumarhúsaeig- enda við Þingvallavatn verður hald- inn í Tjarnarbíói í Reykjavík á sunnudaginn klukkan 14. Alls eru um 600 sumarhús viö Þingvallavatn. Undanfarnar vikur hefur hópur sumarbústaðaeigenda undirbúið stofnun félagsins, þar á meðal Ásgeir Thoroddsen. í drögum að stofnsamþykktum seg- ir að markmið félagsins sé að standa vörð um rétt sumarhúsaeigenda við ÞingvaRavatn til að nýta eignir sínar og stuðla að sanngjamri umræðu og ákvarðanatöku um framtíðarnotkun svæðisins. Þá er félaginu ætlað að efla gróður og landvemd við vatnið og vinna að sameiginlegum verkefn- um, svo sem þjónustu sveitarfélags- ins við eigendur, öryggisgæslu, mengunarvömum og samningum við landeigendur. Að sögn Ásgeirs er svæðisskipulag- ið nú til umsagnar hjá sveitarfélög- um á ÞingvaUasvæðinu. Samkvæmt því sé ekki gert ráð fyrir fleiri sumar- húsum. Þá séu hugmyndir um að friða vatnið sem vatnsból. „Það er löngu Uðin tíð að vatn sé tekið úr opnum vatnsbólum og því fráleitt að amast við umferð um vatn- ið. Sumarhúsaeigendur láta sér annt um gróður og landvernd og því ástæðulaust að takmarka rétt þeirra tU aö nýta sér svæöið." -kaa Ný, ennþá fullkomnari skurbarvél tryggir ab beyglurnar eru jafnt skornar og því er nú léttara ab losa frosnar beyglur í sundur. A NÆSTA SÖLUSTAÐ EÐA i ASKRIFT I SlMA I - bakar brauðið þitt!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.