Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 Hanstholm: farnir að líta „Komi fleiri íslendingar hingað til Hanstholm þá lenda þ?ir i vandræðum. Það er orðið erfið- leikiun bundið að fa vinnu og Danir eru famir að líta okkur hornauga. Þeir spyröa okkur saman við Færeyinga og flótta- mennina frá Bosníu. Það kemur svo sem ekki á óvart því sumir íslendinganna hafa leitað á náðir félagsmálayfirvaldasegir Garð- ar Valberg sem um 5 ára skeið hefur verið búsettur í bænum Hanstholm á Jótlandi. DV greindi nýverið firá því aö fjöldi íslendinga hefði flutt til Hanstholm á undanfomum vik- um og mánuðum. Fólksfiutning- arnir hafá vakið mikla athygli ytra og frá þeim hefur verið greint i dönskum fiölmiðlum. Alls eru nú búsettir eitthvað á fimmta tug íslendinga í bæjarfé- laginu sem telur ríflega þijú þús- und manns. Hófst með smáauglýsingu í DV Að sögn Garðars hófust fólks- flutningarnir í kjölfar þess að hann auglýsti íbúð til sölu i DV síðast liðið vor. í kjölfarið hefur símhringingum ekki linnt frá fólM sem hefur áhuga á aö flylj- ast út Garðar segist vita til þess að nokkrar fjölskyldur séu á leiö út þrátt fyrir varnaðarorð um versnandi viðmót Dana og slæm- ar atvinnuhorfur. Hann býst við að íslendingarnir í Hanstholm verði orðnir um 70 með vorinu. Bærinn Hanstholm er á norö- vesturströnd Jótlands. Atvinnu- lífiö byggist aðallega á fisk- vinnslu og sjávarútvegi. Auk ís- lendinga hefur fiöldi Færeyinga flust þangað í atvinnuleit í bæn- um eru einnig starfræktar flótta- mannabúðir fyrir á annað hundr- aðBosníumanna. -kaa Fréttir Kötturinn Keli hvarf á gamlársdag fyrir flórum árum: Stökk í fangið á mér og kúrði sig - segir Berglind Sigurðardóttir sem hitti Kela á sunnudagskvöldgöngu „Eg var í gönguferð með vinkonu minni á sunnudagskvöld þegar ég heyrði skyndilega ámátlegt mjálm fyrir aftan mig. Ég leit við og sá þá kött sem var búinn að vera að þvæl- ast héma í þorpinu síðastliöinn mán- uð og manninum mínum fannst koma kunnuglega fyrir sjónir. Ég svaraöi kettinum í sömu mynt, mjálmaði og talaði í svipuðum tón, og þá stökk hann í fangið á mér og kúrði sig upp að mér. Þama var þá kominn kötturinn Keli sem fór að heiman fyrir fiórum árum og lét ekki sjá sig efíir það,“ sagði Berglind Sig- urðardóttir, bankastarfsmaður á Eyrarbakka, þegar hún lýsti óvenju- legri reynslu sinni í samtali við DV. Kötturinn Keli var aðeins um 9 mánaða þegar hann fór út á gamlárs- dag 1989 og lét síöan ekki sjá sig. Berglind og fiölskylda bjuggu þá í öðm húsi en nú á Eyrarbakka. Þar sem ekkert bólaði á Kela taldi fiöl- skyldan að hann væri týndur og tröllum gefinn og um vorið var taliö ólíklegt að hann hefði lifað veturinn af. Berglind fékk sér nýjan kött og flutti nokkm síðar í annað hús á Eyrarbakka. „Það var síðan fyrir mánuði að maðurinn minn þóttist sjá kunnug- legan kött á vappi í nágrenni gamla hússins okkar. Hann þóttist viss um að þar færi Keh. Ég var hikandi þar sem hann virtist dekkri en sá Keli sem ég man eftir. Við kölluðum á köttinn og hann virtist ætla að koma til okkar en flúði alltaf." Það var síðan á sunnudagskvöld að fundum Berglindar og Kela bar saman með svo eftirminnilegum hætti. Eftir að hafa kúrt um stund í fangi Berglindar strauk liann sér upp við fætur sonar hennar og elti þau eins og hundur heim á leið. Þegar inn var komið fór hann rakleitt inni í Arnbjörg Jóhannsdóttir og Ævar Yngvi Jóhannsson með köttinn Kela sem hvarf á gamlárskvöld fyrir fjórum árum en birtist á ný síðastliðinn sunnudag. stofu og lagðist í einn stólinn. Þar hefur hann legið mestallan tímann síðan. „Hann virðist vera mjög þreyttur greyið enda var þetta líka langt gaml- árskvöld þjá honum. í fyrstu var honum mjög illa við að við legðum aftur hurð en eftir að við sýndum honum hvemig hann kæmist út og inn hefur hann verið eins og heima hjá sér. Reyndar verður hann svolít- ið hvekktur þegar snögg hljóð heyr- ast eða einhver ókunnugur kemur inn,“ segir Berglind. Hún hefur ekki hugmynd um hvar kötturinn hefur haldið sig allan þennan tíma. „Hann hefur örugglega ekki verið hér á Eyrarbakka," segir Berglind og bætir við að helst hallist fiölskyldan að því að hann hafi þvælst upp í bíl og lent á ókunnum stað langt í burt. Þykir því ekki ólik- legt að einhver kannist við köttinn Kela á myndunum hér á síðunni. -hlh I dag mælir Dagfari__________________ Markús skorar mörkin Markús Öm borgarstjóri er skyndilega gripinn einhverjum fít- onskrafti. Rauk til og bauð strætó- stjóra velkomna í faðm borgarinn- ar á nýjan leik. Þeir fengu þetta meira að segja skriflegt frá Mark- úsi enda neituðu þeir víst aö taka mark á Markúsi nema skriflega. Ekki var borgarstjóri fyrr búinn að knúsa vagnsfiórana en hann gaf út yfirlýsingu um að hann hefði ákveðiö að eyða atvinnuleysi í Reykjavík. Það myndi hann gera með þeim hætti að hann tæki lán upp á einar 400 milljónir til að skapa vinnu. Svo ætlaði hann að láta ríkið leggja fram sömu upphæð og þá væri hægt að fara að ráða fólk til starfa. Borgarfulltrúum brá nfiög í brún þegar Markús Öm birt- ist á skyrtunni með uppbrettar ermar og lagði fram áætiun um leiftursókn. Það er nefnilega búið að vera hálfgert hallærisástand í borgarsfióm. Hver skoðanakönn- unin á fæhu- annarri boðar að Sjálfstæðisflokkurinn missi meiri- hlutann í kosningunum í vor. Full- trúar flokksins em því ráðvilltir og undirleitir og segjast ekki vita hvaö þeir hafl gert kjósendum. Minnihlutinn er líka ósköp vand- ræðalegur. Rugllistanum er spáð svo miklu fylgi aö minnihlutanum flnnst það nánast grunsamlegt. Mikið hefur verið látið með Ingi- björgu Sólrúnu sem næsta borgar- sfióra og Markús þótt heldur bragðdaufur við hliðina á henni. Markús lætur ekki fara mikið fyrir sér, segja menn og vilja gustmeiri persónu. Hins vegar hefur Ingi- björg Sólrún ekki enn gefið neitt út um að hún fari í framboð. Þessi óvæntu hamskipti Markúsar Am- ar komu minnihlutanum gjörsam- lega í opna skjöldu ekki síður en flokksbræðrum borgarsfióra. Eng- inn átti von á svona sólóspili úr þessari átt. En Markús sýnir að honum er ekki fisjað saman þegar hann vill það viðhafa. Þama tók hann strætóstjórana, Sjöfn í Starfs- mannafélaginu og Ömma frænda í BSRB bara inn á kontór til sín og sagði si svona: Kæra bræður og systur. Mér urðu á mistök. Ég hélt þaö væri eitthváð að marka Svein Andra og þetta fijálshyggjulið í flokknum þegar við gerðum strætó að hlutafélagi sem enginn á hlut í nema borgin, Nú sé ég að þetta var bara gert starfsfólkinu til bölvun- ar. Ég er maöur fólksins. Komið aftur til borgarinnar og þið fáið sama háa kaupið og fyrir daga bylt- ingarinnar og öll réttindi. Skrifið undir héma. Og allir skrifuðu und- ir og vora glaöir. Næst stekkur Markús Öm á fund borgarráðs þar sem menn áttu sér einskis ills von og ætluðu aðallega að ræða um daginn og veginn. Nema hvað Markús rífur plagg upp úr tösku sinni, ber í borðið og byijar lestur- inn. Þama var á ferðinni pottþétt plan um að rífa upp atvinnu í borg- inni. Ráða í hvelli hundrað eða þúsundir manna til starfa. Auðvit- að kostaði þetta stórfé en borgar- sfióri var búinn að sjá leið til að redda peningum. Slá lán upp á ein- ar 400 milljónir og sækja annað eins í Atvinnuleysistryggingasjóð. Borgarfulltrúar sátu sem lamaðir undir lestri borgarstjóra því menn vissu ekki betur en atvinnuleysið yrði að hafa sinn gang. Eftir fund- inn fóra fréttamenn að spyija Markús hvað þessir atvinnuleys- ingjar ailir ættu að fara að gera. Hann sagði að þeir ættu til dæmis að mála opinberar byggingar. Formaður málarafélagsins froðu- felldi þegar hann heyrði þetta. Markús sagði líka að menn fengju vinnu við ýmiss konar viðhald. Sig- uijón trésmiður þrútnaði af bræði. Markús sagði að margir ættu líka að fara í það að laga gangstéttir í borginni og Jakinn fékk sér í báðar nasimar. Enn era tillögur Markús- ar ekki orðnar að veruleika og það hefur komið í ljós að ekki era allir jafn hrifnir. Alla vega segir Pétur Sigurðsson, formaður Atvinnu- leysistryggingasjóðs, að það sé ekki verkahring Reykjavikurborgar aö samþykkja að borgin fái 400 millj- ónir króna úr sjóðnum. Þeir era náttúrlega aUtaf eins þessir kratar. Vilja gína yfir öllum sjóðum og úthluta bara til sinna manna. En það á nú eftir að tala við þennan Pétur og auk þess er Markús ekki hættur. Hann er rétt að byrja að sýna hver það er sem ræður hér í borginni. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.