Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.03.1994, Blaðsíða 17
FIMMTUDAGUR 3. MARS 1994 17 Fréttir Kveikt 1 flórum byggingum á jafnmörgum dögum: Við óttumst mest sjúkan brennuvarg - segir Hrólfur Jónsson slökkvistjóri „Það sem við óttumst mest er að hér sé einhver sjúkur brennuvargur á ferðinni en það er ómögulegt að segja til um hvort svo sé. Hafi ein- hver slíkur verið á ferðinni undan- fama daga þá er farið að líta út fyrir að einhver einn sé valdur að brunun- um. Hins vegar er nánast útilokað fyrir okkur að fullyrða um slíkt,“ segir Hrólfur Jónsson slökkviliðs- stjóri um brunana undanfariö. Eins og greint var frá í DV í gær telja menn hjá rannsóknarlögregl- unni víst að eldur hafi verið borinn að flórum byggingum frá fimmtudegi tíl sunnudags. Er hér um að ræða bruna í hverfastöð Reykjavíkurborg- ar við Árbæjarblett á fimmtudag, hverfastöð viö Flókagötu á laugar- dagskvöld og bílskúr við Guðrúnar- götu á svipuðum tíma og loks brana á bílasölu á Ártúnshöfða á sunnudag. Enginn hefur veriö handtekinn vegna þessara mála en verulegt eignatjón var í að minnsta kosti tveimur tilfellanna. Byggingarnar höfðu verið steinkaðar með eldfim- um vökva og eldur borinn að. Á síðastliönu einu ári var í DV greint frá 13 íkveikjum og má ætla að þær hafi verið helmingi fleiri þar sem lítið sem ekkert tjón hlaust af. í fæstum tilvikum tekst hins vegar að upplýsa íkveikjurnar. Hér er um að ræða fjórar íkveikjur við Tjamargötu þar sem eldur var borinn aö ruslatunnum. í einu tilvik- anna náði eldur að læsa sig í timbur- — - á einu ári - Ikveikjur frá fimmtudegi úí há hús og lá við stórtjóni. í maí kvikn- aöi í vinnuskúr við Klukkurima. Börn eða unglingar voru grunuð um verknaðinn. Þá kviknaði eldur í húsi við Bergstaðastræti og sást maður hlaupa af vettvangi um svipað leyti. í samtali við rannsóknarlögreglu- mann kom fram að það væri eftir litlu að fara öðru en upplýsingum sjónvarvotta. Að því gefnu að hér sé á ferðinni brennuvargur þá er ljóst að það er í eöli þeirra að fylgjast með afleiðingum gerða sinna. Þess eru jafnvel dæmi að þeir hafi aðstoöað við slökkvistörf. Slökkviliðið í Reykjavík hóf nýlega að taka upp myndband af aðgerðum á vettvangi og segir Hrólfur að óhjákvæmilega komi alltaf einhverjir áhorfendur fram á myndunum. „Ég veit nú ekki hvort RLR hafi beinlínis talið ástæðu til að fá þessar upptökur," segir Hrólfur. Hjá RLR fengust þær upplýsingar að allra hugsanlegra leiða væri leitað til að upplýsa íkveikjur og menn vissu af þessum mögulega. Að öðru leyti voru menn ófúsir að tjá sig um rannsóknaraðferðir. Samkvæmt könnun sem DV gerði fyrir nokkru námu bætur á skemmd- um af völdum íkveikja á húsum í Reykjavík tæplega 100 miljónum. Þar ekki taliö með tjón á innbúi húsa og fyrirtækja. Kunnugir telja aö bætur vegna tjóna á innbúum í brunum sem þessum nemi nokkrum hundr- uöum milljóna. -pp Fornaldarsaga Nýlega birtist fomaldarsaga fyr- ir framhaldsskóla. Eins og gefur að skilja er þetta lítið rit. Hér er í stuttu máh fakin tilurð mannkyns og hvernig það hafi dreifst um heiminn, landbúnaðarbyltingin frá fornsteinöld til nýaldar. Síðan kemur yfirlit um sögu elstu menn- ingarríkja fyrir botni Miöjarðar- hafs, i írak og Egyptalandi. I lengra Bókmermtir Örn Ólafsson máli er rakin saga Grikklands og Rómaveldis, til falls Vesturróm- verska ríkisins. Bókin er alhliða, hér segir frá þróun atvinnuvega, uppbyggingu ríkisins og helstu við- burðum og reynt að skýra orsakir þeirra. Inni á milli eru ítarlegar rammagreinar um trúarbrögð, heimspeki, bókmenntir og listir, bæði byggingarlist, leiklist, högg- myndir o.fl. Kort og yfirlitsmyndir þykja mér vel valin til að draga fram sérkenni í knöppu formi, auk ártalaskrár aftast. Málfar er lát- laust en vandað og er ekki verra að það ber stundum keim af viðtak- endum, t.d. (bls. 68): „Það segir meira en mörg orð um hversu öflugu stjórnkerfi þeir Ágústus og Tíberíus voru búnir að koma upp að þrátt fyrir ruglið á Calígúlu og Neró og hatrammar borgarastyrj- aldir, hélt það áfram störfum. Skattar voru innheimtir og opin- berum inannvirkjum, svo sem vatnsleiðslum og vegum haldið við.“ Auövitað má stundum sakna ít- arlegri upplýsinga. Fáein dæmi: Þegar rakin er dreifing mannkyns væri æskilegt að fá upplýsingarum helstu flokka tungumála. Bygging- arhst Egypta er að mestu sniðgeng- in fyrir utan lýsingu á stærstu píra- mítum. Það hefði ekki þurft mörg orð til að lýsa þróun þeirra frá upphækkuðum gröfum (mastaba) og það eru verðmætar upplýsingar gegn því eilífa rugh sem dynur á fólki um yfimáttúrlegt eðli píra- míta. Æskilegt hefði verið að fá aðeins ítarlegra yfirht um trúar- brögð, einkum samanburð á goð- heimi Grikkja og Rómveija við ása- trú. En það segir sig sjálft, að í bók sem þessari er mesta hstin sú að skera niður, svo eftir standi bita- stætt efni, sem unghngar komist yfir í skóla, væntanlega á einum vetri. Og það sýnist mér hafa tekist með miklum ágætum. Bókin hýður upp á góða undirstöðumenntun og mun betri en undirritaður fékk í Gagnfræðaskóla Vesturbæjar þótt góðir væru þar kennarar. Áð öðru leyti hefi ég því miður ekki aðstæð- ur til samanburðar þ.e. aðrar ný- legar kennslubækur. Eitt vh ég þó segja að lokum. Bókin rekur einungis sögu vest- rænnar menningar en htur hjá hhðstæðri þróun í Indlandi, Kína og Ameríku, tekur bara fram að hún geri það. Ég held að um þetta efni mætti fjalla hér í kafla sem væri að lengd á við kaflann um Egyptaland, án þess að neinu veru- legu munaði í tilkostnaði. Einu gildir þótt shkt efni sé ekki á náms- skrá. Það væri þó tiltækt forvitnum nemendum, og hrekti þannig þá útbreiddu fordóma að menning sé bara eitthvað sem orðið hafi til á Vesturlöndum. Guömundur J. Guðmundsson & Ragnar Sigurösson: Þættir úr sögu vestrænnar menningar. Hiö isl. bókmenntafélag, 1993, 76 bls. Metveiði á rækju ásíðastaári Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri Samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi íslands var rækjuveiðin hér við land rúmlega 51 þúsund tonn á síöasta ári og hefur afhnn aldrei verið svo mikih á einu ári. Næst- mesti afli var árið 1992 en þá losaði afhnn 43 þúsund tonn. Aflaaukning mihi ára er því tæplega 20%. Pétur Bjarnason, framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpudisk- framleiðenda, segir aö eflaust megi telja að aukinn rækjuafli sé að ein- hverju leyti th kominn vegna lélegra þorskárganga og þar með minna af- ráns. Afh úthafsrækju frá upphafi kvóta- árs th 16. febrúar sl. var samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu rúmlega 16 þúsund tonn en aflaheimildir eru um 49 þúsund tonn. Miðað við veiði á úthafsrækju á síðasta kvótaári má ætla að kvótastaða varðandi úthafs- rækjuna sé vel viöunandi og kvóti ætti því ekki aö hækka í verði. Suðumes: Helmingur bruna af mannavöldum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjunr Það kemur fram í ársskýrslu Brunavarna Suöurnesja að á síð- asta ári voru útköll 157. Þar af 105 vegna sjúkraflutninga og 52 vegna elds. Það vekur mikla athygh aö rúmlega helmingur bruna er af mannavöldum. Þar innifalið leik- ur barna með eld. Sjúkraflutning- um hefur fjölgað um rúmlega 30% frá 1989. Háskólanem- vilja fram- haldsdeild Olgeir Helgi Ragnares., DV, Borgamesd: Formaður Skólafélags Sam- vinnuháskólans á Bifröst afhenti menntamálaráðherra, Ólafi G. Einarssyni, áskorunarskjal frá nemendum skólans um að beita sér fyrir því af alvöru að veitt verði fjármagn til starfrækslu framhaldsdehdar við skólann. Fyrirhugað er að framhaldsdehd þessi taki th starfa næsta haust ef th þess fæst fjármagn. Nám í framhaldsdeildinni mun taka heht námsár og munu nem- endur útskrifast þaðan með B.S. gráðu í rekstrarfræöum að nám- inu loknu. Framhaldsdeildin er hugsuö sem valkostur fyrir þá nemendur sem útskrifast sem rekstrarfræðingar eftir tveggja ára nám á Bifröst sem og aðra með sambærilega menntun. Nemendur, jafnt sem skólayfir- völd, telja það brýnt hagsmuna- mál að framhaldsdeildin byrji sem fyrst, og þá helst næstkom- andi haust. Akranes: upp hjá Akri Átta manns hefur verið sagt upp störfum hjá Trésmiöjunni Akri á Akranesi vegna verkefn- askorts. Starfsmenn fyrirtækisins eru nú um þrjátíu en hafa verið á fimmta tug þegar verkefni hafa veriðnæg. -IBS KRISTÍN ÞORSTEINSDÓTTIR - NÁMSKEIÐ Kristín Þorsteinsdóttir heldur námskeið helgina 5.-6. mars nk. í sal Stjórnunarskólans við Sogaveg. Námskeiðstími 10.00-16.00. Skyggnilýsing í lok námskeiðs. Efni námskeiðs: Litir og notkun þeirra til sjálfsheilunar Fyrirgefning Leiðbeinendur okkar (guides) Næmiæfingar „Yin og Yang“ Kvíðalosun Heilun Skyggnilýsing o.fl. Námskeiðinu er fylgt eftir með öflugu og hnitmiðuðu hópstarfi með ábyrgum leiðbeinend- um. Þeir hópar er munu taka til starfa eftir námskeiðið eru: Sjálfshjálparhópar, sjálf- styrkingarhópar, fræðsluhópar, bænahringir, þróunarhringir og þjálfunarhópar. Námskeiðið e'r öllum opið. Þeim sem eru með dulræna hæfileika, hafa fæðst með þá eða hafa opnast skyndilega er sérstaklega bent á að þarna er tækifæri til að hitta aðra þá sem hafa svipaða sögu að segja. Þeim er eiga við innri erfiðleika að stríða er sérstaklega bent á sjálfshjálparhópana. Skráning fer fram í síma 885443 fimmtud. 3. mars kl. 13.00-20.00. Þeir sem ekki ná að skrá sig á þessum tíma mæti tímanlega á laugardagsmorguninn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.